Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 01.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR Bc&jar íréWtr Stúdentar! Styrkið Nýja Stúdentagarðinn! Pening&kassa með 4000 krónurii var stolið að . Alafossi aðfaranótt laugardagsins. Málið er í rannsókn. Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisg. 81. Sími 5204. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína I?órunn Hjálmarsdóttir, Njáls- götu 4 og Jónas Jónasson, skósmið- ur, Barónsstíg 18. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefir skrifstofu. sína í sumar í Miðbæjarbamaskólanum, herbergi nr. 19. Noregssöfnunin . er samkvæmt síðustu skýrslu Norræna félagsins komin upp í kr. 85.419.00. ASatfundur Leikfélagsins var haldinn síðastl. laugardag. Gefin var skýrsla um störf félags- ins á árinu. 78 leiksýningar voru haldnar á árinu, auk 26 sýninga á Nitouche, sem haldnar voru í fé- lagi við Tónlistarfélagið. Stjómin var endurkosin, en hana skipa: Val- ur Gíslason formaður, Brynjólfur Jóhannesson ritari og Hallgrímur Bachmann féhirðir. í varastjórn eiga sæti: Alfred Andrésson, Arn- dís Bjömsdóttir og Emilía Borg. Til að velja leikrit i samráði við stjómina voru kosnir: Gestur Páls- son og Ævar Kvaran. Hótel Skjaldbreið. Eigendaskipti hafa orðið á Hót- el Skjaldbreið. Systurnar Steinunn og Margrét Valdimarsdætur, sem rekið hafa gistihúsið að undan- förnu, hafa selt það hlutafélagi, er kallast „Hlutafélagið Skjald- breið“. Framkvæmdarstjóri og hót- elstjóri verður Pétur Daníelsson, sem að undanförnu hefir verið þjónn að Hótel Borg. Lögregluþjónum hér í bæ hefir verið fjölgað um 18.. Hafa þeir verið á lögreglunám- skeiði, i vetur, en hafa nú lokið prófi, og eru 14 þeirra þegar teknir til starfa, en hinir f jórir munu koma einhvem næstu daga. Hjúskapsr. , S.l. laugardag voru gefin saman í ■ hjónaband af lögmanni ungfrú Sigríður Símonardóttir og Ragnar Jónsson, fulltrúi hjá sakadómara. Heimili þeirra er á Barónsstíg 12. Ferðalög um helgina. Ferðafélagið efndi til farar suður á Keili í gær. Lagt var af stað kl. 9 í gærmorgun og ekið að Kúa- gerði. Þaðan var gengið upp með hraunröndinni og upp á Keili. Síð- an var gengið á Trölladyngju og loks yfir Sveifluháls niður að Kleif- arvatni. Þátttakendur voru 30. — A sunnudaginn kemur verður farið á Eyjafjallajökul. Gengið verður frá Stóru Mörk. — Farfuglar fóru á laugardagskvöldið á Kolviðarhól, en í gær var gengið á Hengil, en síðan siíður af ' honum og haldið milli hrauns og hlíða niður á Kol- viðarhól aftur. Komið var í bæinn kl. yy2 '1 gærkvöldi. Þátttakendur voru 12. Báðir hópamir létu vel yfir veðri og útsýjni. ^Revýan „Nú er það svart maður“ verð- ur sýnd kl. 8 í kvöld og annað kvöld. Allt uppselt í kvöld, en að- göngumiðar að sýningunni á morg- un verða seldir i dag milli kl. 4 —7, og á morgun eftir kl. 2. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Tatara- lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Líf og barátta í Austurlöndum Asíu, III (Björgúlfur Ólafsson, læknir). 21.00 Hljómplötur: Létt lög. 21.05 Sumarþættir (frú Soffía Ingvarsdóttir). 21.25 Útvarps- hljómsveitin: íslenzk alþýðulög. Einsöngur (frú Guðrún Ágústs- dóttir): a) Markús Kristjánsson: 1. Gott er sjúkum að sofa. 2. Bí, bí og blaka. 3. Elsk din Næste. b) Palmer: Svo fjær mér á vori. c) Karl O. Runólfsson: Den far- ende Svend. 21.50 Fréttir. Hreinap léreftstnskar kaupir hæsta verði Félaasprentsniiíjan % Hús o§ka§t Vil kaupa heilt eða hálft hús með nýtísku þægindum, laust til íbúðar nú þegar eða í síðasta lagi 1. október. IVokkrar stnlknr óskast í Dósaverksmiðjnna Ii.f. Uppl. á skrifstofunni ' ' ':"'j I . , :. Vantar frammistöðustúlku og eldhússtúlku strax. latstofan OCLLFO88 Flatningsmenn vaiitar á tograra Uppl. á §dlvallagötn 50 eftir kl. 5 í dagr Sumarbústaður ÉÍl SÖlll 12 km. frá Reykjavik. Hús 4,80x6,85 metrar og lóð ca. 4000 i'ermetrar. Uppl. i síma 512 4. DANlEL ÓLAFSSON & CO. H.F. Vantar nokkra . lagtæka menn Uppl. á skrifstofu Stáltunnugerðarinnar, Ægisgötu 4. Mikil útborgun. Ari Þorgilsson c/o Aðalskrifstofa Landssímans. Sími 1000. Heimasími 9139. Verzl. Guðjóns Jónssonar Hverfisgöta 50 er ávalt birg að allskonar nauðsynjavörum. Hefiji' fengið mikið af fóðurvörum. Blandað hænsakorn, hænsamjpl, maísmjöl, hveitiklíð. Mikið úrval af alls- konar hreinlætisvörum, sælgætisvörum og nýlendu- vörum, högginn melís á kr. 1,25 pr. kg. — Gulróf- ur, Matar- og útsæðiskartöílur ágætar. Nýan rabarbar höfum við með dags fyrirvara. Munið, að beztu kaup gera allir á Hverfisgötu 50. Verzlun Guðjóns Jónssonar Sími 3414 og 4781. Aðalfundur n.F. Finiiskipafélagrís flslands verður haldinn laugardaginn 6. júní kl. 1 e. h. í Kaup- þingssalnum í húsi félagsins. — Áðgöngumiðar og at- kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra á miðvikudag 3. og fimtudag 4. júní kl. 1—5 e. h. báða dagana. STJÓRNIN. Tilkynning Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskiftavinum okkar, að við höfum selt húseign okkar, Hótel Sk jald- breið, hlutafélaginu Skjaldbreið, frá 1. júni að telja.. Við þökkum innilega viðskiftin á liðnum árum og vonumst til, að hinir nýju húsbændur verði þeirra við- skifta og vinsemdar aðnjótandi, sem við höfum ávallt mætt. Virðingarfyllst. . Steinunn Valdemarsdóttir. Margrét Valdemarsdóttir. Samkvæmt ofpnrituðu hefir hlutafélagið Skjaldbreið keypt Hótel Skjaldbreið og munum vér framvegis reka þar alls konar veitingar og annan hótelrekstur, eins og verið hefir. Vér munum af fremsta mætti kappkosta fljóta og góða afgreiðslu og á allan liátt að reyna sem bezt að fullnægja þörfum viðskiftavina vorra. Virðingarfyllst. pr. pr. Skjaldbreið h.f. Pétur Daníelsson. Til brúðargjafa Keramik. — Krystall Matax*- og kaffistell koma i vikunni. K. Einarsson & Bjömsson Bankastrséti ll AtTÍnna Duglegur og ábyggilegur maSur óskar eftir góðri atvinnu. Tilboð sendist fyrir 5. þ. m., merkt: „!þróttamaður“. Nendiiveina vantar Uppl. á skrifstoíunum Skólavörðustkg 12 Bróðir minn, Hinrik GuðmundSBon lést að Vífilsstaðahæli 30. mai siðastiiðinn Fyrir hönd aðstandenda. Axel GiiíiÖjnnndsaon . Hér með tilkynnist, að Elisabet Guðmundsdónir frá Heysholti, andaðist á Landsspitalanum þann 28. maí. Likið verður flutt austur þann 2. þ. m., og liefst kveðju- athöfn á Þórsgötu 8, kl. 8% fyrir hádegi þann dag. Vandamenn. Jarðarför litlu dóttur okkar, Aöalheidar Margrétar fer fram frá fríkirkjunni þriðjudaginn *2. júni, og hefst með bæn á heimili okkar, Holtsgötu 31, kl. 3 eftir hádegi. Jarðað verður i Fossvogskirkjugarði. Aðalheiður Klemensdóttir. Guðm. Kr. Kristjánsson. 1 Jarðarför Ólafar Jónsdóttur (Þingholtsstræti 3) fer fram þriðjudaginn 2. júni. Athöfnin hefst i Fríkiricj- unni kl. l^ e. h. Aðstandendur. Okkar innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hjálp við fráfall og jarðarför Bergs Jónssonar skipstjóra Þóra Magnúsdóttir, börn og'tengdaböm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.