Vísir - 23.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 23.06.1942, Blaðsíða 2
V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: 5LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og’ 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Útsvarsskráin. AÐ hlakkaði í andstæðing- um Sjálfstæðisflokksins nú fyrir helgina, af þeiin sökum, að þeir vissu, að von var á út- svarsskránni þá næstu daga. Þeir þóttust þess fullvissir, að nú gæfist efni í'kröftugan á- róður gegn meirihluta bæjar- stjórnar, sem nú skipar að þessu sinni einnig meirililuti niðurjöfnunarnefndar. Skatt- stjórinn í Reykjavík var áður sjálfkjörinn í nefndina og for- maður hennar, en á síðastliðnu vori iiaðst hann undan þessum starfa með þvi að verkefni hafði hann önnur næg fyrir. Áður en útsvarsskráin kom út var það jafnvel látið í veðri vaka, að Sjálfstæðismenn þyrðu ekki að gera útsvörin heyrin kunn, með því að ]>au hefðu iiækkað mjög frá því, sem var í fyrra, og myndi það ekki auka á líkurnar fyrir kosningasigri flokksins hér í hænum, við þær alþingiskosningar, sem nú fara í hönd. Vitað var það, að heild- arfjárhæð sú, er niður var jafn- að, var mun hærri en i fyrra, sem og að samkvæmt núgild- andi skattalögum er óheimilt að leggja útsvar á þann hluta tekna, sem umfram er 200 þús. kr., heldur kemur þar stríðs- gróðaskattur til greina, en af honum fær hlutaðeigandi bæj- ar- eða sveitarfélag 45%, en rik- ið hinn lilutann. Þegar tekjurn- ar eru orðnar jietta háar, er tekjuskattur og stríðsgróða- skattur samtals komnir upp i 90% af tekjunum, að meðtöld- um greiddum sköttum og út- svörum, en að því er hlutafélög snertir, að frátöldu þvi broti af tekjunum, sem leyf t er að leggja i varasjóð. Þá var sú breyting einnig leidd í lög á síðasla al- þingi, að tekjuskattar og útsvör eru ekki gerð frádráttarhæf tekjum áður en skattUr er á iagður, og hefir niðurjöfnunar- nefndin einnig orðið að taka þetta til greina í starfi sínu. Leiddi af þessu, að skattskyldar tekjur hækknðu allverulega frá þvi, sem áður var, og ef niður- jöfnunarnefndin hefði lagt út- svör á í samræmi við það, hefðu þau orðið hlutfallslega mildu hærri en i fyrra. Niður- jöfnunarnefndinni var þetta vel Ijóst og tók því það ráð að lækka útsvarsstigann verulega, og það svo að nú eru útsvörin hlutfallslega töluvert lægri en i fyrra miðað við tekjur. Gunnar Viðar hagfræðingur hefir gert grein fyrir Iækkun þeirri, er gerð var á útsvarsstig- anum, og gert þar samanburð á honum á árunum 1940—1942. Keinur þar í Ijós, að yfirleitt er um stórfellda lækkun að ræða, en út í það skal ekki farí^ að sinni. Yfirleitt má segja, að menn sætti sig vel við útsvörin, er þeir taka tillit til allra aðstæðna. Þótt þau hafi hækkað nokkuð á einstaklingum og fyrirtækjum i ýmsum tilfellum, leiðir það beint af því, að tekjur manna hafa verið miklu hærri á síðasta ári en áður, og þarf þá enginn að kvarta, þótt hann verði að greiða einhverja útsvarsaukn- ingu til bæjarfélags síns frá því sem áður var. Ef hann telur sig hinsvegar misrétti beittan, getur hann leitað réttar síns með því að kæra útsvarsálagninguna og færa fram rök sín fyrir því, að honum beri lægra útsvar. Augljóst er það, að jafnframt því sem verðlag allt og kauplag hefir á siðasta ári liækkað stór- lega, aukast einnig þarfir bæj- arins fyrir hækkaðar tekjur. Þeirra tekna er ekki unnt að afla nema með auknum álögum í heild þótt þær aukist ekki i sama hlutfalli og tekjur al- mennings, þótt svo kunni að fara að einhver lekjuafgangur kunni að verða hjá bæjarfélag- inu getur það ekki valdið nein- um hörmungum né liugarkvíða gjaldendanna. Allir vita að hér er margt ógert, og hið óvenju- lega ástand hefir skapað ýmsa crfiðleika sem ráða þarf fram úr á næstu árum. Það verður ekki gert án fjár. Því er það hyggilegt að safna nú í sjóði til þess að grípa til síðar er þörf gerist. íslandsmótiö: K.R. sigfraði Vai med 4:1 í gærkvöldi hélt íslandsmótið áfram með kappleik á milli Vals og K.R. og lauk honum með glæsilegum sigri K.R., 4 mörk- um gegn einu. Endaði leikur þessi vissulega með nokkuð öðrii móti heldur en búizt var við*því langt er síðan K.R. hefir unnið Val og var sízt búist við, að það yrði í þessum leik. Þess ber einnig að gæta, að leikur þessi var livort tveggja í senn fjörugur og prúðmannlegur og er það vel. K.R.-ingar sýndu með þessum leik sínum, að þeir geta leikið með afburðum vel og hafa mikla möguleika til þess að verða íslandsmeistarar í ár, því liðið ,eins og það var i gær, er sterkt og prýðilega vel samstillt. Aftur á móti var Valsliðið nokk- uð losaralegra og má ef til vitl kenna því um, að ágæta menn vantaði í það — þó sérstaklega í vömina. Þó ætla eg engu að spá um úrslitin, því undanfarnir leikir í mótinu hafa gefið mönnum tilefni til þess að halda, að frammistaða félaganna sé kom- in undir veðráttu! eða einhverju þvílíku, og mætti ætla að mis- munandi veðrátta hefði mis- munandi áhrif á hin einstöku félög. Eftir þessu ættu K.R.-ing- ar að standa sig bezt í nokkrum vindi og vera þá jafnvel ósigr- andi, en Valsmenn aftur á móti liappadrýgstir i logni. G. Um víða veröld. Menn geta gert sér það í hug- arlund, að það muni vera allt ananð en auðvelt að ferðast um heiminn á þessum tímum, en það eru þó til menn sem gera það og gengur vel. Hér er eitt dæmi. Vísir hefir nýlega haft frétt- ir af Gunnari Guðmundssyni frimerkjakaupmanni, sem fór héðan af Iandi burt fyrir nokk- uru. Er Gunnar nýkominn til Kaupmannahafnar og kemur hann frá Tokio i Japan. Ekki hefir blaðinu tekizt að afla sér upplýsinga um það, hvemig Gunnar hefir komizt á milli þessara staða, en liklegt er, að hann hafi farið yfir Siberíu og Rússland, Litlu-Asíu, Balkan- löndin og Þýzkaland. Gunnar er búinn að fara um gervallan heim og lcoma mjög víða við. Hann var um nokkum tíma á Hawaii. Án efa getur Gunnar sagt frá mörgu merkilegu, er hann kemur aftur heim til Is- Iands. Verkfall hjá Ríkisskip liófst í morgun. Hafnarverkamenn hjá Skipautgerð ríkisins komu ekki til vinnu í morgun, svo að sem stendur liggur öll, eða því nær öll, vinna niðri við höfnina. Þann 9. þ. m. skrifuðu verkamenn hjá Skipaútgerð ríkisins forstjóranum og fóru fram á verulegar kjarabætur. Kröfur þeirra voru í tveim liðum og em á þessa leið: 1. að fyrir hvem bjnrjaðan vinnudag skyldi greiða full dag- laun og auk þess til uppbótar eina og hálfa klukkustund með cftirvinnukaupi, 2. að eftirvinna verkamannanna reiknist frá kl. 6—8 síðd. (var áður til kl. 10) og greiðist með kr. 4.30 pr. klst. að við- bættri dýrtíðaruppbót. Kröfðust verkamennirnir svars í gærdag, en þar sem ekki var unnt að ganga að þessum kröfum, komu verkamenn ekki til vinnu í morgun, og Iiggur vinna því við öll skip Skipaútgerðar ríkisins og Eimskipafélagsins niðri um þessar mundir. Hafa mál þessi verið afhent ríkistjóminni til meðferðar. Ofangreindar upplýsingar fékk Vísir hjá Pálma Loftssyni for- stjóra, og ennfremur hafði blaðið tal af Guðmundi Vilhjálms- syni framkvæmdarstjóra hjá Eimskip og sagði hann að sem stæði gerðist ekkert í kaupdeilunni, engar samningaumleitanir og væri aðeins beðið eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn á Akranesi láta smíða tvö skip Akranesi, 21. júní ’42. Þegar eg kynntist Akurnesing- um fyrst, eða meðan eg var að kynnast þeim, fannst mér eg skilja hugsunarhátt þeirra þann- ig, að þrátt fyrir allan sinn mikla dugnað, væri þeir ekki félags- lyndir menn. Þeir eru dálítið „útaf fyrir sig“ að ýmsu leyti, Akumesingar, og það jafnvel einkennilega mikið, þegar þess er gætt hversu nálægt þeir em höfuð-menningarbóli landsins. En eg rak mig öðru hvoru á það, þegar viðkynningin varð meiri, að eg misskildi þá. Það er t. d. einn félagsskapur á Akra- nesi, sem er til fyrirmyndar samskonar félögum annarsstað- | ar á landinu. Það er Sjálfstæðis- ' félagið. Fyrstu kynni, sem eg hafði af Sjálfstæðisfélaginu á Akranesi, voru brosleg. Eg var áð æfa þar allstóran karlakór— 1 35—40 „káta karla“. Á einni æf- ipgunni er mér sagt, að við verð- lim að hafa hraðann á, því að Sjálfstæðisfélagið ætlaði að liafa fund í salnum okkar strax eftir æfingu. En þegar til kom, þá var einmitt söngflokkurinn uppi- staðan í Sjálfstæðisfélaginu. Söngmennirnir settust hara nið- ur, allt í einu, allir með tölu, og fóru að ræða pólitík frá sjónar-' miði sjálfstæðismanna, — og einhverjir -bættust við í salinn. Eiginlega dáðist eg að þessu. Að öðru dáðist eg þó enn meira hjá sjálfstæðismönnunum ; á Skaganum. Það var þegar þeir i byggðu sumarskálann við Ölver. i Það var rösklega af sér vikið. j Þar þurfli góð samtök. Þar þurfti mikla fórnfýsi. Og þar þurfti mikinn dugnað. Þeir hyggðu skálann sjálfir, stóran, vistlegan og vandaðan, í frí- stundum sínum, — en skálinn er um 25 km. leið frá Akranesi. Höfðu einn húsasmið — yfir- smið, en unnu annars verkið sjálfir: verzlunarmenn, sjó- menn, verkamenn og iðnaðar- menn. Og þar stóðu sannarlega hendur fram úr ermum. Þetta hvorttveggja, sem hér hefir nefnt verið, þykir nú ef til vill ekki sérlega merkilegt, — en hvað segið þið um þetta: Sjálfstæðismenn á Akranesi eiga togara, sem svo hefir blessast vel að nú eru þeir að láta byggja tvö skip fyrir fé sem þeir áttu inni erlendis fyrir afla þessa togara. Sjálfstæðisfélagið gekkst fyr- ir því, að stofnað var h.f. Viðir, sem síðan keypti togarann Sindra, um áramótin 37—38. Þetta fyrirtæki liefir dafnað með ágætum vel og hefir reynst ein styrkastasta stoð kauptúnsins, sem nú er nýorðið kaupstaður, — var t. d. á yfirstandandi ári orðið langsamlega hæsti gjald- andi til bæjarsjóðs. Og nú eru þeir búnir að kaupa og fá heim efni í tvö stór skip, og vélar i þau bæði eru þeir bún- ir að kaupa, — en þær eru úti í Englandi enn, en fást væntan- lega í tæka tíð. Séð aftur eftir kili. Bönd reist fram undir miSjan kjöl. . Hafin er smíði á öðru skipinu, sem á að verða 100 smálestir. Það er byggt hér á skipasmíða- stöð Þorgeirs Jósefssonar, sem er í stjórn Sjálfstæðisfélagsins og alkvæðamikill áhugamaður. — Yfirsmiður við þessa vbygg- ingu er hinn þjóðkunni hag- leiksmaður Eyjólfur skipasmið- ur Gíslason úr Reykjavík. Skip- ið á að verða tilbúið fyrir næstu vertíð, en nú um sinn verður nokkurt lilé á vinnu við það, vegna aðgerða á bátunum sem eiga að fara norður ,já síld“ — en þeir munu verða 8, bátamir, sem héðan fara. Búið er þegar að reisa nokkuð af Ixindum, en þó verður enn ekki séð hvernig skapnaður verður á þessari snekkju, — en þau hafa jafnan verið fögur á að líta og reynst vel skipin, sem Eyjólfur hefir byggt. Þetta eru stærsta skipið, sem hér er byggt. Hitt skipið, sem sjálfstæðismenn ætla að bvggja mun sennilega verða nokkuð minna en þetta. Th. Á. ir Jón Ivars fimmtugur. Jón fvars, aðalbókari Lands- símans, er fimmtugur í dag. Þeir, sem þekkja Jón og hafa umgengizt hann um dagana, eiga bágt með að trúa þessari staðreynd, svo unglegur er hann í útliti og anda. En við vinir hans og kunningjar, verðum að láta okkur það lynda, að svona sé, því þannig er það Jón er fæddur 23. júní árið 1892. Ilann gerðist bókhaldari hjá Gefjunni á Akureyri árið 1914 og var það til ársins 1920, er hann fluttist hingað til Reykjavikur og gerðist aðalbók- ari hjá Landssímanum. Þvi starfi hefir hann svo gegnt þangað til í ár, er hann varð að segja því lausu vegna heilsu- brests. Jón hefir ávallt verið mjög músikalskur og sönghneigður maður, og er það enn. Kann hann því vel, að tekið sé lagið i vinahóp og leikur ekki vafi á því, að mikið verður um söng á heimili hans i dag, á þessum merkisdegi i lifi hans. Það er ekki langt síðan ég kynntist Jóni fyrst, en það fyrsta sem ég varð var i fari hans, var liin prúðmannlega fram- koma hans og snyrtimennska. Allir þeir, sem þekkja Jón, bera honum sömu söguna, að hann sé einn þeirra alúðlegustu og trygglyndustu manna, sem þeir hafi fyrir hitt. Jón er kvæntur Rósu Teits- dóttur, hinni ágætustu konu, og hefir þeim , hjónum orðið þriggja barna auðið. Misstu þau tvö börnin ung, dreng og stúllcu, en sonur Jieirra, Agnar ætlar að kvænast í kvöld og auka þannig á hátíðleik dagshis hjá foreldrum sínum. Við vinir þinir, Jón, óskum þér innilega til hamingju með þennan merkisdag í lífi þínu og óskum þess af heilum hug, að þú eigir eftir að lifa ennþá mörg gleðirík og happadrjúg ár. G. Ein. Jónsmessan er í nótt. Það var trú manna í gamla daga, að ef þeir böðuðu sig alsnaktir upp úr næturdögginni (kl. 12 á mið- nætti) á Jónsmessunótt, og óskuðu sér einhvers, myndu þeir fá þá ósk sína uppfyllta. — Ekki skulum vér segja neitt um það, hversu mönnum gekk vel að fá óskir sínar uppfyllt- ar, en ekkert er það, sem mælir á móti því, að menn reyni það einu sinni, að fá sér bað i dögg nætur- innar þessa nótt, og noti tækifærið og óski sér einhvers um leið. Sjá- um svo, hvort úr rætist. I 6 stærðir JLi v e rp a a4^ Sírnar: 1135, 4201 t skápur óskast. Erl. Blandon & Co„ hJr. Sími: 2877. Góðar vðrobfll (án bílstjóra) til leigu. Uppl. á Njálsgötu hl, aimari hæð. Chevrolet vörubifreið 2ja toriha, model 1933, tíl sölu. Skipti á 5 manna fólks- bifreið gæti komið til greina. Uppl. á Laugavegi 137. Simi 5742, frá 5—8 e. h. Sterling- silfur nýkomið. Takmarkaðar birgðír. JÓH. NORÐFJÖRÐ. Austurstræti 14. Stúlku vantar í r Kjötbúö Sólvalla. Uppl. i Kjötbúð Sólvalla. ! Eleki svarað i sima. Búðar- diskar úr gleri, ásamt 2 glerskápum, til sölu og sýnis á Hverfis- götu 32. CAFE inn. Mann, vanan vantar mig nú þegar. Jón Guðmundsson, Nýjabæ, Seltjarnarnesi, Simí: 4794. I er miðstöð verðbréfaviS-1 | skiptannæ — Sími 1710. | \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.