Vísir - 23.06.1942, Page 3
VISIR
Sími 2339«
Látið skpifstofuna vita um þad fólk, sem er farid burt úr bænum. — Opið 9-8 og
2-5 á sunnudögum. — Sími 2339. — Kjósið hjá lögmanni í Miðbæjarbarnaskólanum
Opið 10 12 f. h. og 1-5 og 8-9 e. h. og á laugardögum 1-5 og sunnudogum 3-6.
er listi Sjálfstæðisflokksins
SKIPSTJÓRAFÉLAGIÐ „ALDAN“ lieldur
Aðalfund
i dag, þriöjudaginn 23. júní í Oddfellowlnisinú, uppi kl. 8.30
síðdegis.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalf'undarstörf.
2. Framtíðarhorfur félagsins o. fl.
Félagar, fjölmennið.
STJÓRNIN.
Akraiiesmótið.
Akranesmótið:
Tjaldbúðirnar l
á Kirkjuvöllum
Akranesi, 21. júni ’42.
Kristilega mótið, sem getið
var um í „Vísi“ á la^gardag,
hófst hér þann dag með guðs-
þjónustu í Akraneskirkju.
Með „Ægi“ komu hingað til •
mótsins um 400 manns og eitt-
hvað bættist við „fastra“ þátt-
takenda hér uppfrá. En i morg-
un kom enn margt fólk með e.s.
Alden, svo að í dag hafa þátt-
takendur verið 5—600.
Tjaldbúðirnar eru annars-
staðar en gert var ráð fyrir, eða
á svonefndum Kirkjuvöllum, of-
arlega á Skaganum. Standa þær
þar prýðisvel, í ferhyrning, og
stórt autt svæði í miðju. Þar var
lialdin ákaflega fjölmenn úti-
samkoma síðdegis i dag, — og
raunar fyrsta samkoman þessa
tvo daga, sem eg fyrir mitt Ieyti
hefi fundið þá hátíðlega og trú-
ar-þrungnu „stemningu:“, sem
einkenndi Hraungerðismótin.
Hafa þó guðsþjónusturnar og
samkomurnar verið með mjög
svo virðulegum og hátíðlegum
hlæ og allar haldnar í kirkjunni.
En eg held að það sé óheppilegt,
að halda slík mót í kaupstað. Að
minnsta kosti finnst mér per-
■sónutega að þetta mót vera ein-
hvern veginn „lausara i bönd-
um“ en Hraungerðismótin hafa
verið.
Eg mun síðar segja greini-
legar frá þessu móti. En eins vil
eg láta getið strax, sem mjög
hefir hrifið mig, en það er söng-
urinn i kirkjunni og þá sérstak-
lega messusöngurinn. Síra Sig-
urður Pálsson frá Hraungerði
liefir verið fyrir altari við tvær
guðsþjónustur, sem haldnar
hafa verið, og leyst það af hendi
með aðdáanlegum virðuleik, —
en allstór söngfloklcur úr K. F.
U. K. og M. i Reykjavík annast
sönginn og Gunnar Sigurjóns-
son cand. theol. verið organisti.
Er þetta liklega fegursti og
bjartasti kirkjusöngur sem eg
hefi heyrt hér á landi. Mér liggur
við að segja, að t. d. í upphaf
messunnar í gær (laugard.) hafi
söngur þessa unga fólks verið
dásamlegur. En vegna mollu-
liita í kirkjunni þegar á leið 1
guðsþjónustuna varð erfitt að
syngja undir það síðasta.
Almargt fólk fer heim í kvöld
með e.s. Alden. En samkomunni
verður haldið áfram á morgun,
og fer allur fjöldinn ekki heim
fyrr en annað kvöld.
(Framh.)
Frjr.
Knattspyrnukappleiknr.
í dag kl. 6 keppa prentarar og
starfsmenn hjá tollstjóra, í knatt-
spyrnu á Iþróttavellinum. Hvorir
skyldi vinna?
Silfurbrúðkaup
eiga í dag frú Halldóra Ólafs-
dóttir og Alexander Jóbannesson,
skipstjóri, Grettisgötu 2.
Konur í Hallgrímssókn,
fjölmennið á íundinn, sem hald-
inn verður í kvöld í bíósal Austur- ;
bæjarbarnaskólans. Þar ver'ður rætt
úm samkomú, sem haldin verður á
sunnudag n.k. í HljómskálagarÖin-
um/ til ágóða fyrir Hallgríms-
kirkju.
í tilefni
af sænsku Jónsmessuhátíðinni I
(midsommaren) taka Chargé d’Af- i
faires Johansson og frú á móti j
gestunrþann 24. júní milli kl. 3,30 !
og 6 eftir hádegi, og eru Svíar og
vinir Svíþjóðar sérstaklega vel-
komnir.
Hjúskapur.
I dag voru gefin saman í hjóna-
band af síra Árna Sigurðssyni, ung-
frú Guðrún Helgadóttir, Selja-
landsveg 12, og Agnar ívars hús-
gagnahólstrari, Sólvallagötu 37. —
Heimili þeirra er á Sólvallagötu 37.
Næturlæknir.
Pétur Jakobsson, Karlagötu 6,
sími 2735. Næturvörður í Lauga-
vegs apóteki.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Norræn
sumarlög. 20.00 Fréttir. 20.30 Er-
indi: Jónsmessunótt (Guðm. Finn-
bogason landbókav.). 21.00 Hljóm-
plötur: a) Sumarlög. b) 21.20
Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven.
21.50 Fréttir.
Auglýsing
um skoðun á bifreiðum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Samkvæmt hifreiðalögum tilkynnist hér með bifreiðaeigend-
um, að skoðun fer fram frá 1. til 31. júlí þ. á., að háðum dögum
meðtöldum, svo sem hér segir:
Miðvikudagur 1. júlí á bifreiðum R. 1— 100
Fimmtudagur 2. — - — — 101— 200
Föstudagur 3. — - — — 201— 300
Mánudagur 6. — - — _ 301— 400
Þriðjudagur 7. — - ■ — — 401— 500
Miðvikudagur 8. —- - — — 501— 600
Fimmtudagur 9. - — _ 601— 700
Föstudagur 10. — - — _ 701— 800
Mánudagur 13. — - — — 801— 900
Þriðjudagur 14. — - — — 901—1000
Miðvikudagur 15. — - — — 1001—1100
Fimmtudagur 16. — - — — 1101—1200
Föstudagur 17. — - — — 1201—1300
Mánudagur 20. — - — — 1301—1400
Þriðjudagur 21. — - — — 1401—1500
Miðvikudagur 22. — - — — 1501—1600
Fimmtudagur 23. — ' - — — 1601—1700
Föstudagur 24. — - — _ 1701—1800
Miánudagur . ; 27. — - — — 1801—1900
Þriðjudagur 28. — - — — 1901—2000
Miðvikudagur 29. — - — — 2001—2100
Fimmtudagur 30. — - — — 2100—2200
Föstudagur 31. — - — — 2201
og þar yfir.
Ennfremur fer þann dag fram skoðun á öllum
bifreiðum, sem eru í notkun hér i bænum, en skrásettar eru
annarsstáðar á landinu.
Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til hif-
reiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg 1, og verður skoðunin fram-
kvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h.
Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar samkv. ofanrit-
uðu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmanns-
stíg og skipað þar i einfalda röð.
Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skír-
teini sin. Komi i ljós, að þeir hafi ekki fullgild skírteini, verða
þeir tafarlaust látnir sæta áhyrgð og bifreiðarnar kyrsettar.
Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með
þau á sama tima, þar sem J>au falla undir skoðunina jafnt og
sjálf bifreiðin.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum
degi, verður liann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögun-
um. Ef bifreiðaeigandí (umráðamaður) getur ekki af óviðráð-
anlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar ó réttum tíma.
ber honum að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna
það. Tilkynningar i síma nægja ekki.
Bifreiðaskatturinn, sem fellur í gjalddaga 1. júli þ. á., skoð-
unargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verða inn-
heimt um leið og skoðunin fer fram.
Sýiia ber slcilriki fyrir því, að löghoðin vátrygging fyrir Iiverja
bifreið sé,í lagi.
Athygli skal vakin á því, að umdæmismérki bifreiða slculu
ávallt vera vel læsileg, og er þvi hér með lagt fyrir bifreiðaeig-
endur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld
á bifreiðum sínum, ap gera það tafarlaust nú áður en bifreiða- 1
skoðunin hefst. • 1.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til
eftirbreytnú
Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. júní 1942.
JÓN HERMANNSSON. AGNAR KOFOED-HANSEN.
Hokkra
verkamenn
vantar í byggingarvinnu í Reykjavik. Gott fæði og húsnæði á
sama stað getur fylgt. Uppl. í síma 5959, kl. 8—9 í kvöld og ann-
að kvöld.
Veðurstofuna
vantar húsnæði 1. október eða' fyrr. — Uppl. hjá Veðurstofu-
stjóra. Simi 3373.'
Tilkjtiiiiiugr
til verkamanna
Þeir verkamenn, sem hafa rétt til sumaríeyfis hjá
brezka setuliðinu, þurfa að hafa sótt sumarieyfispen-
inga sína á skrifstofu setuliðsins, Hafnarstræti 21, eigi
siðar en 30. júní n. k.
Öðrum verkamönnum ber að snúa sér til viðkomandi
atvinnurekanda, þegar þeir óska að taka sumarieyfi sin.
Samkvæmt samningum „Dagsbrúnar“ um sumar-
leyfi, eiga verkamenn rétt á að taka þaw á timabilinu
1. júni til 1. september.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofa „I)agsbrúnar“.
2 menn óskast
við verksmiðjustarf strax. Uppl. á skrifstofunni fra kl.
6—8 í kvöld og á morgun.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Andrés Jónsson
klæðskeri,
verður jarðsunginn frá fríkirkjunni miðvikudagúm 24.
þ. m. — Athöfnin hefst kl. 1 e. h. með húskveðju á Skeggja-
götu 16.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Ólöf Úlfarsdóttir og bðni.
Innilegt þakklæti til allra nær og fjær fyrú- auðsýuda
samúð við andlát og jarðarför eiginmanns og sonar,
ff Péturs Árnasonar.
Maríanna Elíasdóttir. Guðbjörg Loftsdóttir.
V.