Vísir - 27.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 27.06.1942, Blaðsíða 3
VISIR Sími 2339. Látid skpifstofuna vita um þaö fólk, sem er farid burt úr bænum. — Opid 9-9; og 2-5 á sunnudðgum. — Sími 2339. — Kjósiö hjá lögmanni í Miðbæjarbarnaskólanum Opið ÍO 12 f. h. og 1-5 og 8-9 e. h. og á laugardögum 1-5 og sunnudcgum 3-5. D-listi er listi Sjálfstæöisflokksins Professor Worm-MiiIIer hoMer foredrag om krigens utvikling og hvad den krever av os, i engelske ])io i Baronsstig nedenfor Hverfisgata, söndag 28. juni 1942 kl. 21. Norske militære og sjömenn er innbudt. Adgangskort kan hentes i flygeleiren eller paa marinekontoret. Andre kan kjöpe billettter á kr. 3.00 ved inngangen. NORDMANNSLAGET I REYKJAYIK. Verðbréf. Til sölu eru strax veðdeildarbréf, tiA7Sfí skuldabréf og víxlar fyrir krónur 3—400.000.00. Tilboðum verð- ur svarað um hæl og fullkominni þagmælsku er heitið. Tilboð skulu merkt: „Tækifæriskaup“, og sendist af- greiðslu Vísis. Raflagnír Tökum að okkur raflagnir í nýbygg'ingai’. Einnig hreytingar og liverskonar viðgerðir á eldri lögnum og tækjum. ■ISS Rp'wa ivýv. RAPTÆKJAVEnZLDN «P VINNLSTCm LALOAVEO 46 SÉMI 58?>S Barátta Norðmanna gegn oki Þjóðverja. Viðlal við próf. Worin-Hullcr. Nýlega er kominn hingað til lands prófessor Worm-Miiller, sem kennt hefir sagnfræði við Oslóarháskóla, og ritað hefir meðal annars siglingasögu Norðmanna, og fjallar einn kafli hennar um siglingar íslendinga til forna. Prófessorinn er víð- kunnur fræðimaður og einn af traustustu merkisberum frjálsra Norðmanna í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði og frelsi Noregs. Prófessor Worm-Miiller hefir verið allmikið við stjórnmál rið- inn í heimalandi sinu, og átti hann sæti i miðstjórn vinstri flokksins. Tólc hann þátt í öllum samningaumleilunum Þjóð- verja og Norðmanna áður en hernámið fór fram, sat á fund- um með þingmönnunum og fylgdist með gangi málanna frá upphafi. Er stjórnin og konung- ur yfirgáfu land til þess að heyja baráttu sína utan Noregs, sat prófessor Worm-Miiller um kyrrt og liélt áfram starfi sínu við háskólann. En hann lét ekki bugast fyrir ofurveldi né áróðri Þjóðverja, ep hélt uppi ákveð- inni baráttu í starfi sinu gegn þeim, sem beindist fyrst og fremst að því að glæða þjóð- rækni og ættjarðarást norsku stúdentanna, sem að sjiálfsögðu standa framarlega i sjálfstæðis- baráttunni. Þéssi starfsemi pró- fessors Worm-Miiller leiddi til þess, að Þjóðverjar kröfðust, að hann væri leystur frá störfum, og treystist háskólinn ekki til að standa gegn þessum lcröfum, en veitti prófessornum fri til sagn- fræðistarfa utan háskólans.Þetta frí var prófessor Worm-Miiller mjög kærkomið, með því að þá gat hann tekið upp baráttuna af fullri alvöru gegn kúgurum norsku þjóðarinnar. Hélt hann nú úr landi til Sviþjóðar, Rúss- lands, Japans, Bandaríkjanna, Portúgals og loks Englands, en þar hóf hann starf sitt í þágu norsku stjórnarinnar í London. Hefir hann meðal annars haldið fjölda fyrirlestra i útvarp og þar skýrt Norðmönnum frá, hvað raunverulega hafi gerzt i Nor- egi, hvernig samningaumleit- anirnar hafa verið reyndar, en þvinæst ofbeldi heitt til þess að ná tangarhaldi á landinu. Um þetta var norsku þjóðinni í rauninni ókunnugt i öllum aðal- atriðum, öllu samhandi var slit- ið milli liöfuðborgarinnar og ýnisra landshluta, k og menn vissu ekki, hvað.gerðist og trúðu heldur elcki því, sem þeir heyrðu um ofbeldisverk og annað slíkt, fyrr en þeir reyndu það sjálfir. Er vafalaust, að einmitt þessir fyrirlestrar prófessorsins liafi leitt til þess, að Norðmenn beita eno harðari andstöðu gegn Þjóð- verjum, en þéir ella hefðu gert. Prófessor Worm-Muller veitti blaðamönnum áheyrn á miðv.- dag og ræddi þar við þá um ýms mál norsku þjóðarinnar. Lýsti hann ánægju sinni yfir þvi að vera kominn hingað til lands, með þvi að i rauninni hefði það skort á bæði við nám hans og starf, að hann liefði ekki liaft náin persónuleg kynni -af íslandi og Islendingum, en saga norsku þjóðarinnar yrði ekki skýrð, nema þvi aðeins, að sá kunnug- leiki væri fyrir hendi. Prófessor- inn nnin halda hér ýmsa fyrir- lestra við háskólann og á veg- um Norðmanna hér, og munu þeir fjalla um sjálfstæðisbar- áttu Norðmanna, stórþingsfundi og samningaumleitanir Þjóð- verja, framkvæmdir norskra stjórnarvalda utan Noregs, her- mál og annað það, er snertir haráttu Norðmanna, eins og hún nú er háð. Prófessor Worm-Miiller valcti sérstaka athygli á því, að hin forna íslenzka sagnaritun hefði haft mjög mikla þýðingu fyrir norsku þjóðina einmitt nú ó þessum hörmungatimum. Þótt Norðmenn séu lýðræðissinnað- ir, hefir það þó sannazt, að þeir eru og verða konungssinnaðir, Ólafur konungur hinn lielgi er kallaður i Noregi „hinn eilífi konungur Noregs“. Margir voru þeir, sem gerðu gys að þessu og töldu Noregi allt annað hæfa en konungdæmi, en reynslan hefir sýnt, að Norðmenn hafa sam- einazt um konung sinn með slikri festu, einbeittni og tryggð, að slíks munu fá dæmi vera. Konungurinn hefir gengið á undan með góðu fordæmi, og hann er i rauninni merkið, sem allir safnast um til þess að vinna að sjálfstæði föðurlands- ins. Norska þjóðin hefir átt við stórlcostlegar hörmungar að búa — i rauninni mildu meiri heldur en menn grunar, — en komandi vetur mun þó verða henni mildu erfiðari en það sem, af er, og liggur jafnvel sú liætta í loftinu, að hungursneyð herji landið. Þjóðverjar liafa með degi hVerjum hert á fjötrunum, tilskipun hefir rekið tilskipun, og jafnvel börn og gamalmenni hafa ekki farið vai'hluta af að- gerðum Gestapo og þýzku her- stjórnarinnar. Sagði pi'ófessor Worm-Múller, að framferði Þjóðverja væri þannig, að am- erískir glæpamenn væi-u „hátíð“ í sainanburði við þá. Prófessor Worm-Múller i-akti að nokkuru fyrir blaðamönn- um sögu Quislings. Á límabili var það ætlun Þjóðverja, að hann færi ekki með æðstu völd í landinu, en Hitler sjálfur hlut- aðist til um, að honum voru samt sem óður falin þau. í síð- 1 asla stríði og ó árunum næstu þar ó eftir starfaði Quisling með Friðþjófi Nansen að hinni víð- tælcu og heimskunnu hjálpar- starfsemi lians. Hafði Nansen mjög miklar mætur á Quisling fyrir gáfur hans og dugnað. Quisling var þvínæst gerður að liernaðarsérfræðingi við sendi- ráð Norðmanna í Moskva, og var talið að liann liefði þá kommúnistiskar lifsskoðanir. Árið 1930 kemur hann svo til Noregs aftur og tekur upp sam- vinnu við Bændaflokkinn, sem leiddi til þess, að liann var gerð- ur að landvarnamálaráðherra. Það starf lians var þó með þeim hætti, að til æsinga og upp- hlaupa kom. Árið 1933 stofnar hann svo flokk sinn, er hann nefndi „National Samling“, og hafði þá lielzt að stefnumálum að vinna að „samvirku stjórn- arfyrirkomulagi" og boðaði jafnframt yfirburði liins germ- anslca kynstofns yfir alla aðra. Einkum deildi hann þó hatram- lega á Gyðinga. Stjórnmálalif í Noregi var á þessum árum með þeim liætti, að yngri kvn- slóðin var orðin hundleið á þeim flokkum, sem starfandi voru i landinu, og uþpivöðslu- semi kommúnistanna keyrði úr öllu hófi. Gegn lienni reis æsku- lýðurinn, og sumir hinna ungu manna gerðust ótrauðir fylgis- menn Quislings. Flestir hafa þó snúið við honum baki síðar, enda reyndist liann gersamlega, fylgislaus i tvennum kosning- um, sem fram fóru 1933 og 1936 og fékk i hið fyrra skipti aðeins 2% atkvæða, en lieldur : minna í siðara skiptið. Hefir komið i ljós, að þótt enginn grunaði liann um föðulandssvik á þessum árum, hefir liann þó þegið beinan fjárhagslegan stuðning frá Þjóðverjum til starfsemi sinnar. Nokkuru fyrir hernámið hóf Jilaðið „Frit folk“ göngu sína að nýju af miklum krafti og skorti þá ekki á fé, þótt það hefði verið áð undanförnu í nokkuru fjárhraki. Hinn 8. april, þ. e. a. s. daginn fvrir inn- rásina lýsti þetta blað yfir þvi, að nú væri fylling timans kom- in, þannig að þjóðernissinnar tækju i sínar hendur stjórn landsins og alræði í málum þjóðarinnar. Jafnvel þá datt norsku þjóðinni ekki i hug, að Quisling myndi ganga á mála lijá Þjóðverjum. Raunin liefir sýnt allt annað, og margir hafa þeir hrugðizt, sem trúað var í upphafi sem öruggum föður- landsvinum. Það má búast við þvi, að i fyrirlestrum prófessors Worm- Múller verði margt það skýrt, sem íslendingar þekkja ekki, og að nýju ljósi verði brugðið yfir haráttu norsku þjóðarinnar, bæði í Noregi og utan Noregs, eins og hún er í dag. Er pröfess- or Worm-Miiller mikill aufúsu- gestur islenzku þjóðinni, sem vel kann að meta starf hans fyrr og nú. Gottskálk Jónsson F. 31. maí 1899. Fórst með botnv. „Sviða“ 2. des. 1941. Kveðja frá einkasyni hans. Með sorg eg, pabbi, sakna þín, þvi sanna ást, þú barst til mín, og einkabarni á alla lund þú aðstoð veittir hverja stund. Þú farinn ert nú, faðir minn, þig fela köldu hafdjúpin, og framar ekki faðmur þinn nú fær að vefja drenginn sinn. Minn faðir kær, eg þakka þér það allt hið góða’ er sýndir mér. Með heitri trú, í hjartans von þig liljóður kveður einkason. B. J. G. Fólksbíll Vil kaupa góðan fólksbil af nýrri tegund. Má kosta 20—30 þúsund. — Uppl. í síma 5627 frá 6—8 í kvöld. Blað danslcra nazista, „Fæd- relandet“, liefir skýrt frá því, að sjálfboðaliða í danska flokknum á austurvígstöðvun- um liafi verið neitað um ó- keypis aðgang að dýragarðin- um' í Ivaupmannahöfn. Her- menn í danska hernum liafa jafnan fengið ókeypis aðgang, en dyravörðurinn úrskurðaði, að sjálfboðaliðinn væri þýzk- ur hermaður og yrði þvi að kaupa aðgang. < ■ Kaupsýslumenn Við höfum nú fasta skrifstofu í New York auk umboðsmanna okkar J>ar. Yið getum því útvegað yður allar fáanlegar vörur frá Banda- ríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku. — Greiðsla i sterliugspundimi geiur komið til greina að einhverju leyti í sumum tilfellum. Sölumenn okkar gefa upplýsragar og taka pantanir. Heildveralnii Guðm. H. Þórðarsonar Símar: Skrifstofa 5815. Lager 5369. Okkur vantar krakka til að bera blaðið til kaupenda um Vesturbæinn Snúið ykkur strax til afgreiðslunnar. Dagblaðið VÍSffH JT Uthlutun matvælaseðla í Reykjavík fyrir næsía úthlutunartímabil, fer fram í Góðtempl- arahúsinu mánudag, þriðjudag og miSvikudag i ! næstu viku, kl. 10—12 f. h. og 1—6 e. Ii. Menn eru áminntir um að koma með stofha fyrir i ýfirstandandi útlilutunartímabil, og gæta þess að þeir séu áritaðir eins og form Jieirra segir til um. Úthlutunarskrifstofa Reykjavíknr Leigfug'arðar bæjarins Sú hreyting hefir nú verið gerð, að eftirleíðís mun herra búnaðarnáðunautur Jóliann Jónasson gefa allar upplýsingar og leiðbeiningar viðvikjandi leigugörð- um bæjarins og matjurtarækt i bænum. Skrifstofa hans verður fyrst um sinn í Lækjargötu 14 B. — Viðtalstími virka daga, nema laugardaga, kl. 1—3 e. h. — Simi 2151. Rorgrarstjdri. S6K-£'««3S.ta!afsSíæ3»rsa‘-' Jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns og föður, Árna Magnússonar, vélstjóra fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Ránargptu 32, kl. 1 y2. Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Valdís Þorvaldsdóttir og böm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.