Vísir - 21.07.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1942, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm Hnur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fölsk velgengni. J*ÁTT er það, sem okkur ís- lendingum verður ekki að meini. Það er nokkurn veginn sama hvað á dágana 'drífur, alll skapar vandræði, umræður og blaðaskrif. Ríki atvinnuleysi i landinu, er mikið um það rætt og allir nokkurn veginn sam- mála um að eitthvað beri að gera, en svo er ekkert gert, sem að gagni kemur. Skorti gjaldeyri og heftist innflutiiingur af þeim sökum, er sömu sögu að segja, en þó verður vandinn enn meiri, ef svo einkennilega vill til að þjóðinni áskotnast verulegur gjaldeyrir og skilyrði fyrir auknum innflutningi hatna. Við erum orðnir svo vanir örbirgð- arhjarinu, að svo sýnist, sem við unum ekki öðru hlutskipti. Það er ekkert eðlilegra, en að allmildar sveiflur séu í f járhags- afkomu þjóðarinnar. Fram- leiðslan er fábreytt, og má heita að við lifum að mestu á út- flutningi matvæla. Framleiðsla jjeirra er liér dýrari, óhægari og erfiðari en tíðkast með öðrum þjóðum, og á venjulegum tím- um leiðir þetta til þess, að við fá- um lægra verð fyrir vörur okk- ar en hinn raunverulega fram- leiðslukostnað, — erum í raun og sannleika ekki samkeppnis- færir. Á styrjaldartímum, — þegar dregur úr framleiðslu ó- friðaraðilanna, og öllum, kröft- um er einbeitt að vigbúnaðar- framleiðslunni, eykst loks eftir- spurnin eftir hinum íslenzku matvörulegundum sem öðrum, verðið liækkar þannig að af- koma þjóðarinnar verður sæmi- leg i svip. Það mætti þó vera öll- um lýð ljóst, að styrjaldarástand varir ekki nema stutta stund, og strax er því lýkur skapast jafn- vægi að nýju, annarleg sam- keppni hefst og íslendingar verða sem fyr að lepja dauðann úr skel, af því að þeir eru ekki samkeppnisfærir og á engan liátt sjálfum sér nógir. Það er athyglisvert, að ein- mitt á liinum svokölluðu gróða- árum erum við í rauninni stöð- ugt að eyða verðmætum, í stað þess að afla nýrra og gera at- vinnugreinirnar fjölþættari. Þau framleiðslutæki, sem fyrir eru í landinu, er ekki hægt að endur- nýja, sum farast með öllu, en önnur ganga úr sér og eyðast smátt og smátt. En það eru ekki atvinnutækin ein, sem um má þessa sögu segja. Jafnvel landið sjálft er háð sama örlagadómi. Á undanförnum árum höfum við keppt að því með miklum dugnaði, að auka ræktun lands- ins. Túnrækt hefir margfaldast, en að sama skapi hefir dregið úr hagnýtingu úthaga, nema til beitar. En svo ömurlegt er hlut- skipti okkar, að þau verk, sem að aukinni ræktun hafa miðað, verða einskisvirði á styrjaldar- tímum, eða geta orðið það, með því að oklcur skortir nauðsyn- legan áburð, til þess að halda við ræktuninni, hvað þá að auka hana áframhaldandi, enda koma ýmsir erfiðleikar í veg fyrir að svo verði gert. En sér þá ekki hver maður hvað framundan er, þegar atvinnutækin og jafnvel landið sjálft gengur úr sér svo sem að ofan er lýst. Þetta þýðir að atvinnuvegirnir dragast sam- an, geta á engan hátt veitt þjóð- inni sæmilega lifsafkomu, hvað þá tekið við þeirri fólksfjölgun, sem orðið hefir á styrjaldarái'- unum, en ætla má að í liópinn bætist 1200—1400 manns á ári liverju. Það er því beinlínis hlægilegt, þegar hin socialistísku málgögn ræða af mikluni fjálgleik um aukna velgengni þjóðarinnar. Það er fjarri öllum sannleika, enda verður engin þjóð auðug vegna styrjaldar. Sá auður er stundargróði, en ekki til fram- búðar. Ef við gælum komið ár okkar svo fyrir borð, að unnt væri að viðhalda, endurnýja og umbæta atvinnutækin og at- vinnuvegina, væri all.t öðru máli að gegna. Hið eina, sem að gagni getur komið, er að verja þeim verðmætum, sem nú kunna að aflast, til þess að forða tilfinn- anlegustu skellunum eftir stríð- ið, en það verður ekki gert nema því aðeins, að þjóðin gæti ýtr- asta sparnaðar og leggi i sjóði, þannig að hún verði undir erfiðu árin búin af fullri fyrirhyggju. Hér hefir allt til þessa stefnt í öfuga átt. Fólkið óttast pening- ana, — gengur út frá því, að þeir séu og verði einskisvirði. Þetta kemur m. a. fram í stór- auknum fasteignakaupum ýmsra aðila og svo háu verði fasteigna, liverju nafni sem nefnast, að slíkt gengur brjál- æði næst. Af þessum orsölcum er það einnig að allt verðlag á is- lenzkri framleiðslu á innan- landsmarkaði er spennt svo hátt að engu tali tekur, og kauplag fylgir dyggilega eftir í sam- keppninni. Við erum sjálfir að gera þann pening einskisvirði á morgun, sem unnið er fyrir í dag, og við erum að grafa grundvöllinn undan heilbrigðri framtíð íslenzku þjóðarinnar, með skammsýnum kröfum og máttvana stefnuleysi í einu sem öllu á sviði fjármála og at- vinnumála. Ríkisstjóri ferðast um V.-Skaptafellssýslu. Skrifstofa ríkisstjóra sendi blöðunum í gær eftirfarandi til- kynningu: Ríkisstjóri íslands Sveinn Rjörnsson er nú á lieimsóknar- ferðalagi í Vestur-Skaptafells- sýslu. Kom hann s.l. laugardag, 18. þ. m. til Víkur í Mýrdal, en sýslumaður Skaptfellinga, Gísli Sveinsson, tók á móti lionum við Jökulsá á Sólheimasandi. 1 Víkurkauptúni blöktu fánar á stöng, er ríkisstjóri kom þangað. í gær, sunnudaginn 19. þ. m., skoðaði ríkisstjóri með sýslu- manni Mýrdalinn, en síðar um daginn þáði hann kaffiboð með nokkrum trúnaðarmönnum fólksins vestan Mýrdalssands, svo sem sýslunefndarmönnum, oddvitum, hreppstjórum og fl. starfsmönnum. Um. kvöldið dvaldi ríkisstjóri á heimili sýslu- inanns..í dag fer ríkisstjóri aust- ur að Kirkjubæjarklagstri á Síðu með viðkomu að Flögu í Skapt- ártungu, og á morgun, þriðju- dag, skoðar hann Síðuna, eftir því sem tími leyfir, en kemur aftur til Víkur á miðvikudag. Á eftir heimsókn í Skaptafells- sýslu fer ríkisstjóri um Rangár- vallasýslu og Árnessýslu. Útvarpið í kvöld. Kl. T9.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og tónmyndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Sebasto- pol (Skúli H. Magnússori).,20.55 Hljóinplötur: a) Spænska skemmti- lagið eftir Rimsky-Korsakow. b) (21.10) Symfónía nr. 2 eftir Rach- maninoff. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Ólafía Einarsdóttir og Pétur *Lárusson, skrifstofufulltrúi Alþingis. Um 60 þús. kr. í samskotum til Hallgrímskirkj u. En betnr má ef dnga skal. Viðtal við síra Jakoh Jónsson. Unnið er stöðugt að undirbúningi væntanlegrar byggingu Hallgrímskirkju í Reykjavík. Fjársöfnunin er í fullum gangi og happdrættismálinu er haldið vakandi eftir sem áður, þrátt fyrir þá miklu örðugleika, sem eru á því að hrinda bygginga- málum í Iramkvæmd. Tíðindamaður Vísis sneri sér til síra Jakobs Jónssonar og afl- aði hjá honum ujjplýsinga um málefni Hallgrímskii'kju. „Eins og kunnugt er af frá- sögnum blaðanna í vetur,“ sagði síra Jakob, „var gefin lóð í því skyni að reisa á henni íbúðar- hús, er siðar yrði eflt til happ- drættis um, til ágóða fyrir Hall- grímskirkju. Mikið af efninu, sem þarf til hússins er tryggt, en nokk- uð af því er ekki alveg í hendi. Um þessar mundir eru miklir örðugleikar á öllum byggingaframkvæmdum eins og allir vita, en þrátt fyrir það treystum við að úr rætist fyrir okkur. Þar af leiðandi heldur happ- drættisnefndin líka áfram störf- um eftir sem áður, enda er á- hugi fólks almennt mikill fyrir happdrættinu. Það er búið að prenta megnið af liappdrættis- miðunum, en við viljum elcki setja þá í umferð, né byrja að selja þá, fyr en allt efni er tryggt og komið á staðinn, svo fólk verði ekki fyrir vonbrigðum, né geti ásakað nefndina á nokkurn hátt.“ „Hvernig ganga samskotin til kirkj ubyggingarinnar ?“ „Um þau er það að segja, að frá því í októberbyrjun og til þessa tíma, hafa safnast rúm- lega 58 þúsund krónur. Koma þau jafnt og þétt, bæði frá ýms- um fyrirtækjum og almenningi. Peningasendingar og áheit virð- ast færast i aukana úr sveitum landsins, og það her glcðilegan vott um, að ekki sélitiðákirkju- bygginguna sem sérmál Hall- grimssafnaðar, lieldur mál, seín almenning varði. Fólk gefur til kirkjunnar í ýmsu tilefni, svo sem minning- argjafir um látna ástvini, oft gefa ung hjón kirkjunni gjafir í tilefni af því að fyrsta barnið lieirra fæðist. Sjómenn heita á og gefa kirkjunni í ýmsum til- efnum, t. d. ef þeir ná landi fyr- ir vissan tíma o. s. frv. Loks gefa margir beinlínis af þakk- lætistilfinningu til Hallgríms Péturssonar. Eg skal skýra yður frá einu atviki, sem mér mun ávallt verða minnisstætt. — Þannig var mál með vexti, að fyrir nokkrum dögum var dyrabjöll- unni hringt, eg fór til dyra, og frammi á ganginum stóðu tvö stúlkubörn. Önnur stúlkan snéri sér að mér, færði mér nokkrar krónur, sem hún kvað.vera gjöf lil Hallgrímskirkju, og jafn- framt gat liún þess, að þetta hefði hún unnið sér inn sjálf. Eg liefi sjaldan séð noklcurt andlit ljóma jafn innilega af falslausri og saklausri gleði sem þessa barns, þegar það var að afhenda mér gjöfina. Eg mun seint fá gleymt þeim svip. — Til skýringar skal eg geta þess að stúlkubarn þetta hefir sótt ba^iaguðsþjónustur í Hall- grímssókn i vetur.“ „Hvernig er aðbúnaður kirkj- unnar og kirlcjumálanna í Hall- grímssókn um þessar mundir?“ Eins og yður, og Reykvíking- um yfirleitt, mun kunnugt, eru guðsþjónustur haldnar í bíósal Auslurbæjarskólans, og þó að forráðamenn skólans liafi allir verið af vilja gerðir og velvildar i .okkar garð, ber þvi ekki að neita, að hjálpsemi þeirra er þeim sjálfum til baga, þar sem skólinn hefir ekki aðgang að salnum á meðan við erum í lionum. Á hinn bóginn er það vitan- legt, að samkomusalur, sama live smekklega liann er skreytt- ur, og að öðrujeyti vel úr garði gerður, kemur aldrei fullkom- lega í staðinn fyrir kirkju. Lolcs Iier þess að geta, að starf kirkjunnar er líka fólgið í öðru en almennum guðsþjónust- um. Og við, prestarnir í Hall- grímssókn, höfum orðið að flýja á náðir skólans til að fá stofu til fermingarundirbúnings — en samkomustað til unglinga- funda eða annars slíks höfum við engan. En þrátt fyrir þá anrtmarka, sem á eru, að ýmsu leyti, viljum við prestarnir umfram alll hafa starfsstöð okkar jnnan presta- kallsins. Þar byggist smám saman upp söfnuður, seni á sin- um tíma á að vera þess um- kominn, að bera uppi starfsemi þá, sem tengd verður við Hall- grímskirkju jiegar hún verður komin upp.“ Þannig fórust síra Jakobi Jónssyni orð. En blaðið vill bæta því við frá sinni hálfu, að þó samskotin liafi gengið til- tölulega greiðlega, þarf þó miklu meira til, því að með byggingu Hallgrímskirkju á að reisa eitt veglegasta guðshús þessa lands, og þess vegna þurfa ekki bæjarbúar einir, heldur og landsmenn allir, að sjá sóma sinn i þvi, að leggja nokkurn skerf til hinnar miklu og fögru byggingar. ísfirzkt skip bjargar hollenzkum togara. ryrir um mánuði, er vél- * skipið Richard, var á siglingu til Englands með farm af ísfiski, bjargaði það hollenzkum togara, er var á reki undan vestur- strönd Skotlands í vondú | veðri. I Skipstjóri á v.s. Richard er Eyþór Hallsson og segist hon- um frá björguninni á þá leið, sem nú skal greint: j Richard var staddur um 10 mílur undan Rarra Head, sem er syðsti oddi Suðureyja (He- brides-eyja), þegar skipverjar koinu auga á skip, er hafði uppi néyðarmerki. Var veður þá frekar vont, strekkingur af norðaustri og talsverður sjó- gangur. Skipstjóri á Richard breytti þegar um stefnu og sigldi til hins nauðstadda skips og kom þá i ljós, að hér var um hol- lenzkt botnvörpuskip að ræða. Kváðu skipverjar á Jivi, að vélin væri brotin og óskuðu eftir því, að Richard drægi það til Fleet- wood. Var Jiá strax hafizt handa um að koma dráttartaug um borð í skipið og gekk Jiað greið- lega. Förin til lands sóttist seint, enda þótt vindur væri ekki bein- línis óhagstæður. Vár leiðin til Fleetwood 236 milur og tók það rúmlega tvo sólarhringa að draga skipið J)angað. Hollenzka skipið var með um 700 kitt af isfiski og seldi það aflann þegar komið var í höfn. Hefir það ver- ið gert út frá Fleetwood síðan Þjóðverjar réðust inn i Holland. K. R. hefur flest / stig. Úrslit f kvöld. Allslierjamiótið hélt áfram í gærkveldi. Veður var mjög ó- hagstætt til keppni vegna kulda, og mun það að verulegu leyti hafa hamlað íþróttamönnunum. Urslitin í einstökum íj)róttum urðu sem hér segir: 4X 100 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 46,7 sek. 2. A-sveit Ármanns 47,5 sek. 3. FH 47,7 sek. 4. B-sveit Ármanns 49,4 sek. (ísl. met er 45 sek.) i Spjótkast: 1. Jón Hjartar KR 52,33 m. 2. Jóel Sigurðsson ÍR 49,77 m. 3. Jens Magnússon KR 45,28 m. 4. Anton Björnss. KR 43,25 m. (Met er 58,78 m.) 400 m. hlaup: 1. Sigurg. Ársælss. Á 53,5 sek. 2. Jóhann Bernhard KR 53,9 s. 3. Brynj. Ingólfss. KR 54,0 s. 4. Hörður Hafliðas. Á 57,2 sek. (Metið er 52,6 sek.) * Þrístökk: 1. Oliver Steinn FH 13,01 m. 2. Skúli Guðm.ss. KR 12,98 m. 3. Jón Hjartar KR 12,65 m. 4. Stefán Jónsson Á 11,41 m. (Metið er 14,00 m.) 5000 m. hlaup: 1. Har. Þórðars. Á 17:38,8 mín. 2. Indriði Jónss. EiR 17:40,6 m. 3. Árni Kjartanss. Á 17:43,4 ni. (Metið er 15:23,0 mín.) Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðm.ss. KR 42,31 m. 2. Helgi Guðm.ss. KR 37,28 m. 3. Gunnar Huseby KR 36,06 m. (Metið er 46,57 m.) Einna skemmtilegasta íþrótt- in á vellinum i gærkveldi var 400 m. hlaupið. Sigurgeir hljóp á yztu braut og átti því erfiðasta aðstöðu. Jóhann Bernhard, sem hljóp á annari braut, dró lika hröðum skrefum á Sigurgeir, náði honum og hljóp fram úr honum. En Jiolið var meira hjá Sigurgeir, og i lokasprettinum fór hann fram úr Jóhanni. Brynjólfur Ingólfsson dró mjög á i seinni hluta hlaupsins og inunaði litlu að liann næði Jó- hánni. í þrístökkinu var hörð barátta milli Olivers Steins og Skúla Guðmundssonar, sem nú eru að skara fram úr öðrum stökk- mönnum. Sigraði Oliver með 3ja cm. mun. I 5 rasta hlaupinu hélt Har- aldur forystunni nær alla leið. Indriði hjóp fram úr honum í Bíll Til sölu við Bergstaða- stræti 25 2ja tonna vörubif- reið, nýskoðuð, í góðu standi, ásamt miklu af tilheyrandi varahlutum og 12 manna farþegaskýli. — Uppl. í síma 3942. FLUGNA- VEIÐARAR rJLi v e rp a a Símar 1135 — 4201 Stúlka óskast til liúsverka hálfan eða » allan daginn. Uppl. á Víðimel 60. vantar mig nú Jiegar eða 1. okt. — Fyrirframgreiðsla. — Henrik W. Ágústsson. Sími: 4352. GÓÐ til sölu. — Tækifærisverð. — Uppl. milli kl. 7%—9 í kvöld á Baldursgötu 22 (uppi). — Bílbody i góðu lagi óskast keypt. — Uppl. i sima 4137 kl. 6—8 i kvöld. Ilmor nalir óskar eftir atvinnu við verzl- un eða innheimtustörf. Til- boð, merkt: „19“, sendist á afgr. blaðsins fyrir 25. þ. m. Sérstaklega góður með nýrri vél er til sölu og sýnis í Tjamargötu 16 í kvöld kl. 8—9. — næst síðasta hring, en Jiafði ekki úthald á við Harald. Annars vantar á mótið ýmsa ágætustu iþróttamennina okkar, svo sem Brand Brynjólfsson, Sigurð Finnsson, Ólaf Guð- mundsson og Svein Ingvarsson, þó fleiri séu ekki taldir. Stigatala félaganna að lokinni keppninni i gærkveldi var þessi: KR 131 stig, Ármann 91 stig, FH 51 slig, ÍR 11 stig og Úmf. Selfoss 1 stig. í kvöld verður keppt í 10 km. lilaupi og fimmtarþraut og er það síðasta keppnin á mótinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.