Vísir - 21.07.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1942, Blaðsíða 3
VISIR Þegar Stefán Guðmundsson óperu- söngvari söng í Tivoli 22, maí. Fagnaðarlæti áhopfenda svo xnikil, að vart eru dæmi til slíks. STEFANO ISLANDI I „MADAME BUTTERFLY* Fregnir liafa borizt um það hingað, að Stefán Guðmundsson (Stefano Islandi) óperusöngvari hafi lialdið söngskemmtun í liljómleikasalnum í Tivoli við geisilegan fögnuð áheyrenda. Voru fagnaðarlæíin svo mikil, að slíks eru vart dæmi. Ber- lingske Tidende 23. mai segja,að Stefán haldi stöðugt óskertri hylli almennings. Hrifni sú, er inenn létu í ljós, er hann söng í hljómleikasal Tivoli, var tak- markalaus. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og hann varð að syngja aukalög, m. a. „Donne e Mobile“ og „Eg vil elska mitt Iand“, sem hann að sjálfsögðu söng á íslenzku. Blaðið segir ennfremur, að ljóminn af sigri Stefáns i „Perluveiðurunum“, liafi verið yfir honum, er liann söng 2. þátt úr þessari óperu Bizet. — Stefán söng einnig „Martha, Martha“, sem nýtur sérstakra vinsælda áheyrenda i Tivoli, og „La danza“ (Mamma, mamma mia) eftir Rossini, og vakti geisi fögnuð. Þetta og fyrrnefnd aukalög, segja Berlingske Tid- ende, sýnir, að liér var um mik- inn söngviðburð að ræða. Á- lieyrendaskarinn var lika mik- ill og hvorki hægt að fá sæti eða stæði. Athugasemd um öl- gerð á Islandi til forna. í Morgunblaðinu 28. júni 1942 (29. árg., 116. tbl.) er i bálkin- um „Úr daglega lifinu“ klausa með þessari fyrirsögn: „Þeir brugguðu öl i Skallakoti....“. Skyldi af þessari fyrirsögn mega ráða, að það væri fyrirsögn, að hruggað hefði verið öl á þessum hæ, en hitt hefði reyndar verið meiri fyrirsögn, ef það liefði ekki verið gert, því það er al- kunna, að bruggað var öl um gervallt ísland á fyrri dögum, bæði i kotum og á höfuðhólum. Efni klausunnar er nokkuð eft- irtektarverðara en fyrirsögnin, að islenzkur jurtafornfræðingur (pollenanalytiker), Sigurður Þórarinsson, er tók þátt i forn- menjaútgreftinum i Þjórsárdal 1939, segi frá því í sænsku tíma- riti í grein, sem hann kallar „Mot Eld och Is“, þar sem rakin er stuttlega saga íslendinga og barátta þeirra við óblíð náttúru- skilyrði, að hann hafi í jarðveg- inum á eyðibýlinu Skallakoti, nálægt Ásólfsstöðum, fundið menjar þess, að þar hafi á fyrstu öldum byggðarinnar (þ. e. a. s. um 1000 og rétt eftir það. G. J.) vaxið planta ein, sem alls ekki er til i núverandi gróðurriki Is- lands, en kölluð er pors (mis- prentað pots í Mhl. G.J.) á Norð- urlandamálum. Segir í klaus- unni enn, að þetta plöntukyn vaxi um öll Norðurlönd megin- landsins (mun átt við Evrópu. G. J.). Þessi planta segir höf. hafi i fornöld verið mjög not- uð við ölgerð, og er það rétt, eins og að ofan greinir, ef aðeins er miðað við Norðurlönd. Telur höf. sannað, að jurtin hafi vaxið í svo rikum mæli við Skallakot, að hún hljóti að hafa verið rækt- uð þar. Innflutningur hennar til landsins hljóti að benda til þess, að í Skallakoti og þá sennilega viðar, liafi menn stundað ölgerð í stórum stil. Svona segist Morg- unhlaðinu frá, og er það um að saka, ef rangt skyldi vera. Eins og þegar hefir verið bent á, hefir þ»ð lengi verið alkunna, að liér var rekin mikil ölgerð til forna, og þurfti um það ekki frekar vitnanna við. Porsjurtin, sem höf. ályktar svo mikið af, vex vilt á Norðurlöndum við al- veg sömu skilyrði eins og eru hér á landi; ef hún hefði verið flutt hingað lifandi eða verið sáð til liennar hér, hefði hún eins og margar aðrar jurtir, sem hingað hafa flutzt — t. d. kúmen — átt að hafa breiðst hér út fljótlega og orðið hráðalgeng — eins og hún er i Noregi (sbr. ömefnið Porsgrund) — og vera til hér enn í dag. Svo er þó ekki og bendir þetta eindregið til þess, að liún hafi aldrei vaxið hér. Ilafi jurtin nokkurntíma vaxið liér, er auðvitað enginn kominn til að segja, að hún hafi veriSi- innflutt; hún liefði eins vel get- að verið hér fyrir, er landnáms- menn komu. Setjum svo, að það sé rétt, sem liöf. heldur fram, að hann liafi fundið menjar þcssarar jurtar í jarðveginum i Skallakoti, þarf samt að, ó- rengdri gremingu hans, til full- vissu að fá samhljóða greiningu annarra færra rannsakenda. En jafnvel þótl greiningin reyndist rétt, þá er ómögulegt að álykta það af henni, sem höf. gerir. Eg hef nefnilega fulla ástæðu lil að ætla, að hann liafi tekið jarð- vegssýnishorn sitt innan úr tóft- unum þarna, og má það vera öllum augljóst, að ekki liafi jurtin verið ræktuð innanhúss. Gætu þvi þessar leyfar hent til þess eins, að flutzt liefði liingað þurrkað pors, vitanlega til öl- gerðar. Til þess að sanna, að pors hefði vaxið villt eða rækt- að hér, þyrfti að finna slíkan porsblandinn jarðveg utanhúss, úti um hagann eða á víðavangi, en hann liefir ekki fundizt enn. Ef slíkar leifar kynnu að koma í leitirnar, yrði líka að gera full- nægjandi grein fyrir því, hvað liefði orðið þess valdandi, að jurtin liefir dáið út. Um notkun hennar hér veit maður ekkert, hún er aldrei nefnd hér í sam- handi við ölgerð, sem, þó er nokkuð minnst á í íslenzkum heimildum, og i málinu sér hennar engan stað, hvorki í ör- nefnum né á annan liátt. í Búa- lögum og viðar er getið um og sett verðlag á innfluttar vörur og þar með þær, sem til ölgerð- ar þarf, en hvergi er getið um pors, sem hefði þó mátt búast við, ef hað hefði verið notað. Allar ályktanir höf. eru því ger- samlega i lausu lofti, en þá einu ályktun, sem hægt væri að draga af fundi þessum, að þurrkað pors hefði verið notað hér, hefir hann ekki dregið; hvort liún get- ur borið sig veltur ‘þó algerlega á því, að greining hans á jarð- veginum reynist rétt, og þarf því að fá liana hetur staðfesta. Ef höf. skyldi hafa önnur og hetri rölc fyrir málstað sínum en Mhl. tilgreinir, þá er auðvitað sem endranær skylt að hafa það, er sannara reynist. Guðbr. Jónsson. B œtar fréttír Hallgrímskirkja í Reykjavík. , Framh. af fyrri tilkynningum um aheit og gjafir til kirkjunnar, af- hent skriístofu „Hinnar alm. fjár- söfnunarnefndar", Bankastr. ii. •—• Afhent af trúnaðarmönnum: L.H. 155 kr. J.S. 105 kr. — Gjafir og álieit: G.B. (áheit) 5 kr. Frá Akur- eyri kr. 49.20. Frá veikri konu (á- heit) 10 kr. N.N. (áheit) 5 kr. J.B. (áheit) 25 kr. Ónefnd kona í Hafn- arfirði 55 kr. — Afhent af herra biskupi Sigurgeir Sigurðssyni, frá sira Þorsteini B. Gislasyni, Stein- nesi, 10 kr. — Eftirfarandi gjafir og áheit afhent af síra Jakobi Jóns- syni: Frá kirkjuvini 10 kr. Frá ónefndum 100 kr. Frá Birni Jó- hannessyni, Hafnarfirði, til minn- ingar um foreldra hans Jóhannes Sveinsson og Elinborgu Jóhannes- dóttur 500 kr. Frá konu 5 kr. Frá J. (tvö áheit) 30 kr. Frá Ernu litlu 20 kr. Frá utanbæjarmanni 10 kr. Frá konu 10 kr. Frá Jensínu Jóns- dóttur, Dýrafirði (áheit) 10 kr. Frá Rósant Sigvaldasyni á Hall- fríðarstöðum, til minningar um eig- inkonu hans Septímu Jóhannesdótt- ur 100 kr. Frá Alþýðuhúsi Rvik- ur h.f. 1000 kr. Frá Öggu 5 kr. Frá ónefndum 10 kr. Frá H.B. 50 kr. Frá ónefndum 50 kr. Frá Benóný Stefánssyni SO' kr. Frá ísfirðingi 10 kr. Frá Onnu, til minningar um Ingibjörgu Helgadóttur frá Árbæ, 50 kr. Gjöf til minningar um Ing- veldi Sigurðardóttur, Rvik, 100 kr. — Framh. siðar. Beztu þakkir. F.h. „Hinnar alm. f jársöfnunarnefnd- ar“, Hjörtur Hansson, Bankastr. 11. Hjónacfni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Rannveig Kristinsdóttir frá Húsavik og Bjarni Jónsson frá Hellissandi. Farsóttatilfelli í maí voru samtals 4660, þar.af 1797 í Reykjavik, 1029 á Suðurlandi, 844 á Vesturlandi, 27 á Norður- landi og 153 á Austurlandi. Inflú- ensutilfelli voru samtals 213, þar af 207 á Vesturlandi. Hettusóttar- tilfelli voru 585, en kíkhóstatilfelli 859, þar af 468 í Reykjavík, 204 á Suðurlandi, 42 á Vesturlandi, 135 á Norðurlandi og 10 á Austurlatidi. Veiki í svínum kom upp fyrir nokkru í svína- búum í Reykjavik. Varð hennar vart að Bjarmalandi i júnilok og siðar að Klömbrum og í svínabúi Sláturfélags Suðurlands, og leikur grunur á að hún sé komin upp við- ar. Er hér um skæða veiki að ræða, yíruspest i svínum, og mun veikin hafa borizt með svínakjöti frá Ame- riku, en svínum hér i nágrenninu hefir verið gefinn úrgangur úr amerísku svínakjöti frá setuliðinu. Beinafundur við Bollastaði. Á Bollastöðum í Flóa fundust nýlega mannabein í jörðu, er ver- ið var að grafa fyrir húsgrunni. Voru þetta karlmannsbein, um 35 —40 centimetra í jörðu. Var mold- arlag yfir beinunum, en hraunurð undir. Engir gripir fundust í nánd við beinin.. 50 ára er á morgun, 22. júli, frú Helga Þorsteinsdóttir, kona Jóhannesar Jónssonar útgerðarmanns á Gauks- stöðum i Garði. f leyniþjónustu Japana heitir ný bók á íslenzkum mark- aði, er ísafoldarprentsmiðji h.f. gefur út. Bókin er komin út fyrir nokkru, og er mikið rædd manna á meðal um þessar mundir. Hún er skemmtilega skrifuð og spenn- andi spjaldanna á milli. Verkafólk við Sildarverksmiðjur rikisins á Siglufirði fara fram á 25% áhættu- þókun til viðbótar við það kaup, sem það hefir nú. Næturlæknir. Kristbjörn Tryggvason, Skóla- vörðustíg 33, sími 2581. Nætur- vörður í Laugavegs apóteki. Bílstjórar Strætisvagnafélags Reykjavikur krefjast hækkunar á grunnkaupi úr 350 kr. í 400 krónur, og að auka- vinna verði afnumin. Frestur til svars var gefinn til 23. þ. m. Samkv. ósk hernaðaryfirvaldanna verða fréttir af síldveiðum ekki birtar eftirleiðis hér i blaðinu. Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dagana 7.—8. ágúst næstkomandi. Híisnæðisvandræðin: 150 heimilisfeðnr og einstaklingar skráðir í gær. Um 150 manns, heimilisfeður og einstaklingar, gáfu sig fram í gær sem húsnæðislausir. I gær var fyrsti dagurinn, sem liúsiíæðislaust fólk var slcrásett. Var aðsókn allan daghin svo mikil á Ráðningarskrifstofunni, en þar fór skráningin fram í gær, að ekki var viðlit að af- greiða fleira fólk, og þó var unnið langt fram yfir venjuleg- an vinnutíma. Eftirleiðis fer skráning hús- næðislausra fram á skrifstofu framfærzlufulltrúanna, en ekki á Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurhæjar, eins og auglýsl hafði verið. Opið verður til næstu helgar. HITT O G ÞETTA. Steve Avila, fræg ljónaskytta í Kaliforniu, skaut nýlega fjórða ljónið sitt á þessu ári. Hann hef- ir þá skotið alls 175 ljón á 14 ár- um. • Tólf hundruð veitingamanna í San Francisco hafa heitið lög- reglu borgarinhar því, að koma upp um alla þá gesti sína, sem eru svo málugir að telja megi hættu á því, að þeir komi upp um liernaðarleyndarmál, er þeir vita um. Gamanleikárann Boh Hope hafði lengi langað til að leika á móti stjörnunni Madeline Car- rol. Að því kom að lokum, að þau voru látin leika í sömu mynd. Fyrsta atriði myndarinn- ar er á þá leið, að Hope sparkar í Madeleine á mjög óvirðandi hátt. • Frú Lennox L. Maalc í New Orleans í Bandaríkjunum kveðst geta lesið 600 síðu bók á þrem tímum, án þess að lilaupa yfir eitt einasta orð. Börn! Börn! Komið og vinnið yrkkur inn peninga Berifl Visi til kanpenda Talld §trax við afgreiðilnna Maðnr sem vill vinna við bifreiðaviðgerðir, getur fengið góða atvinnu á bifreiðaverkstæði nú þegar. A. v. á. Stúlkur óskast í skemmtilegan iðnað. Ilppl. í símum 2085 og 1820. Hveragerði — Reykjavík Leiðbeiningar fyrir farþega, sem ferðast vilja með aukaferð okkar á sunnudagskvöldum: a Allir, sem vilja ferðast úr Hveragerði með aukaferð okkar kl. 9 síðdegis á sitnnudögum, verða að kaupa farseðla á sérleyfisstöð okkar i Reykjavík. Eftirleiðis verða aðeins sendair toifreiðar eft- ir því f ólki sem keypt hef ir f armiða samkvaemt ofanrituðu. Sérleyfisbifreiðaafgreiðsla Steindórs Lesið i dag: I leyniþjónustu jfapana Hún er umræðuefni dagsins. Bokaverzlnn ísafoldar er miðstöð verðbréfavið- skiptanna* — Sími 1710. 11 4878 1 teihnv^ | Tengdamóðir mín, Gudleif Enlendsdóttir fyrrv. hjúkrunarkona, andaðist 19. þ. m. Péíur Lárusson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.