Vísir - 22.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 22.08.1942, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hæpinn gróði, jþ JÓDVILJINN hefir að und- anförnu látið sér mjög um það liugað, að gera Vísi tor- tryggilegan í augum verka- manna, og reyna að telja þeim trú um að blaðið beiti sér fyrst og fremst gegn hagsmunum þeirra. í fyrradag birti þetta kommúnistamálgagn setningu úr einum leiðara Vísis, er f jall- aði um þessi mál, en sleit hana með öllu úr samhengi, og skýrði hana svo einhliða út frá því, á þann veg, að barizt væri þar gegn kröfum verkamanna. Því fór hinsvegar fjarri, því að alls enginn dómur var lagður á það liér í blaðinu hvort kröfurnar væru sanngjarnar eða ekki, en sagt eins og satt er, að kröfurn- ar eru aukaatriði, með þvi að um þær má semja, en aðalatriði er hitt, að á þessum tímum er viðsjárvert að beita mjög verk- föllum til þess að koma kröfun- um fram, ekki sízt er þau bein- ast að afgreiðslu skipa, sem allra orsaka vegng þarf mjög að hraða. Kommúnislar eru hér að sjálf- sögðu á annari skoðun, enda eru það fulltrúar þeirra meðal hafn- arverkamanna, sem knúð hafa verkföllin fram. Var það meðal annars gert með þeim hætti lijá einni skipaafgreiðslunni, að af sjötiu verkamönnum, sein þar vinna venjulega, voru aðeins þrjátíu í vinnu dag þann er verkfallið var samþykkt. Af þeirn liópi greiddu 12 atkvæði með því, að til verkfalls skyldi Stofna, en það voru einvörðungu kommúnistar. Gegn verkfalli greiddu alkvæði 4 sjálfstæðis- menn og 3 alþýðuflokksmenn, en aðrir greiddu ekki atkvæði. Með þessu móti var svo stofnað til verkfallsins, og sér liver mað- ur hvert vit er í slíku. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um afnám þeirra ákvæða dýrtiðarlöggjafarinnar sem kaupgjald varða. & frum- varp þetta komið það langt á- leiðis, að fáir dagar munu líða, þar til það öðlast lagagildi. I frumvarpinu er m. a. gert ráð fyrir að segja megi upp samn- ingum almennt með skömmum fyrirvara, og semja þá að nýju um kaupgjald. Er með þessu á- kvæði gefin almenn lieimild til að rifta fyrri samningum, þann- ig að félögum vinnuveitenda og verkamanna gefst kostur á að semja að nýju, og fæst þá vænt- anlega sanngjörn og eðlileg lausn á þessum málum, sem verður einnig óhjákvæmilega í fullu samræmi við hagsmuni verkamanna. Eftir þessu vildu kommúnistarnir ekki bíða, held- ur stofna til harðvítugra vinnu- deilna áður, til þess að spilla fyr- ir árangri væntanlegra samn- inga, ög það hafði þeim tekizt í bili. En kommúnistar hyggjast að koma víðar við en í Reykjavík- urhöfn. Hinn 13. ágúst s. 1. birt- ist svohljóðandi auglýsing 1 blaði þeirra: „Félagar, sem ekki eru fastráðnir í vinnu, ættu að tala við skrifstofu sosialistafé- lagsins á Skólavörðustíg 19, áð- ur en þeir ákveða sér vinnustað næslu dagana“. Var auglýsing VINNA þessi undirrituð af stjórn sosial- istafélagsins. Þess skal getið hér, að um þessar mundir var liafin ráðning á mönnum til hitaveit- unnar, og hugðu að sjálfsögðu margir verkamenn þar gott lil glóðarinnar. En kommunum þótti svo mikils við þurfa, að þeir hoðuðu flokksmenn sína til viðtals, áður en þeir ráðstöfuðu sér til vinnu. Hvað var það, sem hér bjó undir? Kömmúnistaflokkurinn, sem slíkur er fámennur og vel skipu- lagður. Flokkurinn hefir ótak- markað vald vfir flokkssálun- um, og getur ráðstafað þeim á hvern þann hátt, sem hann lyst- ir. Það er því engin furða þótt hann vilji ráðstafa þessum mannverum til vinnu þar sem lientast er, — ekki fyrir hlutað- eiganda sjálfan, heldur flokk- inn. Þessum mönnum er svo skipt niður á vinnustaðina til Jiess eins að reka þar áróður og vinna í þágu kommúnista- flokksins, með þvi að koma af stað verkföllum. Þess vegna er það, sem flokksstjórnin auglýs- ir eftir flokksmönnunum til viðtals á skrifstofunni ó Skóla- vörðustíg 19, þegar vitað er að þeir geta fengið vinnu svo að segja livar sem vera vill, og þá ekki sízt við liitaveituna. Þeim er óheimilt að vinna þar of mörgum, — þeir verða að reka áróður á öðrum stöðum, og slíkum malandi kvörnum er komið fyrir á hverjum vinnu- Stað. Þannig er starfsemi þessara manna, og verkamönnum er það eins vel ljóst og öðrum, að slik starfsemi getur ekki verið góðs vili fyrir þá eða þjóðfélag- ið. Því eiga þeir nú að hefjast handa og reka af höndum sér áróðursþý kommúnistanna. Með því einu móti eru líkindi til, að liejipileg lausn fáist á þeim vinnudeilum, sem nú standa yfir. Á það hefir verið hent hér í blaðinu, að mjög væri óheppi- legt, að einstakir vinnuflokkar stofnuðu til verkfalla, þegar þeim þurfa þætti, án þess að leita til hlutaðeigandi verka- lýðsfélaga um forystu. Slíkt skapar upplausnarástand sem er ósamboðið siðuðu þjóðfélagi. Þetta er hið sama og ef einstak- ir vinnuveitendur, sem samn- ingsbundnir eru sem félagar í vinnuveitendafélögum, skæru sig út úr og neituðu að virða gerða samninga um kaup og kjör. Slikt gæti mörgu illu til lciðar komið, og myndi enginn mæla því bót. Vinnuflokkarnir verðskulda heldur ekki samúð, þegar efnt er til slíks brölts, — allra sizt frá hendi verkamanna. Þessi vinnuflokkar eru að grafa grundvöllinn undan heilbrigðri starfsemi verkalýðsfélaganna, en upp á slíkt er ekki unnt að horfa þegjandi, eftir þróun þessara mála a síðustu árum. Hér verður að stemma ó að ósi. Það á að vera keppikefli verka- lýðsfélaganna, — ekki síður en annara. 112 Tékkar líflátnir. Fregnir um það hafa borizt til London, að 12 Tékkar hafi verið skotnir í Prag s.l. mið- vikudag. Þeir, sem skotnir voru, störf- uðu í blaðaskrifstofu forsætis- ráðherra Tékkóslóvakíu — einn var yfirmaður hennar — þang- að til Þjóðverjar tóku landið í marz 1939. Hafa þeir setið í varðhaldi síðan og yfirheyrslur áður en þeir voru skotnir. sem þeir voru skotnir. HAFIN VIÐ HÖFNINA Samninga? voru undirrit- aðir á 5. tímanum í morgun Snemma í morgun hafði Vísir tal af Guðmundi Vil- hjálmssyni, framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins, og spurði hann tíðinda af samkomulagsumleitununum. Gat hann sagt blaðinu þau tíðindi, að samningar væru komn- ir á, og vinna hafin aftur við höfnina. Fundir stóðu mikinn hluta dags í gær, gærkveldi og fram eftir allri nóttu. Samningar voru ekki undirritaðir fyrr en á fimmta tímanum í morgun. — Samkvæmt samningum þessum hækkar dagvinnukaup um ca. 38%. Eins og getið var í Vísi í gær lagði framkvæmdarnefnd Vinnu- veitendafélagsins fram gagntilboð við uppkasti Dagsbrúnar- stjórnarinnar, sem áður hefir verið sagt frá, og lagði svo sátta- nefndin fram miðlunartihögu, sem báðir aðilar féllust á. í samn- ingunum eru ýmsar breytingar frá því sem var í samningsupp- kasti Dagsbrúnar. M. a. var tekið upp í samningana ákvæði, sem á að tryggja það, að samningarnir verði haldnir. Vísir fékk eftirfarandi upplýs- ingar i morgun hjá Eggert Claessen, framkvæmdastjóra Vinnuveitendafélags Islands. Kaupið fyrir almenna dag- vinnu verður kr. 2.10, og nemur sú hækkun ca. 38%. Þegar unnið er við uppskip- un og framskipun á kolum, salti eða cementi og unnið að stöflun á cementi i geymsluhús, er kaupið kr. 2.75 á klst. Hlutfallið milli almennrar dagvinnu og yfirvinnu, nætur- vinnu og lielgidagavinnu helzt svipað því sem var, þ. e. að kaup í yfirvinnu sé um 50% hærra en dagvinnukaup og helgidaga- kaup um 100%. Dagvinnukaupið miðast við 8 klst. vinnudag. Samið er til 6 mánaða og get- ur hvor aðili um sig sagt upp samning-unum með 1 mánaðar fyrirvara, en sé samningunum ekki sagt upp, framlengjast þeir til 6 mánaða o. s. frv. Eins og að framan er sagt eru ýmsar breytingar á hinum nýju samningum frá því, sem ráð var fyrir gert í samningsuppkasti Dagsbrúnar. í samningsuppkastinu var t. d. gert ráð fyrir því, að greitt Þetta var ekki tekið upp í samn- inginn. Sömuleiðis hafði þess verið krafizt, að greitt yrði fyrir full- an vinnudag, þótt aðeins væri unnið part úr degi. Þessu var breytt þannig, að miðað er við þegar unnið er hálfan dag, í hafnarvinnu og annari meiri háttar vinnu. Það liafðist fram við þessa samningsgérð, að stjórn Dags- brúnar skuldbatt sig til að vinna að því eftir mætti, að samning- arnir verði haldnir. Golfkeppninni lýknr i dag:. I fyrradag var keppt í næst síðustu umferð í golfkeppninni og sigraði Gísli Ólafsson, nú- Verandi golfmeistari fslands, Helga Eiríksson, svo að Gísli kom til úrslita á móti Jakobi Hafstein. Keppt er í tveimur umferðum og fór sú fyrri fram í gær. Varð Jakob einni holu hærri en Gísli, en segja má að litlu hafi munað. Seinni umferð hefst á golfvell- inum kl. 2 1 dag og bíða allir á- hugamenn með miklum spenn- ingi eftir úrslitunum. t Bjarni Jensson Ásgarði Hinn mikli og valinkunni bændahöfðingi Bjarni Jénsson að Ásgarði í Dalasýslu lézt að heimili sínu í gær. Bjarni var þjóðkunnur mað- ur, ekki aðeins fyrir hina fram- úrskarandi gestrisni sína, held- ur og fyrir drenglyndi og liöfð- inglyndi í hvívetna. Útför Jóhannesar Hagan Þ. 9. júlí birti Lögberg eftir- farandi frásögn af útför Jó- liannesar Hagan, er fórst í ílugslysi í Kanada: Á fimtmudaginn þann 2. þ. m. var Jóhannes Hagan flugnemi frá Reykjavík kvaddur hinztu kveðju í Fyrstu lútersku kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. fagurlega og af samúðai-ríkri viðkvæmni, „Hærra minn guð til þín“, við undirleik Gunnars Erlendssonar, en söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðarins annaðist um sálmasöng. Lík- menn voru vinir hins látna sveins úr flugsveitinni að heim- an. Þó dvalartími Jóhannesar Hagan á þessum slóðum yrði ekki lengri en raun varð á, hafði Iiann engu að síður eignazt liér fjölda trúnaðarvina; var innræti hans og fas slíkt, að hvarvetna vakti vináttu og traust; við út- förina voru vitaskuld langt um fleiri, en honum hafði veizt per- sónuleg kostur á að kynnast; þeim, sem þannig var háttað um, skildist þó engu síður en nákomnum vinum, að verið var að kveðja ungan glæsilegan gest sameiginlegs kynstofns; það var auðséð á öllu, að blóð- ið rann til skyldunnar. Ræðismaður íslands, herra Grettir Leo Jóhannsson, annað- ist um ráðstafanir útförinni við- víkjandi, sem fram fór á veg- um Bardals. Eins og frá var skýrt í fyrri viku, var lík Jóhannesar sent til Minneapolis til bálfarar, en þaðan verður askan send til Is- lands. — Yfir kveðjuathöfninni hvíldi virðulegur blær hinnar dýpstu samúðar með ástmennum og vinum' hins látna. 5 prestvígslur verða framkvæmdar á morgun í dómkirkjunni. Hefst athöfnin. kl. ioJ-2 f. h. og verður henni útvarp- að. Þeir, sem vígslu hljóta, eru þeir Erlendur Sigmundsson til Seyðis- fjarðar prestakalls, Ingólfur Ast- marsson til Staðarprestakalls í Steingrímsfirði, Jens Benediktsson til Hvamms prestakalls í Skagafirði, Jón K. Isfeld til Rafnseyrai* presta- kalls og Sigurbjörn Á. Gislason, er skipaður hefir verið prestur að Elli- heimilinu Grund. Herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, framkvæmir vígsluna, síra Þorsteinn Briem lýs- ir vígslu, en vigsluvottar verða auk hans síra Jakob Jónsson og síra Sigurbjörn Einarsson. Messur á morgun. Nesprestakall. 1 Mýrarhúsaskóla kl. 2J*. Fríkirkjan í Reykjavík. Kl. 2, síra Árni Sigurðsson. Frjálslyndi söfunðurinn. í Frí- kirkjunni í Rvík kl. 5, síra Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað verður í Hellisgerði kl. 3, ef veður leyfir, en hamli veður, verður kvöld- söngur í kirkjunni kl. 8J4 síðdegis. Síra Jón Auðuns. / kaþólsku kirkjunni í Reykja- vik. Hámessa kl. 10, og í Hafnar- firði kl. 9. Afhjúpun styttu, sem Bjarni Snæbjörnsson og frú hans gáfu í Hellisgerði, í tilefni af 25 ára starfsafmæli Bjarna, fer fram i Hellisgerði á : morgun. Stytta þessi er gosbrunn- ur, er stendur úti í miðri tjörn. Innbrot var framið í fyrrinótt í kaffi- stofuna „Sæborg“ hér í bæ og stol- ið þaðan um 20 kcónum í skipti- mynt. Annað innbröt var framið i vörugeymsluskúr, sem Eimskipafé- lag íslands hefir í húsum Slátur- félagsins við Suðurgötu og var stol- ið þaðan nokkuru af vörum, þar á ineðal allmiklu af vindlingum. Þjófurinn, sem stal peningunum í Hjálpræð- ishernum í fyrrinótt, og skýrt var frá í Vísi í gær, er nú fundinn. Var það einn af herbergisfélögun- um, 14 ára gamall piltur, og hafði hann ekki eytt af þýfinu nema 5 krónum, er hann náðist. Hjúskapur. Gefin verða saman af síra Bjarna Jónssyni í dómkirkjunni í dag ung- frú Ólöf G. Geirsdóttir og Árni Brynjólfsson, bæði til heimilis á Hallveigarstíg 2. Tjarnarbíó. Milli tveggja elda heitir amerísk- ur gamanleikur, sem sýndur verð- ur í fyrsta skipti í Tjarnarbíó í dag kl. 3, 5 og 7. Leikstjóri er Ernst Lubitsch, en aðalhlutverk leika Mel- vyn Douglas, Burgess Meredith og leikkonan fræga, Merle Oberon, sem í leiknum er í vandræðum að velja milli eiginmanns síns, sem hún hefir elskað, og mannsins, sem hún heldur, að hún elski nú, Leik- urinn er léttur og fjörugur og bráð- skemmtilegur 0 g íburðarmikill; meðal annars sést Merle Oberon í ekki færri en 14 kjólum af nýjustu tízku. Lady Hamilton er enn sýnd kl. 9 við mikla aðsókn, og seljast aðgöngumiðar að þeirri sýningu upp á skömmum tíma. Er mikið dáðst að leik Vivien Leigh og Laurence Oliver, en þau eru hjón, eins 0g margir bíógestir munu vita. Næturlæknir. í nótt: Jónas Kristjánsson, Grett- isgötu 81, sími 5209. Næturvörður í Laugavegs apóteki. Aðra nótt: Pétur Jakobsson, Rauðarárstíg.32, sírni 2735. Nætur- vörður í Reykjavikur apóteki. Helgidagslæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. 70 ára verður á morgun frú Margrét Jónsdóttir, Vesturgötu 68, ekkja Jafets E. Ólafssonar, skipstjóra. væri fyrir allan laugardag, þó aö ; aðeins væri unnið til hádegis. Séra Valdimar J. Eylands, prest- ur safnaðarins, flutti við athöfn- ina fagra og gagnhugsaða ræðu. Birgir Halldórsson söng ll»Úð 1—2 lierbergi og eldhús, ósk- ast nú þegar. Tvent fullorðið og 1 barn i heimili. Hjálp við þvotta gæti komið til greina. Tilboð sendist Vísi, merkt: „Sjómaður". — Kona með 5 ára barn óskar eftir RÁÐSKONUSTÖÐU á fá- mennt heimili. Uppl. gefur ÞORVARÐUR BJÖRNSSON, hafnsögumaður. Kvenhjól til sölu. ÞVERVEGI 2. Skerjafirði. Unglingur sem hefir áhuga fyrir teikn- ingu, getur fengið að læra prentiðn. Umsóknir, ásamt mynd, sem verður endursend, sendist Vísi, merkt: „Ung- lingur“. — Unguhjónin sem auglýstu eftir íbúð í Vísi, s. 1. þriðjudag (tilboð merkt: „500“) geta fengið hana nú þegar. Komið og tal- ið við gjaldkera Visis strax. Vanur bílstjóri óskar eftir keyrslu á nýjum mrubil. Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir 25. þ; m., merkt: Innkaapa- töikur (Nýkomnar. Lágt verð). Grettisgötu 57. Cítrónur nýkomnar, vmn Laugavegi 1. Fjölnisvegi 2. EGGERT CLAESSEN EINAR ÁSMUNDSSON hæstaréttarmálaflutningsmenn. Skrifstofa í Oddfellowhúsinu (Inngangur um austurdyr). Sími 1171.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.