Vísir - 22.08.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1942, Blaðsíða 3
VISIR Boðhlaupið umhverfis Réykjavik fór fram fyrra hluta júlímán- aðar. Aðeins tvö félög, Ármann og K. R., sendu keppendur, og varð sveit Ármanns hlutskarpari. Myndin er af henni, formanni Ármanns og þjálfara. — Frá Vinstri: Garðar S. Gíslason, þjál^ari, Sigurgeir Ársælsson, Hörður Hafliðason, Árni Kjartansson, Hall- dór Sigurðsson, Hörður Kristófersson, Slefán Jónsson, Hermann Hermannsson, Janus Eiríksson, Sigurður Norðdahl, Jóhann Eyj- ólfsson, Bjarni Gnðbjörnsson, Haraldur Bórðarson, Sigurður Ól- afsson, Sigurjón Hallbjörnsson, Baklur Möller og Jens Guðbjörns- son, formaður Ármanns. — Þelta hlaup hefir nú farið fram fjór- um sinnum og Ármann unnið þrisvar, og K. R. aðeins i annað skiptið, sem keppt var. Eftir 5 ár geta flugrvélarnar flogið 40.000 km. 1 lofu. Það cr óhætt að fullyrða það, að cngin bók um styrjaldar- málin hefir vakið eins mikla athygli í hinum enskumælandi heimi og bókin „Victory Through Air Power“, en nafn hennar er í fyrirsögn þessarar greinar þýtt „Flugvélarnar ráða úrslitum". Höfundurinn er Alexander Seversky, flugvélasmiður, sem er Les- endum Vísis kunnur, því að hann er flugmálasérfræðingur frétta- stofunnar United Press og er réttilega talinn einn færasti maður á sínu svið. Vísir mun birta nokkra kafla úr þessari bók hans eftir því sem rúm leyfir. Þeir munu eflaust vekja mikla athygli. að, sem hefir vakið mesta athygli i þessu stríði, er sú staðreynd, að l'luíívélin er orðin sá liður i hernaðinum, sem mestu ræður um úrslitin. Menn eru enn á nokkuð skiptum skoðunum um hlutverk flugvélanha í framtíðinni, afstöðu hennar til flota og iandhers, og hlutverk henn- ar í þessari eða hinni orustu eða herför. Hinsvegar eru allir sammála um það, að l'lugvélin hefir alveg koll- varpað hinum hefðbundnu kenningum og kerfum hemaðarlistarinnar. Öllum sérfræðingum ber sam- an um það, að valdaafstaða bjóðanna muni æ meira ákveð- ast af flugvélum, eftir því sem tímar líða. Það þarf þó ekki sérfræðing til að sjá það. Menn geta ekki komizt hjá þessari skoðun, ef menn fylgjast á ann- að borð með hinum daglegu striðsfréttum. *** að er bezt að eg geri grein fyrir skoðunum minum i sem fæstum orðum: / 1. Hin liraðvaxandi aukning á flugþoli og vopnum herflug- véla hefir það i för með sér, að Bandaríkin mega vænta þess, að verða fyrir loftárásum í náinni framtíð. 2. Þeir, sem neita því, að slikt geti átt sér stað, vekja falska öryggiskennd hjá fólki, og það getur haft í för með sér einskonar „Maginot-línu-hugs- unarhátt“, sem varð Frökkum hættulegastur. 3. Til þess að vera við öllu búnir verðum við að undirbúa loftstyrjöld, þar sem herjað verður milli heimsálfanna og ekki aðeins á prlitlum blettum eða svæðum. — Þetta krefst þess, að her okkar verði skipu- lagður af nýju og við myndum okkur nýjar hernaðarkenning- ar, er eigi við breyttar aðstæður. 4. Það er engin ástæða til böl- sýni, enda þótt horfur virðist ekki sem glæsilegastar nú. Bandaríkin eiga þvert á móti allt, sem nauðsynlegt er til að sigra í þessu kapphlaupi. *** Flugþol flugvéla eyksi nú svo hröðum skrefum, að Atlants- liafið mun hverfa úr hópi hindr- ana eftir 2 ár og Kyrrahafið eft- ir 3 ár. Siðar, eftir 5 ár í lengsta lagi, munu flugvéler verða svo langfleygar, að þær munu fljúga 40.000 km. — umhverfis hnöttinn — í einum áfanga. Þegar svo verður komið mun livaða þjóð, sem er, geta sent flugsveitir sínar á hvaða stað á hnettinum sem vera skal og um leið á hver þjóð á hættu að verða fyrir árás. Flugvélarnar leggja af stað frá heimalandinu, liversu langt sem árásarmarkið verður í burtu. Það er meira að segja ekki nauðsynlegt, að liafa flugvélar, sem geta flogið 40.000 km. Flug- vélar, er fljúga 24.000 km. — hafa 10.000 km. starfssvið — geta lieimsótt allar helztu þjóð- ir lieims, aðalborgir þeirra og iðnaðarmiðstöðvar, hvaðan sem þær leggja upp. Stórkostlegar endurbætur hafa verið gerðar á fyrirkomu- lagi flugvélanna, eldsneyti þeirra, eyðslu hreyflanna á því og öðru, sem miðar allt að þvi að víkka starfssvið þeirra. Eg er heldur ekki að ljósta upp ’neinu leyndarmáli með þvi að skýra frá því, að verið er að smíða 8000 ha. hreyfil, og geng- ur vel. v Hugsið yður sprengjuflugvél með sex slíkum hreyflum — samtals 48.000 hestöfl, jafnt og nýtízku orustuskip — i saman- burði við þær, sem nú hafa fjóra 2000 ha. hreyfla! Nú er svo komið, að öllum er Ijóst, hversu mjög flugherinn réð úrslitum í Póllandi, Noregi, Frakklandi, Jugoslavíu o. s. frv. Steypiflugvélin Ju—87 hefir haft meiri áhrif á hugmynda- flug manna en nokkur önnur flugvél. En hún er þó ágætt dæmi um það, hversu einhliða þýzki flugherinn er i raun og veru. Sumir menn höfðu einhvern- veginn fengið þá flugu i höfuð- ið, að þýzka þjóðin væri sér- stök flugmannaþjóð og þó at- .huguðu menn ekki, þegar orust- an um Bretland var háð, að Þjóðverjar töpuðu henni vegna þess, að flugherinn hafði fyrst og fremst verið látinn þróast ; sem hjálpartæki landhersins, en ekki sem lireinn lofther. Hann var að vísu ó- háður, en þó var mest áherzla lögð á það, að hann væri hæfur til samvinnu við landherinn. Þýzku flugvélarnar voru yfir- leitt ekki langfleygar, vel vopn- aðar né brynvarðar og þetta hafði það í för með sér, að þau högg, sem þær gátu greitt, voi-u lítils } virði, ef enginn landlier var til j að taka við, þar sem þær hættu. Með öðrum orðum, gagn þeirra | var mjög takmarkað, þegar ein- göngu var um það að ræða, að berjast við annan flugher i lofti. Þjóðverjar voru ekki nógu framsýnir eða djarfir. *** að er nauðsynlegt, að menn geri sér ljóst, hvaða orsakir lágu til þess, að Hitler beið fyrsta ósigur sinn, því að það mun kenna okkur mikið um þýzka flugherinn sérstaklega og lofthernað yfirleitt. Tvíhreyfla-sprengjuflugvélar Þjóðverja höfðu það sameigin- legt, að í þeim liafði burðar- magni, flugþoli, vopnum og brynvörnum verið fórnað til að auka hraðann. Starfssvið þeirra var aðeins um 1000 km. með fullan farm, sem var að jafnaði um ein smálest. Annar lielzti galli sprengju- flugvélanna — auk lílils flug- þols — var skortur á varnar- byssum. Venjulega höfðu þær aðeins eina vélbyssu gegn átta byssum brezku orustuflugvél- anna, svo að allir sjá, að þar var vonlaus munur. Ef varnir flug- vélanna hefði verið fullnægj- andi, þá hefði þær átt að geta ruft sér braut að markinu og eyðilagt brezka flugherinn í lofti og á jörðu. Þá liefði út- koma orustunnar um Bretland orðið allt önnur. ' Skammsýni Þjóðverja sést bezt af þvi, að sprengjuflugvél- ar siðustu heimsstyrjaldar voru jafnan betur vopnaðar en þær, sem áttu að sigra England. Tuttugu árum áður en nazistar smíðuðu flugvélar með einni byssu til varnar, voru tvær vél- byssur notaðar til varnar árás- um aftan frá. Þjóðverjar vissu eins og allir um vopnabúnað brezku flug- vélanna, og það sýnir skilnings- leysi þeirra á grundvallaratrið- um hreins lofthernaðar og trú þeirra á þvi, að allt sé komið undir fjöldanum, að þeir skyldi ekki taka þetta með i reikning- inn. Það má segja í stuttu máli, að 3. ríkið hafi smíðað fagrar sprengjuflugvélar, smiðað þær vel og útbúið þær ágætlega til þæginda fyrir flugmanninn, en hafi gleymt að búa þær þeim kostum — flugþoli, burðar- magni, byssum — sem trýggja það, að hægt sé að varpa sprengjunum á réttan stað. *** lugherinn þýzki var bara alls ekki til þess gerður, að ryðja sér braut gegnum sveitir fjandmannaflugvéla, vinna starf sitt yfir árásarstaðnum og brjót- ast sömu leið til baka. En það var einmitt það, sem þurfti til að sigra Breta. Þjóðverjar höfðu auðsjáan- lega búizt við því, að geta eyði- lagt brezka flugherinn á jörðu — t. d. með því að eyðileggja flugvelli o. þ. li. eins og gert var í Póllandi og Frakklandi — en ekki í bardögum í lofti. Bretar voru að vísu flugvéla- fáir, en þeir voru þó miklu nær því, að vera sannkallað flug- veldi. Þetta var að vísu á lítinn mælikvarða, en bugsunin, sem lá á bak við flugherinn, var hárrétt. I brezkum sprengju- flugvélum var hraðanum fórn- að fyrir aukinn vopnabúnað, flugþol og burðarmagn, því að hraði sprengjuflugvéla getur hvort sem er aldrei orðið svo mikill, að þær komist undan or- ustuflugvélunum. Þýzki herinn gat ekki brugðið sér yfir Ermarsund af sömu á- stæðu og liann gat ekki hindr- að undanhaklið frá Dunkirk. Brezki flugherinn var betri. Það eitt kom ólagi á ráðagerðir Þjóðverja og hefir jafnvel breytt gangi mannkynssögunnar. Báðir aðilar hafa haldið fram sínum lilut, en enginn getur lengur neitað því, að það voru kostir brezka flughersins, sem liindruðu innrás. Kostir brezku flugvélanna réðu niðurlögum ofureflis þýzku flugvélanna, þótt þeir virðist raunverulega hverfa í skuggann af því. -k'k'k egar Þjóðverjum fór að verða það Ijóst, hversu höll- um fæti þeir stóðu, fóru þeir að endurskipuleggja flugsveit- irnar livað eftir annað og reyndu að láta fjöldann bæta upp það, sem vantaði á gæðin. Þessi ó- vissa í bardagaaðferðum i orust- unni um Bretland má vissulega. teljast sönnun þess, að Þjóðverj- ar hafi verið jafn langt á eftir í lofthernaðartækni og flugvélar þeirra voru ófullnægjandi. Það tvennt hlýtur líka að fara sam- an. En það var alveg sama hvern- ig Þjóðverjar brutust um, brezki flugherinn liafði alltaf yfirliönd- ina. Þjóðverjar höfðu ekki þann útbúnað, sem þurfti til að ná settu marki, og tilraunir þeirra til að ná því með ófullkomnum tækjum urðu þeim dýrkeyptar og árangurslausar. Sjö ára undirbúningur varð' því að engu og það var aðeins ljóminn af fyrri signim, sem villti mönnum sýn. Lofthcr, sem liafði reynzt starfi sínu fullkomlega vaxinn í samvinnu. við her og flota, var ósjálf- bjarga, þegar hann átti að vera alveg einn um h:tuna. Þjóðverjum liafa orðið á eins: mörg mistök í flugmálum og hverjum öðrum. Þeir virtust aðeins forystuþjóð á þessu sviði af þvi að þeir byrjuðu fyrr en aðrir að smíða herflug- vélar og á stærri mælikvarða. Vegna ósigurs þeirra i orust- unni um Bretland liafa margir komizt að þeirri niðurstöðu, að Bifr eiðaviðger fl amaflar getur fengið atvinnu og gott húsnæði nú þegar eða 1. olct. — A. v. á. Hðsasmífi ameistari gæti tekið að sér að byggja hús, gegn íbúð 1. október. Tilboð, merkt: „Húsasmíðameistari“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir miðvikudagskvöld. — Tveir menn geta fengið atvinnu, annar við bifreiðaviðgerðir, hinn við hreinsun bifreiða. Húsnæði getur fylgt ef óskað er. A. v. á. Ilöllllll* Lt:.... | Uidírfot Mmnk nndrésar Mnmm hi. IÐJA félag: ¥erk§mið|nfolks aðvarar meðlimi sína um, að þeirn er óheimilt að vinna li já öðnjm iðnrekendum en þeim, -sem eru meðlimir í Félagi íslenzkra iðnrek- enda. ‘ V Enn fremur vil jum við bendá á, að með- limum Iðju bér að halda sér nákvæmlega við hinn samningsbundna uppsagnarfrest.. STJÓRN IÐJU Faðír okkar, Bóas Bjopnsson frá Grund í Reyðarfirði andaðist í Landakotsspítala 21. ágúst. Björg Bóasdóttir og Karl Bóasson. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jórunnar Eiriltsdóttur fei' fram á mánudaginn 24. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hennar, Njálsgötu 10 A, kl. 1 e. h. Athöfninni í dómkirkjunni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvogsgarði. Guðný Jónsdóttir. Kristín Jónsdóttir. Jón Benjamínsson. Guðrún Jónsdóttir, Jón Birgir, Jórunn Jónsdóttir. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir minnT Brynjólfur Jónsson andaðist að heimili sínu, Vitatorgi 1, þ. 21. þ. m. Guðrún Brynjólfsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.