Vísir - 25.08.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1942, Blaðsíða 1
f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 25. ágúst 1942. Ritstjórar 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 170. tbl. í Stalingrad eru margar nýtízku byggingar, eins og sjá má af þessari mynd. — Mapkmið þýzka hepsins. Sterkar brynsveitir Þjóð- verja komnar yfir Don. Japanskir endur- bættir. Amerískir verkfræðingar starfa nú að því að ljúka við og endurbæta flugvelli á Salo- monseyjum. Japanir böfðu byrjað á smíði þessara flugvalla á eyjununi þrem, sem Bandaríkjamenn tóku og er nú verið að auka þá og endurbæta, svo að allar teg- undir amerískra flugvéla geti notað þá. Um bardaga hefir ekki verið getið, síðan Japanar gerðu liina misheppnuðu tilraun til land- göngu fyrir skemmstu. Banda- rikjahermenn eru þó enn að leita japanskra hermanna í skógunum. Flugvélar bandamanna skutu niður í gær 4 japanskar flug- vélar yfir austanverðri Nýju Guineu. Á landi dreifðu bandamenn japönskum njósnaflokki hjá Kokoda (milli Port Moresby og Buna). Þjóðverjar hafa tekið borgina Prokladnaya i Kákasus. Brasilia teknr 75 öxnlskip. 3 káfbátum sökkt. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Einhverjar hörðustu orustur, sem háðar hafa verið á austurvigstöðvunum — og þá í þess- ari styrjöld og jafnframt í sögunni — eru nú jháðar á bökkum Don-fljótsins, þar sem bugðan mikla er aðeins um 60 km. frá Stalingrad. Þjóðverjar hafa komið sterkum sveitum brynvar- inna hernaðartækja, skriðdreka og fallbyssna af ýms- tim stærðum og gerðum, austur yfir fljótið á tveim stöðum, en þó að Rússar geri ótal gagnáhlaup og leggi allt í sölumar til að hrinda Þ jóðverjum aftur í fljótið, þá tekst þeim það ekki. Þjóðverjar hafa náð svo góðri fótfestu á bakkanum Stalingradmegin, að það er talið nærri vonlaust að Rússar geta hreinsað þar til. Von jjeirra er i því fólgin, að þeir geti hindrað frekari fram- gang Þjóðverja og hafi meiru úr að spila þegar til lengdar lætur. Syðst á vígstöðvunum, í fjöllum Kákasus, liafa Þjóðverjar náð boginni Prokladnaya um 110 km. vestur af Grosny-olíu- svæðinu, á járnbrautarlinunni frá Baku til Rostov. Hin hæga framsókn Þjóðverja stafar af ýmsu, en þó einna helzt af þvi, hversu landið er örðugt yfirferðar og gott til varnar, þótt Rúss- ar hafi tiltölulega lítið lið þar. Það er Þjóðverjum ekki með ■öllu kostnaðarlaust að brjótast yfir Don, þvi að Rússar lialda uppi sífelldri skothríð á brýr þeirra. Lík þýzkra liermanna fljóta í hrönnum niður eftir fljótinu, segir i fregnum Rússa. 1 Moskva-útvarpinu var því haldið fram í gærkveldi, sam- kvæmt fegnum frá London, að Þjóðverjar tefldu nú fram sið- ustu varaliðssveitum sínum í því skyni að brjóta Rússa á bak aftur og komast að Volgu. Und- anfarna 12 mánuði, sagði út- varpið, hafa Þjóðverjar misst 10 milljónir manna og af þeim voru 3jí millj. drepnir. Hjá Kotelnikovo gera Rússar tíð áhlaup á báða arma fleygs- ins, sem Þjóðverjar hafa rekið inn í viglinur þeirra, en virðast ■ekki geta hrakið þá til baka. Milli Krasnodar og Novoross- isk kveðast Rússar hafa gert á- lilaup með þeiin árangri, að Þjóðverjar hafi orðið að hörfa til nýrra stöðva. Norðurhjá Voronésh, Orel og Reshev halda Rússar áfram áhlaupum sínum til að létta farginu af vigstöðv- unum sunnar. Áhlaupin virðast þó ekki ná þeim tilgangi. Rússar hafa skýrt frá því nokkurum sinnum að þeir eigi í æfingu milljónaher í Ural- fjöllum og hann yrði sendur fram, þegar mikið þætti við liggja. Hjá mönnum vaknar því sú spurning nú, hvort Rússar eigi þetta varalið enn og geti sent það til Stalingrad-vígstöðv- j anna, eða hvort það sé þegar farið að taka þátt í orustum þar | og hafi þá elcki getað stöðvað Þjóðverja. Mikið getur oltið á þessu fyrir Rússa, en það er hætt við því, að þeir láti lítið uppi um þetta. Blöð Rússa láta engan bilhug á sér finna, þótt alvarlega horfi og Ilja Elirenburg skrifar m. a.: „Hvar eru úinir kátu, áhyggju- lausu Þjóðverjar, sem sóttu fram í fyrra? Nú eru það al- vörugefnir menn, sem sendir eru fram til áhlaupa. Þjóðverjar eru að tala um hina góðu upp- skeru í Rússlandi. Þeir minnast ekki á heztu uppskeruna, sem hefir orðið til á augabragði — krossana yfir gröfum þýzku hermannanna, sem eru um allt frá Voronesli til Kákasus-f jalla.“ Þjóðverjar munu vera famir að nota nýja tegund kafbáta. Hefir þetta verið gefið í skyn í þýzku útvarpi og blöð í Englandi og Amer- íku hafa líka sagt frá þeim. Kafbátar þessir geta farið í kaf á örfáum sekúndum, miklu hraðar en eldri gerðir, en það þykir afar mikill kostur. Sökkva þeir eins og steinn niður í 300 feta dýpi. Mesta dýpi sem þeir þola er 600 fet (200 m.), en þar er þrýstingurinn orðinn svo mikill, að aðrir kafbátar mundu leggjast saman. En komist djúpsprengjur nærri kafbátum á þessu dýpi þá er eyðileggingin nærri viss. Þessir nýju kafbátar nota heldur ekki rafmagn, þegar siglt er í kafi, heldur blöndu af súrefni og vatnsefni. Þeir þurfa því ekki að vera tím- um saman á yfirborðinu til að hlaða rafgeymana. Olíuvaiiclamálin i ltaiiilarí k jj un um Allir olíu- pg benzín-flutn- ingar með jámbrautum hafa verið bannaðir í 20 miðvestur- og suð.vestur-fylkjum Banda- ríkjanna. Með þessu móti losna 5—7000 olíuflutningavagnar, sem liægt verður að nota til flutninga til austurríkjanna, en þar er skort- ur á olíu tilfinnanlegastur vegna flutningaörðugleika. Liklegt er að skömmtun verði tekin upp í þeim fylkjuin, sem. vagnarnir eru teknir úr. I Washington er leiguhifreið- um bannað að aka fólki, sem ætlar eingöngu að skoða borg- ina. Stjórn Brasilíu hefir gert 75 öxulskip, sem höfðu leitað hafnar þar, upptæk. Af skipunuin voru 57 þýzk, en hin ítölsk. Þá hefir þrem öxulkafbátum verið sökkt með ströndum, fram, og flotinn og flugherinn halda áfram eftirlitsstarfi sinu. öllum bönkum, sem eru í eigu manna öxulrikjanna, hefir verið lokað. Argentina, Chile, Peru og Uruguay hafa samþykkt að líta ekki á Brasilíu sem styrjaldar- þátttakanda. Hdrskip Brasilíu geta þvi notað hafnir þessara landa og flugvélar þess flugvelli þeirra. Hráefnin nægja oft ekki. Roosevelt forseti hefir sagt hlaðamönnum, að aðalvanda- mál framleiðslu Bandaríkjanna sé að afla hráefna. Nefnd sú, sem á aS úthluta forgangsleyfum á þeim, hefir ekki ávallt nógu úr að spila, én I annars er starf hennar mjög þarft. Forsetinn var þá spurður, þvort liann væri ánægður með framleiðsluna. Svaraði hann því, að hann mundi aldrei verða það, en þó væri liann ekki dap- ur yfir henni. Hann lagði áherzlu á það, að Bandaríkin hefði enn ekki svo miklum hergögnum á að skipa, að það nægði handa öllum, sem þyrftu þeirra. j Loks sagði hann, að hann vildi gjarnan koma einni mill- jón hermanna til Ástralíu, en 1 það væri bara engin leið að koma þeim þangað. Churchill er kominn aftur úr för sinni til Moskva. Hefir hann verið fjarverandi í tæpar tvær vikur. Blöðin i London fagna honum vel. Lögreglurannsólm á ljósaútbúnaði bifreiða. Á næstunni mun lögreglan í Reykjavík gera gangskör að því, að athuga ljósaútbúnað bifreiða og stöðva akstur þeirra, sem ekki hafa ljósin í fullkomnu lagi. í þessu sambandi hefir lög- reglustjóri skrifað öllum hif- reiðaviðgerðastofum í bænum og æskt þess, að þær kæmu upp hjá sér útbúnaði til að rann- saka hvort ljós bifreiðanna lýstu mátulega hátt eða ekki. Ber einnig nauðsyn til að ljósaúthún- aðurinn, livað þetta snertir, sé í góðu lagi. Útbúnaðurinn til að athuga liæð Ijóskastsins er fólginn i því, að hifreiðinni er ekið að vissu marki á gólfinu í viðgerð- arverkstæðinu, þar eru ljósin kveikt, svo þau lýsi á vegginn, en á veggnum er komið fyrir einskonar mælikvarða, er sýn- ir nákvæmlega hve liátt ljósin skuli stefna. Ef ljós bifreiðar- innar stefna of hátt eða eru í ein- hverju öðru ólagi, verður að fara fram viðgerð á ljósaútbún- aðinum, til þess að bifreiðin megi aka áfram. Þegar viðgerðarverkstæðin liafa komið þessum útbúnaðít upp hjá sér, mun götulögreglan hefja sókn á hendur þeim hif- reiðaeigendum, sem ekki hafa ljósaútbúnað bifreiða sinna í lagi. Loftárás á Frankfurt og Wiesbaden í nótt. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu miklar árásir á horgir við Rín í nótt sem leið. Aðalárásirn- ar voru gerðar á Wiesbaden og Frankfurt. Sextán sprengjuflugvélar komu ekki heim aftur úr leið- angrinum. ítarlegri fregnir eru ekki enn fyrir hendi. Engar loftárásir voru gerðar á Bretland í nótt. Hoare í London. Sir Samuel Hoare, sendiherra Breta í Madrid, er kominn í flugvél til London til viðræðna við stjórnina. Sir Samuel mun ekki verða lengi i London. Ntntt Ogr lagrgrott. Brezk blöð birta í morgun fyrstu myndir af amerískum svifflugum til hermannaflutn- inga. Hver fluga flytur 15 menn með alvæpni. • Hitler hefir skipað nýjan dómsmálaráðherra og má liann fara út fyrir lagabókstafinn í starfi sínu, ef þurfa þykir. I Öll hernaðarframleiðsla Bandarikjanna i júli var þrisvar og hálfu sinni meiri en rétt fyrir Pearl Harhor, þótt hún hafi minkað heldur á sumum sviðum. • Þýzka útvarpið hefir skýrt frá því, að von Gahlenz, hers- höfðingi, skrifstofustjóri í flug- málaráðuneytinu þýzka, hefir beðið bana í flugslysi. Með honum fórst dr. Criime, skrif- stofustjóri í kennslumálaráðu- neytinu. Von Gablenz stjórnaði sjálfur flugvélinni. Tvö afmæli. f dag eru tvö afmæli — brezk- pólska sáttmálans og innrásar Breta og Rússa í Iran. Þ. 25. ágúst 1939: Var undir- ritaður sáttmáli Breta og Pól- verja um gagnkvæman stuðn- ing, ef önnur hvor þjóðin yrði fyrir árás. Viku síðar var styrj- öldin hafin. Þ. 25. ágúst 1941: Fóru her- sveitir Breta og Rússa yfir landamæri Irans, sem veitti í fyrstu mótspyrnu, en lagði síð- an niður vopnin. Riza Shah Palilevi, er þótti hafa veitt mönnum öxulríkjanna fullmikil friðindi, var settur af og sonur hans tók sæti hans. Síðan hefir Iran verið aðalflutningaleið bandamanna til Rússa. Fljúgandi virki l i : í >. Nokkur fljúgandi virki fóru í gær til árásar á kafbátasmíSa- stöð hjá Le Havre. Á leiðinni heim gerðu 40 Focke-Wulf-190 orustuflugvél- ar árás á þær. Flugmennirnir i einu virkinu særðust, en annars tóku brezkar og amerískar or- ustuflugvélar á móti Þjóðverj- unum. Voru tvær flugvélar skotnar niður af háðum. • Frá Alexandríu koma þær fregnir, að þangað sé kominn allmikill fjöldi amerískra hrað- báta (mosquito-boats), sem starfa eiga með enska flotanum. Valur Reykjavíkurmeistari. Veðrið var eins og bezt verður á kosið í gærkveldi og áhorf- endur margir. Leikurinn var fjörugur frá upphafi. K.R liafði heldur sókn fyrst, en er á liálfleikinn leið, var sóknin frekar hjá Val. Þó var leikurinn tiltölulega jafn. Er 38 mín. voru liðnar af hálfleikn- um skoraði Ellert, sem nú er kominn i bæinn og þá auðvitað í liðið hjá Val. Skoraði hann eftir skemmtilega snöggan sam- leik að marki K. R. Seinni hálfleikur byrjaði einn- ig mjög fjörugt, en er 8 mín. voru liðnar, vildi einn K. R. manna verja skot að markinu, sem því hefði þó engin hætta stafað af, og skallaði óverjandi mark hjá sjálfum sér. Við þetta var sem K. R.-ingar misstu kjarkinn, þvi þó þeir ynnu af kappi, var eitthvert vonleysi yf- ir leilc þeirra, ekki sizt þegar Jó- hann Eyjólfsson skoraði 3. markið, ca. tveim minútum síð- ar, eftir að hafa fengið miðjun innan vítateigs frá hægra kanti og leikið snöggt á tvo mótherja. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, fékk K. R. þó nokkur upplögð færi, sem voru misnot- uð, Valur missti reyndar lika góð færi. — Dómari var Guðjón Einarsson og liafði hann 4 linu- verði og var það til bóta, eink- um með tilKti til þess, að þeir voru góðir. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af styrkleika liðanna, 3:1 eða jafnvel 2:1 hefði verið eðli- legra, en Valur verðskuldaði sig- urinn. Björgvin Scliram lék nú með K. R. og sá á honum æfingaleys- ið. K. R. liðið munar um þá bræður Skúla og Þórarinn Por- kellssyni, sem vantaði. Valslið- ið var mjög heilsteypt. Ellert alltaf hættulegur, þó hann sé nú lítið æfður. D.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.