Vísir - 25.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1942, Blaðsíða 2
VISIR Hátt á 6. hundrað manns hefur ferðast á vegum Ferðafélagsins í sumar. O §nmarle^fi§ferðir með rúmlega 140 þátttakendnm. Nú er sumarleyfisferðum Ferðafélagsins lokið á þessu sumri. Voru alls farnar 6 ferðir og voru þátttakendur rúmlega 140. Vísir hefir snúið sér til Kristjáns Ó. Skagf jörð framkvæmdar- stjóra félagsins og fengið hjá honum upplýsingar um ferðirn- ar sem famar voru og þátttakendaf jölda í hverri ferð fyrir sig. Fyrsta sumarleyfisferðin var norður að Mývatni, Dettifossi og Ásbyrgi. Var það 8 daga ferð er hófst 4. júlí. I>átttakendur voru 44 og Helgi Jónasson frá Brennu fararstjóri. Næsta ferð var með sama fyr- irkomulagi og farið á sömu staði. Þátttakendur voru 38 og fararstjóri Helgi frá Brennu. Þriðja ferðin var til Arnar- fells hins mikla og í Kerlingar- fjöll á hestum. Var lagt af stað 18. júlí og stóð ferðin yfir í 8 'daga. Þátttakendur voru 15, en fararstjóri Ágúst Sveinsson bóndi í Ásum. Fjórða ferðin var 7 daga ferð í Öræfin. Var lagt af stað í hana 25. júlí og voru þátttakendur 20. Fararstjóri var Tryggvi Magnússon. Fimmta ferðin var í Herðu- breiðarlindir og til Öskju. Sú ferð var farin í samráði við, deild Ferðafélags íslands á Alc- ureyri. Þátttakendur liéðan úr Reykjavík voru 4. I ferðina var lagt 17. júlí frá Akureyri og stóð yfir í 6 daga. Loks var síðasta ferðin aust- ur á Síðu. Lagt var af stað 4. ágúst og stóð ferðin yfir í 4 daga. Þátttakendur voru 20, og farar- stjóri Jón Gissurarson. Ein ferð féll niður vegna ó- nógrar þátttöku. Það var viku- ferð í óbyggðir á hesturn. Átti að ferðast um Kjöl og gista í sæluhúsum Ferðafélagsins. Fjórtán helgarferðir voru farnar í sumar. Þátttakendur i þeim hafa verið um 430 alls. Þannig hafa um 570 manns ferðast á vegum Ferðafélagsins í sumar, og þó eru enn ófarnar þrjár helgarferðir, sú næsta um Heiðmörk, en hinar i Grafning og á Esju. Með þessum ferðum hefir Ferðafélagið gert fólki kleyft að komast bæði um helgar og eins í sumarleyfum á ýmsa feg- urstu staði landsins. Það liefir efnt til ferða um fegurstu staði Norðurlands, allt norður að Dettifossi, Ásbyrgi og Mývatni, þá að Öskju og í Herðubreiðar- lindir, en hér syðra austur á Síðu, austur í Öræfi, sem senni- lega er ein tignrikasta byggð á Islandj og loks í Arnarfell hið mikla, sem er einn sérkennileg- asti andstæðuheimur i íslenzku landslagi. Um helgar hefir Ferðafélag- ið einnig gert sér far um að fara á sérkennilega og fallega staði nær og fjær bænum. Hefir þátt- taka yfirleitt verið jöfn, en ekki mjög mikil í neinni einstakri ferð. Það sem hamlað hefir starfsemi Ferðafélagsins mest er bílaskorturinn, þvi margsinn- is hefir félagið áf þeim, sökum orðið að neita fólki um far. Frumvarp borið fram á Alþingi um notkun allra aðaltegunda byggingarefnis. Bjarni Benediktsson flytur frumvarp til laga um notkun byggingarefnis, vegna þeirrar nauðsynjar, að opinber stjómarvöld taki i sínar hendur frekari um- ráð yfir ráðstöfun á aðalbyggingarefni því, sem til landsiris flyzt. . í 1. gr. frumvarpsins er kveðið svo á, að ef bæjar eða sveitar- stjóm óski þess, skuli ráðherra sá, sem fer með verzlunarmál, setja reglur um notkun allra aðaltegunda byggingarefnis, timb- urs, sements og steypustyrktarjárns, sem til er í kaupstaðnum eða hreppnum eða flutt verður þangað eftir gildistöku þessara laga, í því skyni að efnið verði notað til þeirra byggingafram- kvæmda, sem ráðherra telur brýnasta þörf fyrir á hverjum stað, að fengnum tillögum bæjarstjómar eða hreppsnefndar. — 1 2. gr. er ákvæði um, að er settar verði reglur um samkv. 1. gr. skipi ráðherra jafnframt tvo menn í nefnd, annan eftir tilnefningu bæjar- eða sveitarstjómar, er hlut á að máli, er úr- skurði með hliðsjón af settum reglum um notkun byggingar- efnis o. s. frv. Brot á lögunum eða skilyrðum sem fyrmefnd nefnd setur varða sektum allt að 50.000 kr. DAGBLAÐ Ú tgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Afgreiðsla hjá opin- berum stofnunum. QPINBEIRAR stofnanir eru settar upp til hagræðis fyr- ir ahuenning. Þær eru þjónustu- stofnanir landsmanna og ættu því í hvívetna að vera fyrir- mynd annarra fyrirtækja um lipurð, kurteisi og vinsamlega afgreiðslu. En þessa er þvi mið- ur mjög farið á annan veg hér á landi. Hér eru opinberar stofn- anir ríki i ríkinu og hér fá menn yfirleitt að finna það, að al- menningur hefir ekki í önnur liús að venda hvernig sem, af- greiðslan er eða viðtökurnar. Þeir, sem í þessum stofnunum eru, virðast ^margir hverjir vera þeiri'ar skoðunar, að fólkið sé réttlaus aðili, sem aðeins sé tii fyrir þessar stofnanir. * Eitt af því sem er rnest á- berandi, er símaafgreiðsla á op- inberum skrifstofum. Verða menn oft að hringja lengi án þess að svarað sé og svo þegar komið er í símann, er svarað með hálfgerðum þjósti, alveg eins pg þeir, sem símans gæta, hafi engan tima til að sinna slíku kvabbi. í þessum efnum er símagæzla ríkisstjórnarinnar og ráðuneytanna sízt til fyrir- myndar að ógleymdri síma- vörzlunni hjá tollstjóra. Fleiri stofnanir mætti nefna, þar sem svarað er bæði seint og illa í síma. Þetta er menningarleysi og sýnir skort á athugun hjá þeim, sem stofnunum veita for- stöðu og mundu vafalaust flest- ir þeirra kippa þessu í lag, ef þeim væri á það bent. Til sam- anburðar má geta þess, að i Bandaríkjunum fá símastúlkur, jafnt á opinberum sem einka- skrifstofum, sérstaka þjálfun í því að svara fljótt, kurteislega og þægilega í síma. Væri full þörf á að slík aðferð væri tekin upp hér. * Það vill hrenna við, að al- menningi sé sýnd lítil kurteisi á mörgum, opinberum af- greiðslustöðum. Eru menn látn- ir oft bíða lengi eftir afgreiðslu meðan afgreiðslumenn eru að dunda við eitthvað, sem ekki virðist þurfa sérstakrar athygli við. Menn verða að bíða þolin- móðir þangað til afgreiðslu- manninum þóknast að afgreiða þá. Að vísu eru hér heiðarlegar undantekningar en yfirleitt er afgreiðsla á opinberum stöðum þannig, að fólki finnst því vera sýnd sérstök náð, ef því er sinnt. Þetta þarf að breytast, en það verður ekki gert nema með sér- stöku eftiríiti hins opinbera. Ein stofnun tekur þó öllum öðrum fram hér í bænum um seina afgreiðslu. Það er skrif- stofa tollstjóra. Allir sem við þá stofnun þurfa að sldpta, kvarta sáran undan þeim seinagangi, sem þar er. Einfcum kvarta kaupsýslumenn undan þeirri meðferð, sem þeir þurfa að sæta. Vörur er ekki hægt að fá út frá skipaafgreíðslunni nema gjöld hafi fyrst verið greidd af þeim hjá tollstjóra. En það tek- ur vikur, jafnvel mánuði, að fá vörur afgreiddar gegnum skrif- stofu tollstjóra. Þótt líf manns liggi við, er ekki liægt að fá af- greiddar vörur með minna en nokkra daga eða jafnvel viku fyrirvara. Stundum verða skjöl- in að liggja hjá tollstjóra svo vikum skiptir. Það sætir furðu, að nokkur opinber stofnun skuli geta sætt sig við að viðhalda öðru eins sleifarlagi og hér á sér stað. Þetta er ríkisvaldinu til háðungar og borgurunum til skaða og óþæginda. Það verður að gera J>á kröfu til rikisstjóm- arinnar, að hún láti setja af- greiðslu tollstj óraskrifstofunnar i viðunandi horf. Almenningur gerir kröfu til, að þessu verði kippt í lag. , ★ Ef ekkert verður gert í þessu máli bráðlega, mun hér verða nánara rætt um þetta efni og starfsemi þessarar stofnunar í ýmsum atriðum, því kvartanir eru mjög liáværar og menn liafa frá ýmsu að segja. Almenningur verður oftast að þola þegjandi og hljóðalaust, þótt þjónusta liinna opinberu stofnana sé ekki ætið sem, skyldi. f önnur liús er ekki að venda og kvartanir einstaklinga eru sjald- an teknar til greina. En blöðin eru hinn rétti vettvangur til þess að draga gallana fram i dagsljósið og þjóðin á heimtingu á að fá að vita hvernig hennar eigin fyrirtækjum er stjórnað. Ungmennafélag Reykjavíkur efnir til ferðalaga. Ungmennafélag Reykjavíkur efndi til göngufarar á Esju s.f. sunnudag. 1 förinni tóku þátt nokkrir félagar og skemmti hópurinn sér hið bezta, þrátt fyrir þokuna, sem byrgði mikið fyrir útsýnið á tímabili. Þetta er fyrsta skemmtiferð félagsins, sem var stofnað hér í bæ á s.l. vori. Þótti þátttakend- um fararinnar vel byrjað með því að klífa á hátind Esju, þó æskilegt hefði verið, að almenn- ari þátttaka hefði fengizt í þessa för. Esja er fögur ásýndum séð frá Reykjayík og ferðalangurinn, sem leggur á sig það erfiði, að klifra upp hæsta tindinn, verð- ur ekki fyrir vonbrigðum, þó grjótið sé hrjúft og þokan grá- lynd þar uppi. K. Stofnun sniðmeistara- félags í Reykjavík. Nýtt fagfélag var stofnað í Reykjavík mánudaginn 24. þ. m. Er það félag tilskera í klæða- og feldskurði hér í bænum, og nefnist það „Sniðmeistarafélag Reykjavíkur“. Tilgangur félagsins er að auka samvinnu og kynningu meðal félagsmanna og efla hags- muni þeirra. Ennfremur, að leitast við i samráði við Klæð- skerameistarafélag Reykjavíkur og Klæðskerasveinafél. Skjald- borg, að vinna að og efla hags- muni klæðskerastéttarinnar i heild, sérstaklega með tilliti til kennslu í faginu. Stofnendur fé- lagsins voru allir starfandi snið- meistarar í bænum. I stjórn voru kosnir: Guðm. Benjamínsson form., Jón Jóns- son ritari og Sæmundur Páls- son féhirðir. Bílar til almenning'snota. Lögreglustjóri hefir afráðiÖ, í samráði við atvinnumálará'Öherra, að framvegis verÖi tvær bifreicSar til afnota á lögreglustööinni, fyrir almenning, í brýnni nauðsyn, svo sem þegar sækja þarf lækni eða ljósmóður o. s. frv. Vegna erfið- leikana, sem á því eru, fyrir al- menning, að fá bifreiðar, er þetta hin þarfasta ráðstöfun. GREIN ARGERÐ. Vegna örðugleika um að- flutninga á byggingarefni þykir nauðsyn bera til, að opinber stjórnarvöld taki í sínar hendur frekari umráð yfir ráðstöfun á þeim aðalefnivörum, sem til landsins flytjast og í frv. grein- ir, en gert hefir verið fram að þessu, enda fæst ekki flutt til landsins byggingarefni svo nokkru nemi, án aðgerða af hálfu ríkisvaldsins um útvegun skipakosts. í frv. er gert ráð fyrir, að á milli ríkisstjórnar arinars veg- ar og bæjar- eða sveitarstjórnar hins vegar verði samvinna um, livernig einkum beri að ráðstafa fáanlegu byggingarefni á hverj- um stað, þannig, að það komi að sem beztum notum fyrir al- menning. Fyrirfram er ekki unnt að setja fastar reglur um notkun- ina. Það fer eftir ýmsum aðstæð- um, hvaða framkvæmdir talið verður æskilegt að gangi fyrir, og er eðlilegt, að bæjar- og sveitarstjórnir hafi nokkra í- hlutun um það. í Reykjavik og fleiri kaup- stöðum má vafalaust telja, að nú beri einkúm að verja bygging- arefni til þess að koma upp í- búðum fyrir húsnæðislaust fólk og á þann hátt að sem flestum komi að notum. Samkv.' gildandi lögum, hefir innflutnings- og gjaldeyris- nefnd að vísu heimild til að setja hverskonai’ skilyrði fyrir Ieyfisveitingum. En vegna inn- flutningserfiðleikanna annars vegar og húsnæðisvandræðanna Heyskapur gengur sæmilega sunnaulands. en norðanlands eru öþurrkar. Raupgjald í sveitunum stórhækkar. Vísir átti stutt viðtal við bún- aðarmálastjóra í morgun og spurði bann um horfurnar í sveitinni, en búnaðarmálastjói’i er að sjálfsögðu kunnastur þeim málum. Tún bafa yfirleitt sprottið vel, sagði búnaðannálastjóri, þar sem eg veit til, nema harðlend- ustu tún. Þau eru mjög léleg. Útjörð er yfirleitt lélegx’i en í fyrra. Mýi’ar hafa yfirleitt spi’ottið illa og flæðiengjar eru lélegri en í fyrra, t. d. Flóaáveit- an og Safamýri. Gras er minna en í fyrra, en spretta var líka mjög góð þá. jOtheysskapur mun verða lít- ill í ár, sagði búnaðarmálastjóri, bæði vegna þess, að engjar eru víða lélegar, og svo vegna fólks- leysisins. } 4 Hvaða kaup er goldið í sveitunum nú? Fyrirspurn um þetta svaraði húnaðarmálastjóri á þá leið, að i vor, þegar ráðningarstofan tók til starfa, voru karlar ráðnir í kaupavinnu fyrir 130—140 kr. um vikuna og konur fyrir 60 og jafnvel upp í 80 krónur urn vik- una. Hinsvegar er ekki ólíklegt, að ýmsir hafi' neyðst til þess að borga hærra kaup, og dæmi munu þess, að kaupamönnum sé greitt miklu hærra kaup en að framan greinir, bara til þess að fá einhverja hjálp, jafnvel á þriðja hundrað krónur á viku, en sennilega eru slílc dæmi ekki mörg, enda bændum uin megn að greiða slíkt kaup. 1310 kroour i verð- larni ivrir teikoioQU á Síldaxverksmiðjur ríkisins á Siglufirði efna til verðlaunasam- keppni á teikningu nýrrar síld- arverksmiðju, 10 þúsundi mála, á lóð síldarverksmiðja ríkisins 4 Siglufirði, og annarrar helm- ingi minni verksmiðju á Rauf- arhöfn. Einnig verður að gera upp- drætti að hryggjum, þróm og geymsluplássi fyrir mjöl og lýsi. Fyrstu verðlaun eru 10.000 krónur og önnur verðlaun 5 þúsund krónur. Þeir, sem vilja sinna þessu, eiga að vitja upplýsinga og teikninga af lóðum til sildar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði. Þangað á einnig að skila teikn- ingum fyrir 31. okt. n.k. i kaupstöðunum hins vegar er víða þörf á strangara eftirliti með notkun byggingarefnis framvegis en til þessa hefir ver- ið framkvæmt. Er þess þörf og réttara að setja um eftirlitið sér- stök lög, ef ætlazt er til, að það komi að notum. Samkv. frv. dregur ráðherra, eftir tillögum bæjár- og sveitar- stjórna, aðallínurnar, sem fara ber eftir um notkun byggingar- efnis á hverjum stað, þar sem þörf er talin fyrir opinbera í- hlutun, umfram skilyrði inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndar, en framkvæmdin verður falin tveim mönnum, er ráðherra skipar, annan eftir tilnefningu bæjar- eða sveitarstjórnar. Vantar góðan verkamann til aðstoðar bifreiðastjóra á vörubíl. Uppl. á Hverfisgötu 114, milli kl. 7 og 9. Guðmundur Jónsson. í ágætu standi, er af sérstök- um ástæðum til sölu og sýn- is á Hringbraut 191, kl. 4—6 í dag. — Peoifloavesld merlct: „Brynjólfur Eiríks- son,“ tapaðist í gærmorgun á leiðinni frá Landsímahúsinu upp í Garðastræti, um Kirkjustræti og Túngötu. — Finnandi er vinsamlega beð- inn að skila því til liúsvarðar Landsímahússins, gegn fund- arlaunum. Ung: lijón óska eftir eins til þriggja herbergja íbuð. Vilja borga 500,00 kr. á mán. Þeir, sem vilja sinna þessu leggi nöfn sín á afgr. blaðsins, merkt: „500“ fyrir fimmtu- dagskvöld. — Húsnæöi vantar strax eða 1. sept. — 3 fullorðið í heimili. — Gott fólk. — Tilboð, merkt: „400“ sendist blaðinu fyrir laugar- dagskvöld. — Ibnð óikast 1—2 lierbergi og eldhús ósk- ast nú þegar eða 1. október. Tilboð, merkt: „Barnlaus hjón“ sendist Vísi fyrir 28. þ. m. — ÁREIÐANLEGUR maðnr óskar ef tir að aka vörubíl. — Uppl. í sima 3664. —- sem hefir áhuga fyrir teikn- ingu, getur fengið að læra prentiðn. Umsóknir, ásamt mynd, sem verður endur- send, sendist Vísi, merkt: „Unglingur“. — nýkomnar. vmit Laugavegi 1. Fjölnisvegi 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.