Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Herstein'n Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 2. nóvember 1942. Ritstjórar Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 228. tbl. Tveir japanskir flotar — 40-50 skip — stefndu til Yfirmaður Bandaríkjaflotans Frank Knox sést hér á myndinni (t. h.) vera að taka sér nýj- an aöstoðarmann, sem er að vinna embættiseiðinn. Aðstoðar- maðurinn er William C. Bullitt, fyrrum sendiherra Bandarikj- anna í Rússlandi og Frakklandi. Rússar eru í sókn Guadalcanal 2 orustuskip, 2 flugstöðvarskip og 3 beitiskip Japana löskuðust við Stewart-eyjar. Herskip skjóta á stóðvar Japana á Guadalcanal. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Halsey varaflotaforingi, sem stjórnar hernaðar- aðgerðum Bandaríkjaflotans á suðvestur- hluta Kyrrahafsins, hefir sent flotamálaráðu- neytinu í Washington fyrstu skýrslu um viðureignina, sem átti sér stað við Stewartseyjar, austur af Salomons- eyjum, mánudaginn 26. október síðastliðinn. Eins og þegar var kunnugt af fyrri fregnum, vora það eingöngu flugvélar og herskip, sem áttust við, ekki herskip gegn herskipúm og það t jón, sem unnið var, var unnið með loftárásum, annað hvort með sprengjum eða tundurskeytum. Héldu Japanir því fram, að þeir hefðu sökkt fjórum flugstöðvai'skipum Bandaríkjamanna og unnið þeim margskonar tjón annað, en sú frásögn fór mjög í bága við tilkynningar Bandarikjamanna, sem sögðu að japanski flotinn héldi norður á bóginn og játuðu síðan að hafa misst eitt flug- stöðvarskip, auk tundui’spilla, sem þeir höfðu sagt frá áður. í Stalingrad. I»efr hörfa í 9Iið’Káka§n§. Fregnir blaðamanna í Rússlandi herma, að Rússar sé nú í sókn í Stalingrad, því að svo mjög hafi dregið af Þjóð- yerjum. Herma þessar fregnir, að Rússar hafi getað sótt fram og bætt aðstöðu sína í fleiri en einu hverfi borgarinnar. Þjóðverjar gerðu aðeins eitt stóráhlaup í borginni í gær og hófst það snemma morguns í verksmiðjuhverfunuhx nyrzt í borginni, en þar hafa þeir leit- að á af mestu kappi undanfarn- ar vikur. Eftir þriggja klukkustunda orustu var þýzku áhlaupaher- sveitunum hrundið aftur til upp- runalegu stoðva sinna og Rúss- ar gerðu gagnáhlaup, sem lauk þannig, að þeir náðu nokkurum stöðvum Þjóðverja. Sunnar í borginni hafa Rúss- ar yfirleitt heldur verið í sókn •og getað sótt fram, þótt hægt gangi. Norðaustur af Tuapse eru æð- Isgengnir bardagar eins og und- anfarið. Hundruð og jafnvel þúsundir manna falla í bardög- um um hverja hæð, sem þar er, og þær eru margar, þvi að land- ið er hálent mjög. 1 gær stóð lengi orusta um hæð eina á þessum. slóðum. Gerðu hinar kákasisku fjalla- hersveitir Rússa hvert áhlaupið af öðru, unz þær höfðu náð hæð- inni. Þar austur af, á Naltsjik-víg- stöðvunum í Mið-Kákasus, eru Þjóðverjar í sókn. Þeir leggja mikið upp úr þessari sókn, enda þótt mikið verði að leggja í söl- umar, vegna erfiðleikanna, sem eru á þvi að sækja fram, í fann- fergi og reginkulda. í siðustu viku kveðast Rúss- ar hafa misst 128 flugvélar, en skotið niður 202 sjálfir. 135 öxnllier§kip lö§kuö cða solikiii Herbert Morrison, innanríkis- málaráðherra Breta, hélt ræðu í Swansea í gær. Skýrði liann frá því, að frá styrjaldarbyrjun hefði 125 her- skipum öxulrikjanna verið sökkt, löskuð eða tekin af banda- mönnum. i Um, hergagnaframleiðslu Breta sagði Morrison, að liún hefði aukizt um 18% í septem- hermánuði einum. Af þessum hergöngum voru 80% send úr landi. Skipasmiðir Breta eru tvisvar afkastameiri en skipasmið- ir nokkurrar annarar þjóðar, en flotinn, sem fylgir skipum þeim, er Bretar smiða, um, 80 þúsund mílna siglingaleiðir, tap- ar aðeins 1 skipi af hverjum 200. Undanfarna 3 sólarhringa liefir verið mikil kyrrð yfir Malta — engin flugvél möndul- veldanna látið sjá sig. • í fyrrinótt voru 4 þýzkar flugvélar skotnar niður yfir Bretlandi. Þrjár féllu fyrir sama flugmanninum. • Enska borgin Hull hefir sent Moskvabúum allmarga sjúkra- bíla að gjöf. Samkvæmt tilkynningu Halseys voru það tvær japanskar flotadeildir, sem stefndu suður til Guadalcanal, er ameriska \ ; flotadeildin undir hans stjórn átti í höggi við. I flotadéildum þessum voru 40—50 skip, orustuskip og flugstöðvarskip, beiti- skip og tundurspillar. Sjö stór skip urðu fyrir margskonar tjóni og flest svo inikiu, að þau verða ekki fær til bardaga í marga mánuði hér frá. — Auk þess voru rúmlega 100 flugvélar skotn- ar niður og ef til vill um 50 að auki. Það tjón, sem unnið var á japönsku skipunum, var sem hér segir, samkvæmt fyrstu skýrslu Halseys. Flugstöðvarskip af Zuikato- flokki var liæft með fjórum eða jafnvel sex þungum sprengj- um. * Annað flugstöðvarskip af sama flokki varð fyrir tveim sprengjum af miðstærð. Orustuskip af Kongo-flokki varð fyrir tveim þungum sprengjum. Annað orustuskip af sama flokki varð fyrir einni þungri sprengju. Stórt beitiskip af Tikuma- flokki varð fyrir 5 þúngum sprengjum. Annað beitiskip af sama flokki varð fyrir tundurskeyti og fleiri en einni sprengju. Þriðja heitiskipið af þessum flokki var hæft tveim tundur- skeytum. Guadalcanal. Herskip Bandaríkjamanna eru nú farin að taka virkan þátt í vörn Guadalcanal. Hafa þau haldið uppi tveggja klukku- stunda stórskotahríð á stöðvar Japana. Hæfðu þær fallhyssu- stæði, sem áttu að verja gegn árásum frá sjó, og byggingar á ktröndinni. Herlið Bandaríkjamanna á landi hefir og haft sig í frammi. Ruddist það yfir ársprænu, sem rann milli stöðva þess og Jap- ana, og tók tvær fallbyssur. Lið Japana á eynni fær nú enga að- Halsey flolaforingi. flutninga og virðist þess bíða glötunin ein. Fluglið Bandaríkjamanna í Ástraliu heldur uppi loftárás- um á stöðvar Japana norðarlega á Salomonseyjum. í árás á Rekata-flóa voru 5 flugvélar skotnar niður fyrir Japönum. I Bouin urðu 7 skip fvrir sprengjum, svo að þau sukku eða löskuðust mikið. Nýja Guinea. Lið Ástraliumanna á Nýju Guineu hefir skipzt í tvennt. Sækir önnur fylkingin beint til Kokoda-þorps, en hin til fljóts Öxul-lið víða innikróað. Það gerir mikla gagnárás. Við framsókn Breta í Egiptalandí hafa myndazt nokkur „hólf“ þar sem ítalskt og þýzkt lið er innikróað. Segir í tilkynningu herstjómarinnar í Kairo, að miskunnarlausri skot- hríð sé haldið uppi á þessi „lvólf“ til þess að uppræta þau og úti- loka, að hætta geti stafað af þeim. Dómsmálaráðherra Hitlers. Það vakti allmilda eftirtekt, er Hitler setti dómsmálaráð- herra, sem mátti fara út fyrir lagabókstafinn, ef þess gerðist þörf. Maður sá, er hlaut þetta embætti, heitir dr. Otto Georg Thierack og birtist hér mynd af honum. 35 Lyonbúar fangels- aðir eða sektaðir. Ólgan fer stöðugt vaxandi í Frakklandi og hafa 35 Lyon-bú- ar verið dæmdir í fangelsi og fjársektir vegna mótþróa og skemmdarverka. Víðar um landið Jiefir komið til verkfalla og mótþróaóeirða, og hefir fjöldi manns verið handtékinn fyrir þátttöku í þeim. Svo virðist sem þeir Laval og Doriot ætli að fara í hár saman. Doriot hefir komið með þá ui pástungu, að öllum facista- llokkum Frakklands verði steypt í eina heild og verði hann æðsti maður þeirrar samsteypu. Brezk blöð hafa birt myndir, teknar úr njósnaflugvélum, af Le Creuzot. Sýna þær griðar- legar skemmdir á verksmiðj- unum. Hr h mri- itlli IIMi. Ismet Inonu, forseti Tyrk- lands, setti tyrkneska þingið í Ankara í fyrradag. Inonu sagði í ræðu sinni, að alit henti til þess, að styrjöldin yrði enn harðari og miskunnar- lausari á næsta ári. Tyrkir mundu eftir sem áður gæta fyllsta Iilutleysis og þeir mundu verja ]>að með vopnum, hver sem á leitaði. eins, sem rennur í nokkurri fjarlægð. Loftárásir eru í sífellu gerðar á lið Japana á undanhald- inu. í loftárás á Lae mættu amer- ískar flugvélar mótspyrnu or- ustuflugvéla í fyrsta skipti. Þrjár ]>eirra — af 20 — voru skotnar niður. Rommel lét gera állmikla gagnárás á stöðvar Breta nyrzt á vigstöðvunum i gærmörgun, en þess er ekki getið, hvér ár- angur hafi orðið að þessú. Morg- uninn áður höfðú KeVsveitir bandamanna verið sendár frain á þessum sömu slóðum — ná- kvæmlega' einni viku éftir að sóknin hófst. Var haldið uppi stórskotahrið á vígstöðvar öxul- herjanna í fimm klúkkustundir samfleytt, áður en lagt' var til atlögu. Brezki flugherinn skýrir frá því — i fyrsta sinn siðan styrj- öldin hófst — að hann hafi al- ger yfirráð í lofti. í gær var meðal annars gerð árás á tjald- hoig að baki viglína Rommels. Var talið, að þar væri höfuð- stöðvar bryndrekadeildar. Auk þess hafa verið gerðar árásir á Krít því að þar fara nú Um miklir flutningar suður á bóg- inn. Pienaar, hershöfðingi Suður- Afríkumanna, liefir verið sæmd- ur heiðursmerki fyrir góða stjórn á mönnum sínum fyrsta dag sóknarinnar. Náðu þeir stöðvum þeim, sem þeim var ætlað að taka, fyrir þann tíma, sem ætlað var. Franskur kafbátur læddist inn í norskan fjörð og grandaði tveim flutningaskipum Þjóð- verja, segir i tilkynningu flota- málaráðuneytis Breta í gær. I firðinum lágu mörg full- hlaðin flutningaskip. Kafbátur- inn skaut tveim tundurskeytum á eitl þeirra, er var stórt, og sökk það, en öðru minna, sem var einnig hæft, varð að renna á land. Ritter von Leeh, sem stjórnaði þýzka hernum á Leningrad-vig- stöðvunum i fyrra, er sagður vera ómyrkur í máli um yfir- stjórn hersins á austurvígstöðv- unum. Samkvæmt Stokkhólms- fregnum á von Leeh að hafa látið svo um mælt í .Berlin, að þýzki herinn mundi ekki sitja fastur i Rússlandi, ef farið hefði verið að ráðum þýzka herfor- ingjaráðsins. s. Valsveltan: Valsbíllinn var nr. 14257. Dregið var í Valsveltu-happ- drættinu í morgun. Aðalnúmer- ið — bifreiðin R. 1089 — Var nr. 14257. Öntíur númer, semiupp k-omu, voruþessi: Nr. 9527 Axminster ,gólfteppi. 14596 1 tonn kol. 2209 kjöt- skrokkur. 5044 eldstó (kamina). 15595 farseðill til Vestmanna- eyja. — Munanna óskast vitjað sem fyrst til Ilólmgeirs Jóns- sonar, c/o Kiddabúð, Þórsgötu 14.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.