Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 2
V I S 1 R VÍSIR DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bifreiðaúthlutunin. J^ýlega kvað lögmaðurinn i Reykjavík upp dóin í fyrsta málinu, sem höfðað var gegn fjármálaráðherra, út af bif- reiðaúthlutuninni, og var fjár- málaráðlierra og skilanefnd bifreiðaeinkasölunnar sýknuð af kröfum þeim, sem í málinu voru gerðar. Andstæðingar Sjáilfstæðis- flokksins hafa á margan hátt reynt að nota bifreiðaúthlutun- ina sér tií framdráttai', einkum í síðustu kosningum. Vita þeir, sem er, að hér er um viðkvæmt mál að ræða, og líkindi til að unnt sé áð ala svo á óánægju, að þeir menn, sem ékki hafa orðið fyrir því happi að hljóta bifreið, snfrizt þess vegna gégtt Sjálfstæðisflokknum, með því að þeir telji sig misrétti beitta. Augljóst mál er það þó, að ekki er unnt að gera svo öllum líki, þar eð umsóknir um bifreiðar eru mörgum sinnum fleiri en bifreiðar þær, sem úthlutað er, og verður það að velta á mati á þörfinni, hverjir hljóta bif- reiðarnar. Slíkt mat má vafa- laust alltaf gagnrýna, en þótt svo sé verður með engum rök- um saiinað að það sé rangt, eða óeðlilegt á nokkurn veg. Nefnd sú, er kosin var af AI- þingi til að hafa með höndum bifreiðaúthlutunina, hefir hagað störfum sinum svo, að í fullu ósamræmi er við hagsmuni liins opinbera. Hefir meiri hluti nefndarinnar gert sér leik að því, að úthluta bifreiðum til manna, án þess að vera i sam- ráði við fjármálaráðherra, og lialdið áfram störfum eftir að allur grundvöllur fyrir starfi nefndarinnar var brott fallinn. Hvorki nefndin, né þeir menn, sem hún úthlutaði bifreiðum, voru i „góðri trú“ er nefndin tók ákvarðanir sinar, og fer svo fjarri að hún hafi á nokkum hátt verið þess um komin að skuldbinda ríkissjóðinn, að engu tali tekur. Hinsvegar getur kom- ið til álita hvort nefndin liafi ekki hagað störfum sínum á þann veg, að hún hafi bakað sér persónulega skaðabótaábyrgð. Gæti slikt vel komið til greina, en fer þó eftir nánari atvikum, og er ekki unnt um að dæma fyr en öll kurl eru til grafar komin. Allur sá styrr, sem stað- ið hefir um bifreiðaúthlutunina, er einn þáttur í áróðursherferð andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins, vegna kosningabaráttu þeirrar, sem nú er af staðin. Þessir flokkar sáu svo um, að fjármiálaráðherra var gert ó- kleift að starfa með nefnd þeirri, sem Alþingi ætlaðist til að hefði bifreiðaúthlutunina með hond- um ásamt honum, og er svo var komið var ekki annað fáð heppilegra en að stemma á að ósi og afnema bifreiðaeinkasöl- /na, sem aldrei hafði verið verk- efni sínu vaxin. Þess munu etíg- in dæmi, að opinber nefnd hafí misskilið hlutverk sitt jafn herfilega og meiri hluti þeirrar nefndar, sem átti að hafa bif- reiðaúthlutunina með höndum. Mikíð veður var gert út af því í blöðum vinstri flokkanna, er málaferli gegn fjármálaráð- herra voru hafin. Mátti þó öllum meðalvitibomum nxönnum vera það Ijóst, að málaferlin voru hrein vitleysa, og alls enginn grundvöllur fyrir þeim. Ef slík málaferli væru réttlætanleg, hefðu þau átt að beinast gegn meiri hluti úthlutunarnefndar- innar, en ekki gegn því opinbera. Dómsniðurstaða sú, sem að of- an greinir, kemur því engum á óvart, en er i fullu samræmi við það, sem fyrirfram mátti gera ráð fyrir. Herferðin gegn fjármálaráðherra hófst einvörð- ungu vegna kosningabaráttunn- ar, og hefði hún ekki staðið fyr- ir dyrum, hefði úthlutunar- nefndin vafalaust hagað störf- um sínum á annan veg. Fjár- málaráðherrann hefir lítið lagt til þessara mála á opinberum vettvangi, þrátt fyrir allar árás- ir, sem hann liefir sætt. Bifreiða- úthlutunin er þess eðlis, að eng- an veginn er auðvelt að hafa hana svo með liöndum, að ekki megi um deila. Hér er um mats- atriði að ræða og annað ekki. Undirréttardómurinn sker hins- vegar réttilega úr því, að fjár- málaráðherra hefir farið að fullu að lögum, og er það aðal- atriðið, sem og hitt, að nú hefir bifreiðaeinkasalan verið afnum- in og orðið engum harmdauði. Hún hafði vissulega starfað of lengi. B- listinn vann stúd- entaráðskosninguna Kosningu í stúdentaráð Há.skól- ans s.l. laugardag lauk með al- gerum sigri B-listans — þ. e. „Vöku“, Félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, er hlaut 167 atkv. og 5 menn kjörna, en A-listinn, sameinaður listi kommúnista, framsóknarmanna og jafnaðar- manna, fékk 154 atkvæði og 4 menn kjöma. Þeir sem kosningu liafa hlotið eru, af B-lista: Jónas Rafnar stud. jur., Ásgeir Magnúss. stud. med., Kristján Eiriksson stud. jur., Sigurður Guðmundsson stud. theol. og Ásberg Sigurðs- son stud. jur. Af A-lista voru kosnir Kristján Þ. Eldjárn stud. mag., Skúli Thoroddsen stud. med., Benedikt Gunnarsson stud. polyt. og Helgi J. Hall- dórsson stud. mag. Kjörsókn var með allra mesta móti. \ Bilarnir aka of hratt og fótgangandi fólk hlýðir ekki umferíareglnm. Þetta verður að’lagast. Lögreglustjóri kallaði nýlega blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá því, að næstu daga yrði aukið lögreglulið við umferðar- bendingar á götum úti, og jafn- framt bað hann blaðamenn að brýna fyrir fólki, að það ætti að hlýða umferðarbendingum lögreglunnar, og þeir, sem gerðu það ekki, bæru ábyrgð á því sjálfir. Það er nú komið á þriðja ár síðan lögreglan fór að stjórna umferðinni á fjölförnustu gatnamótum í bænum. Enda þótt sú ráðstöfun hafi verið til mikilla bóta, vantar samt enn nokkuð á, að fólk hlýði um- ferðarreglum svo sem vera ber. • Það, sem fótgangandi fólki er nauðsynlegt að vita, er það, að þvi er þá aðeins leyfilegt að fara yfir götu, að lögregluþjónninn, sem umferðinni stjórnar, snúi að þvi annarri hvorri hliðinm. En snúi hann að því baki eða brjósti, er þvi óheimilt að fara yfir götuna. Þá er annað, sem ábótavant Lóð Hallgrfmskirkjo rýmd að nokkrn. Verður nú hafizt handa um að reisa kapelluna. Biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson, tilkynnti í gær, að bráðlega yrði hafizt handa um að reisa kapellu Hallgríms- kirkju (suðurvænginn). Var biskup staddur í gærmorgun, á- samt húsameistara ríkisins, próf. Guðjóni Samúelssyni, prestum og sóknamefnd, á lóð kirkjunnar á Skólavörðuholti, en þessir aðilar komu þar saman vegna hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Biskup kvað í ráði að koma upp kapellunni hið fyrsta, til jiess að bæta úr brýnustu þörf safnaðar og presta Hallgríms- sóknar, með þvi að reisa kapell- una, en meginbyggingin verður læist síðar, þegar efni og að- stæður leyfa. Vísir skýrði fyrstur frá þess- um áformum varðandi kapell- una fyrir nokkuru, samkvæmt viðtali við biskupinn, og nefnd- ist greinin „Kapella Hallgríms- kirkju mun brátt rísa af grunni“. í þessu stutta viðtali leiddi biskupinn styrk rök að því, hver nauðsyn væri að hrinda af stað nýju, voldugu á- taki, til j.y,ss að vinna fyrir kirkjumálið, og hverja þýðingu það mundi hafa fyrir trúarlega starfsemi, að kirkjan kæmist upp, og verða uppeldisáhrifum og bættum heimilisbrag til blessunar. Biskup hefir óskað j>ess get- ið, í viðtali við Visi, að Bonesteel hershöfðingi Bandaríkjahersins hér hefði brugðist mjög vel við umleitan sinni, um að rýma lóð kirkjunnar, vegna hinna fyr • irhuguðu framkvæmda, og hefir jiað þegar verið gert að noklc- uru. Islenzk kona kcmst úr fangabiiðnm Japana. T1 yT'ir skömmu barst mér * bréf frá frú Steinunni Jóhannsdóttur Hayes, dag- sett 30. ágúst s. 1. Hún var þá nýkomin til Bandaríkja frá Japan og dvaldi á lieim- ili sonar síns, sein er læknir, — eins og foreldrarnir, — í bænum Raleigh í fylkinu Norður-Carólínu. Þau Hayeshjónin liafa unnið að kristniboði og læknisstörf- um í Kína síðan um aldamót. Dr. Hayes hefir um langt skeið verið forstjóri stærðar sjúkra- húss í Kanton í Kina, og síð-m ófriður liófst milli Kinverja og Japana hefir verið rekin jiar björgunarstarfsemi í stórum stíl. Um 1200 allslausir Kinverj- ar fengu ókeypis máltíð einu sinni á dag í görðum sjúkra- hússins. Rauði Kross Banda- rikja og ýmsir kristniboðsvinir vestra lögðu féð til. Japanar létu þetta starf hlutlaust, unz ófriður hófst við Bandamenn. En þá létu þeir greipar sópa um allar eignir Ameríukmanna í Kanton og annarstaðar þar sem þeir náðu til. „Japanar tóku allt smátt og stórt, sem við hjónin áttum, þeir tóku jafnvel gamla trúlof- unarhringinn af hendinni á mér,“ skrifar frú Hayes. „Sum- arbústaðurinn okkar nálægt Hong Köng var brendur, og öll bankainnstæða okkar og kristniboðsins til hjálpar og líknar var tekin.“ — „Við hjónin urðum að yfirgefa heimili okkar í Kanton 11. apríl, vorum flutt á flutningaskipi japönsku til Shanghai. Þar vor- Um við í haldi hjá Japönum til 29. júní. Þann dag lögðum við af stað sjóleiðis til Austur- Afriku.“ Flutti japanska skipið ýmsa er í umferð bæjarins, og það er of hraður akstur bifreiða. Hefir lögreglan að undanförnu kært marga bifreiðastjóra fyrir of hraðan akstur, ekki hvað sízt meðan á loftárásarmerkjum stendur. Mun lögreglan halda því áfram á meðan nauðsyn krefur, en vill hinsvegar beina því til bifreiðarstjóra, að j>eir brjóti ekki sett ákvæði um öku- hraða innanbæjar. Bandaríkjaþegna til nýlendu Portúgalsmanna i Austur- Afriku og mætti þar skipi, er kom með japanska þegna vest- j an um haf. Urðu þar farþega- { skipti á skipunum. Þeir, sem j komu austan frá Ifina og Japan, ! liéldu suður um Afríku og vest- j ur um haf með ameríska skip- ; inu. Förin frá Kína til New York tók alls nærri 2 mánuði. „I vikunni sem leið komum : við til New York,“ skrifar frú Steinunn. „Eg veit ekki hvort J>ér getið ímyndað yður hvað ! Bandaríkin voru fögur og bros- j mild í augum vor langferða- manna. Vér reyndum að syngja ættjarðarsönginn, er skipið fór fram hjá „Frelsisstyttunni“ við höfnina 1 New York, en j>að | urðu grátstafir og jjakkartár er heilsuðu „Frelsisgyðjunni“. Það í var svo margs að minnast frá ! erfiðum dögum í aðþrengdu Kína og á valdi grimmlyndra ó- ; vina, — en nú komin heil heim { fyrir dásamlega handleiðslu j góðs Guðs. Við hjónin liöfum aldrei verið svo horfallin sem nú, og fór okkur J>ó mikið fram á skipinu. — Allt smátt og stórt, sem við höfðum eignast í 40 ár í Kína, er horfið, en við höldum heilsu, eigum hvort annað og óbreytta náð Guðs, — og þvi skyldum við þá kvarta? — Kristniboðshjón- in norsku (Westerborg), er voru hjá okkur um hríð Can- ton, fengu þá upphæð, er kristniboðsvinir á íslandi sendu þeim í fyrrahaust. Peningarnir komu til banka í Hong Kong, og voru lagðir þar í reikning okkar, og svo greiddum við Westerborg samsvarandi upp- hæð, er kom sér mjög vel fyrir j>au, alveg félaus. Við kvöddum þau síðast í Shanghai, og erum að vona að J>au hafi komist nokkru síðar með öðru skipi til Austur-Afríku. Þau voru örugg og ólcvíðan með einlægu trausti á Drottni, er við kvöddumst, — innilega þakklát ókendum ís- lenzkum vinum, er höfðu styrkt þau og myndu halda áfram að biðja fyrir þeim.“ Frú Steinunn Hayes getur þess enn fremur í bréfi sínu, að hún muni síðar skrifa nánar um „erfiðasta árið“ j>eirra i Kína. Sigurbjöm Á. Gíslason. Sorphreinsunarbílarnir nýju teknir til starfa. IT ísir hefir áður getið um nýja sorpbíla sem bærinn myndi » fá til sorphreinsunar í bænum, og verða mundu til mikils léttis fyrir þá sem að sorphreinsun ynnu. Nú er fyrsti bíllinn af þessari gerð kominn í umferð og hinir munu taka til starfa innan skamms. Vísir spurði Valgeir Björns- son bæjarverkfræðing um hina nýju bila, og sagði liann að j>eir myndu verða til mikils liægðar- auka og spara mjög vinnukraft við sorphreinsunina. Verða hér eftir færri menn í : hverjum. flokki, því nú þarf j ekki lengur að bera sorpið upp i bílana eins og áður var gert, lieldur er það mokað upp i skúffu og síðan fylla bílarnir sig sjálfir. Auk jjessa taka nýju bilarnir miklu meira en j>eir gömlu gerðu. Fyrsti bíllinn af liinni nýju i gerð var tekinn i notkun ný- I lega, en líklegt er að hinir bílarnir —- j>eir eru fjórir alls —- verði teknir í notkun með viku millibili. Yfirbyggingarnar á bílana voru fengnar frá Ameriku og kostuðu þær um 1300 dollara á hvern bíl, en j>ær eru settar sam- an liér. Er hver yfirbygging all- mikið bakn mð „sturtu“, skúffu o. fl. og vegur hún um \y2 tonn. Verður ekki annað sagt en hinir nýju bilar séu til mikilla bóta og hagræðis, fi'á j>ví sem verið hefir. Þá hefir Vísi spurt bæjarvei’k- fræðinginn um gatnagei’ð i bæn- um. Skýrði hann frá því, að ekki hefði verið hægt að vinna að öðru en að ræsum og lögnum í hinum nýju hverfum í sumar, óg að sumx’i færi gatnagerð í bænum mjög eftir framkvæmd- um í hitaveitunni. Verður þá að grafa allar götur sundur,\ og \ verður ómögulegt að segja að ; svo stöddu um hvað hægt er að gera af nýjum framkvæmdum á þessu sviði. Kvöldvaka Blaða- mannafélagsins Blaðamannafélag íslands hélt aðra kvöldvöku sína á þessum vetri í Oddfellowhús- inu á föstudagskvöld. Bar öllum sanian um, sem hlýddu á kvöldvökuna, að hún liefði borið af öðrum skemmt- unurn sem haldnar hafa verið i Reykjavík í langan tíma. Má segja að þar hafi hver skemmti- krafturinn verið öðrum betri. og þó illa hægt að gei’a upp á milli jæirra. Valtýr Stefjánsson ritstjóri stýrði kvöldvökunni og fórst það með ágætum úr hendi. Fyrsti liður kvöldvökunnar var það, að Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis las upp stórlygasögur og vöktu j>ær mikinn hlátur meðal áheyrenda enda var framsögnin öll með afbrigðum góð. Jón Sen, sem er einn efni- legasti nemandi Tónlistarskól- ans, lék nokkur lög á fiðlu. Var leikur hans fágaður og furðu- lega góður af jafn ungum manni. Frú Soffia Guðlaugsdóttir las nokkúr kvæði af dæmafám snilld, en þvi næst söng ungfrú Anna Þórhallsdótir nokkur lög. Verður ekki annað sagt en að sönglistarmenning Reykvíkinga hafi beðið tjón af því, hversu sjaldan ungfrú Anna hefur lát- ið til sín heyra. Er þar um mjög athyglisverða söngkonu að ræða. Kristján Guðlaugsson ritstjóri flutti stutt en snjallt erindi um daginn og veginn. Enda j>ótt erindið væri þrungið djúpri al- vöru, var það j)ó fyllt svo mik- illi gamansemi og léttri kýmni, Starfsemi félagsins hefit í dasr- Mánudaga og fimmtudaga: Kl. 2—3 frúaflokkur. — 6—7 Old Boys — 7—8 Telpnaflokkur (yfir 13 ára) - 8—9 kvenflokkur — 9—10 karlaflokkur. Þriðjudaga og föstudaga: Kl. 7—8 Badminton — 8—9 Drengjaflokkur (yfir 13 ára) — 9—10 Handknattleikur. Miðvikudaga: Kl. 8—9 Úti-íþróttir. — 9—10 Ifandknattleikur. . Laugardaga: Kl. 6-—7 Badminton — 7—8 Handknattleikur — 8—9 Badrtiinton. Skrifstofa félagsins er op- in næstu kvöld kl. 6—9. Sími 4387. Þátttakendur í hand- knattleik komi til viðtals í kvöld. Komið á fyrstu æfing- una. Nýir félagar láti innrita sig stx-ax. Sundmenn tali við Jónas Halldórsson í Sund- höllinni. — STJÓRNIN. Karlmanna- fötin eru komin. KLÆÐAVERZL. H. ANDERSEN & SÖN. Aðalstræti 16. ior \ ý lifur og svið Kjötbúðin Verkamannabústöðunum og Hofsvallagötu 16. Amerískt veggfóður að áheyrendur höfðu hina mestu skemmtun af. Lokaþáttur dagskrárinnar á úndan dansinum var tvísöng- úr hjá hinum góðkunnu söngv- urum Ágústi Bjarnasyni og Jakob Hafstein sem hafa ekki aðeins mjög fallegar raddir, lieldur er jafnframt nautn að sjá þá á sviði. Þeir gera meira en að syngja lögin, j>eir leika j>au líka. Jafnframt því, að syngja tvísöng, söng hver þeirra fyr- ir sig nokkur einsöngslög. Loks var dansað til kl. hálf tvö. Hvert einasta sæti i húsinu var fullskipað, og komust miklu færri að en vildu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.