Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1942, Blaðsíða 3
VISIR FYRIRLIGGJANDI Dagkream — Skinfood — Cleansing- ?ream — Púður — Varalitur — Nagfla- lakk — Sólarolía — Brillantine — Skintonic — Talcum og- Shanvpoo. — Þessar áftætu snyrtivörur eru nú aftur til í fjjölhreyttu úrvali. Heildverzlun Árna Jónssonar, Hafnarstræti 5 — Síxni 5805. Höfui opnað. jPottablóm — Afskorin blóm Kransar — Keramik. Blómabúðin GARÐTJR Gar&astræti 2, sími 1899. Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ákveðið eftirfarandi, hámarksverð á branðnm: Rúgbranð öseydd 1500 gr. kr. 1.50 Rúgbrauð seydd 1500 — 1.55 Normalbrauð 1250 — — 1.50 Franskbrauð 500 — — 1.10 Heilhveitibrauð 500 — — 1.10 Súrbrauð 500 — — 0.85 Wienarbrauð pr. stk. — 0.35 Kringlur pr. kg. — 2.50 Tvíbökur pr. kg. — 6.00 Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd <en að of- an greinír, skal verðið vera hlutfallslegt. Á þeim stöðum, þar sem ekki eru brauðsöluhús starf- andi, má verðið vera heim mun hærra sem nenaui' f lutn- ingskostnaði á brauðunum. Reykíavík, 31. október 1942. DÖMNEFND í YERÐLAGSMÁLUM. 1912. '2l. nóvember. 1942. heldur hátíðlegt 30 ára afmæli skátahreyfingarinnar á íslandi í Oddfellotvhúsinu í kvöld, 2. nóv. Skemmtemin hefst með sameiginlegri kaffidrykkju klukkan 9 síðdegis. SKEMMTIATRIÐI: 1. ÁvaiT>: Skátahöfðingi íslamds, dr. Helgi Tómasson. 2. Píanósóló: Einar Markússon. 3. Gamanvkur: Kristján Guðlaugsson. 4. Einsöngiir: Guðmundur Jónsson. 5. Dans. Skátar: Stúlknr, piltar, R. S., eldri sem yngri, f jöl- mennið. — Skátar utan af landi, sem staddir eru i Rvik eru velkomnir. 1 / Æskilegt að allir, sem eiga skátabúning mæti í honum. ATH.: Húsinu verður lokáð stundvíslega kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir í Oddfellow á mánudag klukkan 5—7. in lanaveg 35 Loökápur koma í búðina þessa dagana. Einnig mikið úrval af tJlsterum og kápum. Nýkomin falleg undirföt. 'Kventöskur, ódýrar. SIGÚRÐUR GUÐMUNDSSON — Síxni 4278. . I \ýti ftslandskort; mælikvarði 1:750.000, er komið út. — Verð kr. 5.40. — Aðalútsalan i Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar. TESS Thomas Hardy: Tess af D’Urbervilleættinni. — Snæbjörn Jónsson þýddi. Tvö bindi, með myndum. ísafoldarprentsmiðja h.f. — Reykjavík 1912. Það ber sjaldan við að stór- menni í ríki andans bljóti ó- skoraða viðurkenningu samtið- ar sinnar. Það bíður venjulegast seinni tímans. Þetta hluiskipti lilaut þó enski rithöfundurinn Thomas Hardy. En það var að- eins fyrir þá sök, að hann náði óvenjulega háum aldri — liafði nálega átta um áitrætt er hann lézt. Þá hafði hann hin siðustu árin verið dáður um allan heim, og í heilan áratug verlð sa dýr- lingur þjóðar sinnar, að liún kepptist um sfð sýna homrm ást sína og virðingu umfram önnur stórmenni sin. Frægur maður haf ði hann að vísu veriS f rá því að hann var innSn við fertugt, en þó ætíð umdeildur, jafnvel svo, að vinir og óvinir skiptust í tvo harðsnúna andstöðuflokka. En að lokum voru ekki eftir nema dáendur, og þó hefir veg- ur hans enn hækkað þau fimmt- án ár sem liðin eru frá dauða hans. Aldarafmæli hans, 2. júní 1940, var hátíðlegt haldið um allan hinn engilsaxneska heim, og raunar víðar, þrátt fyrir það ástand, sem þá rikíi. Þannig var þess veglega minnst af rikisút- varpinu íslenzka, þar sem Vil- hjálmur Þ.Gislason flutti slcöru- legt erindi um liann og las nokkra kafla úr þýðingu þeirri á Tess, sem nú er komin fyrir almenningssjónir. Að því slepptu hefir Tliomas Hardy verið lítið kunnur öllum þorra Islendinga, allt fram á þenna dag. Að vísu þýddu þeir Einar H. Kvaran og dr. Guð- mundur Finnbogason sína smá- söguna hvor, og Guðmundur auk þess íyrsta kapitulann í The Return öf the Native; en það er af öllum viðurkenrit, að þótt smásögur Hardy’s séu snjallar, þá er þó svið þeirra ætið of þröngt til þess að hann nái þar sínu eiginlega vængja- taki, og upphafið á Return sýn- ir það eitt, live fráhærar nátt- úrulýsingar hans eru. Því má í rauninni segja, að með Tess haldi hann nú innreið sína í ís- lenzkar bókmenntír. Er þar vel af stað farið, því að Tess er frægust sagna hans og útgáfan vönduð. Þannig eru í bókinni á milli fjörutíu og fimmtiu myridir, allar á sérstökum blöð- um. Meginþorri þeirra er af sögustöðunum, og aftan við síð- ara bindið er uppdráttur, sem sýnir þá alla. Flestar eru mynd- irnar eftir Hermann Lea, þann er frægur hefir orðið fyrir myndir sínar af sögustöðum Hardy’s og sígildri bók um þá. Nokkrar þessara mynda hafa aldrei birzt fyr, og svo er um eina mynd af Hardy sjúlfum — liklega einu myndina af hon- um, sem fyrst birtist utan Eng- lands. Sú mynd er hin fróðleg- asta, og sýnir m. a. það, sem hyergi er minnst á í hinni löngu og fróðlegu inngangsritgerð um hann, að hann var maður lítill vexti. Myndin af Tess (hinni frægu Gertrude Bugler) framan við síðara bindið hefir og aldrei áður hirzt, en að henni munu flestir telja bókarprýði. Það er annars þakklætisvert, að hinir fremstu höfundar er- lendir séu innleiddir á íslandi með þeim myndarskap, sem hér er geijt, og vonandi að fordæmið beri nokkurn árangur i kom- andi tíð. Og gott er það kaup- endunum, að bókin skuli eigi að siður vera ódýr í samanburði við aðrar. En tíl þess munu einkum liggja þau rök, að helm- ingur hennar var prentaður á öndverðu ári 19Í0 (Inin átti þá að koma út á aldarafmæli höf- undarins), en prentun á hinu lokið snemma á þessiy ári. Þá var gildi krónunnar ánnað en núna. Þéss her að geta lofsamlega hve gi-eiuilega þýðandinn hefir sagt skil á höfundinum. i for- spjalli þvi, er hanh hefir ritað fyrir þýðingunni. Svo á að gera rim þá höfunda, er niáli skiptir um, en það hefir löngum um of verið vanrækt. Lesendum er og bent á góð rit erlend um hann. Um þýðinguna er óhætt að full- yrða, að hún er vandaðri en al- mennt gerist, og um islenzkuna er það ærin trygging, að síra Þorvaldur Jakobsson hefir yfir- farið hana. Um sjálfa söguna er varla á- stæða til að fara hér mörgum orðum. Þeir, sem lesa hana, þurfa þess ekki, að svo sé gert, og hinum er það til lítils gagns. En um söguhetjuna skulu hér tekin upp nokkur orð úr for- spjalli þýðandans: „Tess gekk þyrnibraut gegn- um lífíð, og sjálf er hún ekki fullkomin eða án ágalla. A það vantar míkið. En þegar hún rís upp af blóðstallinum í stærsta og líldega elzta goðahofi Norð- urálfunnar og segir með ró- semd: „Eg er tilbúin“ — berg- málar orðin, sem i nitján aldir höfðu ómað frá krossinum á Golgata — þá sjáum við í síð- asla sinni þá konu, að engin er hreinni i öllum bókmenntum heimsins, engin göfugri, og eng- in þess verðugri, að hljóta góðs manná ást og trúnað. Við sjáum ekkert fram í tím- ann; svo er fyrir að þakka. En við getum hugsað langt fram í hann. Þó ekki svo langt að góðir menn, karlar og konur, hætti að élska Tess Durbeyfield og lúta lienni. Meðan manneðlið er ekki gerbreytt frá því sem við þekkj- um það, lifir imynd hennar dýr- leg í hugum mannanna. Tess hefir erft hið eilifa lífið.“ Þegar Einar H. Kvaran ritaði um þýðingu Snæbjarnar Jóns- sonar á Skipum sem mætast á nóttu, lauk liann máli sinu á þessa leið: „Bókin er prýðilega þýdd, og þess væri óskandi að henni yrði svo vel tekið, að þýðandinn sjái sér fært að auðga oss að fleiri snildarrítum Englendinga.“ Hér er nú loks komið annað, réttum tíu árum siðar. P. S. S. Bæjar fréttír Aðalfundur K.R. \ var haldinn nýlega. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Er- lendur Pétursson var endurkosinn forma'Öur félagsins, í einu hljóÖi, en auk hans áttu að ganga úr stjórn- inni þeir Ólafur Þ. Guðmundsson bifreiðarstjóri, Baldur Jónsson verzlunarstjóri, Haraldur Matthías- son skrifari og Björgvin Schram verzlunarmaður. Björgvin neitaði að taka við endurkosningu, en hinir voru allir endurkosnir, og Þorsteinn Einarsson í stað Björgvins. Var Björgvin sérstaklega þakkað fyrir hans ágætu störf í stjórninni. Starf- semi félagsins hefur verið mikil s.l. ár og fjárhagur félagsins er nú ágætur. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Jakobi Jónssyni ung- frú Sigríður Þorgeirsdóttir og Baldur Eyþórsson prentari. Heimili ungu hjónanna er á Öldugötu 25A. S.I. sunnudag voru gefin saman í hjónaband Sigriður Einarsdóttir (Hermannsspnar yfirprentaía) og Gunnar Steindórsson (Bjömssonar frá Gröf). Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af síra Sigurbimi Einarssyni, Guðrún Árnadóttir npddk. og Eyj- ólfur Einarsson vélstjóri. Heimili ungu hjónanna er í Miðtúni 17. Börn óskast til að bera blaðið til kaupenda um Langarnesveg: ogr Klcpp^liolt Dagblaðið VÍSfll Sími 1660 fpá rlkisstjórninni. Brezká s jóliðið telur nauífeynlegt að banna, skipum að leggjast fyrir akkeHim á neðan- Sreindu svæði á ytri höfninni í Reykjavík (sbr. 3. gr. sislingareglna fyrir Reykjavíkurhöfn sem birtar eru í 1. töluhlaði Lövbirtingablaðs- insl942). Svæði þetta takmarkast að noraan og sunnan af tveim línum, senv hugsast dréíínar frá vit- anum á Faxagarði i 053° og 080° stefnur gegn-: um grænu og rauðu innsiglingavitana á hafn- argörðunum, en að austan af eysiri takmörk- um livíta ljóssins í Vatnsgeymisvitanum. Atvinnu- og samgöngumálaráðumeytið, 31. október 1942. ____________ ■__________ Hýkomið Brocade-flauel í svuntur, Herrasiilki, Lasting- ur, Skinnhanzkar fóðraðir, Nærfföt, Smellur, Tölur og fleira. DYNGJfi, Laugaveg 25 þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni. Höfimdurinn hefir sjálfur ritað formála og eru ein- tökin öll tölusett (175 alls) árituð af honum og þýð- anda. — Otgefandi er Rithöfundafélag íslands og rennur ágóðinn af sölunni til Noregssöfnunarinnar. f Bókina má panta í Víkingsprent, Gaiðastræti 17. Sími 2864. Jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR MÖLLER, fer fram frá dómkirkjunni, þriðjudaginn 3. þ. m., og hefst með húskveðju frá heimili hennar, Hólatorgi 2, kl. 2 e. h. Lúðvík Möller. Jakoib Möller. Konan mín, Ólafía Gudmundsdóttip Laufásveg 48 andaðist í Farsóttarhúsinu laugardaginn 31. október 1942. Jarðarförin ákveðin siðar. Jón Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.