Vísir - 03.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir - 03.11.1942, Blaðsíða 2
V ISIR VÍSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóraf: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstrwti). I Símar: 1 6 60 (fimm línur). Ve.rð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 25 aurar. Féjagsprentsmiðjan h.f. Stjórnarskipti. Ð íkisstjórnin tilkynnti rikis- stjóra i dag, að hón mundi liiðjast lausnar strax fyrstu daga þingsins, með þvi að raunverU- lega er íilutverki hennar lokið, þótt hún gegni störfum þar til þing kemur saman. Er stjórnin tók við vÖldum lýst'i forsætis- ráðherra yfir því, að stjómin mundi ekki taka upp fram- kvæmd ágreiningsmála, heldur afgreiða þau ein mál, sem brýn nauðsyn krefði og svo kjör- dæmattlálið, sem endanlega er til lykta leitt og Alþingi kosið samkvæmt hinum nýju lögum. Ýms mál biða jnú úrlausnar þingsins og verður þá fyrst á vegi dýrtíðarmálin og ráðstafan- ir,- sem gera þarf til þess að stöðva verðbólguna, og helzt vinna hug á henni, hvernig sem til tekst. í rauninni má segja að tilgangsláust sé fyrir þingið að sinna þessum málum, nema því aðeins að þjóðin skilji þá nauð' syn að unninn sé bugur á því böli, sem af verðbólgunni staf- ar, en ætla má að ríkari skiln- ingur sé nú í því efni en áður var, enda sumar afleiðingarnar þegar farnar að koma í Ijós, þótt enn verði mair. Auðsætt er hitt, að þingið verður nú sem fyr að hafa forystu á hendi og ætti það að vera melnaðarmál allra flokka, að sú forysta takist vel. * Almenningur hefir gert sér ljóst, að það er honum enginn hagur að fá hátt kaup í krónutali, þeg- ar verðbólgan eykst að sama skapi, en þetta hlýtur að leiða til stöðvunar og algers hruns atvinnuveganna, nema því að- eins, að á verði stemmd að ósi. Atvinnuleysi og eymd er fram- undan, ef svo heldur fram, og þótt nú virðist ýmsir baða í rós- um verður sá gróði stopull og lítt varanlegur, — og það sem enn verra er, — sparifé lands- manna, sem aflað hefir verið á erfiðum árum, er að verða að engu. Þjóðin er að verða fátæk á því að græða, — þótt mót- sagnakennt virðist. Alþingi hefir miklu betri að- stöðu en það hefir nokkuru sinni áður haft til að setja hyggilega löggjöf varðandi dýrtiðarmálin og Játa henni verða framfylgt af fullum þrótti. Kosningar eru um garð gengnar og fjögra ára seta framundan. Skilningur fólks á nauðsyninni er miklu meiri en áður var, og enginn mun skorast undan skyldum sín- um, ef öllum er gert jafnt undir höfði. Þótt stjórnmálaflokkarn- ir hafi ekki staðizt freistingam- ar vegna kosninga þeirra, sem um garð eru gengnar, munu þeir nú allir hafa skilning á þörfmni, og hafa bæði Alþýðu- flokkurinn og Socialistaflokk- urinn lagt á það rika áherzlu að undanförnu, að hafizt yrði handa um að stöðva verðbólg- una. Er ekki ástæða til að ætla að óreyndu, að þessir flokkar muni láta sitja við orðin tóm, eða velji þann kostinn að setja einhver þau skilyrði fyrir sam- vinnu sinni, sem algerlega kunna að reynast óviðunandi og ' óaðgengileg fyrir aðra flokka. Verði það ofan á, er hætt við að erfitt muni reynast að hafa hem- Líkan af verksmiðjubyggingunni. VÉIsmiájan Hédinn reisir stórbyggingn i Vestnr- bænnm. Tuttugu ára starfsaímæli. Vélsmiðjan Héðinn, sem nú hefir starfað í tuttugu ár, er að koma sér upp stórbyggingu í Vesturbænum fyrir framtíðar- starfsemi sína. Og nú, er félagið er nýbúið að starfa í 20 ár (1. nóv.) er þessi bygging svo vel á veg komin, að starfsemin verð- ur sennilega flutt þangað að mestu um áramótin næstu. Bygg- ing þessi stendur þar sem Seljavegur sameinast Mýrargötu. Hún er 80 metrar á lengd og liggur meðfram götubrún. il á verðbó'Igunni, enda j>arf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð. Baráttan gegn verð- bólgunni á að vera sameiginlegt áhugamál allra flokka þingsins, alveg án tillits til j>ess, livaða flokkar ganga til stjórnarsamr vinnu, en um það verður engu spáð að svo komnu máli. Sagt er að ýmsir menn innan Fram- sóknar rói nú að því öllum ár- um að koma á fót „vinstri sam- vinnu“. Mun ekkert vera endan- lega ákveðið í þvi efni, og ekki þess að vænta fyr en flokks- þingin hafa verið haldin, en bæði Alþýðuflokkurinn og Soc- ialistaflokkurinn hafa boðað til slíkra funda nú um miðjan mánuðinn. í verzlunarskýrslum fyrir áv- ið 1940, sem nýlega eru komn- ar út, er ýmiskonar fróðleikur er viðkemur verzzlun og verzl- unarsögu. Þar er t. d. getið um tölu verzlana í landinu frá alda- mótum og til 1940, að því ári meðtöldu. * Heildsalar þekkjast liér ekki fyrr en á árabilinu 1911—1915, og þá er tala þeirra 16 (meðal- tal yfir þetta árabil). Svo fer þeim ört fjölgandi, og árið 1940 eru þeir orðnir 102 að tölu. Einna örust verður fjölgunin 1940, því þá fjölgar þeim úr 77 frá árinu áður og i 102. Meðaltal af kauptúnaverzl- unum er á árabilinu 1901—05 273, en árið 1940 eru þær orðn- ar 1019. En athyglisvert er það, að sveitaverzlunum fjölgar svo að segja ekki neitt frá aldgmót- um og til þessa tíma. Á tímabil- inu 1901—05 er meðaltal þeirra 27, en árið 1940 eru þær ekki nema 31 talsins. Frá því á fyrstu árunum eftir aldamót og til 1940 hefir verzl- unum á landinu alls fjölgað úr 300 upp í 1152. Bátur ferst með 3 mönnum út af Fáskrúðsfirði. Trillubátur frá Fáskrúðsfirði fórst um helgina með þremur mönnum á. Voru tveir þeirra kvæntir og láta eftir sig 9 börn. Bátur þessi fór í róður snemma að morgni s.l laugar- dag, en hefir eldd komið fram siðan; hinsvegar hefir fundizt brak úr honum, svo að ekki þarf að draga afdrif bátsins neitt í efa. Á laugardag sáu og heyrðu menn af öðrum bátum, sem voru i róðri, sprengingu mikla á þeim slóðum, sem bátsins var að vænta, ennfremur sáu þeir vatnsstrók mikinn stíga þar frá hafi, og töldu vist, að þar mundi tundurdufl hafa sprungið. Þykir mönnum sennilegt, að báturinn muni hafa lent i þeirri spreng- ingu og brotnað í spón. Bátur frá Vattarnesi, sem leit- aði að bátnum á sunnudaginn, fann brak úr honum. Formaðurinn á bátnum liét Magnús Jónsson og lætur hann eftir sig ekkju og fimm börn. Hásetar voru Jón Jónsson Austmann, bróðir Magnúsar, ó- kvæntur, og Lúðvík Sigurjóns- son, kvæntur og átti fjögur börn. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Margrét Jónasdóttir, Laugaveg 91A, og Þorsteinn GuS- mundsson, prentnemi, Lindargötu 27. Vélsmiðjan Héðinn liefir til þessa haft aðalbækistöð sjna í Miðbænum, en þar er fyrir löngu orðið of þröngt um hana, og hefir orðið að dreifa henni, koma upp birgðageymslu ann- arstaðar og verksmiðju. Eru þar framleidd kæliáhökl í fyrsti- hús, en Héðihn hefir tekið að sér að koma upp mörgum frystihúsum, og smíðar vél- smiðjan sjálf flestar vélar, sem í þeim eru notuð. Það voru þeir Bjarni Þor- steinsson vélfræðingur og Markús Ivarsson vélstjóri, sem stofnuðu Héðin. Keyptu þeir járnsmiðju Bjarnhéðins heitins Jónssonar við Aðalstræti og hef- ir aðalslarfsemin jafnan verið þar, unz breyting verður á, þeg- ar hin nýja bygging er fullgerð. Nordahl Grieg íertugur. í fyrradag varð norska skáld- ið Nordahl Grieg fertugur. I til- efni af því hefir Rithöfundafé- lag íslands ráðizt í utgáfu á nokkrum úrvalskvæðum Griegs í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar. Eintökin verða 175 alls, öll tölusett og með eiginhandarárit- un Griegs sjálfs. Verður hvert eintak selt á 100 krónur og renn- ur ágóðinn til Noregssöfnunar- innar. Bókin ber nafnið „Ætt- mold og ástjörð“. Nordahl Grieg er í röð fremstu skálda Norðmanna. Er langt siðan hann varð kunnur íslenzk- um lesendum, ekki hvað sízt í gegnum ljóðaþýðingar Magnús- ar Ásgeirssonar. Vísir óskar Grieg til hamingju með afmælið. Fréttir frá í. S. í. U.M.F. Stöðvarfjarðar hefir nýlega gengið í Í.S.t. Félagatala er 76, form. Guðmundur Björns- son. Stjórn Í.S.t. hefir nýlega stað- fest met í stangarstökki, 3,48 m., sett af lÓlafi Erlendssyni, Knatt- spyrnufélagi Vestmannaeyja, 27. sept. 1942. Nýlega hafa þessir menn gerzt æfifélagar í Í.S.t.: Stefán A. Páls- son forstjóri, Rvik, Finnbogi R. Þorvaldsson verkfræðingur, Rvík, Ólafur H. Ólafsson heild- sali, Rvik. Eru þá æfifélagar í. S.í. orðnir 147. Sendikennari Í.S.Í. hefir ný- lega lokið námskeiðum í knatt- spymu og handknattleik í Homafirði, Norðfirði og Stöðv- arfirði. Þátttaka alls 163. Héðinn hefir lengi verið eitt af stórfyrirtækjum hæjarins og vinna að jafnaði á hans vegum upp undir 150 manns. Tiðindamaður Vísis hefir átt stutt viðtal við Halldór Pálsson ráðunaut, sem er nýkominn heim úr ferðalagi um Eyja- fjarðar-, þkagafjarðar-, Ilúna- vatns-, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Halldór mætti fyrir hönd Búnaðarfélagsins á hrútasýn- ingum ií jæssum sýslum, og flutti erindi. Halldór kvað tíðarfar í öllum þessum sýslum hafa verið mjög erfitt frá því um réttaleytið og jafnverst í Eyjafirði. Hefir tið- ast verið norðanátt, snjókoma eða slydda, og orðið að hýsa fé. Erfiðleikar bænda af völdum haustveðráttunnar, mannfæðar o. fl. eru mjög miklir. Til dæm- is hefir viða ekki verið unnt að ljúka við að taka upp úr görð- um. — Vegna mannfæðar hefir verið um að ræða mikla erfið- leika á því er slátrun snertir. Viða hefir slátrun verið með meira móti, en geymslupláss á frystihúsum takmarkað og það einnig átt sinn þátt i, að seint hefir gengið, og fé, sem ætlað er til slátrunar, hefir lagt af, og bændur hlotið tjón af. Sjíkrasamlagsiígjöldin hækka npp í 8 krónur á mánnði. | Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefir nú birt auglýsingar í blöð- um og útvarpi þess efnis, að „fyrst um sinn þar til öðru vísi verði ákveðið verði samlagsið- gjöld fyrir nóvembermánuð innheimt með 8 kr. fyrir hvert samlagsnúmer.“ Eins og auglýsingarnar bera með sér, er hér um bráðabirgða- ákvörðun að ræða. Stjórn Sjúkrasamlagsins samþykkti fyrir nokkuru tillögu, ]>ess efnis, að iðgjöldin þyrftu að vera 10 kr„ en stjórnin treysti sér ekki að leggja til, að þau hækkuðu nema upp í 8 kr„ en kvaðst treysta því, að samlaginu yrði bætt það upp, sem ,á vantaði með auknum opinberum styrkjum. — Ríkisstjórnin mun ekki hafa tekið ákvörðun sína í þessu máli, og sennilegt er, að það komi til þingsins kasta. Carl Fr. Proppé kaupm. andaðist í nótt í Landakots- spítala eftir langa vanheilsu tæpra 66 ára að aldri. Æviatriða þessa kunna kaup- sýslumanns verður nánar getið síðar. Það sem Tímamönn- um gleymist. Blöð og andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins liafa að undan- förnu — eða nú eftir kosning- arnar — talið það furðulegt, að hlöð sjálfstæðismanna láti í Ijós ánægju vfir kosningaúr- slitunum. Það þarf nú ekki að fara í neinar grafgötur um, að ef einhver andstæðingaflokk- ur sjálfstæðismanna hefði, að afstöðnum kosningum, komizt í þá aðstöðu að verða fjöl- mennasti flokkur þingsins, he'fði það verið túlkaður sem mikill sigur þess sama flokks í kosningunum. Þetta sér hver heilvita blaðalesandi, og hvað sem t. d. Tíminn segir til þess að hyhna yfir það, að sjálf- stæðismenn unnu aftur Snæ- fellsnessýslu, og að Bergi Jóns- syni tókst heldur ekki það sem Steingrími Steinþórssyni átti að takast, en mistókst, að koma í veg fyrir, að Gísli Jónsson yrði þingmaður Barðstrend- inga, mun tæplega nokkur Tímalesandi svo grunnhygg- inn, að hann sjái ekki, að í glímunum i þessum kjördæm- um fengu framsóknarmenn- irnir slæmar byltur. Að sjálfsögðu er réttast, er kosningar hafa farið fram, að samanburður sé gerður á úr- slitum við kosningarnar næstu á undan, en það er alls ekki úr vegi, að úrslit séu einnig borin saman við kosningaúrslit fyrrum. Andstæðingar sjálf- stæðismanna hafa gripið það sem hálmstrá, að bera úrslitin í haust saman við úrslitin í kosningunum 1937, til þess að reyna að telja mönnum trú um rýrnandi fylgi flokksins með þjóðinni. Það er nú hætt við, að blöðum andstæðinganna verði að þessu skammgóður vermir, því að þótt meira fylgi flokksins hafi komið fram 1937 en siðar, er flokkurinn vaxandi og skilyrðin til þess að aftur komi frain það fylgi, sem hann á hjá þjóðinni, eru áreiðanlega batnandi. Þessi skilyrði eru batnandi fyrst og fremst vegna þess, að nú er við að búa réttlátari kosningalöggjöf, og þar sem flokkurinn hefir fengið að- stöðu til þess að vera forystu- flokkur á Alþingi mun áhrifa hans nú gæta meira. Síðast en ekki sízt: Það, sem Tímamönnum gleymist, þegar þeir bera sam- an kosningaúrslitin 1937 og i haust, er það, að samvinna sú við Framsóknarflokkinn, sem ekki hefir verið hjá komizt, á liðnum árum, hefir verið óvin- sæl hjá mörgum, og það á vafa- laust sinn þátt i, að flokkur- inn hefir ekki náð fram öllu því fylgi, sem hann á, og kem- ur hér og að vísu fleira til greina. Flokkur eða flokkar í ábyrgðarlausri stjórnarand- stöðu — á erfiðleika og háska- tímum — standa bezt að vígi til þess að afla sér fylgisaukn- ingar. Sú er reyndin — og felst, í henni heldur döpur lýsing á þroska margra kjósenda.. En með vaxandi þroska og ábyrgð- artilfinningu kjósenda mun Sjálfstæðisflokknum auðnast að ná meirihluta á Alþingi. S. 1-2 málarasveinar óskast strax. Fritz Bemdsen. Sími 2048. Grettisgötu 42. Gjaldkeri Frjálslynda safnaðarins biður safnaðarfólk, sem á ó- greidd þessa árs safnaðar- gjöld að greiða þau sem allra fyrst. — Er heima kl. 6—7 e. m. Sólm. Einarsson. Vitastíg 10. Stúlka óskast á veitingastofu. Uppl. á Klapparstíg 42. — Ungmennafélag Reykjavíkui* heldur skemmtifund Amt- mannsstíg 4 fimmtud. 5. nóv. kl. 9 e. li. Félagar vitji að- göngumiða i Ingólfsstræti 16 á morgun, miðvikudag. Fé- lagsskírteini afhent á sama stað. — Skemmtinefndin. Karlmaonlðt á kr. 225.00, 265.00, 295.00 og 385.00. — Verzl. Valhöll Lokastíg 8. Stnlka óskast til heimilisstarfa. — Úppl. á Laufásveg 46, niðri. Simi 5576. — Vng §tnlka óskar eftir atvinnu. Herbergi áskilið. Tilboð, merkt: ,Át- vinna“ sendist í pósthólf 611. 8S. i>n‘^ro „Ottó“ hleður n. k. fimmtudag til Flateyrar, Súgandafjarðar og Bolungarvíkur. Vörumóttaka fyrir hádegi sama dag. Bifreiðarslys. 1 gær varð 5 ára gömul telpa fyrir bifreið, með þeim hætti, að telpan missti hattinn af höfði sér á gatnamótum Njarðargötu og Freyjugötu, hljóp á eftir hattinum, en lenti fyrir bifreiðinni, þannig að hún rakst á annað afturhjól hennar og féll í götuna. Missti hún meðvitund og var flutt á spítala til athugunar. Töldu læknar hana ekki vera í yfirvofandi hættu. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.