Vísir - 28.11.1942, Blaðsíða 2
VlSIR
VISIR
DAGBLAÐ
títgefandi:
BLAÐAtÍTGÁFAN VÍSiR HJ.
Ritetjórar: Kristján Guðlangsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
AfgTeiðsIa Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrwti).
Símar: 16 6 0 (fimm Hnur).
Verð kr. 4,00 á mánuðL
Lausasala 25 aurar.
Félagsprentsipiðjan h.f.
Hringurinn*
ÞJÓÐVILJINN ræðst hat-
ramlega á kvenfélagið
Hringinn í leiðara sínum í gær,
og ber forstöðukonum félagsins
á brýn margskonar sakir, í sam-
bandi við skemmtun, sem út-
lendir menn ætluðu að lialda
fyrir bæjarbúa, til fjársöfnunar
fyrir bamasjúkrahús, sem fé-
lagið hefir ákveðið að reisa.
Skal ekki frekar út í ummæli
blaðsins farið, en vissulega eru
þau í allan máta ómakleg og til
vansæmdar þeim, er farið hafa
höndum um.
Félagið Hringurinn er gam-
alt og vinsælt félag, sem hér
hefir starfað lengst af undir
stjórn frú Kristínar Jacobson,
alþekktrar gæðakonu, sem ekki
má vamm sitt vita í einu né
neinu. E>egar af þessari ástæðu
virðist það fjarri lagi að ráðast
liatramlega gegn félaginu og
starfsemi þess, að algerlega ó-
athuguðu máli. Hringurinn hef-
ir frá upphafi unnið að marg-
víslegri líknarstarfsemi, og hef-
ir m. a. átt ríkan þátt í að hér
var byggt myndarlegt berkla-
hæli, og hafin baiátta gegn
jjeirri skæðu veiki. Vann Guð-
mundur landlæknir Björnsson
framan af á vegum félagsins að
þessum málum, og er óhætt að
fullyrða að hann hafi notið hins
bezta stuðnings í starfi sinu frá
hendi þeirra áhugasömu
kvenna, sem í félaginu störf-
uðu. Eftir að berklahæli hafði
verið reist, beitti félagið sér
enn fyrir því að komið var upp
hressingarhæli fyrir berkla-
sjúklinga í Kópavogi, — safnaði
upp á eigin spýtur fé til þess og
rak hælið um margra ára skeið.
t byrjun ófriðarins þurfti ríkið
á hæli þessu að halda fyrir aðra
sjúklinga, og sýndi Hringurinn
þá af sér slíka rausn, að hann
gaf rikinu hælið með öllu, sem i
því var af innanstokksmunuin,
matvælum o. fl., og mun sú
gjöf hafa verið að verðmæti um
kr. 150,000,00 miðað við verð-
lag fyrir stríð.
Þegar hér var komið sögu á-
kvað Hringurinn að beita sér
fyrir byggingu baniaspitala hér
í bænum, og munu allir Reyk-
víkingar sammála um, að slik
framkvæmd sé æskileg i alla
staði enda bænum og Iandinu
blátt áfram nauðsynleg. Hefir
þegar nokkuð áunnizt í þessa
átt hjá féiaginu, þótt enn eigi
fyrirtækið langt í Iand og veiti
ekki af öllum góðum kröflum
sér til stuðnings.
Hér á landi hafa að undan-
förnu dvalið nokkrir ágætir
listamenn, sem eru í brezka
flughernum. Hafa þeir haldið
skemmtanir fyrir félaga sina,
sungið, sýnt listdans og sérstak-
lega snjall „búktalari" hefir þar
einnig látið til sín heyra. Þess-
um mönnum var kunnugt um
að íslenzk börn liafa ekki með
öllu farið varhluta af ógnum
ófriðarins, og þótt þeir ætluðu
að hafa hér aðeins stutta við-
dvöl, hugkvæmdist þeim að
gefa bæjarbúum kost á að sjá
list þeirra, en ákváðu jafnfraúit
að gefa allan hagnað af
skemmtuninni til barnasjúkra-
húss þess, sem Hringurinn
vinnur nú fyrir. Gerðu þeir
þetta með öllu ólieðnir af stjórn
Hrin'gsins, sem yfirleitt hafði
engin afskipti af málinu önnur
en þau, að félagið mat þessa
vinsemd frá hendi hinna brezku
manna.
Ætlunin var að halda
skemmtun þessa í Gamla Bió,
en eigendur þess gátu ekki lán-
að húsið, enda liafa þeir orðið
að neita fleirum um afnot af
liúsinu jæssa dagana. Þar sem
ekki var unnt að fá húsnæði var
ákveðið að skemmtunin skyldi
haldin í leikhúsi, sem erlendir
menn eiga, en íslendingar hafa
engan aðgang að yfirleitt.
Skyldu að ]x:ssu sinni íslend-
ingar einir fá aðgang, og engir
útlendir menn þar vera, aðrir
en menn þeir sem skemmtu, og
eru á förum. Var hér ’ekki á
neinn hátt stofnað til aukinnar
viðkynningar millum íslenzkra
kvenna og liinna erlendu
manna, eins og Þjóðviljinn vill
vera láta, enda getur hver mað-
ur með lieilhrigðri skýnsemi
sagt sér það sjálfur, er hann at-
hugar málið að liættan er
ímyndun ein og skrök. Sú hætta
var heldur ekki fyrir hendi, að
með þessu myndu islenzkar
konur eða karlar komast upp á
að sækja leikhús þetta, með þvi
að þar hafa erlendir menn einir
aðgang og aðrir ekki, þótt und-
antekningu ætti að gera að
þessu sinni, vegna húsnæðis-
skorts þess, sem að ofan getur.
I auglýsingu um skemmtun
þessa, var þess getið að dans
yrði sýndur, en hefði átt að
standa „listdans“, þannig að
ekki gæti valdið neinum mis-
skilningi. Þetta mun hafa leitt
til, að „uppreist varð meðal
englannna“, sem svo mjög kvað
að, að ekki varð af skemmtun
þessari eingöngu vegna ímynd-
aðs heilagleika íslenzkra
manna.
Að lokum skal jiess getið, að
hér i blaðinu var það talin vin-
semdarvottur af liálfu hinna er-
lendu manna, að sýna list sína
barnasjúkraliæli til styrktar.
Blaðið lítur svo á, að með þessu
sé á engan hátt stofnað til óeðli-
legrar kynningar við hið erlenda
setulið, og hefir ávallt trúað því
að menning meginþorra þjóðar-
innar væri það mikil, að menn
gætu sér að skaðlausu horft á
erlenda list. Út frá því augna-
miði einu var um þetta rétt hér,
en éngum öðrum viðhorfum
blandað þar inn í. Væri þeim
sæmra kommúnistunum við
Þjóðviljann, að spara stóru orð-
in með því að frá upphafi hefir
íslenzkra hagsmuna verið gætt
hér i blaðinu út frá íslenzkum
sjónarhól, en ekki vegna að-
fenginna tilfinninga frá erlend-
um öfgastefnum.
Þeir heyrnardaufu fá
fulla heyrn fyrir at-
beina nýs heyrnar-
tækis.
Félagið Heymarhjálp hefir
fengið hingað til lands 30—40
tæki fyrir heyrnardauft fólk, og
hafa tækin, einu orði sagt, borið
undraverðan árangur.
Fá þeir, sem nota tæki þetta,
heyrn á við þá, sem fulla heyrn
hafa, enda þótt þeir hafi heyrt
lítið sem ekkert áður. Má geta
þess sem dæmi, að ung stúlka
hér á landi, er misti heyrnina
barn að aldri, hefir nú, fyrir
hjálp þessa tækis, fengið þvi
sem næst fulla heyrn aftur.
Félagið á um, 40 ný heyrnar-
tæki í pöntun og kostar hvert
um sig 500 krónur. Hafa prestar
landsins verið beðnir um að
safna upplýsingum um hevrnar-
dauft fólk hvarvetna um landið.
„Heyrnarhjálp“ er 5 ára og
telur um hálft 3ja hundrað fé-
laga. Formaður þess er Pétur
Þ. J. Gunnarsson stórkaupmað-
ur.
Nýtísku skautahöll
í Reykiavík.
Það er verið að ganga írá
uppdráttunum.
Viðtal yið Sigurjón Danivalsson.
ísir skýrði frá því í sumar, í viðtali við Egil Vil-
~ hjálmsson, að unnið væri af kappi að því að koma
upp nýtízku skautahöll í Reykjavík, þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika við framkvæmd slíks fyrirtækis á styrjaldar-
tíma. Enn verður ekki með fullri vissu sagt hversu úr
erfiðleikunum rætist, en Vísir getur nú skýrt frá því,
að það er yerið að ganga frá uppdráttunum að skauta-
höllinni. Ýmsar aðrar upplýsingar varðandi þetta mál,
sem er eitt af mestu velferðarmálum bæjarfélagsins,
hefir tíðindamaður Vísis fengið hjá Sigurjóni Dani-
valssyni sem er fyrir nokkru heim kominn úr ferða-
Iagi um Bandaríkin, en þar dvaldist hann hálfan þriðja
mánuð ög skoðaði margar skautahallir og kynnti sér
margt, sem skautahallir varðar.
Hver var aðajtilgangurinn
með ferðinni, spurði tíðinda-
maðurinn Sigurjón.
— Eg fór vestur um haf til
þess að skoða skautahallir og
kynna mér eftir föngum allt
sem bezt rekstri þeirra og fyr-
irkomulagi viðvíkjandi, afla
okkur sambanda og leita tilboða
um efni. Er eg ánægður með
árangurinn af ferðinni.
Viljið þér segja okkur eitt-
hvað frá dvöl yðar þar?
— Eg var þar hálfan þriðja
mánuð og kom í margar, stór-
ar og smáar borgir, þar sem
skautahallir eru starfiæktar.
Meðal þessara borga eru Was-
hington, New York, Filadelfía,
Baltimoi’e, Atlantic City, Lake
Placid og Heai’shey o. fl. Flest-
ar þessara borga eru stórborg-
ir jafnvel á ameriskan mæli-
kvarða, en sumar eru smáborg-
ir eftir því sem þar gerist, en
eru vinsælir skemmtistaðir, og
streymir þangað múgur manns,
svo sem til Lake Placid, þar
sem olympisku leikarnir voru
haldnir 1932, og Hearshey í
Pennsylvaniafylki, sem einnig
er fjölsóttur skemmtistaður.
Staðinn kannast margir við af
afspurn, því að þar eru heims-
frægar súkkulaðiverksmiðjur.
í báðum þessum, borgum éru
ágætar skautahallir.
Eru skautahallir starfræktar
þrátt fyrir styrjöldina?
— Víðast, en styrjöldin hefir
sín áhrif á þetta eins og allt ann-
að. Hin mikla skautahöll í At-
lantic City hefir til dæmis verið
tekin til afnota fyrir hið opin-
bera. Þrátt fyrir það fékk eg
leyfi til að skoða hana hátt og
lágt og varði til þess heilum degi.
Þakka eg það meðmælum hins
ágæta sendiherra Islands, herra
Thor Thors, sem skrifaði með-
mælabréf fyrir mig og veitti
mér hina mikilvægustu aðstoð.
Skautahöllin i Atlantic City er
ein af mestu skautahöllum
heims. Hefir hún sæti fyrir
41.000 manns, en skautahöllin
í Hearshey fyrir 6000. Eru
: skautahallirnar vestra mjög
frábrugðnar að stærð og til-
högun.
Eru allar .skautahallir þessar
reknar fyrir almenning?
Þær eru allar til almennings
afnota, en vilanlega eru haldin
þar skautamót og skrautsýn-
ingar ,og úrvals-flokkar skauta-
fólks ferðast milli þeirra borga,
þar sem skautahallir eru, og
sýna þar listir sínar.
— Hvernig er tilhögunin í
þessum skautahöllum?
— Tilhögunin er mjög marg-
breytileg og engin tök að lýsa
þvi í stuttu viðtali. Það væri
efn í margar bækur. í stuttu
máli má geta þess að svellið
er jafnan í aðalbyggingunni og
svalir til hliðanna eða allt í
kringum svellið, en í öðrum
hlutum bvggingar eða bygginga
eru salir og stofur rekstrinum
viðkomandi, frysti- og vélaher-
bergi, búningsherbergi, hress-
1 ingarstofur, skrifstofur og
margt fleira sem of langt vrði
upp að telja.
— Hv'erjir skipa stjórn hluta-
félags ykkar?
v— Egill Vijlijálmsson, sem er
formaður, og eg og Guðmundur
Hofdal, sem þjálfaði fálkana
(Falcons) undir Olympisku
leikana í Antwerpen 1920, og bar
sá flokkur sigur úr býtum, sem
frægt er orðið.
— Getið þér sagt okkur nokk.
uð nánara frá áformum hluta-
félags ykkar?
— Fátt að svo stöddu, nema
að það er verið að ganga frá
uppdráttum, sejn verða lagðir
fyrir bæjarráð. Allt veltur nú
á því að innflutningur fáist á
efni. Fáist hann, ætti skriður
að fara að komast á málið.
( Þegar uppdrátturinn er tilbú-
inn verður hann lagður fyrir
bæjarráð.
— Getið þér sagt okkur nokk-
uð nánara um stað og stærð?
—- Skautahöllinni hefir ver-
ið valinn staður fyrir sunnan
Sundhöllina. Aform vort er,
að í skautahöllinni verði lög-
mæt skautabraut.
Um fyrirhugaða stærð og
fyrirkomulag get eg ekki gefið
fullnaðarupplýsingar að svo
stöddu, etSa fyrr en uppdráttur-
inn er fullgerður,en samkvæmt
tillögum stjórnar hlutafélagsins
verður reist skautahöll, sem full-
nægir ætlunarverki sínu í bæn-
um. Amerískur sérfræðingur,
Arthur Goodfellow, skýrir frá
því í tímariti sínu National Ice-
skating Guide, að 150 skauta-
hallir séu í Bandaríkjunum.
Skautahöll Reykjavíkur verður
stærri en 115 af þeim skauta-
höllum, sem starfræktar eru í
Bandaríkjunum, 8—10 af fyr-
nefndum 150 skautahöHum þar
verða jafnstórar skautahöllinni
hér, og aðeins 18—20 stærri.
Reykvíkingar fá því skautahöll,
sem þeir ættu að geta vel við un-
að.
í fyrra viðtali, sem birt var
um hina fyrirhuguðu skauta-
höll, var lögð áherzla á, aS frá
hoilbrigðislegu og uppeldislegu
sjónarmiði væri um hið merk-
asta mál að ræða, sem ætti
sluðning skilið frá riki og bæ,
og allra góðra manna. Þessi nýja
heilsustöð á að draga ungling-
ana frá ýmsum stöðum, sem
þeir hafu ekkert gott af að venja
komur sínar á. Þar eiga þeir að
fá viðfangsefni í frístundum
sínuin, íiressa likama og sól við
iðkun hinnar fjölhæfustu og
hollustu iþróttar.
Vísir vill enn nota þetta tæki-
færi til þess að minna á, að það
sem dr. Gunnlaugur Claessen
sagði í Vísi fyrir hartnær tíu
árum um nauðsyn skautahall-
ar i Revkjavík, stendur enn t
fullu gildi. Lagði hann áherzlu
á það, sem sjálfsagt er, að skóla-
börnin hafi greiðan aðgang að
skautahöllinni á vissum tíma
dags.
Bæjarbúar niunu fagna því,
ef unnt yrði að hefja frekari
framkvæmdir í þessu máli sem
fyrst, svo að þess yrði sem
skemmst að bíða, að skautahöll-
in kæmist upp, öllum bæjarbú-
um til gagns og ánægju og ekki
sízt vegna æskunnar.
Ferðafélag íslands
hefur á 15 árum ordiö aó einu fjölmennasta
og stapfliœfasta félagi Jandsins.
Ferðafélag fslands — félagið sem hefir það að einkunnar-
orði að vera félag allra landsmanna—varð 15 ára í gær. Má með
sanni segja, að félagið hafi þokast að verulegu leyti rtær þessu
marki á undanfömum árum. Því það er ekki einvörðungu eitt
allra fjölmennasta félag þessa lands, heldur eru afrek þess
svo mikil að uhdrum sætir. Það hefir komið upp fimm vönd-
uðum sæluhúsum fyrir um 40 þús. kr., gefið út 15 vandaðar
árbækur, sem hver fyrir. sig er skoðuð sem dýrgripur í augum
bókavina og ferðamanna, enda flestar uppseldar, stofnað til
ferðalaga sem mörg hundruð landsmenn hafa tekið þátt í á
sumri hverju o. s. frv. -
Myndin er af skautahöllinni í Lake Placid í New York-ríki,
þar sem skautakeppnin fór fram í sambandi við Olympíuleik-
ana 1928. Verður skautahöllin hér lik þessu?
Þetta er í stórum dráttum af-
rek Ferðafélagsins, en þó eru
mörg ótalin enn, eins og t. d.
hinir ágætu skemmtifundir,
sem að verulegu leyti hafa sett
svip ú skemmtanalíf Reykvík-
inga hin síðari ár, og það til
hins betra. Ferðafélagið liefir
gengizt fyrir ljósmyndasýning-
um og það kom þvi til vegar að
fá hina ágætu íslandskvikmynd
Dam’s kapteins til sýningar hér.
En það væri gaman að vita
hvað félagið fær áorkað á næstu
15 árum. Vitað er, að það hefir
byggingu fleiri sæluhúsa á döf-
inni, þ. á. m. í Laugum við
Torfajökul, á Þórsmörk, norð-
an- og vestanvert við Langjökul
og víðar. Það hefir nú þegar í
undirbúningi nokkurar árbæk-
ur, sem koma munu út á næstu
árum, þ. á*m. um Fljótsdalshér.
að, Rangárv.sýslu, Borgarfjai’ð-
arsýslu og ísafjarðarsýslu. I
prentun hefir félagið heildar-
uppdrátt af landinu, þann bezta
og fullkomnasta sem gerður
befir verið. Ágúst Böðvarsson
teiknaði hann en prentaður
mun liann verða í Washington.
Þá hefir félagið ráðgert að
kaupa hingað eina eða fleiri
langferðabifreiðir vegna þess
að bílaskortur liefir mjög dregið
úr sumarferðum félagsins.
Ef þróun Ferðafélagsins held-
ur áfram £ jöfnu hlutfalli við
það, sem hún hefir verið hingað
til, mun það skara fram úr öll-
um félögum landsins að 15 ár-
um liðnum, bæði hvað framtaks-
semi og meðlimafjölda snertir.
Það sýnir ef til vill nokkuð
hinn umfangsmikla rekstur
Ferðafélagsins, að lcostnaður-
inn við sumarferðirnar á s. 1.
sumri nam 55 þús. krónum, og
kostnaðurinn við síðustu Árbók
varð um 30 þús. kr.
Hinn mikli framtaksmáttur
félagsins er ekki hvað sízt að
þakka framkvæmdarstjóra þess,
Kristjáni Ó. Skagfjörð stór-
kaupm. sem hefir starfað af
lífi og sál og mikilli fórnfýsi í
þágu félagsins allt frá stofnun
þess. Á hans herðum hvílir nær
j eingöngu hinn mikli sumar-
1 ferðarekstur, og yfirleitt allar
íramkvæmdir félagsins að
meiru eða minna leyti. En fé-
lagið hefir líka verið heppið í
vali á forsetum sinum, og þó
ekki hvað sízt á þeim síðasta,
Geir Zoéga vegamálastjóra,
sem reynzt hefir Ferðafélaginu
hinn ötulasti og framtakssam-
asti forvígismaður. Á meðan
það hefir þvílíkum mönnum á
að skipa þarf ekki að óttast um
giftu þess.
Aðalhvatamaður að stofnun
félagsins var Bjöm Ólafsson
heildsali en fyrsti forseti var
Jón Þorláksson forsætisráð-
herra. Stofnendur þess voru 65,
nú eru félagar 4100 að tölu.
Fyrsta árbókin var gefin út i
800 eintökum, nú í 6000.
200 milljón kr.
fyrir íslenzkar
vörur
— sem Bandarikin
borga.
Hjálmar Bjömsson fram-
kvæm darstj óri láns- og Ieigu-
Iaganefndarinnar á fslandi, hef-
ir skýrt frá því, að undanfama
12 mánuði hafi Bandaríkin
keypt af okkur afurðir fyrir
rúmlega 200 milljónir króna. '
Mestallar þessar afurðir hafa
farið til Bretlands, eða fyrir
rúml. 31 millj. dollara, en að-
eins vörur fyrir 272 þús. dollara
sem fluttar hafa verið vestur um
haf, og eru það eingöngu gærur.