Vísir - 14.12.1942, Síða 1

Vísir - 14.12.1942, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simt: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 32. ár. Reykjavík, mánudaginn 14. desember 1942. 263. tbl. Bandaríkjamenn hafa leynivopn. Henry Arnold, yfirmaður flugsveila ameriska hersins, hef- ir sagt í ræðu í Texas, að flugher Bandaríkjanna hafi í fórum sínum eitt eða tvö leyni- vopn, sem muni hafa lamandi áhrif á möndulveldin. Hann sagði og, að bráðlega myndu Bandaríkin taka í notk- un nýjar flugvélar og hergögn, | sem standi langt framar öllu, er þekkzt hefir. Arnold upplýsti, að nú væri 1.000.000 manna í flugsvéitum landhersins, en hefði verið 22. þúsund fyrir fjórum. árum. Á 2 undanförnum árum hefir fjöldi starfsmanna í flugvéla- Iðnaðinum sexfaldazt, er IV2 milljón. Um gæði ameriskra flugvéla sagði Arnold, að þær hefði til þessa skotið niður fjórar fyrir hverja, sem hefði verið skotin Jiiður af þeim. 8 tnndnr§pillar hæfðir af 11. Á föstudag varð vart við 11 tundurspilla Japana, sem voru á leið til Guadalcanal með liðs- auka handa herliði þeirra þar. Flugvélar voru þegar sendar til árása og sáu flugmennimir að sprengjur hæfðu fimm tund- urspillanna, en nánari árangur var ekki liægt að sjá. Daginn eftir — laugardag — varð aftur vart við tundurspill- ana, og héldu þeir enn sömu stefnu. Þann dag gerðu herskip —- tundurspillar og hraðbátar — árás á þá. Var einum jap- anska tundurspillanna sökkt, kveikt í öðrum og honum að lik- Indum sökkt, og sá þriðji lask- ;aður. Þá hættu Japanir fyrst við til- raun sína til að veita liðinu á Guadalcanal hjálp. Tunis: Möndulhersveitimar halda á- fram sókngraðgerðum sínum í Tunis. Eftir að bandamönnum tókst að hrinda hópáhlaupum skrið- dreka þeirra, var breytt um bar- dagaaðferð. Eru nú sendir fram örfáir skriðdrekar í einu og von- azt til að þeir geti komizt inn i varnarstöðvar bandamanna og •orsakað þar glundroða og upp- lausn. Þessar tilraunir hafa sömuleiðis farið út um þúfur. Loftárásum er haldið uppi á báða bóga. Meðal þeirra staða, sem flugsveitir möndulherjanna hafa ráðizt á, auk fremstu bæki- stöðva bandamanna, er Bone og Bougie í Alsír. Bandamenn hafa ráðizt á Tunisborg, Gabes, Susa og Sfax í Tunis, auk Palermo á Sikiley og Neapel á Italíu. Kafbátar bandamanna liafa sökkt fjórum birgðaskipum síðustu daga. Bridge-kepnni Bridgefélags Reykjavíkur varÖ ekki lokið í gær, og fara úrslitin fram næstk. fimmtudagskvöld. A'Ö lokinni keppninni í gærkvöldi var flokkur Lú'Övíks Bjanasonar hæst- ur, en nsestur var flokkur Brynjólfs Stefánssonar. Vörnnm hans rutt aár wcgi á tfeim sólarhring^nm. Spupningin livap liann reynlp aö verjaöt næst. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, i morgun. Eldsnemma í morgun var gefin út aukatilkynn- in^ í Kairo um það, að vörnum Rommels hefði verið rutt til hliðar hjá E1 Agheila og hersveit- ir hans væri aftur á undanhaldi vestur á bóginn, í átt- ina til Tripoli. Þessi fyrsta tilkynning um þetta frá aðalstöðvum 8. hersins skýrði ekki frá neinum nánari atvikum í sam- bandi við þetta, en nokkuð er þó vitað um bárdaga á þessum slóðum af tilkynningum frá Rommel. Síð- degis á laugardag var frá því greint í tilkynningu frá honum, að 8. herinn hefði byr jað hernaðaraðgerðir hjá E1 Agheila. Iiófust þær með ógurlegri stórskotahríð, eri þegar hún hafði staðið i nokkrar klukkustundir var teflt fram tveim skriðdrekadeildum og einni fótgöngu- liðsdeild. Þessi lýsing Þjóðverja á upphafi sóknarinnar er mjög lík þeirri aðferð sem Montgomery hafði við EI Alameiu. Þar réðst hann beint framan að vörnum Rommels og lét stórskotalið sitt mola allt sem framundan var, þar sem brjóta átti skarð i varn- irnar. Fyrir nokkuru lét þýzka út- varpið svo um mælt i sambandi við aðstöðuna lijá E1 Agheila, að bandamenn væri í hinum versta bobba, því að þeir vissu ekki, livort Rommel ætlaði að verjast hjá EI Agheila eða halda lengra undan. Þótti þetta bera vitni um það, að Þjóðverjar væri sjálfir i vafa 0crst|órnar- Ailkynninsrin Hin venjulega tilkynning Kairo-herstjórnarinnar var á þessa leið: Hersveitum Rommels hefir verið stökkt úr varnarstöðv- um þeirra við Mersa Brega (EI Agheila). Hörfa þær nú undan og er flóttinn rekinn af miklum hraða af fremstu sveitum okkar. Orustu-sprengjuflugvélar bandamanna taka meiri þátt í bardögum en nokkuru sinni og var flugsveitum möndul- veldanna gjörsamlega um megn að reisa rönd við að- gerðum þeirra. um það, hvort Romrnel mundi geta varizt. Til J>ess að hafa vað- ið fyrir neðan sig, væri því ver- ið að búa þýzku J>jóðina undir J>að, að Rommel þyrfti að hörfa og láta J>á lita svo út, sem J>að væri herbragð hjá honum. En Montgomery hefir aftur sannað það, að liann er ekki ein- ungis slyngur hershöfðingi, lieldur hefir hann og lært af reynslunni að telja sér ekki sig- ur fyrr en hann er unninn. Hef- ir ýmsum hershöfðingjum Brela hætl við að vera um of bjartsýnir og talið allt leika í iyndi, J>angað til liið gagnstæða koiu svo skyndilegá í ljós, öllum á óvart. Góðar vamir hjá E1 Agheila. Frá náttúrunnar liendi eru skilyrði góð til varnar lijá E1 Agheila og J>ar hafa tvær sóknir Breta strandað áður Wavells og Auchinlecks. Þar er líkt á- statt og háj E1 Alamein -— hafið á aðra hönd, sem annar fylk- ingairarmurinn „hvílir á“ og hinum megin ófærir saltflóar. Verður því að koma beint framan að vörnunum þar, en ekki hægt að fara á snið við þær. Þarna voru gamlar varna- stöðvar og J>urfti Romrael ekki annað en að hressa upp á þær. En J>ær hljóta að hafa verið all- mjög úr sér gengnar, þar eð margir mánuðir voru liðnir, síðan dittað hafði verið að þeiin síðast og sandurinn er ekki leng að færa allt i kaf, ef ekkert er að gert. Stuttur undirbúningstími. Það eru aðeins þrjár vikur síðan Rommel og Montgomery tóku sér stöðu hjá E1 Agheila. Á þeim skamma tima er á eng- an hátt hægt að vígbúast svo, að þær víggirðingar standist sókn með nútima hergögnum. Það hefir Montgonvery að sjálf- sögðu gert sér ljóst og líka hitt, að hver dagur sem leið gaf •Rommel betri möguleika til að standa af sér hríðina. Hvar getur Rommel varizt? Markmið Montgomerys er auðvitað að ná hönduni saman við heri bandamanna í nýlend- um Frakka, en það er lúnsvegar lalið víst, að Rommel muni verj- . ast hvar sem nokkuð afdrep er að finna. Er aðallega um þrjú svæði að ræða, þar sem skilyrði eru góð lil varnar. Það fyrsta er við þurran ár- farveg — Wadi E1 Kabir rúmiega 300 km. fyrir vestan PIl Agheila. Það næsta er lika við þurran árfaiweg — Wadi Zam-Zam — enn 65 km. vest- ar. Lolcs eru hagstæð varnaskil- yrði hjá bænum Misurata, en þaðan eru tæpir 200 kiri. til Tri- poli og flatlendi yfir að fara þá leið. 72 ára er í dag frú Margrét Jónasdótt- ir, Bræðraborgarstíg 39. Líkan af skipnlagi Skdlavörðnhæðar. Iúkanið af fyrirhuguÖu skipulagi Skólavörðuholtsins, samkvæmt upp- dráttum og tillögum húsameistara ríkisins. (Sjá grein á 2. síðu). — hægara þó —gegn miklum gagnáhlaupum Þjóðverja. Rússar halda sóknum sínum áfram af kappi, en þær mæta vaxandi mótspyrnu Þjóðverja og miðar iítið áfram. Hef- ir Þjóðverjum jafnvel tekizt að stöðva þá sumstaðar. Rússar segja að Þjóðverjar geri miklar gagnárásir inni í hringnum hjá Stalingrad, en þær sé til lítils, því að hringur- inn sé svo sterkur, áð ekkert fær rofið hann. Gerðu menn von Hoths sex árásir til að reyna að ná einu virki aftur, sein þeir höfðu misst, en mistókst alltaf. Fyrir suðvestan Stalingrad hefir Rússum ekkert orðið á- gengt um skeið, enda eru Þjóð- verjar hðfleiri þar en annars staðar við borgina. Á miðvígstöðvuinum reyna Þjóðverjar að koma vistum og skotfærum til inanna sinna, sem eru i hinum umkringdu smá- virkjum þar um slóðir. Hafa mörg shk smávirki orðið að gefast upp að undanförnu, vegna þess, að allar nauðsynjar hafa gengið til þurrðar. Hjá Veliki Luki játa Rússar áð hafa orðið að láta undan síga á nokkuru svaiði, þegar Þjóð- verjar tefídu fram óþreyttu líði. Létu Rússar undan síga svo langt, að með því að gera harðar árásir frá báðum fylkingar- örinum gátu þeir umkringt þýzku sveitina, sem lengst sótti fram. Njósnir í Argentinu. í Buenos Aires er nú verið að rannsaka þær ásakanir, sem komið hafa fram við réttarliöld, að flotamálasérfræðingurinn við þýzku sendisveitina ! Dietrich Niebuhr hafi stjórn- að víðtækum njósnum. Tveir af sex rnönnum, sem eru grunaðir um njósnir, hafa játað að þeir hafi starfað fvrir Niebuhr. Ef rannsóknin leiðir i ljós, að Niel>uhr hafi verið við þetta riðipn mun hann verða rekinn úr landi. í síðastliðinni viku kveðast Rússar hafa sjkotið niður eða evðilagt }07 þýzkar flugvélar og voru 225 þeirra þríhreyfla flutn- ingaflugvélar. Á sama tíiria telja Rússar sig hafa misst 156 flug- vélar. Skeði slys þetla rúmlega kl. 2 aðfaranólt sunnudagsins, en um tildrög slyssins er blaðinu ókunnugt. Bifreiðin valt alveg á hvolf á Hafnarfjarðarvegin- um, rétt við Hringbraut, en ekki er vitað um meiðsli annarra farþega en hinna íslenzku stúlkna. Voru þær báðar flutt- ar á lierspítala og var talið sennilegt að liöfuðkúpan iiefði 8íðisislii fréltir Bombay: Þegar sprengju var varpað á eina mestu umferðar- götu Bombay, beið 1 lögreglu- þjónn bana en 10 særðust. — 50 menn hafa verið fangelsaðir. M Ijós - -11 ikld neyðnki Seint á laugardagskvöldið, þann 12. þ. m. fékk Slysavarna- féiagið skeyti norðan úr Strandasýslu þess efnis, að menn þar nyrðra héldu sig hafa séð neyðarmerki frá skipi und- an Steingrímsfirði á Húnaflóa. Var það nálægt svokÖlhiðum Kýrhamarsboða. Símaði erindreki Slysavama- félagsins til slysavamadeildar- innar í Hólmavík og bað hana að lilutast til um að aðstoð yrði send á staðinn. Fóru tveir bátar frá Hólmavík, en er þeir komu á staðinn sáu þeir að þarna var að vísu um skip að ræða, en hinsvegar ekkerl að því. Hafði það uppi sterk ljós, og mun það iiafa villt fólkið í landi, þannig að það hélt, að um neyðarmerki væri að ræða. sprungið á annari stúlkunni, auk tognunar í axlarlið, en hin fótbrotnaði. Þetta ömurlega slys mætti að einu leyti verða til góðs, sem sé að því leyti, að það gæti orð- ið íslenzkum stúlkum nokkur bending um að liaga sér gæti- lega i afskiptum sínum við setuiiðsmenn í framtiðinni. F.M.R. samþykkir tillögu um afnám lansviðskipta' Félag matvörukaupmanna í Reykjavík hélt fund í Kaupþingssalnum í grær til framhaldsumræðna um af- nám lánsviðskipta. Var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur í F. M. R. haldinn í Kaupþingssalnum 13. des. 1942 samþykkir að hætta öllum lánsviðskiptum frá 1, janúar 1943, ef 75% félagsmanna samþykkja það með eigin undirskrift sinni“. Vegna þessarar samþykktar liggur undirskriftalisti frammi, frá og með deginum á morgun, hjá Hirti Hanssyni, Bankastr. 11. I Félagi matvörukaupmanna eru nú, að því er formaður fé- lagsins, Guðmundur Guðjónsson kaupmaður, hefir tjáð Vísi, um 80 kaupmenn. »Ekki eru allar ferðir til fjáru! Tvaer stúlkur stórslas- ast í setuliðsbifreið. í fyrrinótt varð bifreiðarslys á Hafnarfjarðarveginum. Valt þar erlend herbifreið, en meðal farþega voru tvær íslenzkar stúlkur, sem báðar slösuðust mjög mikið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.