Vísir - 14.12.1942, Page 6

Vísir - 14.12.1942, Page 6
Mánudaginn 14. desember 1942. VlSIR ARFUR ÍSLENDINGA Fyrsta bindi af ARFI feLEWDIMGA ISLENZK MENNING I. eftir Sigurð Nordal er komið á kokamarkaðinn. Hugtakið Arfur íslendinga var kosnið á varir hvers Islendings og hafði kveikt eld í landi löngu áður en s.jálft verkið varð til. Nú er fyrsta bindið komið. íslenzk menning I, glæsilegt rit, raunverulega einstætt verk, saga Islendinga rituð af frá- bærri glöggskyggni og yfirsýn, fyrsta íslenzka menningarsagan, bók tii að vekja þjóðina, örva hana til endurmats á sjálfri sér, samtíð sinni og framtið, til nýrrar hugsunar um örlög sín, hlutverk sitt, takmark og takmarkanir, bók svo ljóslega rituð, að hún er sem ævintýri aflestrar, í fám orðum: einstætt verk, ekki aðeins hér á landi, heldur er vafasamt, að nokkur þjóð eigi hliðstæða sögu, ritaða í jafn skýnum dráttum, þar sem sjálfir örlagaþættir sögunnar koma jafn glöggt í ljós. Þessu verki verður ekki lýst betur en með orðum Sigurðar Nordals sjálfs i for- spjalli íslenzkrar menningar: „Bókin er hugleiðing um vanda þess og vegsemd að vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð þjóðarinnar, sem höfundur hefir getað aflað sér og talið mestu varða.“ Sigurður Nordal hefir unnið að þessu verki mörg ár, honum fannst það aldrei fullvandað. Islenzk menn- ing er ævistarf manns, sem helgað hefir sögu Islands,menningu og bókmenntum alla hugsun sína, ást og alúð. Hún er persónulegt verk, líf af lífi höfundar síns. Allur ytri frágangur er sérstaklega vandaður, prentun ágæt, band óvenjulega fallegt. Bókin er 360 siður með drjúgu letri, piýdd f jölda mynda, er Matthías Þórðarson fornmenjavörður hefir valið í samráði við höf- undinn. Bausasöluverð bókarinnar er kr. 95.00 í skinn og kr. 80.00 í shirt. MÁL og MENNING Lausas&S“simi 5055 Sigurður Nordal. JÓLAKLUKKUR. Útgefandi: KristniboSsflokkur K.F.U.M. 32 síður. Verð kr. 3.00. Þetta snotra og vandaða jólahefti kemur nú fyrir al- menningssjónir í annað sinn. í fyrra var því vel tekið og seld- ist vel. Að þessu sinni er það helmingi stærra en þá, og mjög vandað og smekklegt. Um útgáfu þessa heftis hafa séð þeir Magnús Runólfsson, cand. theol., og síra Sigurbjörn Einarsson. Af efni ritsins má nefna: Jólahugleiðingu eftir síra Magnús Guðmundsson í Ólafs- vik. Á skipsflekanum og í bif- reiðinni eftir sira Bjarna Jóns- son, auk þess greinar eftir sira Sigurbjörn Einarsson, Ólaf ólafsson kristniboða, síra Sig- urbjörn Á. Gíslason og Magn- ús Runólfsson, cand. theol. Ennfremur eru í ritinu sögur, margskonar fróðleikuri nótur yfir gamalt islenzkt sálmalag, myndir o. fl. Það er Kristniboðsflokkur K.F.U.M., sem hefur unnið það þarfa verk, að koma út þessu ágæta jólahefti. Það er hópur ungra pilta, sem hafa það á- hugamál, að vinna eitthvað fyr- ir kristniboð. Þeir láta lítið yf- ir sér, piltarnir, en hafa þó ver- ið allstórtækir til starfs, á is- lenzkan mælikvarða. Þeir, sem kaupa þetta rit, vinna því tvennt i einu. Þeir eignast læsilegt og fróðlegt jóla- hefti og styrkja þetta mikil- væga áhugamál piltanna, því allur ágóði af sölu ritsins renn- ur til kristniboðs. Ástr. S. • Nýjar leiðir. „Náttúrulækningafélag Is. lands“ hefir gefið út bók, sem nefnit „Nýjar leiðir“. Eru þetta fyrirlestrar og rit- gerðir. sem birzt hafa í blöðum og tímaritum, eftir Jónas Kristjánsson lækni. Er Jónas löngu þjóðkunnur maður fyrir störf sín á sviði læknisfræð- innar. Bók þessi fjallar um heilsu- vernd og lýsir heilbrigðum lifn- aðarháttum og nytsemi þeirra fyrir vellíðan manna. Einnig skaðsemi óheilbrigðra lífsvenja. Eins og vænta mátti ræðir höfundurinn mikið um matar- æði manna. En það er einmitt það, sem hann telur mestu máli skifta, um viðhald heilsunnar. Telur hann nútíma kynslóð all- mjög áfátt í þessum efnum og bendir á leiðir til úrhóta. Telur Jónas Kristjánsson undirstöðu allrar timanlegrar velferðar varðveizlu heilsunnar og útilok- un farsótta og hrörnunarsjúk- dóma. Eins og vænta mátti setur höfundurinn fram mál sitt látlaust og skilmerkilega, þó með fullri einurð og sannfær- ingarkrafti visindamannsins og brautryðjándans. Höfundurinn hefir um fjölda umliðinna ái'a kynnt sér manneldis- og nær- ingarfræði, siglt oft og mörg- um sinnum á fund frægustu lælcna í Evrópu og Ameriku. Bókin er rituð á ágætu máli. Setur höfundurinn mál sitt fram á einfaldan og létt skiljanlegan hátt allri alþýðu manna, enda er bókin henni ætluð. Hér er hvorki lími né rúm að fara nákvæm- lega út í efni bókarinnar, en bókin er lærdómsrík um heilsu. vernd og á erindi inn á hvert einasta heimili i landinu. Tel eg að höfundurinn eigi skilið þakkir alþjóðar fyrir kenningar sínar og fræðslu um lieilsu- vernd. Vonandi lætur hann hér Yv föt fjrir grömnl Látið oss hreinsa og pressa föt yðar og þau fá sinn upp- runalega blæ. — Fljót af- greiðsla. EFNALAUGIN TÝR. Týsgötu 1. Sími: 2491. Gólflakk ekki staðar numið. Enda von- umst vér eftir meiru frá hon- um af svo þarfri og lærdóms- ríki'i kenningu, sem er í þessari bók. P. Jak. Norræn jól, jólabók Norræna félagsins, er ný- komin á markaðinn, vönduð a‘S efni og ytra útliti, svo aS orð er á ger- andi. í ritið skrifa að þessu sinni meðal annarra: Gunnar Gunnars- son rithöf., Hulda skáldkona, Sig- urgeir Sigurðsson biskup, Stefán Jóh. Stefánsson alþm., Tómas Guð- mundsson skáld og Þórir Bergsson rithöfundur. Áheit á Elliheimilið Grund, afh. Vísi: io kr. frá V.B. Lögreglan hefur farið í eftirlitsferð um nokkurn hluta bæjarins til að koma í veg fyrir að bifreiðir stæðu á gangstéttum .gatnanna. Rakst hún á 255 bifreiðir, er ekki hlýddu sett- urn reglum. Verður eftirliti þessu haldið áfram og umráðamenn bif- reiðanna sektaðir, þar sem settum leglum er ekki hlýtt. Verzlunarjöfnuðurinn er nú óhagstæður orðinn um 18,5 millj. króna. 1 nóv. s.l. varð hann óhagstæður um nærri 9 millj. kr. Nam innflutningurinn i þeim mán- uði 21,457 þús. kr., en útflutning- urinn 12,464 þús. kr. Það, sem af er árinu hefur heildarinnflutning- urinn numið 212,5 millj. kr., en út- flutningurinn 193,9 millj kr. Dómiic€nd í verðlagfsmálam hefir ákveSið eftirfarandi hámarksverð á fiski í Reykjavík og Hafnarfirði: ■:■■!■ ::: Nýr þorskur. slægður með haus kr. 0.80 kg. Nýr þorskur slægður hausaður 1.00-.— Nýr þorskur slægður og þverskorin i slykki — 1.05 — Ný ýsa slægð með haus — 0.85 — Ný ýsa slægð hausuð — 1.05 — Ný ýsa slægð, hausuð, þverskorin i stk. — 1.10 —- Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði og þunninldum — 1.65 — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður, roðflettur án þunnilda — 2.30 — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður roðflettur án þunnilda — 2.75 — Nýr koli (rauðspetta) — 2.65 — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fisk- inn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fiskur, sem frystur er sem varaforði, má vera kr. 0.40 dýrari pr. kg. en að ofan greinir. Revkjavik, 12. des. 1942. DÖMNEFND I VERÐLAGSMÁLUM. Tarzan heyrði öskur ljónsins og vissi þegar hvaða hætta var á ferðum. Hann vissi ekki annað en að Jeff og Mary væri á ferð saman og óttaðist að "ljón- ið mundi rifa þau bæði á hol nú þeg- ar. Það var eins og rafmagnsstraumur færi um Tarzan. Hann brá við og fór þeim til verndar. Ljónið bjóst. til að stökkva á Jeff Biggers, sem andartaki áður hafði beð- ið reiðubúinn til þess að slá Tarzan í rot. Nú kallaði Jeff á apamanninn sér til hjálpar. „Tarzan, hjálp!“ kallaði hann. Jafnframt lyfti Jeff byssunni til þess að skjóta á ljónið. En hann varð heldur of seinn til. Ljónið tók undir sig mikið stökk og kastaði sér yfir Jeff, svo að riffill- inn datt úr höndum hans, en Ijónið læsti klónum í hold hans. Jeff barðist um eftir beztu getu og æpti hástöfum. Þá kom Tarzan til skjalanna. Tungl- ið skein á hann, þar sem hann kom fram milli trjánna. Tarzan vissi, að eftir nokkrar sekúndur yrði Jeff-dauð- ur, ef ckki væri brugðið við undir eins. Og Tarzan henti sér út í bardagann, til þess að bjarga Jeff Biggers — mann- inum, sem vildi hann feigan. JACK LONDON: Fornar ástir. — Saga frá Alaska. — inu og það var farið að síga á seinni liluta ágústmánaðar, og þá skipaði liann Strang að fara á elgsdýraveiðar. Lindsay fet- aði í fótspor lians, gætti hans, athugaði hverja hreyfingu. Strang var mjúkur í hreyfing- um, liafði kattarafl í hverjum vöðva, og liann gekk léttilegar en Lindsay hafði séð aðra menn ganga — áreynslulaust að sjá, eins og líkaminn allur væri fjaðurmagnaður. Það var eng- inn þungi í ganginum og fram- koma mannsins á göngunni hin prúðmannlegasta, svo að gang- hraðinn virtist minni en hann var í raun og veru. Lindsay skildist nú, livers vegna Daw hafði eigi haft við honum á göngunni. Lindsay tróð sömu slóð, þreyttur og móður. Stund- um hljóp liann spöl við fót, væri gatan slétt, til þess að dragast ekki aftur úr. Eftir tíu mílna göngu kallaði hann á Strang og henti sér niður á mosavaxna jörðina. „Nei, eg get ekki fylgst með lengur.“ Hann þurrkaði svita af enni sér. Strang sat á birkikubb. Hann brosti til læknisins og leit svo i kringum sig. „Sviði, kvöl, — vottur kval- ar nokkursstaðar?“ spurði Lindsay. Strang hristi hrokkinlokkað höfuð siít. Hann rétti úr sér. Hann var fullur fjörs í hverri taug! „Þú ert heill, Strang. Næsta og næst-næsta vetur máttu þó búast við, að sárin verði kul- næm. En það liverfur og hver veit nema þú komist hjá þvi síðar.“ „Herra trúr, læknir. Þú lief- ir gert kraftaverk. Eg veit ekki hvað eg get sagt i þakkar skyni. Eg veit ekki einu sinni hvað þú heitir.“ „Skiftir engu. Eg læknaði þig. Það er aðalatriðið.” „Þú hlýtur að vera kunnur læknir. Eg mundi veðja um hvað sem er, að eg kannaðist við nafn þitt, ef eg lieyrði það.“ „Þú verður að standast eina raun enn, og standist þú hana, er lækningunni lokið. Við upp- tök þessa lækjar eða skammt frá þeim er þverá, sem rennur í „Big Windy“. Daw sagði mér, að í fyrra hefðirðu farið alla leið að miðkvíslinni og heim aftur á þremur dögum. Og þú næstum gekkst af honum dauð- um, þótt það kæmi ekki mál- inu við, Þú verður kyrr og verð- ur hér I nótt. Eg sendi Daw með „úthaldið“. Svo áttu að fara sömu leið og i fyrra, og á jafnlöngum tíma.“ V. „Madge“, sagði Lindsay. „Þú liefir ldukkustund til þess að húast til ferðar. Eg fer nú til þess að sjá um, að eintrjáning- urinn verði tilbúinn í tæka tíð. Bill er á elgdýraveiðum og kem- ur ekki aftur fvrr en i dimmu. Við munum komast til bjálka- kofa míns á einum degi. Og eft- j ir viku verðum við komin til Dawson.“ „Eg hafði gert mér vonir um . .. . “ Hún hætti — vildi ekki auð- mýkja sig. „Að eg myndi ekki fara fram á, að þú efndir loforð þitt?“ „Loforð er loforð. Eg veit það. En þú ert óþarflega misk- unnarlaus. Þú hefir ekki verið hreinn og beinn. Þú hefir sent hann í þriggja daga ferð og gafst mér ekki einu sinni tæki- færi til þess að kveðja hann.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.