Vísir - 21.12.1942, Side 7

Vísir - 21.12.1942, Side 7
7 Farið vel! — í festu kjalar fáið grjót úr horfnri tíð, bæði pundin böls og lieilla —■ blóðtöp vor og unnin stríð. Annars eru i bókinni mörg jjiýðileg Ijóð, og svo nokkur séu nefnd: Slátrarinn, Vornótt, Gömul minni, Lampi andans, Reykjavík, Hopp var kringum höppin, Kumiingjabréf o. fl. o. fl. í því bréfi segir m. a.: En þjóðlygarnar þutu um þina skjái og Imrst, unz þeirra hróp varð þekkast í þinni gnenu lilust. Á starfs þíns prúðu stöðvar var starblint hatrið leitt, og'mennt þín helzta og markið nú matamöldrið eitt. Og samt er allt við sama, þú sérð ei Iéttast raun, vart batna um ytri blómann, né blessast skrár þín laun. Og eins er frá að innra neitt unnið hafir þú, varst ánægðari áður, ert illfúsari nú. Jakob Thorarensen kann að leika á ýmsa strengi. Grip hans eru traust, en ekki að sama skapi mjúk. Hann laðar í senn að og hrindir frá, en það er ýmsra góðskálda liáttur. Hann hlifist ekki við að láta högg ríða af, þar sem höggva ber, en hann kann allt það vel að meta, sem til heilla veit hvort sem það býr með einstaklingunum eða þjóð- inni í heild. K. G. • Jón úr Vör: STUND MILLI STRÍÐA. Ljóð. — Víkingsprent h.f. Á árinu 1937 harði Jón úr Vör að dyrmn. hjá bókelskum mönnum, og þótt ljóð hans bæru þá þegar vott um að hann væri Ijóðrænni gáfu gæddur, voru ýmsar byrjendaveilur á bókinni. Þótt hún spáði á margan hátl góðu, varð siðari reynsla að skera úr um það, hvbrt Jón fengi hægan sess á skáldaþingipu eða ekki. Nú liggur önnur bók hans fyrir, og á þassum árum hefir Jón farið utan og forframast, eins og lög gera ráö fyrir. Er hér að finna ýms lagleg ljóð, kveðin heima og erlendis, en það nægir ekki að ljóðin séu lagleg, meira þarf til. Jón má gjarnan velja sér stajrri verkefni, leggja í þau viimu og við þau fulla rækt, og þá mun hann ná lengra en hon- um hefir tekizt að þessu sinni. Enginn vafi er á því, að Jón er gæddur „lyriskri‘‘ gáfu, en e. t. v. er mestur vandinn að kveða „lyriskt“ ljóð svo ekki verði aS fundið. Það er ekki út af fyrir sig nóg að hafa þau stutt, — þau mega hvorki vera of stutt ne of löng, enda þannig byggð, að þau stígi en ekki hnígi, — hvað þá heldur, ef að botninn skyldi nú detta úr J>eim. Bezta kvæðið i bókinni er „Bræður tveir“ og viða gætir góðra tilþrifa og fagurra lik- inga. Það gefur vonir um glæsi- legri árangur síðar. — Jón ó það skilið, en þá verður hann að vanda sig hetur, einkum j>eg - ar þess er gætt, að íslenzk ljóða- gerð, sem fullrar viðurkenning- ar nýtur, er nú svo góð, aS hún stendur að öllu jafnfætis ann- ara þjóða framleiðslu. Það eru gerðar frekari kröfur til ljóða nú en fyr, og það eitt, sem er ágætt, stenzt gagnrýni. K. G. Bjömstjerne Bjömsson: Kátur piltur. Skáldsaga. Jón Ólafsson íslenzkaði. Þetta er þriðja útgáfa bókar- innar og stendur hún í engu hinum fyrri að baki. Er.þetta gamall góðkunningi flestra miðaldra íslendinga og þaðan af yngri, sem allir hafa vafa- laust lesið hana í bernsku sinni, sér til uppbyggingar og ánægju. Sumir liverjir uppi til sveita áttu fárra bóka völ, en flestir inunu liafa aflað sér Káts pilts til eignar eða að láni og allir þekktu bókina á þeim árum. Þetta er engin furða. Bólcin á rætur sínar að rekja til sama sálarástands Björnsson og norski þjóðsöngurinn „Ja vi elsker etc.“, enda' var hún sam- in um likt leyti. Sveilasögur Björnsson hafa mótað íslenzkar bókmenntir að verulegu leyti, einkum smá- sagnagerðina lengi framan af. Eimir eftir af þessu ennþá, ef vel væri leitað, einkum lijá ung- um höfundum, sem „sveiia- rómantikin“ á rík ítök i. Svo mun fara sem fyr, að Kátur piltur verður vel séð bók á hverju heimili. Þýðing Jóns Ólafssonar er ágæt og í fullu samræmi við málfar æskunnar, enda hafa sum af ljóðunum verið á hvers manns vörum um aldarþriðjungs skeið og eru það enn. K. G. • * Margit Ravn: Ragnheiður. Þorsteinn M. Jónsson. Ak- urejT-i. Þorsteinn M. Jónsson sendir frá sér margar bækur á ári hverju, og ávallt einliverjar handa unglingum, og þá ungum stúlkuin sérstaklega. Þannig er það um bækurnar hennar Mar- git Ravn, sem þegar hefir hlotn- ast töluverðar vinsældir hér á landi, en lilotið ómilda dóma málhreinsunarmanna. Þetta er sagan um Ragnheiði og Finn, Dorry, Jakob Anne- Marie og Axel, og að öðru leyti skulu ungmeyjarnar geta sér til um innihaldið. Þetta er léttur frístundalesfur, sem krefst einskis af lesandanúm annars en þess að liann renni augunum yfir hlaðsíðurnar, — en timinn líður furðulega fljótt við slíkan lestur. M. • Jónas Guðmundsson: Saga og dulspeki. Höfundurmn er kunnur stjórnmálamaður, prýðilega gefinn og ritfær í bezta lagi. I>að var því ekki að furða þótl margir rækju upp stór augu er það vitnaðist að hann hafði hrifizt af kenningum Ruther- fords, kynnt sér þær að sjálf- sögðu vendilega og fest trúnað á þeim. Um Jiessar kenningar, og margt er fram hefir komið i rannsóknum fafrnfræðinnar hefir höfundurinn svo samið }>ók J>essa, en eins og hann segir sjálfur færir hann ekki fram vísindalegar sannanir fyrir nið- urstöðum sjnum, heldur líkur, sem hann trúir á, en trúin tek- ur J>ar við er vísindin stranda, og sannast þráfaldlega að trúin er rétt og byggð á traustum grunni. Sannleikuriun er einnig sá, að fátt eða ekkert er óskynsam- legt í bók Jiessari. Ályktanir sumar era þó i lausu lofti, en höfundurinn viðurkennir þetta sjálfur og selur ekki dýrar en hann keypti. Það er gaman að J>vi að grúska i fornfræðinni, bæði J>ví, sem sannað er og ósannað, en liinu verður hver og einn að ráða sjálfur livern trúnað hann leggur á skýringar liinna duldu rúna og dularfullu spádóma, — ekki sízt að J>ví er varðar stríð það er nú stendur yfir. Jónas Guðnmndsson er eng- inn meðalmaður, og J>að er sízt að undra Jiótt hann liafi ánægju af að fást við slíkar rannsóknir sem Jæssai'. Þrátt fyrir allt á trúin rík ítök í mannkyninu, og- þeim mun ríkari, sem menn eru betri gáfum gæddir. Höfundin- um er vel ljóst hvár veilur eru og bendir sjálfur á J>að rétti- lega, en bókina ættu J>eir að kynna sér, sem áhuga liafa fyrir svipuðu efni. K. G. • Sig. Eggerz: Pála. Sjónleikur í fjórum J>átt- um. Prentverk Odds Björnssonar. Nokkuð er um liðið frá því er bók Jiessi kom á markaðinn, en dregist hefir úr liömlu að geta hennar. Sigurður Eggerz liefir horfið að J>ví á efri árum, sem ‘ hann hvarf frá í æskunni en iðkaði þá með prýði, — skáld- skapnum, sem liann ann og iðkaði bæði í bundnu máli og ó- bundnu. Einkum hefir liöfund- urinn lielgað sig leikritagerð á siðuslu árum og tekist margt vel á þvi sviði. Leikrit hans eru á ýmsan hátt óvenjuleg og vel mætti segja mér að liann væri i því efni nokkuð á undan sín- um tíma. Höfundurinn bvggir leikritin upp á heimspekileg- um grundvelli og nýtur J>ar í senn góðra gáfna og langrar lífsreynslu, sem liann kann að draga ályktaiiir af. Leggur hann út af fyrir sig enga áherzlu á skrautsýningar á sviðinu, en liitt J>ykh- honum meira um vert að leysa viðfangsefnin og kryfja J>au til mergjar. Sigurður Eggerz er lögfræðingur, stjórn- málamaður, ræðuskörungur og kann J>á list allra manna bezt að haga viðræðum svo sem vera ber. Allt J>etta mótar leikrit hans og setur á J>au svip sinn. Pála er nútímaleikrit, sem ræðir um allan óróann í heim- in’um, —- ytri og innri ótök. Hún er sagan um köttinn og rottuna, — köttinn, sem hrakti rottuna i sjóinn og flýði er hún snéri til lands, en hún krefur jafnframt til mergjar eðli ást- arinnar, sem lætur sig aldur fólks engu skipta, en sigrast að lokum á öllum hindrunum og hleypidómum. Aðrir menn mér færari munu vafalaust rita á sínum tíma um skáldskap Sigurðar Eggerz og leikritagerð. Hygg eg J>að ekki ofsagt að allir uni sér vel í sálu- félagi við hann, hvort sem er í skáldskapnum eða í hinu dag- lega lífi. K. G. Enskur Módelleir er kominn. jvpmiiBr Amerískar Laugavegi 17. Egg Sími 1884. Klapparstíg 30 Aý föt ffrir sfömnl Látið oss hreinsa og pressa föt yðar og þau fá sinn upp- runalega blæ. — Fljót af- greiðsla. — EFNALAUGIN TÝR. Týsgötu 1. Sími: 2491. Kaffistell Testell Keramik Kristall Skrautvörur Burstasett Glervörur Leikföng Loftskraut K. Einar§son BJörnsson. „Hver á fegra föðurland en eg“, heitir nýútkomið sönglag fyrir blandaÖar raddir eftir Sigvalda Kaldalóns tónskáld. Textinn er eft- ir Guðmund Guðmundsson. Söng- lag þetta er tileinkað „Djúpmönn- um“. Bann vid rafmagnsh tua Samkvæmt samþykkt bæjai'st jórnar 17. þ. m. er bönnuð öll rafmagnshitun í húsum á tíma- bilinu kl. 10,45 til 12 á hádegi. Þeir, sem brjóta bann þetta, verða látnir sæta ábyrgð, samkv. reglugei'ð Raf magnsveit- unnar. RAFMAGNSSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Til jólagjafa: Kvenkápur og frakkar mikið og fallegt úrval. * f I . GOLFJAKKAR, fallegir. ! KVENNÆRFÖT frá kr. 20.85 setlið. NÁTTKJÓLAR. Verð frá 17.50. KAFFIDÚKAR úr silki. SILKISOKKAR — SILKIV AS AKL.Ú T AR. GARDÍNUTAU — HANZKAR o. m. fl. Ilerzl. Kiisliii Siimðirttlit Laugaveg 20 A. — Sími 3571. Aðvörun Að gefnu tilefni er athygli almennings vakin á því, að stranglega er bannað öllum óvið- komandi að fara inn í herbúðir setuliðsins og bækistöðvar. Brot á banni þessu geta valdið alvarkgjam slvsum og er slíkt þó séi'staklega haettulegt þegar dimmt er orðið. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 18. des. 1942. SIMON- snyrtivörur eru nú koninar aftur Heildsölubirgðir: Ewald Bernd^n «Jfe Co. Bankastræti 7. — Sinii 5743. 'JahJ&w lœ/ruvi til f^álpa.K Nr. 60 Þegar Tarzan kom á vettvang sá hann ljónynjuna standa yfir Mary, þar sem hún lá marflöt á jörðinni. Honum skild- ist, að Mary mundi hafa dottið. Nokk- ur augnablik var öllu óhætt — en ef hún hreyfði sig var henni voðinn vís. Tarzan fór sem hljóðlegast og komst aftan að ljónynjunni. Hann hélt á linífnum í annarri hendinni. Allt í einu hnipraði hann sig saman og tók und- ir sig stökk. Ilann lenti á miðju baki ljónynjunnar og rak hnifinn á kaf. Beið ljónynjan þegar bana. Mary fann nú, að orkan streymdi í æðar hennar. Hún spratt á fætur og var undandi að sjá Tarzan, sem hún hafði haldið dauðan. Svo brast hún i grát — grét hamingju- og þakklætis- tárum. „Hvað varð um Jeff?“, spurði hún snöktandi. Þau gengu til Jeff, sem enn lá í yf- irliði. Tarzan lagði hönd sina á hjarta- stað og fann, að þao sló enn. Tarzan ákvað að hjálpa Jeíf írekara. Hann hafði nú bjargað lifi hans — versta fjandmanns sins. En Tarzan grunaði Jeff ekki uni græsku.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.