Vísir


Vísir - 05.01.1943, Qupperneq 2

Vísir - 05.01.1943, Qupperneq 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Féiagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hætt hráskinnaleik. g JÁLFSTÆÐISMENN livöttu til þess öllum öðr- um fremur, aö þingflokkamir tækju upp samvinnu sín í mill- umj bg mynduðu stjórn, er þeir aliir yeittu brautargengi. Fyrir forgöngU; Sjálfstæðisflokksins lióf átta manna nefndin starf sitt, straxlí þingbyrjun, en áður, — þégar áð kosningum afstöðn- um, — hafði Ólafur Thors for- sætisráðþerra tiikynnt rikis- stjófai og jafnframl látið það boð út ganga til þjóðarinnar, að ríkisstjórnin myndi beiðast lausnar strax er þing kæmi saman., Gafst þingflokkunum þannig ærið tóm til að leita hóf- anná um samninga, ef nokkur samkomulagsvilji var fyrir liendi á annað borð. Andstæð- ingablöðin ræddu nokkuð þessa yfirlýsingu forsætis'ráðerra, en böfðu ekki mörg orð um hana að segja, en töldu hana þó eðli- lega og sjálfsagða, með tilliti til vænlanlegra samkomulags um- leitana. I?rátt fyrir þennan fyrirvara, sem flokkarnir fengu varð ekki hjá því komist að verja allt að mánuði í umleitanir um stjórn- armyndun, er þingið hafði sezt á rökstóla. Engan árangur báru þær, og ei heldur aðrar, og var ekki ahnað sýnt en að engin vegur væri til stjórnarmyndun- ar á Vénjulegan liátt. Það er bliitvérk rikisstjóra að ráðá frani úr sliku öngþveiti, — hann brást vel og röggsamlega við vaiidanum og kom þeirri stjóm á la’ggimar, sem nú starfar í landinu, og verður að teljast (j- pólitisk stjórn miðað við það, sem um er að ræða hér á landi. Ríkisstjóri sá þannig þjóðinni fyrir þeirri framkvæmdastjórn, sem flokkamir gátu ekki komið sér saman um. Því hefir verið haldið fram að stjómin sé óþingræðisleg. Þetta blað befir frá uppliafi veriiS á annari skoðun. t ræðu Einars dómsmálaráðlierra Arn- órssonar sem birtist hér í blað- / . inu I dag, er að þessu deiluefni vikið, og sýnt fram á með ljós- um rökum, að stjórain verður að teljast þingræðisleg, þótt til hennar sé stofnað á nokkuð ó- venjulegan liátt, — en þáð er allt annað atriði, sem ekki þarf að valda misskilhingS. Þótt þröng flokkssjónarmið kunni að valda þvi, að menn freistist til að telja stjórnina óþingræð- ' islega, er óbætt að fullyrða að fíestir lögfræðingar og allur‘al- menningur er á annari skoðun. Eir úr því að stjórnin er þing- ræðisstjóm, og fyrir hennar til- Stilli hefir tekist að sameina þjóðina, og koma fram ýmsum ráðstöfunum, sem flokkstjórn Sjálfstæðismanna var um megn að koma fram, með því að hún var í algerum minni hluta inn- an þings, þá er það eitt vist að hún nýtur hins fyllsta trausts hjá öllum almenningi, hvernig sem þingflokkarnir kunna að snúast við henni er frá líður. Alþingi tók stjórninni mjög vel þegar í upphafi, og fór að óskum Iiennar um afgreiðslu þeirra mála, er stjómin lagði fyrir. Má þar með fullyrða að Alþingi liafi viðurkennt stjórn- ina sem þingræðisstjórn, þótt hún styðjist ekki við neinn á- kveðinn flokk, eða fleiri flokka, innan þings. Sýnist því Alþingi hafa ákveðið að veita stjórn- inni nauðsynlegan stuðning, til þess að koma málum fram, sem til bóta má telja. Þetta var einn- ig tvimælalaust skylda Alþingis úr því, sem komið var, en hefði það risið gegn stjórninni þegar í upphafi, lá ekki annað fyrir en að rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga, og hefði þá þingið sannarlega bætt gráu ofan á svart, ef að til þess liefði komið. Afstaða blaðanna hefir yfir- Ieitt verið sú til þessa, að þau hafa tekið stjórninni vinsam- lega, og mun þetta blað gefa al- menningi kost á að kynnasl stefnu stjórnarinnar, eins og hún kemur fram i áramótaræð- um ráðherranna, án þess þó að gera hvert þeirra orð að sínu. Er það einnig í samræmi við þá viðleitni Sjálfstæðisflokksins að hafin skyldi viðreisnarbarátta, Jjót-t forystan sé utan þings en ekki innan nú í bili. Þar til bet- ur skipast ber öllum flokkum að styðja. stjórnina i J)vi að koma fram þjóðþrifamálum, og því fylgir sannarlega þung ábyrgð, ef stjórninni er steypt af stóli, án þess að jafnframt sé tryggt að jafnstarfhæf stjórn taki við völdunum, er njóti jafnframt svipaðs trausts og núverandi ríkisstjórn. Hver sú stjóni er mynduð væri, og yki á úlfúð og sundrung meðal Ixirg- aranna, ætti engan rétt á sér eins og sakir standa. Augu manna munu beinast mjög að Alþingi næsta mánuð- inn. Hvernig bregzt það við þeim málum, sem stjórnin leggur fyrir það? 1 sjálfu sér má gera ráð fyrir að rikisstjóm- in komi ekki fram með neinar þær nýungar, sem byltingu valda, enda er það ekki lilut- verk hennar, en líklegt er að hún vinni að framgangi þeirra mála margra, sem rædd hafa verið innan þingsins, en ekki hafa náð fram að ganga vegna hráskinnaleiks og reipdráttar milluhi flokkanna. Slíkan leik er ekki unnt að þreyta lengur. Annaðhvort verður meiri hluti þings að snúast með stjórninni eða gegn henni. Hvað ofan á verður i þvi efni mun sannast næstu vikurnar. Til sölu Notuð borðstofuhúsgögn, amerískt skrifborð (Roll top), viðtæki, taurulla og rit- vél. —- Til sýnis ld. 5—8, Bröttugötu 3 A. iiaaaiiaiM■■■■■■■■•■■■>■■■■■■•■■■■■aaia■■■■•■*• Bezt að augiysa t Vísl. I■■■■■■■■■■l■ll■■■■■■■■■■■■■l■■■■■■■■■l■■ll■■■ll Einbýlishús er til sölu í Höfðahverfi nú jiegar. — Uppl. í síma 4964. f jast aftur í Sundhöllinni á iðvikudag 6. janúar. Upp- úngar í síma 4059 kl. 10 til 12 og 2 til 4. ÍNDHÖLL REYKJAVÍKUR Aðrar menningarþjóðir hafa haldið dýrtíðinni í skefjum með viturlegum ráðstöfunum.---------Vér sleppum verðbólgunni lausri. Ávarp dómsmálaráöherra Einars Arnórssonar til þjódarinnar í út- varpi á gamlárskvöld. TT ér fer á eftir ræða Einars dómsmálaráðherra Arnórssonar, ■“A er hann flutti í útvarpið á gamlárskvöld. Vakti ræðan að vonuni mikla athygli, með því að ráðherrann vék að ýmsum þeim vandamálum, sem nú eru uppi með þjóðinni, og deilum varðandi m)rndun stjórnarinnar og afstöðu hennar til Alþingis. Góðir Islendingar! í dag eru 3 ár og 4 mánuðir síðan styrjöld sú liófst, er nú stendur vfir. Land vort hefir að vonum ekki verið ósnortið af styrjöld þessari, þóll íslenzkir menn Iiafi ekki fallið beinlínis á vígvelli. Landið hefir misst all- marga af sínum ágætu sjó- mönnum og' talsvert af sínum litla skipakosti vegna styrjald- araðgerða. Landið var hernum- ið af Bretum 10. maí 1940 og hér um hil ári síðar gerðust Bandariki Norður-Ameríku verndari landsins og amerískur Iier tók sér liér aðsetur og liefir það hér enn. Oss er það að mjög litlu leyti sjálfrátt, hvað her- stjórnir þessara stórvelda gera hér, enda erum vér lí.tt færir til að dæma um, hvað er nauðsyn- legt eða heppilegl þessum stór- veldum til varnar landinu og til fullra nytja. af yfirráðum þess til sigurs í styi’jöldinni. Að þessu leyti höfum vér ein- ungis verið peð á taflborði sterkra leikenda. En svo er ann- ar þáttur atburða og skipidags — eða ef lil vill fremur skipu- lagsleysis, — þar sem vér höf- um ekki verið einungis peð á skákborði, heldur leikendur. Og þá er eðlilegt, að vér spyrjum sjálfa oss, hvernig vér höfum leikið, og reynum að gera oss hugmynd um það, hver leikslok muni verða. Hér teflum við bæði við sálfræðileg lögmál og viðskiptalögmál, sem ekki láta heldur að sér hæða, lögmál, sem vinna taflið alveg tvímælalaust, ef vér gætum oss ekki strang- lega í tafllokin. Þar riður oft mest á því, að gera góðan leik fljótt — missa ekki tempó, eins og taflmenn nefna það, — því áð á því geta úrslit oltið. Eins og kunnugt er, dundi yfir atvinnukreppa mikjl eftir árið 1930. Bændum og vélbáta- ejgendum var veitt svokölluð kreppuhjálp með lánum og nið- urfellingu krafna á hendur þeim. Stórútgerðinni svonefndu var ekki sinnt fyrr en síðar. En árið 1938 var útgerðarfyrir- tækjum islenzkra botnvörpu- skipa veitt mjög mikil ívilnun um skattgreiðslu og útsvars, sem raunverulega leysti þessi fyrirtæki undan greiðslu tekju- skatts og útsvars um tilíekið árabil. En aðalatvinnuvegum landsins nægði ekki það, sem rikisvaldið hafði gert til rétt- ingar þeim. Því voru ný ráð tek- in upp vorið 1939. Með lögum nr. 10/1939 4. apríl var íslenzk króna verðfelld um rúman fimmtung, eða sem næsl 21,45%. Þessi ráðstöfun gerði það að verkum, að útflytjendur islenzka afurða, sem fengu þær greiddar í erlendum gjaldeyri, fengu 21.45% fleiri krónur ís- lenzkar fyrir tiltekið vörumagn en ella hefði verið. Hins vegar mátti gera ráð fyrir því, að ráð- stöfun þessi hefði í för með sér i nokkra hækkun á erlendri vöru frá því, sem þá var. Sú hækkun mundi því næst hafa í för með sér kröfur um samsvarandi hækkun vinnulauna og þar með einnig nokkra hækkun á verði innlexidra framleiðsluvara, hæði á laudbúnaðarvörum og iðnaðarvörum. Islenzka krónan hlaut þá að verða verðminni en áður var einnig í innanlands- viðskiptum. Með öðrum orðum: Eign allra opinberra sjóða og sparifjáreigenda var felld í verði með lögum. Ríkið og aðrir, sem greiða skyldu skuldir í erlendum gjaldeyri, urðu að sæta hækkun á skuldum sínum, sem svaraði 21,45', Allt þetta var löggjöfunum auð- vitað ljóst. Þeir vildu gera ráð- stafanir til þess að verðfelling krónunnar ylli sem minnstum röskunum í þjóðarbúskapnum. Auk fórnarinnar, sem löggjaf- inn lagði á sparifjáreigendur landsins, lagði hann einnig hömlur á kaupgjald, verðlag landhúnaðarafurða í sölu innan- lands og á húsaleigu. Hömlur á verðlagi landbúnaðarafurða voru fyrst felldar niður, þegar i byrjun ársins 1940, með lögum nr. 2, jan. 1940. Kaupgjalds- hömlurnar stóðu til ársloka 1940, en bannið við hækkun, hú^aleigu hefir hins vegar allt af staðið, nema að hækka má húsaleigu um tiltekinn hundr- aðshluta fyrir áætlaðri hækkun á viðhaldskostnaði. Styrjöldin skall yfir 1. sept. 1939. Nú urðu þau umskipti, að sjávarútvegsmenn, einkum þó stórútgerðin, réttu mjög hag sinn með fisksölum sinum til Bretlands. Þeir, sem áður bárust i bökkum og hjálpað hafði verið með verðfellingu krónunnar, komust nú úr skuldum og söfn- uðu hráðlega stórfé, á íslenzkan kvarða mælt. Eftir að kaup- gjaldshömlurnar voru af teknar og eftir að „Bretavinnan“ svo- nefnda hófst, hækkaði kaup verkamanna að krónutali og eigi síður svonefndra „fag- Iærðra“ manna, enda varð árið 1941 svo mikil eftirspurn eftir vinnu, að ógerlegt var að fá menn til nokkurs viðviks, að kallað yrði. Af vist og viðskipt- um hinna erlendu herliða leickli enn aðrar þjóðhagsbreytngar. Hér í bæ spruttu upp veitinga- staðir hvarvetna, sem drógu til sín fólk, aðallega kvenfólk. Verzlunin örvaðist og kaup- menn græddu. Allt seldist, sem inn var flutt, þarft, hálfþarft og óþarft. Innieignir söfnuðust er- lendis, og erlendum gjaldeyri var um of varið til innflutnings á einskisverðu skrani, sem svo hefir verið selt fólki, sem nóg hefir liaft af íslenzkum seðlum til kaupa á því. Vöruverð allt liefir stórhækkað, sumar land- búnaðarafurðir fimmfaldast, enda liafa þær yfirleitt hækkað miklu meira en flestar erlendar íslenzku krónutali. nauðsynjavörur. Seðlavelta Landsbankans hefir síaukist, og stafar það auðvitað nokkuð af viðskiptum herliðanna hér. Nú er seðlavellan nær 100 milljón- um króna, eða tífölduð við það, sem var fyrir styrjöldina. Fram- færslukostnaður hefir síhækk- að frá því, sem var á fyrra hluta ársins 1939. I ágúst 1940 var vísitalan t. d. einungis 127, framfærslukostnaður talinn ligfa liækkað einungis um 27 stig, en á miðju ári 1942 er vísi- j talan orðin 183, og síðan Iiefir hún hækkað hröðum skrefum. Visitala sú, sem Iaun verða greidd "eftir 1. jan. 1913 mun verða rúmlega 270. 1 stig í vísi- tölu mun kosta ríkissjóð í út- borguðum peningum um 10000 kr. á mánuði og 170 stig því 1.700.000 kr. Allir telja sig Iiafa séð það, að hömlulaus verðbólguvöxtur hljóti að leiða til hruns. At- vinnuvegirnir hætta að rísa und- ir tilkostnaðinum. Sumir eru þegar hættir þvi. Alþingi hefir „falið“ stjórninni að verðbæta landbúnaðarafurðir með allt að 25 milljónum króna úr rikis- sjóði. Þetta kann að vera hægt eitt skipti af tekjuafgangi 1941 og 1942. En verður ])að hægt fram vegis. Og hvernig fer, ef fiskveiðar liætta að svara kostn- aði? Þá hlýtur að draga stór- kostlega úr þeim. Og þá kemur skortur á erlendum gjaldeyri hráðlega til sögunnar, eins og fyrir stríðið. Þótt við eigum nú inni erlendis sem svarar 280 milljónum króna, þá verður það upp etið hráðlega, ef atvinnu- vegur sá, sem mestmegnis læt- ur erlenda gjaldeyrinn í té, stöðvast, eða ef hann dregst veruléga saman. í kjölfar stöðv- unar atvinnuveganna eða sam- dráttar siglir svo auðvitað at- vinnuleysi og örbirgð. Þó að sparifé manna hafi mjög auk- izt að krónutali, þá er það ekki heldur lengi upp etið i almennu atvinnuleysi. Verðbólgan hefir, eins og öll- um ætti að vera Ijóst, í för með sér rýrnun á öllu sparifé manna og öllum opinberum sjóðum. Ef svo heldur áfram sem nú hefir verið um skeið, nálgast krónan okkar hröðum skrefum núll, eins og þýzka pappirs- markið á árunum eftir fyrri styrjöldina. Menn, sem með súr- um sveita og sparsemi hafa lagt upp af verkkaupi sínu fyrr og síðar — og slíkir menn og konur eru þó ekki svo fáir hér á landi — til elliára, til styrktar í veik- indum, til meriningar börnum sínum o. s.’ frv„ eru ovðnir ör- eigar fyrr en þeir vita af. Kaup einnar kaupakonu á viku fyrir nokkuð mörgum árum, sem lagt hefði verið fyrir, nægir nú að eins fvrir 4 mjólkurlít’rum eða 1 kílói af kjöti. Þeir, sem lagl hafa gróðafé sitt í hygging- ar eða fasteignir nú á styrjald- artimanunr, munu verða að af- skrifa nokkur .100% af verði þeirra eigna. Og svo verður um allar þær eignir, sem menn afla sér með dægurverði þvi, sem nú er. Verðbólgan hefir og aðrar, siálfræðilegar verkanir. Hún veldur almennu óárani i mann- fólkinu. Hún sviptir menn trúnni á gjaldmiðilinn. En sú Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslu í veitingastofu. — Uppl. í síma 4301. Ntúlkur vantav, helzt vanar kápu- saumi. Getum skaffað hús- næði. Uppl. í KÁPUBÚÐINNI MAX. Hverfisgötu 34. Sími 3657. Stúlku vántar nú þegar i þvottahús Elli- og hjúkrunarheimilisins Gmnd. Upplýsingar gefur ráðskona þvottáhússins. 2 stúlkur vantar strax í Oddfellowhús- ið. — Vaktaskipli. vantni veldur aftur eyðslusemi og óhófi, sem spillir mönnum andlega og líkamlega. Mönnum finnst sjálfsagt að eyða því strax, sem þeir afla, því að ann- arsánegi húasl við, að það verði einskisvirði. Drykkfelldi mað- urinn horfir ekki í það að kaupa smygluðu vískíflöskuna fyrir 150—200 krónur. Auðmennirn- ir fara miklu liærra, þegar þeim býður svo við að horfa. Konur og menn kaupa allskonar gling- ur og óþarfa fyrir okurverð, glingur, sem ráðamenn verzlun- ar og innflutnings hafa verið svo gálausir að lejda innflutn- ing á og að eyða af innstæðum vorum erlendis til að kaupa. Seðlaflóð og verðhólga setur vitanlega mark sitt á skemmt- analíf fólksins. Þeir, sem seðl- ana hafa, vila ekki fyrir sér, margir liverir, að henda þeim úl fyrir skemmtanir, hollar eða ó- hollar eftir atvikum. Það mun ekki þykja aðfinnsluvert, þótt menn greiði svo sem 50 krónur fyrir einn málsverð riiatar með ]>eim hlunnindum, að mega dansa eina nótt á opinbei’um veitingastað. En í viðbót því gjalldi koma svo að sjálfsögðu nokkur hundruð krónur fyrir drykkjarföng. Bifreiðarferð- ir, stundum dögum saman, með drykkjum og gleðskap munu ekki hafa verið ótíðir förunaul- ar seðlaflóðs og Verðhólgu nú á síðustu árum. Og svo mælti lengi telja. Hins vegar kreppir verðbólg- an að öðrum. Þeir, sem hættir eru að geta aflað sér f jár og svo allir, sem að eins hafa sitt af- skammtað uppeldi ,eins og op- inberir starfsmerin og mikill fjöldi smábænda, sem ekki hafa komizt í „Bretavinnu“ eða á annan hátt liafa getað aflað sér seðlanría, stynja undir oki vei’ð- bólgunnar. Þótt sumir þessara þegna þjóðfélagsins fái launa- viðbætur eftir vísitölu, þá hamla þær alls og alls ekki upp á móti verðhækkun nauðsynja. Nú er t. d. svo komið, að aðrir en stríðsgróðamenn hafa ekki efni á að kosta nauðsynlega liúshjálp á heimilum sínum, enda nær ó- mögulegt að fá slíka lijálp. Húsmæður, bæði til sjávar og Hafið bér revnt I> E18 B Y-veðreiðaskonnuna ? VlSIR sveita, eru því almennt undir þá þraut seldar að vinna sjálfar innanhússtörfin, livort sem kraftar þeirra leyfa eða ekki. Með þeim tíma, sem mér er markaður hef eg að eins getað sliklað á nokkrum aðalatriðum. Vér verðum að horfast í augu við veruleikann, reyna að gera. okkur ljóst, hvert stefnir, ef svo verður áfram haldið sem gert hefir verið hingað lil, síðan verðbólgunni var svo að segja sleppt alveg lausri. A fjármála- og atvinnusviði þjóðarinnar liefir þessi hin síðustu ár verið farið þvert á móti því, sem aðr- ar menningarþjóðir, sém vér þekkjum til, hafa farið. Þær liafa með viturlegum ráðstöfun- um haldið verðbólgu og dýrtíð svo mjög i skefjum, að okkur mundi þykja lítils um ])á dýrtið vert, sem þær liafa lagt allt kapp :á að stöðva. Stjórn vor og með- ferð öll á þessum lífsvelferðar- málum þjóðarnnar talar sínu máli. Vér erum sem stendur fjár- hagslegur sjúklingur. Vér mundum hafa getað varið oss við sjúkdómnum að meslu leyti, ef forráðamenn vorir hefðu all- ir með viti og góðvilja staðið saman um það. En venjulega er hægara að verjast sjúkdómi, ef ráð er í tíma tekið, en lækna harín. Nú, þegar óráð og sótt- hiti hefir heltekið sjúklinginn, má búast við því, að lækningin verði torveld. Fyrsta skrefið virðist vera að reyna til að stöðva sjúkdóminn, eftir því sem frekast er unnt. Sú tilraun hefir verið gerð, livemig sem hún kanu að talcast. Til lækn- ingar eða betrunar á sjúkdóm- inurn þarf átbeina margra að- ilja. Alþingis fyrst og fremst umallt, sem löggjöf þarf til. Því næst stjórnarinnar til að fram- kvæma ákvarðanir alþingis. Og loks siðast og ekki sízt allra þeirra manna, sem forræði nokkurl hafa um málefni ein- stakra liluta landsmanna. Og loks þarf þegnskap alls almenn- ings til þess að bati eða lækning megi takast. Vafalaust munu margir verða að færa einhverjar fornir, miðað við stundarhagn- að. Og þar verður mest að heimta af þeim, sem mesta liafa getuna. En það eru yfirleitt þeir, sem mest hafa bætt hag sinn síðustu árin. Þeir hafa bökin hreiðust, og á þá verður því að leggja þyngsta baggana. En ef bati eða lækning tekst, þá verður naumast rétt að tala um fórnir eins fyrir annan, því að í rauninni mundi þá liver, sem kallaður væri að leggja eitlhvað í sölurnar, vera að bjarga hag sjálfs sin. Ef t. d. sjávarútgerð stöðvast, þá hlyti það að skajia mjög víðtækt at- vinnuleysi, ekki einungis meðal sjómannastéttarinnar, heldur niiklu víðtækara. Og þá mundi ekki langur tími líða, þar til er taka þyrfti féð, þar sem það er til, lil hjálpar hinum atvinnu- lausu. Og svo er annað ráð líka til. Atvinnutækin, t. d. fiski- skip gefa engan arð, ef þau eru ekki notuð samkvænit ákvörð- un sinni. Rikisvaldið gæti þvi, ef í harðhakka slægi, tekið þau lil sinna umráða leigulaust gegn Iiæfilegu viðhaldi. Og stéttir launþega svonefndra, hænda og iðnrekenda mundu líka hver á sínu sviði hjai'ga liagsmunum sjálfra sín nieð þeim fórnum, sem þeir færðu. Rikið sparar og fé með liverju stigi, sem vísital- an færist niður. Og allir eiga að geta eitthvað sparað með sama hætti, ef rétt er á lialdið. Áður en eg lýk máli mínu, vil eg fara fáum orðum um af- stöðu stjórnar þeirrar, sem nú situr. Eg hefi orðið var þess skilnings bæði i blöðum og víð- ar, að stjórnin væri skipuð and- stætt þingræðisreglum og að hún bæri ekki ábyrgð fyrir al- þingi, Iieldur rikisstjóra einum. Um fyrra atriðið vil eg segja þetta: Að tilhlutun ríkisstjóra gerðu 8 menn, 2 úr hverjum þingflokki, rækilegar tilraunir til að finna grundvöll til stjórn- arniyndunar nieð atbeina allra 4 flokka þingsins, Þessar tilraun- ir urðu árangurslausar. Því næst reyndi forseti sameinaðs alþingis að mynda stjórn með atfvlgi 3 flokka þingsins, Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokks- ins og Sósíalistaflokksins. Sú tilraun bar ekki lieldur árangur. Loks reyndi Sjálfstæðisflokk- urinn að mynda stjórn allra flokka, og þegar sú tilraun reyndist árangurslaus, að mvnda stjórn með Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki. Sú til- raun bar ekki lieldur árangur. Reynl liafði því verið til þrautar að mynda stjórn með atfylgi þingflokkanna. Því reyndist ó- mögulegt að mynda stjórn, sem fyrirfram hefði stuðning meiri hluta þings. Hins vegar vsal stjórn, seni fengið liafði þegar lausn og ekki hafði stuðning nema 20 þingmanna af 52 og andstöðu flokkanna hinna. Það varð því ekki talið andstætt þingræði að skipa stjórn, sem að visu hafði engan fyrirfram tryggðan þingmeirihluta með sér, í stað stjórnar, sem liafði rúmlega 60% þingsins á móti sér, og lilaut að skoða sig ein- ungis afgreiðslustjórn daglegra mála. Hitt væri ó])ingi’æðislegt, ef núverandi stjórn beitti þrá- setu, ef alþingi skoraði á liana að fara, nema ágreiningur væri milli þings og stjómar um mik- ilvægt mál, sem réttlætti þing- rof og nýjai' kosningar. Um síðara atriðið er það að segja, að engri átt nær, að stjórnin beri einungis ábyrgð fvrir ríkisstjóra, en ekki alþingi. Ef ritstjórar þeirra blaða, sem ])essu liafa haldið fram, gefa sér tíma til að líta í 10. gr. stjórnar- skrárinnar, þá ættu þeir að geta fljótlega sannfærzl um, að al- veg sama gildir um ráðherra í núverandi ráðuneyti sem aðra ráðherra. Þeir bera sömu á- byrgð á stjörnarframkvæmdum sém aðrir ráðheirar. Alþingi getur kærl þá fyrir embættis- rekstur þeirra, eins og aðra ráð- lierra. Og Landsdómur dæmir þau mál, eins og önnur mál á liendur ráðherrum, fyrir em- bættisrekstur þeirra. Að svo niæltu skal eg lúka máli mínu með þeirri ósk og von, að þjóðin öll sýni þann þegnskap og þroska, sem nauð- synlegur ríiun verða lil að bægja frá þeim fjárhagsvoða, sem yf- ir vofir, og með óskum um far- sælt komandi ár. Bæí ar- fréttír V í s i r er sex síður í dag. 80 ára verður á niorgun (6. þ. ni.) írú Sigríður Sigurðardóttir, Njálsgötu 6oB. Útvarpið í dag. Kl. 20.20 Ávarp fjármála- Qg við- skiptamálaráðherra Björns Ólafs- sonar. ,20.40 Erindi: Landmælingar (Steinþór Sigurðsson íhagister). 21.05 Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikur á píanó (dr. Urbant- schitsch) : a) Schumann: Fjögur píanólög, Op. 34. b) Brahms: Fjór- ar ballötur fyrir píanó, Op. 10. 21,20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Blaðið „Akranes“ fæst í Bókaverzlun ísafoldar og kostar árgangurinn 15 kr. Þar er einnig tekið á móti nýjum áskrif- endum. Blaðið er í livívetna vand- að og merkilegt, ekki sízt að því leyti, að það flytur stórmerka þætti úr menningarsögu Akraness, sögu, sem að ýmsu leyti á sammerkt við menningar- og þróunarsögu ann- arra útvegsþorpa á lándinu. Um jólin kom út vandað jólablað, prýtt mörgum fágætum myndum. Hef- ur efni þess áður verið rakið hér i blaðinu. Ávarp nkisstjóra. Þjóðin þarfnast frekari óeigingirni og jafnréttis. Ráöstafanir að ófridnum loknum. Ríkisstjóri flutti ávarp til þjóðarinnar í útvarpið á nýársdag, Verður ræðan ekki birl hér í blaðinu í heild, enda má gera ráð fyrir að hún sé þegar almenningi kunn, og hefir birzt í tveimur öðrum dagblöðum bæjarins. Ræðan var mjög athyglisverð, og birtist hér örstuttur og ófullkominn útdráttur úr henni. Ríksstjóri hóf mál sitt á því að minnast sjómanna þeirra, sem fórnað höfðu lífi sínu í þágu þjóðarinnar á hinu síðasta ári, og vottaði aðstandendum þeirra samúð sína. Því næst vék ríkisstjóri að ,stj ómmálaviðhurðum síðasta árs og lýsti þeirri von sirini, að atburðir ársins hinir síðUstu niættu leiða til góðs, en lét þess jafnframt getið, að máske vær- um við nú að komast yfir frí’ð- ugasta hjallann. Þá vék ríkisstjóri að' ófriði þeim er nú geisar, og gat ])ess að ýmsir bjartsýnir menn von- uðu að honum yrði lokið á þessu ári, en þótt slikt væri aðeins von en ekki vissa, væri réttinætt að beina athyglinni að viðhorf- inu er ófriðnuni, lýkur. Vék ríkisstjóri sérstaklega að um- mælum Roosevelts Bandaríkja- forseta, en hann taldi að tak- mark lýðræðisþjóðanna að ó- friðnum loknum ætti að vera það, að þjóðunum yrði tryggt ferfalt frelsi: Málfrelsi, trúfrelsi, lrelsi án skorts og frelsi án ótta. Vék ríkisstjóri því næst að ]iess- 11111 liðum öllum, og flutti um þá snjallt mál. Þá vék ríkisstjóri að starfi brezka hagfræðingsins Sir Williams Beveridge, áætlunum hans og tillögum um hvernig skapa megi í framtíðinni öryggi gegn skorti, eftir því, sem að- stæður eru þar i landi. Þraut- irnar, sem við væri a'ð glíma í þessu efni í Bretlandi væru: Skortur á Iífsviðurværi, veik- indi, vanþekking, umhyggju- leysi og óhollusta og aðgerða- leysi. Rikisstjóri ræddi um það að lokum, hve rik itök jafnrétti ætti nú nieð hinum stríðandi þjóðum, og nefndi dæmi þess, er liann liafði kynnzt hér á landi, og laldi, að slíkt hugarfar myndi ekki aðeins hjálpa til þess að vinna ófriðinn, heldur og að vinna friðinn á eftir. Komst rík- isstjori svo að orði í því sam- bandi: „Mér er kuilnugt um hitt.og þetta hér á landi, sem lier vott um að slik hugarfars- lireyting sé elcki orðin svo al- menn enn með okkur sem skyldi. Eg lield að það sé nauð- synlegt, ef við eigum að yfir- buga vandkvæðin, sem ófriðar- ástandið liefir skapað okkur, að hugarfarið hreytist í þessa átt. ()g eg efast um að við verðum megnugir að vera með í því að „viinna friðinn“ að ófriðnum loknuni, uema að okkur takist að leignast slíkt hugarfar og hreyta samkvænit því.“ Enn- frennu’ sagði ríkisstjóri: „Góð- vinur föður niins sagði við mig fvrir tuttugu árum, að faðir minn liefði einu sinni mælt við sig eitthvað á þessa leið: „Ef allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, gerðu sér það að reglu að lesa Fjallræðuna, ekki einu sinni, heldur oft á árii, myn^i í^lejnzku þjóðinn.i farnast betur en ella.“ Kvaðst rílrisstjóri vilja gera þessi um- mæli föður síns að nýársósk til íslenqku þjóðarinnar, og árn- aði jafnframt einstakling liverj- nm. og þjóðinni í lieild árs og friðar. Áskorun tíl kanpmanna og’ kanpfélaga. Meðan erlent spi.jör, sem pantað hefir verið, er ókoinið til landsins, skorar ráðuneytið á alla þá, er selja smjör í smásölu, að selja eng- um einstökum kaupanda meira en eitt kíló af smjöri í einu. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 4. janúar 1943. Pilt, 14-16 ára , vantar til sendiferða og snúninga á skrifstofu. Umsóknir, ásamt kaupkröfu og meðmælum, merktar: „Stundvis“, sendist afgr. Visis fyrir kl. 6 annað kvöld. ioif lýreykt Inalijiit Ennfremur höfum við ennþá: Tripiia- og folaldakjöt, nýtt: í heilum og hálfum skrokkum kr. 3.30 pr. kg. Súi)uk jöt: kr. 4.00 pr. kg. Læri, smábitar í steik kr. 4.50 pr. kg. (gamla kjötbúðin). Okkur vantar börn til að bera blaðið til kaupenda um eftir- greind svæði: FRAMNESVEG TJARNARGÖTU KLEPPSHOLT SOGAMÝRI Talið við afgreiðsluna. \ \DACBLAÐIÐ VÍSIR Til sölu hálf húseignin Kaplaskjólsvegur 3 í Reykjavík. 3 herbergi og eldhús verða laus til afnota 14. maí 1943. Væntanlegir kaupendur geta fengið nánari upplýs- ingar á skrifstofu LÁRUSAR FJELDSTED, hrm. Húsnæði 3—4 lierhergja íbúð óskast (il kaups eða leigu. Mikil fyrirframgreiðsla. Tilhoð, merkt: „G. K.“, leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir miðvikudagskvöld. Verkstæðispláss (40—80 fermetra gólfflöt) eða rakalaust geynislupláss vantar mig nú þegar. PÁLMAR ISÓLFSSON. Símar: 3214 og 4926. Lögtak. Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reyk javíkur og að 1 undangengnum úrskurði, upp kveðnum í dag, með tilvisun til 88. gr. laga um alþýðutrygging- ar nr. 74, 31. des. 1937, sbr. 80. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29, 16. des. 1885, verð- ur án frekari fyrirvara lögtak látið fram fara íyrir öllum ógreiddum iðgjöldum Sjúkrasam- lagsins, þeim, er féllu i gjalddaga 1. des. 1942 og fyrr, að átta döguin liðnum frá birtingu I þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd < innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavík, 4. jan. 1943. Það tilkynnist, að [Þórey Guðmundsdóttlr andaðist 4. þ. m. að heimili sínu, Ránargötu 8. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Markússon. Innilegar þakkir fyrir auðsýuda samúð við jarðarför mannsins míns og föður okkar, Halldórs Auðunssonar. 3 Margrét Þórðardóttir og böm. v

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.