Vísir - 05.01.1943, Blaðsíða 6

Vísir - 05.01.1943, Blaðsíða 6
Þriðjudaginn 5. janúár 1943. V í S I R Allt frá því styrjöldin hófst og út arið 1941 mun óhætl að segja, að afkoma sjávarútvegs- ins hafi verið góð. Þess var raunar brýn þörf, því hátt upp í heilan tug ára hafði úlgerðin verið rekin með tapi og hún þar af leiðandi safnað miklum skuldum. Á þessu varð nokkur breyting á árinu 1942 og það lil hins verra. Er þetta þeim mun hryggilegra, þar sem hér er að meslu um sjálfskaparvíti að ræða, en meginorsök þess, að : afkoma útgerðarinnar var ekki eins góð á þessu ári og verið hafði tvö undanfarin ár, verður að telja liina ört vaxandi verð- bólgu í landinu. Því skal ekki haldið fram hér, að um taprekstur hafi verið að ræða hjá útgerðinni á þessu ári, en þegar öll kurl koma til graf- ar, þá er mér næst að halda að afgangurinn hjá hinni smærri útgerð að minnsta kosti verði ekki ýkja mikill. Þátttaka í útgerðinni mun yf- irleitt hafa verið minni á ár- inu en á fyrra ári. Olli þar mestu um að miklum erfiðleik- um var bundið að fá fólk á hát- ana og á þetta þó einkum við um smæslu bátana. 1 fjölmörg- um verstöðvum þar sem gerðir eru út opnir vélbátar varð fjöldi báta að liggja yfir vertíð- ina af þessari ástæðu. Eftir- spurnin eftir vinnuaflinu lil landvinnu, einkum í þágu setu- liðanna, var svo gífurleg og kaupið sem goldið var fyrir þá vinnu svo hátt, að menn tóku heldur þann kostinn, að taka fé silt á þurru landi, þar sem það var öruggt, heldur en fara til fiskjar, en þar hlulu tekjurn- ar að fara eftir aflamagninu, en fiskurinn á það stundum til að . vera brellinn, enda reyndist hann svo á vetrarvertíð sunn- anlands að þessu sinni. Auk þess sem allmikill fjöldi opinna vél- báta lá uppi af áðurgreindum ástæðum, voru allmargir stærri vélbátar leigðir seluliðunum til flutninga. Einkum fór þetla mjög í vöxt seinni hluta ársins og munu bá fleiri tugir báta og línugufuskipa hafa verið Ie:gð- ir þannig. Leiddi þetta óhjá- kvæmilega af sér, að fram- leiðslan varð minni en vænta hefði mátt ef öll þessi skip hefðu tekið þátt í fiskveiðum. Aflabrögð á þorskveiðum voru yfirleitt mjög misjöfn á árinu og var það hvortveggja að gæflir voru stirðar og afli oft tregur. Á vetrarvertíð sunn- anlánds voru gæftir frámuna- lega stirðar lengi vertíðar og afli sömuleiðis tregur, þó glæddist aflinn þegar leið á ver- tíðina og í maímáuði var mjög góður afli og stóð fram yfir lok, en það er heldur ótítt. En þrátt fyrir aflahrotu þá, sem kom í lok verlíðarinnar, verður að telja vertíðina í lakasta lagi hvað aflamagn snertir, enda voru hásetahlutir mun lægri á þessari vertíð en árið áður, að minnsta lcosti í verstöðvunum við Faxaflóa. Á Ilornafirði var vetrai'vertíð með bezta móti hvað aflamagn snerti, enda þótt gæftir væru stirðar annað slagið. Heildaraflinn á öllu Iandinu mun hafa numið um 190 þús. smál. (af slægðum fiski með haus); er það 5 þús. smál. minni afli en á fyrra ári. Iiemur þarna berlega í Ijós að afli bátaútveg- arins hefir orðið mun minni en árið áður, þar eð togararnir munu hafa aflað meira á þessu ári en hinu fyrra. Verkun á aflanum var með svipuðum hætti og árið áður. Yfirgnæfandi meirihl.aflans var fluttur út ísvarinn. Sáu bæði ís- lenzk og erlend skip um þá flutninga auk þess sem togar- arnir flultu utan fisk, sem þer veiddu sjálfir. Islenzku fisk- tökuskipin, sem flest eru smá, fóru um 180 ferðir á árinu, en 201 ferð á fyrra ári. Aftur á móti fjölgaði ferðum togaranna úr 188 í rúmlega 300. Var siglingum haldið áfram við- stöðulaust fram i októbermán- uð, en lögðust eftir það niður að mestu. Ástæðan til þessarar sigling'aslöðvunur var, eins og mönnum mun kunnugt sú, að Bretar skipuðu svo fyrir, að togararnir skyldu sigla til hafna á austurströnd Bretlands tvær ferðir af hverjum þremur sem þeir færu, en þá þriðju mættu þeir sigla lil þeirrar liafnar á vesturströndinni sem þeir áður liöfðu siglt til. Þar sem þetta myndi hafa í för með sér verulega lengingu á sigl- ingatímanum og, aulc þess aukna hættu fyrir menn og skip, töldu þeir aðilar, sem hér áltu hlut að máli rétt að freista þess að komast að samkomu- lagi við Breta um það, að sigl- ingar mættu halda áfram eins og verið hafði, en þunglega mun nú liorfa um að á þessu fá- ist nokkur Jagfæring. Saltfiskverkun var mjög lítil á árinu miðað við það sem var hér áður fyrr. Mun liún liafa verið undir 3 þús. smál. alls en var árið áður um 18 þús. smál. Var yfirgnæfandi meiri hluti saltfisksins á suðvesturlandi, einlcum í verstöðvunum við sunnanverðan Faxaflóa og auk þess afli togara í Reykjavík og Hafnarfirði, en þeir fóru nokk- urar ferðir á saltfiskveiðar á vertíðinni. Hraðfrystihúsum fjölgaði enn á árinu og munu liafa verið starfrækt 44 hús og enn eru noklcur hús í byggingu. Alls munu hafa verið fryst á árinú talsvert yfir 20 þús. smál af fiski og mun það vera um helmingi meira en á fyrra ári. Framleiðsla hraðfrystihúsanna var eins og annar fiskur seld samkv. samningi fyrir fast- ákveðið verð til júníloka 1943. Seinni hluta ársins 1942 hækk- aði framleiðslukoslnaður frysti- húsanna hröðum skrefum sem bein afleiðing af hinni vaxandi dýrtíð í landinu. Gerði þetta alla slarfsrækslu húsanna mjög erf- iða og svo kom að lokum, að frystihúsaeigendur töldu sig ekki geta starfrækt hús sín vegna liins aukna framleiðslu- kostnaðar. Frysting varð því mjög lítil tvo síðustu mánuði ársins, en horfur eru nú á að úr þessu fáist bætt þannig að starfræksla húsanna geti haf- izt nú á vetrarvertíðinni. Er það að sjálfsögðu geysi þýðingar- mikið að móttalca frystihús- anna á fiski til frystingar geti hafizt á ný þar sem verulegur hluti af hinni smærri útgerð í landinu byggir tilveru sína að miklu leyti á þessari verkunar- aðferð. Síldveiðin. Eins og á fyrra ári varð nokk- ur dráttur á þvi, að gengið væri frá samningum um sölu á síld- arafurðum. Það dróst því nokkuð^ að unnt væri að ákveða verðið á bræðslúsildinni. Hinn 2. júní tilkynnti ríkisstjórnin, þá ákvörðun sina, að ríkisverk- smiðjurnar skyldu liefja mót- töku síldar hinn 5. júlí og greiða kr. 18.00 fyrir mál fast verð eða kr. 15.30 pr. mál, ef sild væri tekin lil vinnslu og upp- bót síðar.ef afkoma verksmiðj- anna leyfði. Var hér um mjög verulega hækkun á síldarafurð- um að ræða frá því sem verið hafði á fvrra ári, en þá var það kr. 12.00 pr. mál. Varð þelta ei 1942. lil þess, að þátttaka í síldveið- unum varð meiri en ella hefði orðið. AIls lóku þátt í sildveið- unum 114 skip með 101 herpi- nót, en tala skipverja á síld- veiðiflotanum var 1690. Af hin- um stærri skipum voru aðeins fjórir togarar og 10 línuveiðar- ar, en smærri mótorskip voru 100 lalsins. Á fyrra ári voru stundaðar síldveiöar alls með 105 lierpinótum, en árið 1940 var lalan 171. Síldarverlíðina í sumar er óhætt að telja eina þá beztu sem komið liefir hvað aflamagn snertir. Veiðin hófst venju fremur seint. Var fyrsta síldin sett á land rétt eflir 5. júlí. Frá því stóð svo til óslitin veiði fram í ágúst og mátti heila að aldrei yrði hlé. Vegna þess hver óhemja barst að af síld liöfðu ríkisverksiniðj urnar ekki undan að vinna liana og urðu tvisvar að setja á veiði- bann í fjóra daga i hvert skipli. Seinna veiðibannið var þó upp- liafið áður en þvi var lokið. Eru síikar ráðstafanir sem veiði- bönn vilanlega þvílíkt neyðar- úrræði að ekki er gripið lil þess nema í ýtrustu neyð. Er sannarlega mjög áriðandi að jafnliliða nýjum verksmiðju- býggingum, sem nú hafa verið gerðar um stórar áætlanir, verði notuð öll þau ráð, sem til- tæk eru, til að nýta til fulls þær verksmiðjur sem þegar eru til. Þrátt fyrir þenna landburð af síld voru þó ekki allar síldar- verksmiðjurnar reknar í sumar og mun þar liafa valdið nokkuru um, hversu erfitt er að'fá starfs- fólk lil þeirra. Alls nam bræðslusíldaraflinn 1.514.159 hektol. en 979.903 hektol. á fyrra ári. Söltun síldar var með minnsta móti á árinu. Voru saltaðar. alls 49.548 tn. en þar af voru 10.714 tn. Faxasíld, en sú síld var söltuð um vorið og þó einkum um haustið. Á fyrra ári nam heildarsöltunin 70.003 tn. Yfirgnæfandi meiri liluti Norðurlandssíldarinnar var matjesverkaður eða alls 28.874 tn. og er það meira magn en verið hefir þrjú und- anfarin ár. Öll Norðurlands- sí.'din er seld til Bandaríkjanna en Faxasíldin samkv. fisksölu- samningnum til Bretlands. Síldveiðin í Faxaflóa um liaust- ið varð í’ýr einkum vegna gæfta- leysis. Aflaðist ekki næg beita til vetrarvertíðarinnar og þar sem lítið mun vera til af síld til beilu annarsstaðar á landinu, er hælt við að beituleysi verði á verlíð í vetur. Kemur það nú enn einú sinni fram, svo sem oft áður, að eftír uppgripa sild- arsumar við Norðurland, er fyr- irsjáanlegur beituskortur í land- inu, þegar fram á veturinn kemur. Verður tæplega unað lengur við slíkt skipulagsleysi í svo þýðingarmiklu máli, sem beitumálinu. Enda virðast nú flestir þeir, sem við linuútgerð fást vera orðnir sammála um það, að brýna nauðsyn beri til að koma beitumálunum í það horf, að tryggt sé, svo sem unnt er að ekki vofi sífellt yfir sú liætta, að línuútgerð geti ^töðv- ast á miðri vertíð vegna beilu- skorts. Meðalafli hinna einstöku skipaflokka á síldveiðunum varð svo sem hér segir: Togarar 18.515 mál (mál = 1.5 hektol.) (15.034)*). Línuveiðarar 16.691 mál (7.313). Mótorskip 9.666 mál (6104). Mótorbátar 2 um nót 8.441 mál (4381). Er með- alafli skipanna á þessari vertíð sá hæsti, sem nokkurntíma hef- ir þekkzt hér á landi. *) Tölurnar í svigunum tákna meðalaflann árið 1941. Sala afurðanna og útflutn- ingur. Árið 1941 var í fyrsta skipti gerður samningur um sölu á öllum fiski landsmanna til eins árs í senn. Gilti sá samningur til 30. júní 1942. Voru samn- ingar þessir gerðir við Breta. I júní 1942 voru gerðir nýir samningar, að mörgu leyti svipaðir hinum fyrri, en þó ennþá víðlækari, og gilda þeir til 30. júní 1943. En nú voru það Bandaríkin, sem voru lcaupandi afurðanna, enda þótt meiri hluti þeirra væri flultur út til Bretlands. Við þetta vannst fyrst og fremst það, að í stað sterlingspunda, sem Bret- ar höfðu greill fyrir þær afurð- ir, sem þeir lceyptu, var and- virði þeirra afurða, sem seld- ar voru samkv. liinum síðari samningi, greitt í Bandarikja dollurum, en þess gjaldeyris i var okkur mikil þörf til inn- kaupa á ýmis konar varningi frá 'Bandaríkjunum. Verðlag á fiskinum samkv. þessum samningi varð mun hagstæðara en eftir hinum fyrri. Hæklcaði verðið um 28% og mátti það teljast fullkom- lega viðunandi, eins og sakir stóðu, þegar samningarnir voru gerðir í lok júnímánaðar. En seinni hluta ársins 1942 hefur allt verðlag og kaupgjald h landinu breytzt svo mjög til hækkunar, að útgerðarkostn- aður allur hefur stórhækkað og meira en etið upp verðhækk- unina á fiskinum. Kemur nú í Ijós enn skýrar en áður, hversu mjög óhagkvæmt það getur verið, að semja fyrir svo langan tíma fyrirfram um fasl verð á fiskinum, einkum á þeim tímum snöggra breytinga, sem nú standa yfir, en hér mun ekki verða neinu um þokað úr því sem komið er. Eitt atriði pr þó, sem leggja verður mjög ríka áherzlu á, ef samningar slikir sem þessir verða gerðir framvegis, en það er, að kaup- andi afurðanna tryggi það, að útgerðarvörur, svo sem olía, salt og kol, hækki ekki i verði á samningstímabilinu. ■ Slík trygging var í brezk-íslenzka fisksölusamningnum á sínum líma, hvað ol.’u og salt snert'r, en hefur ekki verið tekin upp í núgildandi samning. Ilefur þegar komið mjög áþreifan- lega í ljós, hversu nauðsynlegt slíkt ákvæði getur verið, og á ég þar við hækkun þá á olíu- verðinu, sem nýlega hefur ver- ið framkvæmd, en hún skellur nú öll á útgerðinni. Auk þess að semja um sölu á nýjum, söltuðum og frosnum fislci, var einnig samið um sölu á niðursoðnum fiski, Faxasild, hehning þorskalýsisframleiðsl- unnar, allri sildarlýsisfram- leiðslunni og 25 þús. smál. af síldar- og fiskmjöli. Var. yfir- leitt um hækkandi verðlag að ræða á afurðum þessum. T. d. hækkaði verð á síldarlýsi um nær 30% og á síldarmjölinu um 13—14% frá þvi, sem ver- ið hafði árið áður. Enda komu þessar verðhæklcanir fram i hækkandi verði á sild til bræðslu, en það hækkaði frá f\yrra ári um 50%. Til nóvemberloka 1942 nam útflutningur sjávarafurða um 186,4 miíljónum króna, og var það um 96% af verðmæti alls útflutnings landsins. Á sama tíma á fyrra ári nam útflutn- ingur sjávarafurða um 169,3 milj. króna og 95% af verð- mæti heildarútflutningsins. — Meginhluti útflutnings sjávar- afurða skiptist á fáa afurða- flokka, eins og liér er sýnt: ísvarinn fiskur Þús. kr. . 106,104 57% Síldarlýsi .. . . . 20,979 11% Þorskalýsi .. . 18,328 10% Freðfiskur . . . . . 16,135 8% Saltfiskur .... . 11,212 6% Þessir fimm afurðaflokkar hafa því numið yfir 90% af útflutningi sjávarafurðanna. Um skiptingu útflutningsins eftir innflutningslöndum er það að segja, að yfirgnæfandi meiri hluti fer til Bretlands. ísvarði fiskurinn var allur seld ur þangað, en liann nam, eins og áður segir 57% af verðmæti úlflulnings-sjávarafurðanna. — Síldarolían er sömuleiðis öll seld til Bretlands og likt er að segja um freðfiskinn. Af verk- uðum sallfiski voru fluttar út um 2700 smál. og þar af rúm- lega % til Portúgal, en afgang- urinn til Suður-Ameríku. Er saltfisksútflutningurinn nú orðinn svo hverfandi, að hans gætir vart í heildarútflutn- ingnum. Hér hefur verið brugðið upp augnabliksmynd af sjávarút- veginum og aflcomu útgerðar- innar á árinu 1942. Rúmsins vegna varð að stikla á stærstu steinunum og því mörgu sleppt, sem þýðingu liefir. Ekki verð- ur þó komizt hjá því, að staldra svolítið við og athuga ástand- ið, eins og það nú er, og horf- urnar, sem framundan eru. Eg held eg fari þar með eng- ar ýkjur, enda viðurkennt af ráðandi mönnum á sviði stjórn málanna, að málum er nú svo komið, að sú hætta voíir yfir, að útgerð verði rekin með tapi á Islandi á því ári, sem nú fer i hönd. M. ö. o. útgerðin slend- ur ekki lengur undir fram- leiðslukoslnaöinum. Ilvilikur voði hér er framundan verður manni fyrst ljóst, þegar mað- ur gerir sér ljóst, að sjávarút- vegurinn slendur að mestu leyti undir þjóðarbúskapnum. Að ráða bót á þessu verður vitanlega eklci gert nema ráða niðurlögum dýrtíðarinnar i landinu, en til skamms tíma hefir ekki horft byrlega í þvi efni. Nú virðist þó hilla undir timamót, þar sem hin nýja rík- isstjórn liefir hafið markvisst starf í þá átt, að lækka dýr- tíðina. Getur maður ekki ann- að en vonað, að takast megi sem fyrst að lcoma atvinnulíf- inu í landinu á heilbrigðan i grundvöll og bjarga þannig frá því allsherjar liruni, sem ann- ars hlyti að vera óumflýjan- legt. Davíð Ólafsson. Sumarfeúöíaðiraxr i Fossvogi. Eg hefi lesið greinar í blöð- unum um sumarbústaðina í Fossvogi. .Eg veit ekki lavað lagalega er rélt af því, sem um er deilt, en mig langar til að segja frá skoðun minni á þessu máli og eg veit að það er skoð- un margra annara. Eg get svo vel sett mig í spor þessara manna sem neitað hafa að láta búa í sumarbústöðum sínum yfir veturinn. Við hjónin höfum í hjáverk- um okkar byggt dálítinn sum- arbústað. Við höfum notað hveni tíma, sem mögulegt hefir verið til þess að tína grjótið úr lóðinni og girða hana svo vel að engar skepnur kæmist inn á hana. Við höfum gróðurselt þar tré og jurtir. Við höfum glaðst yfir hverjum steini sem við höfum rutt úr vegi og athugað hvern gróðuranga sem skotið hefir upp úr jörðinni. Við erum að smábæta við grasblettinn í kringum kofann okkar. Eg veit að við verðum ekki búin að koma í kring þeim umbótum sem okkur langar til þarna, þeg- ar við föllum frá, en þá vonum við að börnin okkar taki við og barnahöt’nin geli glaðst yfir að sjá trén sem afi og amma gróð- ursettu. Þetta er nú oklcar ánægja og að liafa hörnin okk- ar þarna hjá okkur á sumrin. Ef ætti nú að búa þarna á vet- urna, þá veit eg að allt rynni út í raka innan húss. Það væri varla hægt að ætlast til eða bú- ast við að húsmóðirin færi með skolpfötuna langar leiðir í hvaða veðri sem væri til að hella úr henni, það yrði því lielt úr henni rélt fyrir utan dyrnar eða á grasbrekltuna fyrir framan hús- ið. Krakkarnir færu á sleða nið- ur brekkuna þó eklci væri nema svolítil snjóföl á jörðu, grás- vörðurinn mundi troðast niður og sleðinn mundi renna á eitt- hvert tréð. Eg gæti talið svo margt fleira sem afvega færi, ef búa ætti þarna allan veturinn. Það yrði ekki skemmtilegt að koma þar að um vorið og það er alls ekki hægt að bæta manni það, því manni tekur svo sárt að sjá verk sitt eyðilagt að miklu leyti. Verk sem maður hefir lagt krafta sína í og mér liggur við að segja sál sína. Eg veit að þeir sem sjálfir hafa reynt þetta eða ræktað jörðina skilja þetta. Hinir hæðast sjálfsagt að þvi. Því gerir það opinbera sig sekt um að taka eignarnámi það sem menn eiga með fullum rétti og skerða með því ein- staklingsframtakið? Menn lnigsa sig um næstu árin, að taka holtin í kringum Reykja- vílc og rækta þau, ef svona á að fara með þá. Mér skilst nú, að það'séu ekki svo ýkja margir eigendur bústaðanna í Fossvogi, sem neita að ljá bústaði sína. Væri ekki hægt að fá neina aðra surnarbústaði í staðinn fyrir þá? Bústaði sem ekki væri búið að girða .eða gróðursetja í kring um og sem mönnum væri ekki eins sárt að láta eins og þessum mönnum virðist vera. Þarf endi- lega að taka af þessum sárfáu mönnum eignir þeirra, sem þeir vilja ekki láta af hendi og særa tilfinningar þeirra með því ? Þetla er óréttlæti, sem gerir að engu sjálfstæðisviðleitni ein- staklinganna. Það opinbera verður að sjá fram úr þessu á annan hátt, en að taka eignir manna með valdi, og sjá fyrir þessu fólki, sem þyrpst hefir til borgarinnar án þess að hafa húsnæði. Eg vorkenni ])ví fólki, en það á ekki að níðast á ein- staka mönnum fyrir það. Eg ætla ekki að fara i blaða- deilur, læt eg því staðar numið, þó margt fleira mætti um þetta segja. Kona. SIGLIMGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að tmdanförnu. Höfurn 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru sendingar sendist Cullifor d’s Associated L nes, Líd. 20 LONDON STREET, Fleetwood.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.