Vísir - 05.01.1943, Blaðsíða 5

Vísir - 05.01.1943, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriðjudaginn 5. janúar 1943. »11 i n miniii la v;i Aliovni: Togararnir verða að láta úr höfn. Landbúnaðurinn má ekki ganga saman. VILHJÁLMUR ÞÓR, atvinnu- og utanríkismálaráðherra, flutti í útvarpið í fyrrakveld ávarp til þjóðarinnar. — Birtir Vísir ræðuna orðrétta og fer hún hér á eftir: Góðir áheyrendur. Á meðan eg í er með utanríkis- mál mun verða lögð stund á vinsamlega samvinnu við öll ríki, sem við náum til að hai’a viðskipti við, og að sjálfsögðu lögð áherzla á fulla aðgæzlu á lögmætum rétti íslands gagn- vart öðrum ríkjum. Þegar vér á tímamótum sem þessum látum hugann reika til annara þjóða, er oss tamast, eft- ir margra alda viðkynningu og venju að láta hann fyrst stað- næmast hjá frændþjóðum vor- um á Norðurlöndum. Um all- langt skeið liöfum vér eigi átt þess kost að hafa við þær við- skipti, en Iiugur vor er engu að siður hjá þeim, nú sem fyrr, hugur fullur samúðar, vegna þeirra kjara, sem þær eiga nú við að búa. Vér dáumst að þol- gæði og viðnámsþrótti þeim sem þær sýna í örðugleikunum, sem að þeim hafa steðjað — og vér fögnum þeirri stundu er vér aftur getum tekið upp samstarf og samvinnu við þær. Vér óskum að sú stund megi sem fyrst upp renna, að frænd- þjóðir vorar allar á Norðurlönd- um verði aftur frjá'sar og fái að nýju aðstöðu til að knýta sín á milli keðju frændsemi, vináttu og samstarfs. — ísland mun kappkosta að fá að vera með þegar sú keðja verður end- urknýtt. Er vér nú lítum yfir liðið ár virðist mér vart komizt lijá að minnast þess, að í landi voi'u hafa dvalið mjög fjölmennir er- lendir herir. Það verður aldrei komizt hjá að af sliku samhýli verði nokkrir örðugleikar og ó- þægindi. Vér höfum eigi heldur farið algjörlega varhluta þessa; meðal annars liafa komið fyrir slys, raunaleg slys. En þegar alls er gætt, ætla eg að oss sé rélt og skylt að viðurkenna, virða og meta hversu herstjórnin lielir Iagt sig fram um að afstýra á- rekstrum, óliöppum og óþæg- indum, og liversu þetta hefir yfirleitt tekizt. — Af fenginni reynslu um þetta tel eg oss ó- hætt að horfa vonbjartir lil framtíðarinnar hvað sambý.iö snertir. — Eins og nú er aðstöðu, eru meginviðskipti vor við tvö lönd: Stóra-Bretland og hin -voldugu Bandariki Norður- Ameríku. Vöruskipti vor við Stóra-Bret- land hafa verið þann veg fyrir- farandi, að oss er skylt að mela fyllilega þá (fyrirgreiðslu og) greiðvikni, sem oss hefir verið sýnd með afgreiðslu ýmsra nauðsynja og annarra vara, meira að magni og lengur en heimilt var að gera ráð fyrir fyrirfram. — Vér skiljum og fullvel þær ástæður, sem valda því, að vörukaup þaðan verði fá- hrotin nú um stund. Meginviðskipti vor eru nú við Bandaríkin, og flestallar nauð- synjar, er vér þörfnumst utan frá, koma nú eingöngu þaðaa, að undanskildum kolum, sa'ti og sementi, sem enn fæst frá Bret’.andi. Bandaríkin hafa lofað, m,eðal annars með samningum, sem samninganefnd Islands gerði í Wasliinglon haustið 1941, að selja oss nauðsynjar eftir beztu getu, og sjá oss fyrir flutning- um þeirra umfram það, sem is- lenzk skip gætu annað. lÓánægjuraddir heyrast um. að seint gangi með uppfyllingu ýmissa óska vorra um vörur, og að flulningar gangi mikið seinna en ajskilegt þætti. Hvort- tveggja þetta má með nokkrum íökunv segja. Sérstaldega iie.ir þó gengið seint með flutning- ana. | En myndi oss eigi skylt að hafa í liuga að Bandaríkin eiga í stríði, öiðugu stríði, sem veld- ur því að þjóðin verður að legg,a liarðara og liarðara að sér með hverjum mánuði sem liður, herða mittisólina fastara og fast- ara með viku hverri. Sjálfir er- um vér íslendingar ekki beinir þátttakendur í hinum mikla hildarleik, en fyrir rás viðburð- anna erum vér þannig settir, að vér verðum að sumu leyti að húa við svipuð kjör og hinir beinu striðsaðilar. Þessu hættir oss oft við að gleyma. Einmitt vegna þessa verður oss að vera Ijóst, að skylt er að slilla kröfum vor- um i hóf og krefjast ekki af stiiðsaðiljum mikið meiri frið- inda en þeir veita sínum eigiu þegnum. Þegar svo er komið að Bandarikjaþjóðin neitar sér um venjuleg þægindi, þá er oss vart holt að krefjast þeirra af þeim oss til handa. Ef t. d. skammta þarf gúmmískófatnað og bíla- gúni/í Bandarikjunum, megum vér búast við að þurfa að gera slikt hið sama hér. Þegar þeir verða að neita sér um aðflutlar vörur vegna skipaskorts, er ráð- legt að gera ráð fyrir að allar óskir vorar um skip verði ekki uppfylltar. En ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu leitast við að fá leyst á sem beztan hátt úr nauðsynlegum þörfum vorum. í utanrikisverzluninni, innan þeirra takmarka, sem lýst nefir verið hér á undan. Eg hefi átt því láni að fagna að dvelja langdvölum með ' þessari volduðu þjóð og hafa þar með höndum störf, sem gáfu mcr lcost á að kynnast og hafa ; samstörf við marga áf æðstu ! embættismönnum hennar. Af þessari reynslu er mér kunn- ur vinarhugur og sanngirni þcssara .manna í vorn garð; þelta til viðbóta þyí, sem al- þjóð er kunnugt um vinsam- leg skipti og loforð Bandaríkja- sljól'nar, gefur mér vissu um á- framhaldandi örugg, hagkvæm og holl sldpti við Bandariki Norður-Ameríku. ! Vér íslendingar höfum alltaf óskað og óskum að fá að lifa í friði og sált við allar þjóðir. Vér höfum aldrei áreitt neina, og vér viljum ekkert gera, sem í bága kemur við rétl annara þjóða. Eg óska að þetta nýbyrj- i aða ár færi heiminum frið mi li ' þjóða eða að minnsta kosli færi keiminn nær því að eignast slík- an öruggan frið. — Frið réttlæt- is og jafnréttis — frið samstarfs og samvinnu. Til þess að heilbrigt atvinnu- líf geti þrifizt þurfa tekjur að minnsta kosti að vera jafn háar lilkostnaði. Hér á landi hefir allur tilkostn- aður farið stöðugt hækkandi fyrirfarandi marga mánuði, vegna stöðugt aukinnar dýrtið- ar, sihækkandi vísitölu, og að nokkru leyti vegna liækkandi grunnkaups. Um slund var þessu ekki gefinn sá gaumur sem skyldi. Hér var nóg setuliðs- vinna, nóg að gera, og tekjurnar i ipappírskrónum hækkuðu með vísitölunni. En. vér vonum að fá að lifa í þessu landi leiyur en setuliðið dvelur hév. Vonandi endar heimsstyrjöldin áður en mjög langt liður og máske verður öll setuliðsvinna hér hætt löngu áð- ur en styrjöldin endar. Þá verð- um vér að nýju að treysta ein- .göngu á sjálfa oss. Þá verður þjóðin aftur að lifa á því einu, sem vér öflum með atvinnuveg- um landsins, og þá höfum vér engar aðrar tekjur frá erlend- um þjóðum, en þær sem vér fá- um fyrir útfluttar afurðir lands- ins. Þá verðum vér tilneyddir að haga atvinnuvegum landsins þannig, að þeir geti borið sig með þvi verði, sem tíðkast á hverjum tíma á samskonar vöru ineð viðskiptaþjóðum vorum. Eins og komið var dýrtið og reksturskostnaði virtist ekki hægt að framleiða nema fátt eitt af vörum hér, sem fyl a þessi skilyrði. Af þessum ástæðum meðal annars vegna atvinnuvega landsins, lilaut það að verða fyrsta verlc þeirrar ríkisstjórn- ar, er nú situr, að freista þess að slöðva dýrtiðina. Til þess | gátu verið tvær leiðir. Önnur með valdboði einu, liin með samkomulagi og með valdboði að einhverju leyti. Hin siðari Ieiðin var valin. Leitað var til Alþýðusam- bandsins um að það beitti séi- gegn grunnkaupshækkunum, og fékk ríkisstjórnin frá Alþýðu- samb.stjórn skýrslu um þelta atriði, og telur ríkisstjórnin ör- uggt, að eigi þurfi að koma tii grunnkaupshækkana til loka febrúar n. k. Samkomulags var leitað við kjötverðlagsnefnd, mjólkur- verðlagsnefnd og verðlagsnefnd Grænmetisverzlunarinnar um að þær hækkuðu ekki verðlag á þeim vörum, sem þær ráða yfir, til loka febrúar næstkomandi. Enda þótt bæði þeir, sem ráða yfir kjötverðlagi og mjólkur- verðlagi teldu þörf á verðhækk- un, vegna geymslukostnaðar og vegna dýrtíðarhækkunar frá siðustu verðlagningu, sýndu all- ar þessar nefndir þann skiln- ing og þegnskap, að skuldbinda sig lil að liækka ekki verð á vörum þessum hinn tiltekna tima, nema að fengnu sam- þykki landbúnaðarráðherra. Eg hefir lýst yfir eins og eg hér með lýsi yfir, að eg mun ekki sam- þykkja neina hækkun þessara nefndu vara tiltekinn tíma, verði grunnkaup ekki hækkað sama tiltekna tíma. Leitað var til Alþingis um aukið vald handa ríkisstjórn- inni um aðgjörðir i verðlags- málum. og eftirliti, og brást Al- þingi mjög vel við, eins og kunn- ugt er. Frumvarp um þetta var afgreittáeinum seinni parti dags í báðum deildum, þingsins og staðfest sem lög sama kvöldið. Fyrir samvinnu og skilning í þessum málum fær rikisstjórn- in ekki nógsamlega þakkað. Fyrst var að stöðva. Síðan kom að þeirri nauðsyn lilea að snúa við og byrja að ganga veg- inn til baka, veginn til lækkaðr- ar dýrtiðar. Rikisstjórnin tók þvi að at- Iiuga livaða ráðstafanir gætu fyrstar orðið gerðar i þessa átt með þeim árangri, að nú þegar eru orðnar þessar lælckanir: Ivol hafa lajkkað í Reykjavík úr 200 kr. i 184 kr. tonnið. Súpukjöt liefir lækkað í smásölu úr 7.75 kr. í 6.50 kílóið. Saltkjöt hefir læklvað í smásölu úr 820 kr. i 690 tunnan. Smjör hefir Jækkað í smásölu úr 21.50 kr. i 13.00 kr. kg. Egg i Reykjavík úr 25 kr. i 16.00 kr. kg. Há- marksálagning á allan fatnað liefir verið ákveðin 13% i heild- sölu og 35 og 45% í smásölu, en liverju lækkunin á verði nem- ur er enn eigi ljóst. Lækkunin á kjötinu er gerð með einnar krónu framlagi á kíló úr ríkisjóði og með 25 aura læklíun á kílói á sölukostnaði kjötverzlana. Smjörlækkunin er gerð á ábyrgð rikissjóðs og er smjörframleiðendum tryggt, ] gegn uppfylltum ákveðnum i skilyrðum, að þeir missi einskis í við þessa ráðstöfun. Er ætlun- in að flytja inn erlent fyrsta flokks smjör, til að bæta úr smjörþurrð og nota arðinn af þeim innflutningi til að verð- bæta bændum þeirra fram- leiðslu. Ráðstafanir hefir ríkis- stjórnin þegar gert til innflutn- ings á erlendu smjöri. Það er sérstölc ástæða til að taka fram í sambandi við kjöt- lækkunina að stjórn Félags kjötverzlana i Reykjavik féllst á að sýna þann þegnskap í þess- 1 um dýrtíðarráðstöfunum að lækka sölukostnað sinn um 25 1 aura á hverju kiíói kjöts, enda þó að vitað sé að ómakslaun kjötverzlana voru fyrir í pro- centum talið lægri en annara verzlana, að mjólkurbúðum undanskildum. Er hér gefið lofsvert for- dæmi öðrum stéttum 'og mönn- um til eftirbreytní. Til þess að sýna liversu mikla þýðingu það hefir fyrir þjóðlifið og atvinnulífið í land- inu að það takist að lækka dýr- j líðina, er rélt að skýra frá að hver 8 stig í lækkaðri vísitölu eru talin ápara ríkissjóði sem næst einni milljón króna á ári í lækkuðum útgjöldum. Eg tel lildegt, að lækkun næstu vísi- tölu nemi a. m. k. þessu. | Ef rilcissjóður einn sparar út- gjöld á þegar gerðum byrjun- j arráðstöfunum á aðra milljón króna á þessu ári, hversu feikna ! upphæð sparast þá ekki á öllum j útgjöldum atvinnuvega allra landsmanna með þegar byrjuð- um ráðstöfunum. Á þetta er lögð álierzla hér til þess að allir geri sér ljóst livort braut sú, sem hér er byrjað á, sé hinn rétti vegur, sem fara verður, til þess að skapa aftur nauðsynlega undirstöðu að lieilbrigðum at- vinnuháttum. Eitt gleggsta dæmið um livert komið var og livert stefndi er liraðfrystihúsin. Fyrir fáum mánuðum síðan var það al- mennt trú manna, að hraðfryst- ing fisks gæti orðið glæsileg lýftislöng á komandi árum fyr- ir annan aðalatvinnuveg vorn, sjávarútveginn, þann atvinnu- veg, sem fyrirfarandi ár hefir framleitt langsamlega mestan hluta útflutningsverðmæta j landsins. Allir voru sammá'.a urn, að einmitt nú væri tíminn í til að vinna markað þessari góðu vöru hjá aðalviðskipta- þjóð vorri. i Hvernig liafa þessar vonir ræzt? Nú um nokkurt skeið má heita að öll hraðfrysting fisks liafi legið niðri vegna þess, að tilkostnaðurinn er orðinn meiri hefdur en umsamið söluvorð nær til að standa straum af. Að nokkuru valda grunnkaups- hækkanir, að öðru leyti dýrtið- in. En vér megum ekki gefa upp vonina um þessa lyftistöng sjávarútvegsins. Vér þurfum að nota einmitt timann, sem nú er að líða til þess að vinna þessari vöru framtíðarmarkað. Hrað- frystiliúsin verða að taka til starfa að nýju. í þessu samb. vil eg biðja þá sem atvinnu hafa við liraðfrystihúsin, eða réttara, þá sem liöfðu atvinnu við þau, að hafa í liuga, að bæði vegna líðandi stundar og vegna fram- tíðarinnar er það farsælla að liafa stöðuga atvinnu þó tíma- eða mánaðarkaup sé lægra heldur en hafa háan kauptaxta eða háan kaupsamning og enga vinnu. Og við eigendur hrað- frystihúsanna vil eg segja: Vegna framtiðarinnar er það ekki aðeins hjrggilegt fyrir sjálfa yður, heldur og skylda yðar gagnvart þjóðfélaginu að starf- rækja hraðfrystiliúsin þó þér liafið engan liagnað af rekstrin- um eins og stendur. Það sem liér er sagt um verka- fólk og eigendur hraðfrystihús- anna á jafnt við allt verkafólk og alla atvinnurekendur þessa lands, og ríkisstjórnin væntir þess eindregið, að allar stéttir, allir menn og konur taki hönd- um saman til þess að heilbrigt atvinnulíf fái þrifizt. Það er ekki hægt að tala svo um atvinunmál, að ekki sé um leið minnzt á það alvörumál, að togaraflotinn íslenzki hefir leg- ið bundinn við garð um margra vikna skeið. Það þarf ekkf að hafa mörg orð til skýringar þvi hve alvarlegt það er ef ekki verður skjótt leyst úr þessum vanda. Togaraflotinn íslenzki hefir um margra ára skeið verið einn aðal framleiðandi íslenzks útflutningsverðmætis. Auk tekjumissis landsins af stöðvun togaranna, geta og ristið enn al- varl egri f ram tí ðaröðrugleikar. Það er því að dómi ríkisstjórn- arinnar lífsnauðsyn að sigling- ar þessar hefjist að nýju. Eg tel mig hafa ástæðu til að vfcra vif:s um að þegar sjó- mönnunum íslenzku, þessum görpum, sem eru orðlagðir fyr- ir hreysti og dug, þegar þeim er ljóst, að aðeins er um tvennt að velja, að sigla ekki, eða sigla samkvæmt þeim óskum sem framsettar hafa verið af við- skiptaþjóð vorri, þá mun ekki standa á þeim. Eg vil heldur ekki trúa öðru en að togaraeigendur slcilji þá alvarlegu aðkallandi nauðsyn, sem er á því að togararnir hefji siglingar að nýju, skilji skyldu, þá, sem á þeirra herðum hvílir. Enda færi það þeim ekki vel, sem hafa liaft fljótteknari og stórfenglegri gróða á fyrirfar- andi árum en liklega nokkurir aðrir liér á landi, færi þeim sízt vel að leggja árar í bát. Að minnsta kosti ekki fyiT en reynslan sjálf liefir sýnt hvort tap eða hvað mikið þarf að verða á siglingunum vegna breyttra aðstæðna. Það er því von rikisstjórnar- innar að siglingar botnvörpu- skipanna hefjist þegar næstu daga og með því verði komizt hjá að grípa þurfi til annara ráða. Við bændur landsins vil eg sérstaklega segja þetta: Ástæð- an til þess að tvær af fram- leiðsluvörum landbúnaðarins, kjötið og smjörið voru valdar til þess að lækka fyrst var ein- göngu og aðeins sú að það var eins og á stóð kostnaðarminnst að velja jjessar vörur til lækk- unar. Enda er lækkunin á þeim gerð án þess að framleiðendur misstu nokkurs i við hana. Smjörframleiðendum þeim, sem ekki ná til mjólkursamlaga verður gert léttara að ná til verðbóta á smjöri, með þvi að öll kaupfélög, sem veruleg sveitaviðskipli hafa verða lög- gilt af landbúnaðarráðuneytinu iil þess að annast smjörverzlun með verðbótarétti. Eitt af viðfangsefnum kom- andi mánaða, eitt af stóru við- fangsefnunum, verður að finna ráð til þess að landbúnaðurinn íslenzk dragist ekki saman. Ráð til þess að nægilegur hluti ís- lenzkrar vinnuorku starfi að rælctun íslenzkrar moldar til framleiðslu nauðsynlegra mat- væla — og að lcjör þeirra sem slunda þennan forna, trausta og lieilbrigða atvinnuveg, verði þannig, að þeir beri ekki skarð- an hlut frá borði samanborið við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Því það skyldu allir lands- menn hafa vel í liuga, að það er engu síður áríðandi fyrir oss sem við sjávarsíðuna búum, að landbúnaðurinn sé áfram mátt- ug stoð í íslenzku þjóðlífi eins og hann liefir verið í aldaraðir. Að lokum vil eg óska þess, að þetta nýhyrjaða ár verði elcki íslenzku þjóðinni ár sundrung- ar og stríðs — heldur ár friðar — samstarfs og samvinnu, þvi þá verður það fósturjörðinni og oss öllum gott ár og gleðilegt. 100 flugskólar í U. S. stazfa 24 klst. á sólarhring. Josepli Grigg, sem var einn af fréttariturum United Press í Þýzkalandi, unz Bandarikja- menn sögðu þeim strið á hend- ur, hefir látið svo um mælL að flugkennslukerfi Bandaríkjanna slandi miklu framar öllu þvi, sem Þjóðverjar fengu áorkað í þessu efni, bæði fyrir og eftir að stríðið hófst. Hann ferðaðist milli nokk- urra stærstu tækniskólanna og lét svo um mælt, er hann kom úr ferðalagnu, að Þjóðverjar gæti hvergi komizt nærri því, sem þessir skólar afköstuðu við þjálfun áhafna flugvéla og þeirra, sem starfa við flugvél- arnar á völlunum. Kennslukerfi Bandaríkjanna nær til um 100 skóla, sem vinna í þrennu lagi allan sólarhring- inn. Það er ekki hægt í Þýzika- landi, þar eS mannaskortur gerir það ómögulegt. í tilefni af þvi, að 3 ár eru liðin, síðan flugkennslukerfi brezku samveldislandanna var tekið upp, hefir Sir Arehibald Sinclair sent Drakeford, flug- málanáðherra Nýja Sjálands, lieillaskeyti. Drakeford svaraði með skeyti á þá leið, að þetta kerfi vær hárbeitt vopn, sem væri að höggva stoðirnar undan öxulríkjunum, svo að þau mundu brátt hrynja til grunna. • Amerískar flugvélar hafa gert 4 árásir á Lashio á 8 dögum. Nýkomið: KJÓLABLÓM, KJÓLABELTI o. fl. Hárgreiðslustofan PERLA, Bergstaðastræti 1. r-í^tvöRUMIÐAR-- H'/^vöruumbúð IR ITAúWðYLi* er miðstöð verðbréfavií1 •4ciptanna Simí !7B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.