Vísir - 20.12.1943, Side 1

Vísir - 20.12.1943, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstófur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Ritstjórar Blaðamenn Slmi i Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla Reykjavík, mánudaginn 20. desember 1943. V# v,• :r..vr • <■«§»« 289. tbl. Ný sókn Rússa á Nevel. Bafa sótt fpam 80 km* á 80 km. bF@idu svæði. Um 20000 Þjóðverjar felldir á 5 dögum. Rússar hafa nú loks leyst frá skjóðunni viðvíkj- andi þeim hernaðaraðgerðum, sem Þjóðverjar hafa sagt að undanförnu, að ætti sér stað í grennd við Nevel. Var tilkynnt í Moskva í gærkveldi, að hersveitir Rússa hefði verið í sókn þarna undan- farna daga og eru þær nefndar „hersveitir fyrstu Eystrasaltsvígstöðvanna“. I fregnum frá blaðamönnum segir, að veður hafi batnað mikið um miðjan mánuðinn í nórðifr-hluta Hvíta Rússlands og hafi þá verið hafin sókn, sem liafi verið vandlega undirhúin í um það hil tvo mánuði. Rússar liófu sóknina fyrir sunnan Nevel fyrir sex dögum. Áttu þeir í höggi við mjög sterkar víggirðingar Þjóðverja, sem höfðu auk þess liarðsnúið lið til varnar. Eftir harðar or- ustur tókst Rússum að rjúfa varnir Þjóðverja á 80 km. breiðu svæði og geystust í gegn. Höfðu þeir í gærkveldi sótt fram um það bil 30 km. og héldu áfram vestur á bóginn. Þar sem Rússar eru komnir næst landamærum Lettlands, eru þeir í rúmlega 100 km. fjar- j lægð. En nafnið á vígstöðvum i þessum þykir sýna, að Rússar ! ætli sér jafnvel að hrjótast vest- ur yfir landamærin þarna. 500 bæir og þorp tekin. Á svæði því, sem Rússar hafa tekið, eru um 500 bæir og þorp. Einna mikilvægust er járn- brautarstöð ein — Estoritsa —, sem er um það bil 40 km. fyrir sunnan Nevel á línunni til Vi- tebsk. Mun það vera takmark Rússa, að komast á snið við þá borg, reyna að umkringja hana. Manntjón. Rússar halda því fram, að J>eir hafi leikið fjórar herdeildir Þjóðverja, þar á meðal 20. bryn- deildina, mjög grátt og muni mannfaíl Þjóðverja vera um 20,000 menn fallnir. Rúmlega 2000 Þjóðverjar hafa verið tekn- ir til fanga. Hinsvegar segjast Rússar ekki hafa tekið mikið lierfang eða eyðilagt mikið af hergögn- um fyrir Þjóðverjum. Þeir segj- ast eingöngu hafa eyðilagt 70 skriðdreka og tekið 40 herfangi, eyðilagt 800 bíla og tekið 300 og eyðilagt 160 fallbyssur og tekið 200. Mannafli Rússa. í þýzkum fregnum er talið . að Rússar tefli fram um fjórð- ungi milljónar manna í árásum sínum hjá Nevel. Eru það 14 skyttudeildir, 2 riddaraliðs- deildir, 2 fótgönguliðsdeildir og 1 stórdeild skriðdreka, eða 1000 —1500 skriðdrekar. Þjóðverjar halda því enn fram, að þeir hrindi nær öllum árásum Rússa, sem bíði ógurlegt tjón. Kerson á valdi Rússa. Þjóðverjar tilkynntu í morg- un, að hersveitir þeirra liefði hörfað úr borginni Kerson, sem er við ósa Dnjepr-fljóts. Enn hafa ekki borizt fregnir um þetta frá Rússum, en fréttir hafa borizt um það við og við, að harðir bardagar sé háðir þarna. SA-Asía: Einn flugher bandamanna. Skipulagður skv. N.- Afríku reynslu.' Muontbatten er nú búinn að endurskipuleggja flugheri Breta og Bandaríkjamanna í suðvest- urhluta Asíu undir eina stjórn. Yfirmaður alls flughersins er Sir Richard Peirse, sem var um eitt skeið yfirmaður sprengju- flugvélasveitanna á Bretlandi. Hann er lika fyrsti brezki flug- foringinn, sem var falin stjórn landhers og herskipa, auk flug- sveita — í Palestínu fyrir stríð. — Hann er 51 árs að aldri. Næstur honum gengur Strate- meyer, er var yfirmaður amer- ísku flugsveitanna í Indlandi, Burma og Kína. Flughernum er skipt í tvennt og sér annar hlutinn urn að veita landher stuðning, en hlutverk hins er að fara í langa leiðangra, sem minni flugvélar ná ekki til. Er skipulag þetta hið sama og fyrst var notað í Norður-Afríku með þeim árangri, að möndul- herinn þar var gersigraður. Rommcl og nndstedt æðast við Rommel er nú staddur í Frakklandi á eftirlitsferð. Eftir að hann hafði kynnt sée landvarnir í Danmörku fór hann til Niðurlanda, en þaðan sendi Hitler hann til Frakklands. Segir þýzka fréttastofan, að Rommel skoði Atlantshafsvegg- inn og kynni sér styrkleika vara- liðssveita Rundstedts. Undanfarið hafa þeir Rommel og Rundstedt setið langar ráð- stefnur. Jólakveíjur frá Lomlon heyríust ekki. Brezka útvarpið flutti í gær jólakveðjur Islendinga í Bret- landi, og var reynt að endur- varpa þeim hér, en sendingin heyrðist mjög illa. Heyrðist ekki annað en slitur úr sálminum „Sem börn af lijarta viljum vér“. Þorsteinn H. Hannesson söng. Jólakveðjum verður útvarpað aftur á annan í jólum ld. 14.15 —14.30 á 31 m. öldulengd. Ítalía: Bandamenn vánna hægt á. Á Ítalíu halda bardagar áfram í versta veðri og færð og vinna bandamenn á, en einungis mjög hægt, því að mótspyrna er alls- staðar geypi hörð. Áttundi herinn hefir tekið þorp eitt skámmt fyrir sunnan Orsogna-Ortona-veginn og náð þar tryggri fótfestu, en fram- sveitir hafa lcomizt norður yfir veginn og eru búnir að loka honum fyrir Þjóðverjum. Uppi í fjöllum hefir fimmta hérnum loks tekizt að hrekja Þjóðverja úr þorpinu Son Pietro eftir skæða bardaga í návígi. Er nú barizt uin annað þorp og ætla Þjóðverjar bersýnilega að verjast þar til þrautar, ekki síð- ur en í Sn Pietro. Árásir á járnbrautir. Bandamenn hafa enn gert á- rásir á flutningaleiðir Þjóðverja í S.-Frakklandi. Ráðizt var á brú yfir ána Var, skammt fyrir vestan Nissa og brú yfir gil eitt hjá Cannes. Farið var í árás á flugvöllinn hjá Podgoriza í Jugóslavíu, auk þess sem gerðar voru margar á- rásir á stöðvar þétt að baki víg- stöðvum Þjóðverja á Italiu. LOM ð lllflÉUCk. Önuur á 4 dögum. Herstjórn Bandamanna í Norður-Afríku hefir tilkynnt, að flugvélar hennar hafi í gær ráð- izt á Innsbruck í Austurríki. Þjóðverjar tilkynntu laust eftir hádegi í gær, að mikill fjöldi stórra sprengjuflugvéla hefði flogið norður yfir Alpa- fjöll. Sögðu Þjóðverjar, að urm- ull orustuvéla hefði ráðizt á sprengjuflugvélarnar, er þær voru yfir Norður-ítalíu og Alpa- fjöllum og hefði verið háðir æð- isgengnir bardagar yfir snævi- þöktum tindum fjallanna. Ráðizt var á járnbrautarstöðv- ar í Innsbruck eins og sl. fóstu- dag, þegar ráðizt var á borgina. Þýzkt skot'æraskip eyðilagt. Skotfæraskip var sprengt í loft upp í Osló um helgina. í fregnum frá Stokkliólmi er sagt svo frá þessum atburði, að sprengingar hafi einnig orðið í húsum á hafnarbakkanum, en þangað var búið að flytja nokk- uð af farmi skipsins. Margt manna fórst og skennndir urðu miklar. Svíar Iiafa það eftir Þjóðveri- um í Osló, að hér hafi ekki ver- ið um skemmdarverk að ræða. Járnbraut rofin í Jugoslavíu. Skæruliðar í Júgóslaviu hafa rofið' járnbrautina milli Sara- jevo og Zagreb á einum stað. | Hersveitir Brozovitch hers- I höfðingja — sem Spáverjar gáfu nafnið Tito í borgara- styrjöldinni — náðu þorg einni í Bosníu á sitt vald i fyrradag. Annars staðar hafa þær látið undan síga. Baráttan um hug fólksins fivfiriir Jj.-Bfitliili Orustuflugvélar ráðast á Rabaul. Japanir beita öllum brögðum, sem þeir kuima, til þess að reyna að stöðva bandamenn í sókn þeirra á Nýja-Bretlandi. Blaðamenn síma, að hersveit- ir bandamanna hafi sjaldan átt í höggi við eins harðskeyttar og brögðóttar herveitir Japana, siðan byrjað var að berjast á Salomonseyjum. Gera þær hvei’ja árásina af annari á bandamenn, en eru jafnóðum neyddar til undanhalds og hafa goldið mikið afhroð. Flugsveitir Japana gera sí- felldar árásir á innrásarliðið, en það liefir fullkomna loftvernd og eru japönsku flugvélarnar harktar á flótta jafnskjótt og þær birtast. Amerískar orustu- vélar liafa i fyrsta skipti í stríð- inu gert árásir á flugvellina hjá Rabaul og skutu þar niður a. m. k. 6 japanskar flugvélar. 8 Milano-búar. drepnir. Átla ítalir voru í gær telmir af lífi í Milano, ákærðir fyrir skemmdarverk. Strangt umferðabann liefir verið sett í Róm og Bologna, vegna árása á þýzka hermenn. Mega læknar einir vera á ferli á næturþeli og þeir, sem koma til borganna með járnbraut- . um, verða að liafast við í járn- \ brautarstöðvunum til morguns. Davíð Stefánsson segir frá nVopnum guðannau DAVlÐ STEFÁNSSON frá Fagraskógi er fyrir skemmstu kominn til bæjarins frá Akureyri, og ætlar hann að vera viðstaddur frumsýninguna á leikriti sínu „Vopn guðanna“, er leikfélagið sýnir á annan jóladag. Hann hefir j>egar verið viðstaddur eina æfingu á leik- ritinu, og lízt honum vel á meðferðina. Frelsi og einræði. Hann skýrði Vísi svo frá í samtali í morgun: „Það, sem eg get sagt ýður um leikritið, er að það fjallar um elzta vandamál mannkynsins, baráttuna milli frelsis og ein- ræðis. Af jiví að sjálf átökin eru svo algikl, að jiau hafa staðið óslitið, siðan fyrsti valdhafi varð til og liklegt er að þau muni eiga eftir að standa enn um lirið, liefi eg kosið að gera leikritið óbundið tíma og stað.“ „Völd einræðisherrans endast ekki lengur en tök hans á liuga fólksins. Þegar þjóðin hefir snú- ið við honum bakinu, duga livorki harka né vopn. Þá er hann sigraður í miðjum sigri sínum. Baráttan, sem hafin var gegn lionum, hefir heppnazt, og hann bætist í lióp þeirra kónga, sem komust í mát. Þótt eg liafi klætt j>á baráttu í J>essu leikx-iti •í ldæði trúarinnar, má ekki skilja það svo, að eg áliti trúna annað en einn þátt í þeirri bar,- áttu. I átökum smælingjanna gegn kúgaranum gætir alltaf fyrst og fremst styrkrar trúar á sigur réttlætisins yfir rangsleitn- inni. Einvaldinn fellur fyrir allt öðrum vopnum en þeim, sem hann beitir sjálfur. Þvi hef eg nefnt leikritið „Vopn guðanna“. Vandaður undirbúningur. „Eg hef ekki átt þess kost að sjá nema eina æfingu, en eg er sannfærður um að sýningin mun vel takast. Lárus Pálsson liefir staðið fyrir æfingum og tekizt að vekja mikinn áhuga meðal leikenda. Eg á ekki nógu sterk orð til að lofa dugnað hans og smekkvísi. Með lionum hefir islenzkri leiklist bætzt ómetan- Tegur liðsauki. Mér lízt mjög vel á frannnistöðu einstakra leik- enda. Einkum þykir mér von til að Jóni Aðils muni takast vel upp. Hann leikur aðalhlutverk- ið, einvaldann. Þorsteinn Ö. Stephensen og Haraldur Björns- son virðast mér fara mjög vel með lilutverk sín, og þá ekki síð- ur Brynjólfur Jóliannesson, þótt lilutverk lians sé mjög lítið — mér liggur við að segja of litið.“ „Mér virðist ekkert hafa ver- ið til sparað, hvorki kostnaður né fyrirhöfn, og er mér það gleðiefni, að allur ytri útbúnað- ur verður sérstaklega vandað- ur.‘ Seyss-Inpart komlnn til Hafnar. London i morgun UP. Frá Sokkhólmi er símað eftir áreiðanlegum heimildum í Málmey, að Seyss-Inquart lands- stjóri sé kominn til Kaupmanna- hafnar með allt starfslið sitt frá Amsterdam og muni ætla að halda þar kyrru fyrir. Koma hans hefir vákið nokk- urn ugg meðal Dana, og er á- litið, að fyrstu aðgerðir, sem hann muni framkvæma, verði hafnar gegn dönsku lögreglunni. Þjóðverjar fá jóla- trésskraut frá Bretum, Brezkur útvarpsfyrirlesari hefir sagt frá því, að Bretar noti „silki“-pappírsræmur til þess að trufla flugvélamiðunarstöðvar Þjóðverja. Papþírsræmur jxessar eru látnar svífa til jarðar, þegar brezkar flguvélar eru í árásum, j>ví að þegar þær falla til jarðar rugla þær miðunarstöðvar Þjóðverja, sem geta ekki til- kynnt með vissu, hvert flugvél- ar Breta stefna. Sænskur blaðamaður simaði frá Berlin í gær, að þýzk börn hefði safnað silkipappírnum, sem var varpað til jarðar í sið- ustu árás og ætli að nota bann til skrauts á jólatré. I Mið-Kína er nú barizt um þrjár borgir skammt frá Timg- ting-vatni, Li-skien, Ni-skien og An-skien. Eru Kínverjar í sókn. Það er enginn grundvöllur til fyrir verðlækkun á bókum -segir formaður bóksalafélagsins. Verðlag og verðstýfing bóka hefir verið mikið rætt hér í bænum undanfarna daga. Mörgum hefir fundizt tími til kominn að lækka bókaverð, öðrum hefir aftur á móti fundizt sá grundvöllur, sem verðlagsnefnd byggði 20% verðstýfingu sína á, hæpinn eða jafnvel alls ekki fyrir hendi. Nú hefir Vísir snúið sér til Gunnars Einarssonar forstjóra ísafoldarprentsmiðju h.f. sem er formaður Bóksalafélagsins, og spurði hann um álit hans á verðstýfingu bóka. „Við litum svo á,“ sagði Guúnar, „að verðlagsnefnd liafi ekki liaft heimild til að verð- stýfa þessa vöru að ófyrirsynju um 20% vegna J>ess, að fyrir þvi var enginn grundvöllur. Þegar lagt hefir verið há- marksverð á aðrar vörur, hefir ævinlega legið til grundvallar fast innkaupsverð eða fram- leiðsluverð og viðskipta- manni ákveðin föst álagning. Þarna hafa bækur áftur á móti sérstöðu, J>vi enda J>ótt sumar bækur seljist sæmilega og aðrar vel, Jxá eru aðrar sem lítið eða ekkert seljast. Þannig hefir þetta verið frá öndverðu og verður alltaf. Það er ómögulegt að segja fvrir um sölu bókar, J>ví sölumöguleikarnir fara oft og einatt ekki síður eftir per- sónuleik og dugnaði seljandans heldur en eftir ágæti bókarinn- ; ar. Bókaútgefendur hafa J>vi | ; ævinlega orðið að fara þá leið ! að vinna tapbækurnar upp á | sölubókunum, en með vei’ð- j {ýfingunni er sá möguleiki að | mestu útilokaður — og liver á. bá að bera baggann? Verðlagsnefndin tók það skýrt fram við okkur bókaút- refendur að bún liefði ekki heimild til að skipta sér af inn- lendri vinnu. Nú er málum þannig liáttað, að verð bóka liggur svo að segja eingöngu i vinnu, viimu útgefanda, höf- undar eða Jiýðanda, prófarkales- . ara, prentara, bókhindara o. s. frv. Og úr því að verksvið verð- lagsnefndar liggur ekki i af- skiptum af vinnulaunum, hvern- ig getur liún þá skipt sér af öðru en sölulaunum bóka? Og livernig getur liún án nokkurra eftirgrennslana verðstýft bækur um 20% ? Enn liafa bókaútgefendur sér- stöðu að því leyti, að Alþingi hefir lagt þeim á herðar útbýt- ingu bóka- endurgjaldslaust til ýmissa bókasafna innlendra og erlendra og stuðla Jiannig bein- línis að J>ví, að minna verði keypt af bókunum. Loks sjáum við ekki ástæðu til að verðstýfa orðsins list fremur en aðra list, og ekki fremur ástæða til að verðlags- nefnd skipti sér fremur af J>vi sem fært er í letur, frekar en hún færi heim til listmálara og verðlegði málverk hans eftir stærð og metrafjölda eða lista- verk myndhöggvara eftir þyngd á vog.“ 70 ára er í dag frú Anna Torfadóft.ir, Vesturgötu 50A.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.