Vísir - 09.03.1944, Side 2

Vísir - 09.03.1944, Side 2
V I S I R DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GaSlangsson, I Hersteinn Pálssón. Skrifstofa: FélagsprentsmiSjunni Aftrreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá IngóRsstræti). Símar: 16 60 (fitnm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Snákur í paradís. Ekkert mun liafa glatt þjóð- ina meira, en er samkomu- lagi tókst að ná milli allra flokka þings um efnislega afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins, en formsskilyrði uppfyllt að hinu leytinu. Hér var um óverulegan ágreining að ræða, sem rétt var og skýltáð jafna. Svo er ógæfan þó möghuð að vart hefir ágrein- ingur þeSsi verið jafnaður fyrr en annar rís, hálfu alvarlegri og varhugaverðari á allan hátt, og virðist það vera stjórnar- slcrárnefnd, nokkurn veginn óskipt, sem hér hefir forystuna. Nefndin hefir sjálf lýst yfir því að starf sitt verði hún að miða við fyrri yfirlýsingu Alþingis varðandi afgreiðslu og gildis- töku stjórnarskrárinnar. Þar af leiðandí geti hún ekki borið fram aðrar bi’eytingar á stjórn- skipunarlögunum en þær, sem beint leiða af breytingu konung- dæmis í lýðveldi. Vilji nefndin vera sjálfri sér samkvæm og hugsa rökrétt verður hún þá að forðast að bera fram breyt- ingar á afstöðu forseta og kon- ungs, umfram það, sem óhjá- kvæmilegt er. Konungur hefir ávallt farið með skilyrðislaust neitunarvald, þótt hann hafi ekki beitt því af eðlilegum ástæðum. Forsetinn ætti eðli málsins samkvæmt að fara með sama vald, og stjómarskrár- nefnd gat í rauninni virðingar sinnar vegna ekki borið fram aðrar tillögur í málinu, þótt aðrir þingmenn treystust til að gera það. Þelta hefir stjórnarskrár- nefnd þó gert, og úr því svo er, verður það þá hennar sök að ágreiningur rís um af- greiðslu málsins, þótt meiri hluti þings kunni ef til vill að fylgja henni að málum. Þjóðin mun ekki una slíkri afgreiðslu stjómskipunarlaganna, og bar- átta veröur tafarlaust hafin fyr- ir því að breyting verði gerð, sé vald forseta rýrt á þann hátt, sem nefndin hefir lagt til og meiri hluti efri deildar sam- þykkt. Fóir íslendingar munu fagna þeim stjórnskipunarlög- um, sem afgreidd verða á þenn- an hátt og ekki spáir sú af- greiðsla heldur góðu um eftir- leikinn, Nú hefir Alþingi endanlega afgfreitt þetta mál og bar ekki gæfu til að afstýra óhappatil- tektum efri deildar, varðandi neilunarvald hins væntanlega forseta.,. Með þessu stofnar það 111 fullrar sundrungar og væntanlega harðrar baráttu á næstu árum um stöðu forsetans og væútanlega afstöðu hans til Alþingis. Kann þá svo að skip- ast málum að þjóðin ákveði fyr- ir sitt Ieyti að gera vég forset- ans sem mestan, — jafnvel öllu meiri en neðri deild Alþingis gekk inn á að gera með samþykkt tillögu forsætisráð- í herra varðandi meðferð neit- 1 unarvaldsins. Það er órétt og óeðlilegt að forsetinn verði ger- samlega áhrifalails og sviptur öllum skilyrðum til að eiga þátt 1 í löggjöfinni, nema rétt að j forminu til að því er skilyrðis- lausa undirskrift hans varðar að lagasetningu Alþingis. Mokaíli og góðar gæftir á Suðurnesjum og í Eyjum. r Ogæftir og veið- arfæratap hjá Akranesbátum Engin ný lína fengin til landsins enn. Gæftir hafa verið góðar að undanförnu á verstöðv- unum á Suðurnes.jum og á Akranesi. Afli er einnig m.jög mikill. Sandgerði. Þar liafa bátar róið stanz- Iaust að kalla síðastliðinn hálf- an mánuð og aflað afar vel. Alls hafa verið farnir um 35 róðr- ar frá Sandgerði á þessari ver- líð og eru aflahæstu bátar komnir með um 600 skippund, Það er venjulegt að auka við linuna þegar daginn fer að lengja, en að þessu sinni eru mikil vandkvæði á að hafa nóga línu til að geta róið á hverjum degi, hvað þá að geta aukið við hana. Keflavík. Þar er svipuð aðstaða og i Sandgerði. Gæftir og afli hafa verið með bezta móti að und- anförnu. Meðalafli mun vera þar 400 til 500 skippund á bát en þeir aflahæstu munu vera komnir með allt að 600 skip- pund. Veiðarfæraskorturinn er lík- lega öllu tilfinnanlegri i Kefla- vík en í Sandgerði. Sumir bátar geta tæplega róið nema annan- livern dag vegna línuskorts og flestir hátar hafa frekar orðið að rrtinnka línuna en auka hana síðan daginn fór að lengja. V estmannaeyjar. Góðar gæftir og mikill afli undanfaríð. Meðal afli á bát mun þar vera um 400 skippund og þar yfir. Veiðarfæraskortur mun ékki vera tilfinnanlegur í Eyjum. Tekizt hefir að fá mest af þeim netum, sem talið er að þurfi á þessa vertið og línubátar hafa einnig nokkurn veginn nóg veið- arfæri. Akranes. Þar hafa verið talsverðar ó- gæftir að undanförnu og yfir- leitt á vertíðinni. 1 janúar voru aðeins farnir 11 róðrar en 24 róðrar á vertíðinni í fyrra. Afli mun af þessum ástæðum vera mun minni á bát á Akranesi en á sumum af hinum verstöðv- unum, þar sem gæftir hafa ver- ið góðar því næst frá byrjun ver- tíðarinnar. Lóðatap á Akranesbátum hef- Fram á það hefir verið sýnt hér í blaðinu að afstaða stjórn- arskrórnefndar mótaðist af fullri skammsýni og getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar, - jafnvel nú ófyrirsjáanlegar með öllu. Við lagasetningu sem al- menna samningsgferð verður að miða við versta, en ekki hið bezta, — það verður að miða við afbrigði en ekki venjuleg- an gang mála. ' Stjórnskipunarmálið var komið í Paradís friðarins, þann- ig að gera mátti ráð fyrir að það yrði afgreiit þannig að allir mættu vel við una. Snákurinn hefir sem fyrir komizt inn þar sem hom?m var ekki ætlað að vera. Hversu mikil skaðsemd kann af honum að leiða er enn 1 óséð. ir verið mikið alla þessa vertíð. Er það bæði vegna óvenjulega slæmra veðra og svo vegna þess að hátarnir hafa orðið að sækja á lóðafrékustu miðin. Eru rikj- andi hrein vandræði hjá sumum bátaeigendum af þessum sök- um, því að ný lína fæst engin enn. Línuinnkaup. Eftir lóðatapið mikla 4 flest- um verstöðvum í febrúar, hóf viðskip’taráð umleitanir á kaup- um á meiri línu frá Bretlandi og var meðal annars tálað um j þau mál við viðskiptanefnd Breta, sem um þær mundir sat hér á rökstólum. Munu nefndar- mennirnir liafa haft góð orð um að vera þessum viðskiptum lilynntir, þegar þeir kæmi aftur heim til Englands, en enn þá hefir eklcert greiðzt úr i þessum efnum. Mikil vöntun mun vera á þessari vöru, m. a. meðal Breta sjálfra, en telja má víst að við- skitaráð og aðrir aðilar, sem fjalla um þessi mál geri sitt j ýtrasta til að fá þessa vöru til j landsins sem allra fyrst. ,Um ókunna stigu‘ Falieg bók um merkilegap feröir, landkönnun og rannsóknar- leidangra. SNÆLANDSÚTGÁFAN er nýtt bókaútgáfufyrirtæki hér í bænum, sem sendir í dag- frá sér stórt og glæsi- legt rit, prýtt f jölda mynda, en það eru þrjátíu þættir um svaðil- farir, landkönnun og rannsóknarleiðangra frá ýmsum Iöndum heims. (Hafa þeir Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson þýtt bókina og gefið henni heitið „Um ókunna stigu“, En á frummál- inu heitir hún „Explorers Club Tales.“ Hefir „Félag landkönn- uða“ í Bandaríkjunum safnað þáttum þessum saman og gefið út í hók þeirri, sem nú liggur fyrir í íslenzkri þýðingu. 1 formála að bókinni segja þýðendurnir: „Þættirnir eru flestir um ferðir ungra manna, sem leita ævintýra og mann- rauna víðsvegar um jörðina. Einn liefir lent á Suðurliafs- eyju, likt og Róbinson, annar með galdamönnum í Zúlúlandi, þriðji þreytir úlfaldareið um Saliara, fjórði gistir steinaldar- fólk á Austur-Grænlandi, fimmti leitar uppi eitursnáka í myrk- viðum Brazilíu, sjötti verður á- horfandi að borgarastyrjöld í Kína, sjöundi villist inn í kvennabúr soldánsins í Mar- okkó, áttundi ríður norður Sprengisand og þannig mætti lengi telja. Margir af höfundum þessara þátta hafa vissulega lagt á tor- sóttustu Ieiðir jarðarinnar, þótt þeir ætluðu sér hvorki að finna Drengur óskast til sendiferða. H.f. Leiftur, Sími 5379. Tryggvagötu 28. nýjar heimsálfur, ný lönd né nýjar þjóðir.“ Að lokum segja þýðendurnir: „Við höfum ráðizt í að snúa þessari hók á íslenzku, af því að okkur þótti hún skemmtileg og við töldum hana eiga erindi til íslenzkra lesenda.“ Bók þessi er prýdd fjölda sérprenlaðra mynda, sem límd- ar eru inn í hana. fréttír CLAPP’S- barnalæða í dósum, 14 tegundir. mmes Bíml 1884. Elapparstfg 30. Sími okkar er Verzlunin Máimey Laugavegi 47. I.O.O.F. 5. = 125398V2 sFl. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Eg hef komið hér áður, eftir Priestley kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Dansskóli Rigmor Hanson. Fyrsta æfingin fyrir fullorðna (framhaldsnámskeið) verður á Laugavegi 63 í kvöld. — Annað kvöld er fyrsta æfingin fyrir börn og unglinga í Góðtemplarahúsinu. Hásk ó Iaf y r i rlestu r. Hjörvarður Árnason, M.F.A., flytur fyrirlestur í hátíðasal háskól- ans á morgun, föstud. 10. marz, um Myndlist frá endurreisnartímabil- inu til Rococo-tímabilsins. Fyrir- lesturinn verður fluttur á íslenzku og hefst kl. 8.30 e. h. Skuggamynd- ir sýndar. Öllum heimill aðgangur. Næturakstur. Hreyfill, sími 1633. Hjúskapur. Gefin verða saman í hjónaband í dag ungfrú Ólöf Steingrímsdóttir og Sigurjón Sveinsson. Heimiii ungu hjónanna verður á Reykhól- um við Kleppsveg. Handknattlciksmótið. í gærkveldi sigraði kvenflokkur Ármanns F.H. með 23 :8 mörkum. í meistaraflokki karla sigruðu Haukar Í.R. með 19:10 mörkum, og í II. flokki karla sigraði Ármann Val með 11 mörkum gegn 9, en Valur sigraði í þeim flokki í fyrra. 1 kvöld keppa kvenflokar Í.R. og Hauka, meistaraflokkar F.H. og Fram, og 1. flokkur Ármanns og Vals. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) : a) Austurlenzkur lagaflokkur eftir Popy. m) Mimosa-vals eftir Jones. c) Spanskur dans eftir Dazar. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur íslendingsagna (dr. Einar ÓI. Sveinsson). 21.40 Hljómplötur:' Stefán Guðmundsson syngur. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þær raddir gerast nú með hverjum deginum háværari, er hvetja Finna til að draga það ekki um of á langinn að semja frið. Jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem Finnar hafa lengst af verið í miklum metum, er almenningsálitið tekið að snúast mjög gegn þeim, og gætir þar af ýmsum ástæðum mikillar gremju og óþolinmæði í garð þeirra. Sjötta desember 1942 fögn- uðu Finnar aldarfjórðungsaf- mæli sjálfstæðis síns. En um leið gerðist athurður, sem næst- um var orðinn þess valdandi, að Bandaríkin segðu þeim stríð á liendur, svo seni aðrir banda- manna. Atburðurinn, sem olli því að Bandaríkin kvöddu sendiherra sinn í Helsingfors heim og liafa ekki enn sent þangað sendiherra síðan, var þessi: Tadasi Sakaja, sendilierra Japana í Helsingfors, aflienti Risto Ryti og Gustaf Manner- heim japanskt lieiðursmerki. Um sama leyti var fullyrt, að liáttsettir Finnar hefðu drukkið skál fyrir hinni vel lieppnuðu árás Japana á Pearl Harbor, sem þá átti ársafmæli. Amerikumenn hafa löngum dáð Finna mjög og það af skilj- anlengum ástæðum. Finnar höfðu yfir sér myndarskap mikinn og menningarbrag, og voru í augum. Amerikumanna „mestir allra smáþjóða“. Auk þess höfðu Finnar einir allra Evrópuþjóða staðið við skuld- hindingar sínar gagnvart Bandárikjunum og árlega greitt afborganir af stríðsskuldum fyrra ófriðar, sem þeir höfðu raunar ekki stofnað til sjálfir nema að litlu leyti, en höfðu yfirtekið sem fyrrverandi hlnti Rússaveldis. En vinsemd Bandaríkjanna nægði ekki til að fyrirgefa þeim, sem hlökkuðu yfir árás Japana, og verður þeim heldur ekki láð það. Til þess að fá fullnægjandi skýringu á afstöðu Finna til Bandaríkjanna, kallaði Cordell Hull Arthur Schönfeld, sendi- herra U. S. í Finnlandi, á sinn fund, og hvaða skýringar, sem Schönfeld kann að hafa liaft á takteinum, þá er það vist, að liann var ekki sendur til Finnlands aftur. Stjórn sendi- sveitarinnar féll i lilut sendi- ráðsritarans Roberts McClin- tock, en auk hans vinna þar að- eins tveir menn aðrir. Þessi tímabæra áminning Cordells JJull mun hafa valdið miklum heilabrotum með Finn- um, og liafa flestir vist lagt það út á hinn sama veg, að Finnar ættu ekki lengur jafn-traustri vináttu Bandaríkjanna að fagna og áður fyrr. Meðan Finnland heldur áfram þátttöku sinni í stríðinu, ógnar það sifellt flutningaleiðum Rússa frá norðurhöfnunum, þar sem vitað er að miklum her- gagnasendingum bandamanna er jafnan skipað upp. Telja má, að að jafnaði sé um 100 þúsund manna þýzkur lier i Finnlandi, auk liins þaulæfða finnska hers, sem talið er að nemi um 300.000 manna. Auk þess hafa Þjóð- verjar full not af flugvöllum og liöfnum í norðurhluta landsins, og geta á þann liátt gert flutn- ingum bandamanna til Mur- mansk og Arkangelsk skráveif- ur. Það verður því ekki séð, að bandamenn geli til lengdar dreg- ið það að láta til skarar skríða gegn Finnum, og ef marka skal sókn Rússa í Rússlandi sunnan- verðu, þá mun þeim ekki veit- ast það erfitt að sigra á Finn- landsvígstöðvunum, því það mun nú talið mála sannast, að liin hægfara sókn þeirra haust- ið 1939 var í blekkingarslcyni höfð hægari og klaufalegri en ástæður voru til. Þó láta Finnar sér, að þvi er virðist, mjög annt um að halda því fram, að þeir eigi alls ekki i stríði við bandamenn, aðra en Rússa, að þeir telja það fjar- stæðu eina, að þeir skuli teljast handamenn Þjóðverja, að öðru leyti en þvi er til stríðsins við Rússa kemur. Þeir benda á það sér „til málsbóta“, að þeir hafi um eitt slcéið verið komnir í færi við járnbrautarleið Rússa norðan frá Hvítahafi, en liafi skirrzt við að láta til skarar skríða, því að þeir hafi vitað, að bandamönnum kæmi það mjög illa, að eyðilagðir væri flutningar þeirra til suðurvíg- stöðva Rússlands. Það verður að játa, að manni koma slíkar skýr- ingar mjög kynduglega fyrir sjónir, en um það er ekki á- stæða að efast, að þær eru settar fram í fullri alvöru. Eg átti sum- arið 1941 oft tal við finnskan blaðamann, sem þá starfaði i London (áður en Bretar slitu stjórnmálasambandi við Finna). /Hann útvarpaði til þjóðar sinn- ar og brýndi fyrir mönnum nauðsyn þess, að halda frið við England og það, hversu æskilegt það væri að Bretar sigruðu Þjóð- verja. En þegar kallið kom, hvarf hann aflur heim til Finn- lands, til þess að berjast gegn Rússum við hlið Þjóðverja. Það sem einna mest veldur um, hversu erfitt er að skilja af- Tvö góð herbergi og eldhús til leigu 14. mai í nýtízku liúsi fyrir stúlku gegn heilsdagsvist. Tilboð, merkt: „Fullorðn- ir“ sendist afgr. Vísis fyrir laugardagskvöld. Tlmbnr til sölu Gólfborð 1J4—iy2”, Tré 6x6—6x7. Uppl. í síma 2972 kl. 7—8. Stýrimann 3 háseta og mótorista vantar á 35 tonna bát. Uppl. í síma 1881. 2 laghentir menn óska eftir einhverskonar vinnu. Ýms ákvæðisvinna gæti komið til greina. Uppl. á Laugavegi 18 A, efstu hæð.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.