Vísir - 24.03.1944, Page 2
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandí:
BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féalgsprentsmiðjan h.f.
Tvo báta vantar úr róðri.
Vanefni — vanmat.
TT iðurkenna verður að flestar
framkvæmdir hér á landi,
þótt stórar séu á okkar mæli-
kvarða, eru af vanefnum gerð-
ar og ekki hvað sízt þær, sem
stærstar eru. Þó virðist einnig,
sem oft séu aurarnir sparaðir,
en krónunni kastað. Það borgar
sig yfirleitt ekki að kaupa ó-
dýrt „skítti“, þegar unnt er að
fá gæðavöru fyrir tiltölulega
litlu hærra verð. Slikt verður að
litlu gagni og vafasamri ánægju
er frá liður. Gildir þetta jafnt
um viðskipti einstaklinga og
opinberra aðila. Flest röskun á
lífsþægindum ahnennings, sem
við höfum daglega reynslu fyr-
ir og dæmin fyrir augum,
sprettur af þvi einu, að ekki
hefir í upphafi verið vandað
svo til opinherra framkvæmda
sem slcyldi, — ódýrt og ef til
vill lélegt efni keypt og verkinu
áð öðru leyti liagað á þann veg
að framkvæmd þess yrði sem
einföidust og ódýrust, en kæmi
þó að sem skjótustum notum.
Munu fá opinher fyrirtæki
standast fullan samanburð við
sambærileg fyrirtæki í öðrum
löndum, sem vandað hefir ver-
ið til og ætluð til frambúðar í
almennings þágu.
Einnig verður að viðurkenna
að við eigum yfirleitt langt í
land til þess að lifa fullkomnu
menningarlífi, þótt skrimt sé
og allt komist af. Gatnagerð og
vega er ófullkomin, gistihús
sárafá frambærileg og lítið um
þau lífsþægindi, sem með öðr-
um auðugri þjóðum tiðkast.
Þótt við sjáum þetta og viður-
kennum, veit það á stærri fram-
kvæmdir og meiri, en ber vott
um vanmat á því, sem gert hef-
ir verið. Róm var ekki byggð á
einum degi og fjárliagslega rú-
in og örsnauð þjóð byggir held-
ur ekki upp heilbrigt fjárhags-
Iíf og athafnalif á skammri
stundu. Allt sækir seigt og fast
í horfið, — það vinnst á og tap-
ast eins og gengur, þar til þjóð-
lífið allt er fallið í fast far og
sækir fram til öruggrar þróun-
ar og framfara. Með engri þjóð
mun stórfelldari bylting hafa
gerzt á skemmri tíma, en ís-
lenzku þjóðinni, en allt sem á-
unnizt hefir ber að meta að
verðleikum. Við megum hins-
vegar ekki vera ánægð með, eða
yfirleitt sætta okkur við ósóm-
ann, allra sízt ef unnt er að út-
rýma honum án verulegrar fyr-
irhafnar eða kostnaðar, en svo
er um margt það, sem nú fer
afíaga. Þjóðin var ekki góðu
völ og val hénnar í ýmsum
greinum fer eftir því. Heimskt
er heiinaalið barn og margir
þéir, sem fyrir framkvæmdum
og hálfopinberum rekstri
standa, telja það gott og full-
gilt, sem engir sætta sig við, er
meix-a hafa séð og betri aðbún-
aði hafa kynst.
Menn ræða um að ísland
muni verða ferðamannaland,
og kann svo að reynast, en það
verða engir aultvisar, sem
sækja landið heim, hafi það
ekki upp á betri aðbúð að bjóða
en nú er um að ræða. Þeir, sem
eftir .þægindum óska koma
hingað ekki, en hinir sem vilja
þreyta kraftana við óblíða nátt-
Stórk ostlegt veidar-
færatjén í verstödv-
unum.
Enn meizi hætta en áður á vertiðarstöðvun.
í fyrirnótt hrepptu fiskibátar
á Suðurnesjum afar vont veður
á miðunum. Olli veður þetta til- -
finnanlegu veiðarfærtjóni og
sumir bátarnir lcomu mjög seint
að landi. Afli var þó fremur
góður á flestum bátunum.
Einn bát, Ársæl Sigurðsson
frá Sandgerði vantaði enn kl.
9.30. Ársæll er 22 smálestir að
stærð. Ennfremur tjáði Slysa-
varnafélagið blaðinu, að vélbát-
inn Njáls, GK. 123, 36 smálestir
að stærð, vantaði frá Keflavik.
Einn bát kom Sæhjörg með
í nótt. Var það Aldan m.b. 77.
Vél hans bilaði í gærmorgun,
þegar hann var að draga lín-
una. Náði liann aðeins 7 hjóð-
um af 30. Að öðru leyti var
veiðarfæratap á Akranesbátum
fremur litið.
Veiðarfæratapið á Sandgerðis-
og Keflavikurbátum var hins-
vegar tilfinnanlegt. Sandgerðis-
hátar töpuðu frá tveimur upp
i 15 bjóð eða um helming af lin-
unni, sumir þeirra. Aðrir náðu
mestu eða öllu af línunni en þeir
voru fáir sem voru svo heppnir.
Þetta nýja veiðarfæratjón á
Sandgerðisbátunum er afar til-
finnanlegt en ekki er þó talið að
það muni orsaka beina stövun
lijá neinum bátanna. Veiðar-
færagerðin hefir undanfarið get-
að lilaupið eitthvað undir bagga
með Sandgerðisbátum með út-
vegun veiðarfæra og veitt þeim
þannig talsvert lið í þessu mikla
vandamáli.
Frá Keflavík voru allir bátar
á sjó í gær, eða því sem næst.
Voru þeir rétt að byrja að draga
þegar óveðrið skall á. Þeir töp-
uðu sumir hverjir að minnsta
kosti, meiri línu en Sandgerðis-
bátarnir, eða frá 6 og upp í 18
bjóðum. Er það tap afar tilfinn-
anlegt. Er jafnvel álitið að þetta
tjón orsaki beina stöðvun á
sumum bátunum. Aðrir munu
verða að róa með mikið af gam-
alli línu, sem búið er að leggja
til hliðar og talin var svo, að
segja ónothæf og má gera ráð
fyrir, að ekki verði mikið lið
að þeim veiðarfærum, þótt þau
geti kannske dugað eitthvað í
bili.
úru og lítil lífsþægindi geta átt
hér vísan samastað. íslendingar
sætta sig vel við margt það, sem
aðrir una ekki. Skal ekki um
það rætt hvort matið sé réttara
eða heilbrigðara, en við verð-
um að horfast í augu við stað-
reyndirnar og taka lífið eins og
það er. Þjóðin þarf að læra
miklu meira á flestum sviðum,
en hún hefir ennþá gert, og
henni mun reynast miklu auð-
veldara að bæta við það, sem
fengizt hefir, en að byggja í upp-
hafi frá grunni, svo sem gert
hefir verið. Það væri vanþakk-
læti við fortíðina og vanmat á
afrekum síðustu kynslóða, ef
þeirra verk væru að engu þökk-
uð, en svo er guði fyrir að
þakka, að við getum bætt þar
við, sem þær hafa frá horfið og
er það ekki einvörðungu
rétt, heldur beinlínis skylt.
Kyrrstaða á ekki að verða hlut-
skipti þeirrar þjóðar, sem þarf
að byggja upp land sitt, og
reynslan mun kenna henni að
velja og hafna. Islandi er ekk-
ert of gott, en núlifandi kynslóð-
ir eg þær, sem á eftir henni
feta, eiga að velja Iandi sínu hið
bezta og annað ekki. Það eitt
sæmir sannri menningu.
Bálurinn Helgi Hávarðarson
féklc á sig holskeflu, er hann
var að draga línuna. Brotnaði
ölduslokkurinn talsvert mikið
og tveir menn meiddust nokkuð.
Tækin, sem notuð eru til leggja
línunni, slcemmdust einnig
nokkuð.
Það má fullyrða, að þetta
nýja veiðarfæratjón veldur
miklum erfiðleikum á vertíðinni
á Suðurnesjum, þvi að áður var
veiðarfæraskorturinn tilfinnan-
legur og illa á hann bætandi.
Verður þörfin fyrir innflutning
á nýjum veiðarfærum því meiri
en nokkru sinni fyrr.
Bæ)a
fréttír
Útvarpiðí í kvöid.
Kl. 20,25 Útvarpssagan: „Bör
Börsson“ eftir Johan Falkberget,
12 (Helgi Hjörva). 21,00 Strok-
kvartett útvarpsins: Kvartett nr. 16,
Es-dúr, eftir Mozart. 21,15 Erindi
bænda- og húsmæðraviku Búnaðar-
félagsins: Innigarðar (Unnsteinn
Ólafsson skólastjóri). 21,35 Spurn-
ingar og svör um íslenzkt mál
(Bjöm Sigfússon). 21,55 Fréttir.
22,00 Symfóníutónleikar (plötur) :
a) Fiðlukonsert eftir Vieutemps. b)
Píanókonsert nr. 2 í f-moll eftir
Chopin.
Árni Pálsson
húsasmíðameistari, Vífilsgötu 5,
er fertugur í dag.
Hnefaleikarar.
1 frétt hér í blaðinu á þriðjudag
um hnefaleikara, sem sem sýndu
hnefaleika fyrir setuliðsmenn, gætti
þess misskilnings, að hnefaleikar-
arnir voru allir taldir úr hnefaleika-
skóla Þorsteins Gíslasonar, en f jór-
ir þeirra: Marteinn Björgvinsson,
Friðrik Guðnason, Arnkell Guð-
mundsson og Kristmundur Þor-
steinsson eru úr hnefaleikaflokki
Ármanns.
Vestmannaeyjasaga:
Vestmanna eylngaf élagið
í Rvík liyggst að gefa
út sögu Eyjaskeggja.
Vestmanneyingafélagið hefir
nú í undirbúningi samningu
héraðssögu Vestmannaeyja og
mun í því efni leita til ýmissa
fræðimanna úr Eyjum um
samningu ritsins.
Vestmannaeyingafélagið hélt
aðalfund sinn í fyrrakveld og
voru þar kösnir í stjórn Guðni
Kárason formaður, Henrik
Linnet gjaldkeri og Isleifur
Pálsson ritari. Félagið var
stofnað fyrir tveimur árum og
eru í því um 140 félagar. Hefir
félagslíf verið hið ágætasta í
hvívetna, margir fundir verið
haldnir og mikið gert til að
auka og viðhalda kynningu
meðal Eyjaskeggja hér í
Reykjavík.
Félagið hefir tvívegis sýnt
kvikmynd þá, sem Kjartan
Óskar Bjarnason tók í Eyjum á
vegum fræðslumálaskrifstof-
unnar. Er nú unnið að -því að
fá kyikmynd þessa sýnda fyrir
ahnénning í einu kvikmynda-
húsinu hér. Myndin er gullfall-
eg litkvikmynd og lýsir lands-
lagi, fuglalífi, bjargsigi og
ýmsum þáttum úr atvinnu- og
þjóðlifi Eyjaskeggja. Það helzta
sem á vantar í myndina er
sjávarútvegurinn og mætti
bæta úr því með því að fá Kjart-
an til Eyja á meðan vertiðin
stendur yfir. En svo sem kunn-
ugt er, er sjávarútvegurinn
liöfuðlífæð Vestmannaeyinga og
á honum byggist raunverulega
afkoma þeirra öll. Þess vegna
þarf fræðslumálastjórnin að
hlutast til um að bæta þessum
þætti inn í kvikmyndina, til að
gera hana heillegri og sannari.
I sambandi við sögu Vest-
mannaeyja má geta þess að þrír
þekktir fræðimenn úr Eyjum,
þeir Sigfús Johnsen bæjarfó-
geti, Jóhann Gunnar Ólafsson
bæjarfógeti á ísafirði og séra
Jes Gíslason eiga allir meiri
eða minni drög að sögu Eyj-
anna og svo mun um fleiri.
Félaginu ætti því ekki að verða
nein skotaskuld úr þvi að fá
samda ítarlega sögu Eyja-
skeggja.
Vestmanneyingafélagið hélt
árshátíð 9. febr. s. I. Þar héldu
ræður Jóhann Jósefsson alþm.,
Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi og frú Jóhanna Linnet.
Sigfús Halldórsson skemmti
með söng og hljóðfæraslætti, en
Guðjón Bjarnason söngstjóri
stjórnaði kór Sólskinsdeildar-
Daglegt líf í Chungking. II: . .
Þar sem maður verður að vera
ríkur ti! að lifa sem fátæklingur
Þetta er síðari grein Mar-
tins Moore, fréttaritara Daily
Telegraph i Chungking, þar
sem hann lýsir ástandinu í
höfuðborg Kínaveldis.
Áður en eg liafði dvalizt 48
klst. í Kina hafði eg fengið þrjú
girnileg tilboð í slcóna mína.
Margir höfðu dáðzt að skyrt-
unum mínum. Mér bárust
margar fyrirspurnir um það,
hvort eg ætti ekki tannkrem,
rakvélarblöð eða sígarettur.
Þetta voru fyrstu kynni mín af
lífi útlendingsins hér.
Þegar fólk komst á snoðir
um að dvöl mín yrði stutt, var
það ekki lengi að skýra mér frá
venjunni: „Þegar menn lialda
á hrott, þá selja menn eða gefa
allt það af farangri sínum, sem
þeir mega við sig skilja.“
tJtlendingarnir liérna lifa í
fullkominni fátækt eins og sí-
gaunar, og skipta með sér öllu
því, sem þeir geta komizt yfir
með heiðarlegu móti.
Ef maður gengur um strætin
í Chungking, Kunming eða ein-
hverri annari borg, verður mað-
ur ekki var við neinn birgða-
skort. Verzlanirnar eru fullar af
þriðja flokks vörum, sem fram-
leiddar eru liérna á staðnum og
fyrsta flokks matvörum. En ef
maður spyr um verðið, þá skil-
ur maður livers vegna vinir
manns skammast sín ekki fyrir
að betla af manni alls konar
varning.
Ódýrar
sígarettur!
I Chengtu sá eg nokkura
pakka af enskum sigarettum í
tóbaksbúð. Þetta var tegund,
sem kostaði fimm krónur 50
stk. Eg spurðist fyrir um verð-
ið og það var 3 pund sterling
fyrir 50 stk. (68 kr.). Eg hélt
að eg hefði misskilið afgreiðslu-
manninn, en þegar eg skýrði
enskum vini mínum frá þessu
síðar, sagði hann aðeins: „Það
var ódýrt!“
Innlendar framleiðsluvörur
og matvörur eru ótrúlega dýrar.
Vasaklútur kostar 5 sliillinga.
Vesti úr svo lélegu efni, að það
væri óseljanlegt í Englandi,
kostar hér 30 shillinga. Skór
kosta 4 sterlingspund.
Einkennandi fyrir kinversk-
an verzlunarmáta eru umboðs-
fornverzlanirnar. I einni slíkri
verzlun sá eg gamalt reiðhjól
með slitnum lijólbörðum, sem
innar. Bauðst hann til að koma
þangað endurgjaldslaust með
kórinn til að votta frábæra gest-
risni er kórinn hafði hlotið við
komu sína til Eyja.
Scrutator:
'&xxUlx ahnemwM
cl
u
Heimæðargjald.
Margir hafa um það spurt, á
hvern hátt leigjendum beri að greiða
húseigendum sinn hluta af heim-
æðargjaldi Hitaveitunnar. Eins og
kunnugt er, hvílir heimæðargjaldið
á húsum með lögtaksrétti, og á
Hitaveitan aðeins aðgang að ’hús-
eigendum. Hins vegar hefir húsa-
leigunefnd ákveðið, að húseigend-
um sé heimilt að hækka húsaleigu
í sambandi við heimæðargjaldið, og
er þá skoðað sem gjaldið bætist við
eignarverð hússins. Heimilt er að
hækka húsaleigu af öllu húsmu um
9% af heimæðargjaldinu, og jafn-
ast það að sjálfsögðu einnig á íbúð
húseiganda, eigi hann sjálfur heima
í húsinu. Dæmi má taka þannig:
Húseigandi hefir hehning húss á
móti leigjanda, og er heimæðar-
gjaldið 600 krónur. AIls hækkar þá
leigan um 9% af 600 kr. eða 54 kr.
á ári. Af því greiðir leigjandinn
helming, eða 27 kr. á ári, m. ö. o.
hækkar leiga hans um kr. 2,25 á
mánuði. Húsaleiguhækkun þessi
verður að sjálfsögðu í gildi, þar til
önnur breyting verður á gerð eða
þar til húsaleigulögin verða afnum-
in. Með þessu móti afskrifast heim-
æðargjaldið á 11—12 árum, og hef-
ir þá hver greitt sinn hltua af þeim,
sem heita vatnsins njóta.
Skurðir í g-ötum.
Einhver mesti umferðabaginn eru
þverskurðirnir yfir göturnar. Eins
og kunnugt er, valda slíkir skurðir
óhemju sliti á bifreiðum, en auk
þess gera þeir það að verkum, að
bifreiðar verða að hægja á sér við
hvern skurð, og veldur það óhemju
töfúm á umferð, eirimitt á þeim
götum, sem fjölfarnastar eru, þar
sem mesta nauðsyn ber til að um-
ferð gangi greitt og trafalalaust.
Meðan annað er ekki að gert, hlýt-
ur að vera hægt að halda þessum
skurðum í horfinu, fylla jafnan eft-
ir því sem efsta lagið slitnar, og
fullyrða bílstjórar, að þetta sé enn
nauðsynlegri aðgerð en að slétta hol-
óttar götur, og verður þó ekki ann-
að sagt en að hvorttveggja sé til
skapraunar og vansæmdar.
Göturnar.
Eg hefi orðið þess var, að þeir,
sem þessum málum ráða og eiga
vitanlega við mikla erfiðleika að
stríða, þyki sér æði misboðið með
hinum sífelldu blaðaskrifum um á-
stand gatnanna. Mætti skýra það,
hversu lítið er að gert, með því að
einhver þrái hefði í þá hlaupið.
Þetta er mjög mikil misskilningur,
því að þessi skrif eru ekki gerð af
því að blaðamenn langi til að gera
sig merkilega, heldur af hinu, að
þeir verða daglega þeirrar óánægju
varir, sem meðal'almennings ríkir,
og má fullyrða, að ' viðkomandi
starfsmenn muni eigi síður fara var-
hluta af þeim athugasemdum. En
blaðamenn gætu engum að liði orð-
ið með því að þegja um almenn-
ingsálitið.
I
Hornafræði.
„Vel á minnzt, átthagafræði. —
Veiztu hvað þeir kalla norðanvind-
inn á Hornströndum ?“, spurði ísak
ísax íbygginn. „?“, sagði ég. „Þeir !
kalla hann hornablástur, góði minn.“ i
kostaði 60 pund. Útlendingur,
sem fluttist burtu, fékk 300
pund fyrir útvarpstækið sitt,
þegar liann fór frá Cliungking.
Tækið liafði koslað hann 15
pund þegar það var nýtt.
Það virðist eðlilegt, að inn-
flutlar vörur séu sjaldséðar í
Kína. En það er ótrúlegt að þær
seljist raunverulega fyrir slíkt
verð. Hver hefir efni á að kaupa
þær? Svarið er að þrátt fyrir
eftirlit hins opinbera og strang-
ar refsingar, þá er fjöldi af
kaupmönnum og bröskurum,
sem græða milljónir. Slikir
menn hafa jafnvel efni á að
drekka skozkt whisky, sem
kostar 27 pund flaskan (702
kr.), og reykja erlendar sígar-
ettur, sem kosta 1 s. 2 d. stykkið.
\
Matur 54 sinnum
dýrari.
Það er einnig einkennileg
ákefð i öllu fólki í að koma öll-
um peningum, sem það hefir
afgangs, i einhvern vaming.
Maðurinn, sem kaupir sér not-
að reiðhjól, myndavél eða út-
varpstæki getur notið þessara
hluta með þeirri ánægjutilfinn-
ingu, að liann geti sett þá
fyrir meira verð en hann keypti,
ef lionum liggur á.
Þegar erlendum vörutegund-
um er sleppt, þá er meðalverð
kínverskra vörutegunda 94
sinnum liærra en fyrir stríð.
Tiltölulega eru matvörur ódýr-
ar. Sumar tegundir kosta aðeins
56 sinnum rneira en fyrir stríð.
Það er ennþá hægt að fá góða
máltíð í veitingahúsi fyrir 1
pund (26 kr.). Andasteik kost-
ar 25 shillinga og kjúklingar
aðeins 15 shillinga. Smjör kost-
ar 25 sli. pundið — ef það er fá-
anlegt.
Eg liefi aðeins bragðað smjör
einu sinni og það var þegar eg
var gestur trúboða nokkurra,
sem áttu kú sjálfir. I Chengtu
kostar mjólkurbolli 3 shillinga.
Erlendar óþarfavörur eru
miklu dýrari. Algengt verðlag
í verzlunum i Chungking er oft:
Kaffi 15 sh. pundið; kókó 3
sterlingspund (78 kr.); niður-
soðin mjólk 1 pund dósin.
Útlendingurinn hérna saknar
hinna dásamlegu daga, þegar
Imiðítilil
(prjónuð og saumuð).
AÐALYÖRUR:
BarnafaAnaðar
Kjólabúðin
Bergþórugötu 2.
Athugið!
Fornbókaverzlun vor kauþ-
ir allar bækur hæsta verði.
Einnig tímarit og blöð. —
Greiðsla hvort heldur er i
peningum eða bókskiptum.
Komið og reynið viðskiptin.
Bókaverzlun
Guðmundar Gamalíelssonar
Lækjargötu 6. — Sími 3263.