Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 1
m fcitstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Rttstjórar * Blaðamenn Slmti Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llRur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 19. apríl 1944. » 87. tbl. Japanir hafa vígrgirt Trnk 130 ár Nókn gegn hringriflna verðnr fádæma örðug. Blaðamenn búast við nyjum storatokum a Italíu bráðlega. Líklegt aö bandamenn peyni fyrst aö ná Róm. Undanfamar vikur hafa bandamenn hert mjög loftsókn- ina gegii Truk. United Press liefir því sent út eftirfarandi Iýsingu á þessari bækistöð Jap- ana og er hún eftir mann, sem hefir komið þangað. „í baráttunni um Truk munu bandamenn verða að fást við vandamál, sem þeir hafa aldrei kynnzt áður í hernaði. Truk er ekki ein heldur margar e;yjar, sem liggja allar innan hringrifs, en það er um 50 lcm. í þvermál. Eyjarnar eru til orðnar vegna eldsumbrota og þær eru mjög mismunandi að stærð og lögun. Það er ekki fjarri lagi að likja þeim við mörg smávirki, sem öll eru innan sama aðalvirkis- veggjar. Eg þekki Truk af því að eg hefi komið þangað. Eg er einn af hinum fáu Bandaríkjamönn- um, sem hafa séð eyjarnar til- sýndar og að líkindum sá eini, sem hefi komið þangað í boði japanska flotans. Það gerðist skömmu eftir að Þjóðabanda- lagið hafði falið Japan stjórn þarna og á 2000 öðrum eyjum á Kyrrahafi. Japanir vildu sýna umlieim- inum, að þeir færi vel með kristniboðana ag eyjaskeggja. Mér var þvi leyft að fara þang- að til þess að ganga úr skugga um þetta. Fáeinum árum síðar gerðist það, að liðsforingi í landgönguliði ameríska flotans fór til eyjanna án leyfis Japana. Siðan hefir ekkert til hans spurzt. Það var japanski flotinn, sem réð lögum og lofum á eyjunum þarna. Hann liafði verið þar löngu áður en Japönum var fal- in stjórnin, eða siðan liann tók nýlendur Þjóðverja á Kyrraliafi árið 1914. Reyndir foringjar unnu að allskonar rannsóknum og mælingum, undirbjuggu fallbyssustæði og mældu dýpið umhverfis eyjarnar. Er eg kom heim ritaði eg um þetta og sagði, að Japanir hefði bætt 10 milljónum ferkm. við ríki sitt, þótt viðbótin væri að mestu sjór. Þetta var kallaður rógur um Japana. En Japanar voru þá þeger búnir að velja Truk fyrir aðal- bækistöð sína. Sá staður var j nokkurnveginn miðdepill milli J eyjanna í vestri og austri. Að- | setur flotaforingjans er á Dubl- on-eyju. Þegar eg kom þangað var myndarleg hæð á miðri eynni, en umhverfis var flat- lendi. Það var talinn tveggja stunda gangur umhverfis hæð- ina. Höfn eyjarinnar var aðeins nægilega stór fyrir lítil skip, en umhverfis hana og milli ann- ara eyja er lega fyrir stærstu herskip. Sumar hinna eyjanna eru á stærð við Dublon, en aðeins tvær stærri. Enginn vafi leikur á því, að þær eru vel viggirtar. Jap- anir hafa haft 30 ár til að gera hverja þeirra að virki og lega þeirra er þannig, að varnir hverrar geta varið þær næstu. Þar við bætist, að flugvélar ein- ar gcta ráðið því, úr hvaða átt þær ráðast að .eyjunum. Þegar eg kom þangað, var aðeins ein af innsiglingunum gegnum hringrifið — þær eru alls fimm — svo djúp, að hafskip gæti farið þar um.-Vera má, að innsiglingarnar hafi verið Veður hafa verið svo hagstæð á Ítalíu undanfarið, að gera má ráð fyrir því, að mikil átök hef jist þar innan skamms. Kyrrðin, sem þar hefir verið um nokkurra vikna skeið, verð- 'ur rofin á næstunni, segja þeir blaðamenn, sem liafa haft tæki- færi til að fylgjast með því, er gerzt hefir að baki víglinu bandamanna og átt tal við flug- menn, er hafa verið á njósna- flugi að baki víglínu Þjóðverja. Flestir blaðamennirnir hall- ast að þeirri skoðun, að banda- menn 1 muni leggja mesta áherzlu á að komast norður til Rómaborgar frá Anzio-svæð- inu. Næði handamenn Róma- borg, er alls ekki óhugsandi, að flutningar Þjóðverja suður til Cassino-vígstöðvanna dragist /svo saman, áð þeir neyðist til að draga lið sitt til baka þaðan, þótt víggirðingarnar sé svo sterkar, að þær geti staðizt allar árásir, meðan liðið þar hefir nóg að „bíta og brenna“. Tjónið á Anzio-svæðinu. Þær tólf vikur, sem banda- menn hafa verið á Anzio-svæð- iúu, hafa þeir tekið saintals 4000 fanga, en auk ]>ess telja þeir sig hafa evðilagt um 200 skrjðdreka og sjálfakandi fall- byssur, en auk þess liafa 176 flugvélar verið skotnar niður og ef til vill 117 að auki. Loftsóknin frá Ítalíu. 1 Bandamenn hafa jafnt og dýpkaðar, en ekki margar af h er naðarástæðum. En rifið sjálft er meira en styrkur ölduhrjótur. Hiúgað og þangað hefir safnazt sandur upp að þvi, svo að þar hafa 'uiyndaxl smáeyjar, sem eru á- þekkar Kwajalein og Tarawa. Þar hefir vörnum elnnig verið komið fyrir, en að auki njóta ]jær .viggirðingar stuðnings frá virkjum á eyjunum að haki. þétt verið að auka þungann í loftárásum sínum. Á tveim sól- arhingum um lielgina fóru flug- vélar þaðan um 4000 árásir og er það talið mjög mikið, þegar þess er gætt, að flytja verður óraleiðir nærri allt, sem þarf til að halda uppi þessum árásum. f<Gandreið(c 1 undirdjúpvnum. Fyrir fimmtán mánuðum var tveim ítölskum skipum sökkt með dularfullum hætti í Pal- ermo á Sikiley. 1 gær gerði brezka flotastjórn- jn það uppskátt, með hverjum hætti skipunum hefði verið sökkt. Var það gert með svo- nefndu lifandi tundurskeyti. Því er stjórnað af tveim mönn- um, sem sitja klofvega á því og eru í kafarabúningum. Farið er með hægri ferð að skipi því, sem á að söklcva, en siðan kafað undir það. Er þangað er komið er framhluti skeytisins, sem er laus, festur undir hotn skipsins og sprenging orsökuð í því með úrverki, sem hægt or að „setja“ á hvaða tima sem er. í janúar á( síðasta ári, voru þrjú lifandi lundurskeyti send í leiðangur inn í liöfnina í Pal- ermo. Þau sökktu þar beitiskipi af Regulo-flokki og 8500 smál. herflutningaskipi. Þegar stjórn- > endur tundurskeytanna voru húnir að koma þeim fyrir, gengu þéir á land og voru teknir til fanga. Iwlenxkir sjó- mcnn wkíaðir Tveir íslenzkir sjómenn hafa verið sektaðir í Grimsby. 1 skeyti frá Uníted Press seg- ir, að meniv þessir liafi ætlað sér að flytja úr landi harnavagn og ýmsan annan varning, en ekki fengið leyfi yfirvaldanna til þess. Þess er ekki gelið, liversu miklu sektin nam. Gagnáhlaup Þjóðverja til að bægja hættu írá Lwow. Loftsóknin fer enn vaxandi. Þýzk áhlaup milli Tamopol og Stanislav. Saumað að Þjóðverjum í Sebastopol. Tj jóðverjar hafa byrjað harðar gagnárásir á vígstöðvunum í Suður-Pól- landi, þar sem mest hætta steðjar að flutningamið- stöðinni Lwow (Lemberg). Þessi gagnsókn Þjóðverja er gerð milli borganna Tarnopol, sem svo mjög hefir komið við sögu undanfarnar vikur, og Stanislav, sem er þar alllangt fyrir sunnan. Segja Rússar, að Þjóðverjar beiti þarna miklu liði og hafi það nóg af allskonar nýtizku hergögnum, skriðdrek- um og þess háttar. En þrátt fyrir það hefir öllum áhlaupunum verið hrundið og hafa Þjóðverj- ar goldið mikið afhroð. Lwow er mikilvæg fyrir margra liluta sakir. Borgin er fyrst og fremst aðalsamgöngu- miðstöð liéraðanna um þessar slóðir, en þar að auki er henni lýst svo af Rússum, að hún sé vörður greiðfærra fjallaskarða, sem liggja yfir til Tékkósló- valdu. Kreppir að Þjóðverjum. Það hefir farið eins í Seba- stopol og oft áður í þessu striði, að þegar Þjóðverjar eiga sér ekki undankomu auðið, verjast þeir eins og ljón, meðan þess er nokkur kostur. Rússar liafa þjappað þeim á lítið svæði í Sebastopol og þar sækja þeir áð þeim lir öllum áttum nema j einni, vestri, þar sem sjórinn varnar þeim undankomu. Er sagt i fregnum frá Tyrklandi, að bardagar sé álika harðir og I i Stalingrad forðum. | Hersveitir Jeremenkos tóku Balaklava í gær. Borgin var eitt af aðalvirkjum Þjóðverja á suðurströndinni. Hún er fáeina km. fyrir suðaustan Sepastopol. H a 1 s e y. * * * Halseý flotaforingi, sem stjórnar flota Bandaríkja- manna á suðvesturhluta Kyrra- hafs. Hann stjórnaði árásunum á Truk, Palau og Yap. VÍSIR óskar öllum les- endum sínum gleðilegs sumars Bretar bæta aðstöðu F j álakötturinn: Frumsýning reyunnar fyrir mánaðamótin. Hin nýja revya Fjalakattar- ins er nú æfð af kappi og verð- ur að líkindum sýnd í fyrsta sinn fyrir mánaðamótin. Meðal leikenda eru þeir Al- fred Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson, en auk jæss leika þarna þau Jón Aðils, Inga Þórð- ardóttir, Emilia Jónasdóttir og ýmsir fleiri. Nafn revyunnar er hið strangasta liernaðarleyndarmál, unz sýningar hefjast. sína hjá ImpaJ. ! Bretar virðast hafa betur i grennd við Impal-sléttuna þessa dagana. 1 herstjórnartilkynningu seg- ir svo í gær, að hrezkar og ind- j verskar hersveitir hafi unnið á 'í fjöllunum fyrir norðaustan 1 Impal í fyrradag og haldi áfram áhlaupum þar. j Suðvestur af Impal hefir Bret- um tekizt að stöðva fi-eka'ri framsókn Japana. Þeir ætluðu sér að slíta ölluin snnigöngum horaarinnar njeð t’vi að r’>-f^ járnhrautina, sem liggur vestur á hóginn frá hcnni. Þá Sé'gil’ Og > I; U-y:'> nin r'H" ” :. að stórar flugvélnr hafi ráðizf á hækistöðvár Japana á Andaman- eyjum í Bepgal-flóa. j Helgidagslæknir. á morgurt Pétur Jakobsson, Rauð- arársti^ 34. Sími 2735. 24 þátttakendur í Drengjahlaupi Armanns. Drengjahlaup Ármanns fer fram á sunnudaginn kemur og hefst kl. 10'/2 f- h. Keppendur eru 24, þar af 12 frá í. R., 8 frá Ármanni og 4 frá K. R. í. R. hefir unnið Drengja- hlaupshikar Ármanns tvisvar i röð og vinnur hikarinn nú til eigna.r ef það vinnur hlaupið. Yerður að vinna hann 3var í röð til eigriar eða 5 sinnum ella. Hlaupið hefst fvrir framan I'önskólann og verður hlaupið um Vonarstræti, Tjarnargötu, Bjargargotu að suðurhorni Há- skólans, þaðan austur yfir tún- in að liorni Hringbrautar og Njarðargötu um Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og endað í Lækj- argötu gegnt Amtmannsstíg. Loftárásir úi austri, vestri og suðri. Ráðizt á flugvélaverk- smiðjur og flutninga- miðstöðvar. P andamenn hófu loft- ** sóknina aftur í gær eftir skemmra hlé en venju- lega og í nótt fóru brezkar flugvélar í áras á Frakk- land. 1 nótt var ráðizt á Rúðuborg (Rouen), tvær járnbrautar- átöðvar í París og önnur skot- mörk í Hollandi og N.-Frakk- landi. Bandarikjamenn sendu 1500 —2000 flugvélar til Þýzkalands i gær og skiptist hópurinn nokkurn veginn jafnt milli sprengjuvéla og orustuvéla. Ráðizt var á Héinkel-flugvélá- verksmiðjur i Oranienburg fyr- ir norðan Berlín og aðrar flug- vélaverksmiðjur í borginni Rat- henau fyrir vestan Berlin. Auk þess var ráðizt á verksmiðjur i Berlínarborg sjálfri. Þjóðverjar segja, að skyggni hafi verið slæmt til loftvarna og kom ekki til mikilla loftbar- daga. Bandarikjamenn misstu 19 sprengjuvélar og 6 orustuvél- ar, en skutu niður 13 þýzkar orustuvélar. Belgía og Frakkland. Meðan þessir flugvélarhópar voru yfir Þýzkalandi, fór litill hópur Liberatorýéla með or- ustuvélavernd til Calais-héraðs. Var ráðizt þar á hernaðarmann- virki, sem ekki var nánar lýst. Tvihreyfla flugvélar fóru í árásir á járnbrautarstöðina í Charleroi i Belgiu og víðar þar í landi og i N.-Frakklandi. Suðaustur-Evrópa. Brezkar flugvélar réðust á Plovdiv, aðrá stærstu borg Búlgariu, rétt fyrir dögun í gær. Var varpað sprengjum á járn- brautarstöð borgarinnar og komu upp miklir eldar. Plovdiv er á járnbrautinni milli Sofia og Istambul. 1 árásinni á Sofia í fyrradag , réðust 50 þýzkar orustuvélar á amerisku vélarnar, en 15 þeiri^a voru skotnar niður. í árásinni á Belgrad voru 3 flutningaflug- j vélar Þjóðverja -skotnar niður. i • • ' 1 Rússar líka. 1 fyrrinótt gerðu Rússar harða árás á Constanza, hafnarhorg- ina í Rúmenlu heint austur af Bukarest. Urðu miklar spreng- ingar við höfnina og i járnhraut- arstöðinni. Ein af rússnesku flugvélunum var skotin niður. Fjársöfnunin til bágstaddra tiarna á, Norður- löndum er nú komin upp í 188 þús- kr. Mest hefir Mi'ðbæjarbarnaskól- inn safnað, eða rúmlega 33 þús. kr. Austurbæjarskólinn safnaði 27.8 þús. kr., en aðrir skólar minna. Næturakstur í nótt og a'ðra nótt Hreyfill, sími 1633-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.