Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 5

Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 5
VlSIR 5> Maður vanur sveitavinnu óskast að Reynivöllum. Uppl, gefur Jónas Thorsteinsen, Sláturfélag Suðurlands. Símar: 1249 og 2529. Húsgrunnur til sölu, 85 ferm. Lóðarstærð 800 ferm. Uppl. gefur Jón Sigurðsson. Sími 4372. 1 eða 2 landmenn vantar við útgerð í Sandgerði. Simi 1487 og 4244. Chevrolet- vörubifreið Model ’33, til sýnis og sölu í Shell-porlinu við Lækjar- götu i dag kl. 6—8 e. h. — Sumardagurinn fyrsti 1944 I. Otiskemmtanir: Kl. 12.45: Skrúðganga barna fró Austur og Miðbæjar- barnaskólunum að Lækj- argötu. Lúðrasveit Reykjavíkur, stjórnandi A. Klahn, og Lúðrasveitin „Svanur“, stjórnandi Árni Björnsson, leika fyrir skrúðgöngunni. Kl. 1.15: Lúðrasveit Reykja- víkur leikur við Miðbæj- arskólann. Stjórnandi A. Klahn. Kl. 1.30: Ávarp. Lúðvíg Guð- mundsson, skólastjóri. Skemmtanii Sumaigjaíai: Gefið börnunum lítil is- lenzk flögg til þess að bera í skrúðgöngunni. II. Inniskemmtanir: IÐNÓ: Kl. 2.30: Samleikur á fiðlu og selló. Einsöngur (Krist- ján Kristjánsson). Leikfimi. — Vikivakar. Kl. 4.30: Kvartett Halls Þor- leifssonar. Skátar skemmta. Einleikur á píanó. Listdans. Kl. 8: Hviklynda ekkjan, eft- ir Holberg. Menntaskóla- nemendur leika. Alþýðuhúsið: KI. 10: Dansleikur. Tjarnarcaíé: Kl. 10: Dansleikur. Tjarnarbíó: Kl. 1.45. Barnakór Jóhanns Tryggvasonar. Kvikmyndasýning. KI. 3: Kvikmyndasýning. Gamla bíó: KI. 3: Konsert: Samkór Reykjavíkur — 12 lö^. — Stjórnandi: Jóh. Tryggva- son. Kl. 7: Kvikmyndasýning. Nýja bíó: Kl. 3 og 5: Kvikmyndasýn- ingar. Góðtemplarahúsið: Kl. 2 og 4: Fjölbreytt skemmtun (Barnastúkurn- ar í Reykjavík). Austurbæjar- skólinn: Kl. 2.30: Einleikur á píanó. Sjónleikur. — Kvikmynd. Kl. 5: Fjölbreytt skemmtun. (Tónleikar. — Smáleikir. „Stjörnudans“. — Kvik- mynd.) Tripoli-ieikhúsið: Kl. 3.30: Fjölbreyt skenimt- un. (Píanósóló. — Sjón- hverfingama’ður. Gaman- söngvar: Gísli Sigurðsson. Samsöngur: „Sólskins- deildin“. Stjómandi: Gnð- jón Bjarnason. Einsöngur: Maríus Sölva- son. UM AÐGÖNGU- MIDASÖLU að skemmtunum dagsiras vísast til 'M-lSSI Barnadagsblaðsins, sem fæst í ' Grænuborg, það, sem eftir kann að verða. 1 blaðinu er líka nákvæm lýsing á dagsbrá hátíða- < haldanna. Sóiskin er sumargjafabók barnanna. — Kaupið 15. árganginn á morgun. BLÓMASALA fei fiam í blómaveizlunum bæjarins kL 9-12 f. h. á sumardaginn fyista. Merki dagsins verða seld á götum bæjarins allan daginn. ; Vt ln is:a§emd við skýrslu sjódóms Reykjavíkur á rannsókn Þormóðsslyssins. Það var hinn 10. marz, sem skýrsla' verzlunar- og sjódóms Reykjavikur var birt. Þegar er eg hafði lesið skýrslu sjódómsins og sá niðurstöðu rannsóknarinnar, var mér Ijóst, hvaða stefnu rannsóknin hafði tekið. Það er þvi ekki nema sanngjarnt að eg taki skýrslu sjódömsins til athugunar, en þó sérstaklega þau atriði, sem skipaskoðun ríkisins er sökuð um. Að vísu koma þessar at- hugasemdir mínar nokkuð seint, en það er af alveg sérstökum ástæðum. Sjódómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins hafi getað verið veðurofsinn og sjólagið, eða að skipið hafi steytt á grunni, eða af leka, sem komið hafi að skipinu og það hafi getað farist af þeim ástæð- um einum, eða að þessar ástæð- ur allar eða tvær saman liafi valdið slysinu. Sjódómurinn lætur sér ekki nægja líkurnar sem að flestra manna áliti eru fyrir því að veðurofsiqn og sjólagið, eða að skipið hafi steytt á grunni, hafi verið orsök slyssins, en athugar alveg sérstaklega, hvört ekki kunni að hafa verið um van- rækslu að ræða hjá skipaeftir- litinu í kröfum um styrkleika skipsins. Sjódómur Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu: 1. Að „Þormóður“ hafi ekki fullnægt lögum nr. 78, 1938, „um eftirlit með skipum“ og heldur ekki reglum nr. 100, 1936 „um smíði tréskipa“. 2. Að teikningin af reisninni hafi verið gerð án þess að hJið- sjón væri höfð af styrkleika inn- viða skipsins eða skipsskrokks- ins. 3. Að eg inundi hafa sam- þykkt teiknínguna þrátt fyrir að skijoið fulhiægði ekki framan- greindum regJum um styrkleika tréslcipa. 4. Að eg liafi eldvi sérþckk- ingu á sniíði tréskipa en eigi samt að gagnrýna gerðir skoð- unarmannanna er svo ber undir. 5. Að festing yfirbyggingar- innar hafi verið ófullkomin. 6. Að lög nr. 38, 1942, og reglugerð nr. 167, 21. október 1942 hafi verið brotin. Um 1. hð. „Þormóður“ full- nægði lögum nr. 78, 1938, um eftirlit með skipum, eins vel og önnur gömul íslenzk skip, bæði hvað styrkleika og útbúnað snertir, sbr. 59. gr. tilskipunar nr. 43, 1922, en tilvisunin þflr í 161. gr. sömu tilskipunar á við flokkuð skip, og er jafnframt til leiðbeiningar skoðunarmönn- um við^íkjandi kröfum til skipa sem smíða á, en íslenzkar regl- ur um smíði skipa voru ekki til hér á Iandi, árið 1922. Um síðara atriðið að „Þor- móður“ hafi átt að fullnægja á- kvæðum reglna nr. 100, 1936, „Um smíði tréskipa“, er ekki rétt. í reglunúm stendur orðrétt rétt. 1 reglunum stendur orð- til þeirra skipa sem um getur í 1. gr. og kjölur er lagður að eftir 1. júli 1937.“ Niðurstaða sjódómsins 1 þessu atriði er því algerlega röng, og þar af leiðandi eru einnig rangar þœr ályktanir aðrar, sem á þessari niðurstöðu eru byggðar. Um 2. lið. Þegar teikning af skipshluta er send skipaskoðun- inni til samþykktar, þá er það styrkleiki sjálfs skiþshlutans sem ber að atliuga. Hér var um að ræða nýja reisn, sem setja átti á gamalt skip. Það var þvi ekki timabært að ákveða styrk- leika undirstöðunnar fyrr en búið var að taka gömlu reisnina burtu, en þegar því verki var lokið kom i ljós, að endurnýja varð vegna hinnar nýju reisnar, 10 hálfbita og báða langbitana, er var gert. Hér er því um enga sök að ræða hjá skipaskoðuninni. Um 3. lið. Eg mundi hafa samþykkt teikninguna af reisn- inni, vegna styrkleika hennar sjálfrar, samanher það sem að framan segir. Um 4. lið. Sjódómurinn seg- ir að samkvæmt mínum fram- burði hafi eg ekki sérþekkingu á smíði tréskipa, en eg telji mig þó eiga að gagnrýna gerðir skipaskoðpnarmannanna, þegar svo ber undir, og bendir liann á að i Sjómannaalmanakinu séu talin 542 tréskip, en 73 stálskip. Það er auðséð hver tilgangur- inn er með þessu, sem sé sá, að skipaskoðunarstjórinn eigi að vera sérfræðingur í smiði tré- skipa. Hverjir eru þá yfirburðir þessa sérfræðings ? Sérfræðingur í smíði tréskipa hefir þekkingu á smíði þessara skipa, en hefir í fæstum tilfell- um þekkingu á smíði járnskipa, en enga á vélum. Núverandi skipaskoðunar- stjóri liefir sérþekkingu á vél- um bæði í mótor- og gufuskip- um, einnig á smíði járnskipa og nokkura reynslu á atriðum er lúta að smíði tréskipa. Eg læt almenning dæma um réttmæti jjessarar ásökunar í minn garð. Um 5. lið. Að festing yfir- byggingarinnar hafi verið ófull- komin er ekki rétt, því hún var fest eins og fyrir er mælt í 29. gr. reglna nr. 100, 1936, með skrúfboltum niður í langstykk- in og bitana. í þessu sambandi skal bent á, að í skýrslunni er skýrt frá því að níu vitni liafi verið leidd um þetta atriði. Sex þeirra telja yfirbygginguna festa með venjulegum liætti og i alla staði fullnægjandi, en þrjú vitni telja festinguna ófullnægj- andi, og sýnir þetta meðal ann- ars hve hæpnar ályktanir sjó- dómsins eru í þessu máli. Um 6. lið. Að lög nr. 38, 1942 og reglugerð nr. 167 21. október 1942 liafi verið hrotin, en á livern hátt greinir ekki í skýrslunni. Téð lög fjalla um flutning á benzíni og margt fleira, en reglugerðin er um það livaða skip megi flytja benzín og livernig skuli um það búið. Lögin segja að „farþegaskip“ megi ekki flytja farþega og henzín sam'tímis. Vöruflutn- ingaskip mega flytja benzín samkvæmt þar um settum regl- um, jafnframt mega þau flytja nokkura farþega, en ekki yfir 12. Hafi skipið „Þormóður“, sem ekki var „farþega-skip“ flutt samtimis benzin og fleiri en 12 farþega, þá verður skipaeftir- litinu ekki um það kennt held- ur aðeins þeim, sem yfir skip- inu réðu. Eg tel mig liafa hrakið öll ásökunaratriði sjódómsins í garð skipaeftirlitsins, sem nokkuru máli skipta og geri eg ráð fyrir að Dómsmálaráðu- neytið hafi einnig litið svo á, að staðhæfing sjódómsins um gildi reglna nr. 100, 1936 varð- andi eldri skip, væri algerlega röng, auk annars sem ekki liefir yfir sér þann blæ, sem æskilegastur liefði verið. I Eg vona að hinni nýju stjórn- skipuðu nefnd, sem gera á til- lögur um breytingar á lögum og reglugerðum er varða skipa- eftirlitið, og sem jafnframt á að rannsaka framkvæmd þess, mégi auðnast að leysa það starf af hendi, að sem farsælast verði öllum sjófarendum og þjóðar- heildinni. ÓI. Th. Sveinsson. Frá Vestfjörðum, Sýslufundur N.-ísafjarðar- sýslu var haldinn dagana 29. til 31. marz. Samanlagðgr tekjur sýslunnar voru kr. 67.215.65, en útgjöldin voru kr. 58.481.53. Fundurinn isamþykkti marg- ar ályktanir. Meðal annars var skorað á vegamálastjóra að láta fara fram hið bráðasta rannsókn á hrúarstæði á Ögurá og að taka í sína þjónustu mik- ilvirkar vegavinnuvélar, svo ljúka megi á komanda sumri bilveginum suður Þorskafjarð- arheiði, og hraða verði lagn-. ingu þjóðvegarins frá Langa- dalsbrú út sveitina að Ármúla. Þá var skorað á ríkisstjórn- ina, að gera ráðstafanir til að nægur ársforði > matvæla og eldsneytis sé fyrirliggjandi á hverju hausti í öllum verzhm- arstöðum Vestui’- og Norður- lands, sökum þess hvílíkur voði getur af því stafað,. að skortur verið á þessum lífsnauðsynj- um, er hafís leggst áð landinu. Ennfremur var skorað á póst- og símamálastjóra, að opna þegar að nýju og starf- rækja landssímastöð á Mel- graseyri, sem nýlega hefir ver- ið lögð niður, sökum þess að þessi ráðstöfun leiðír af sér mikla erfiðleika fyrír þá, er búa i Skjaldfannardal og Ár- múla. Verði stöðin starfr^ekt þangað til þessir bæir hafa fengið notendasíma. Kosnir voru í hátiðanetnd samkvæmt beiðni Þjóðhátíðar- nefndar lýðveldisstofnunar á íslandi þessir menn: Jón H. Fjalldal, Melgraseyri, Bjarni Sigurðsson, Vigur, Aðalsteinn Eiríksson, Reykjanesi. Vmis mál önnur lágu fvrir fundinum. t Knattspyrnumótin í sumar. Knattspymumót hefjast í Reykjavík sem hér segir: Meistarafl. Tuliniusarmót — 7. maí. Islandsmót — 5. júní. Reykjavíkurmót — 27. júli. Walterskeppni — 3. sept. I. flokkur. Reykjavíkurmót — 22. júni. Landsmót — 15. ágús. II. flokkur. Vormót — 21. maí Landsmót — 15. ágúst. IH. flokkur. Vormót — 14. maí. Landsmót — 14. ágúst. IV. flokkur. Vormót — 21. maí. Pétur Gautar verður sýndur í kvökl og er upp-- selt á þá sýningu, en næsta sýning verður á föstudagskvöld og hefst sala aðgöngumiða a<5 þeirri sýningUi kl. 4 í dag. Hjálp til danskra flóttamanns. Eftirtaldar gjafir hafa borizt und- anfarið til skrifstofu minnar: Frá. starfsfólki eftirgreindra stofnana og fyrirtækja: Kolaverzlun Guðna og Einars 340 kr, Efnagerð Reykja- víkur 335 kr. Eggert Kristjánsson h.f. 500 kr. Víkingsprent 130 kr... Verðandi 550 kr. Pósthúsið 255 kr„ Viðtækjaverzlun ríkisins 120 kr.. Skristofa verðlagsstjóra 1175 kr. Sundhöllin 655 kr. Skömmtunar- skrifstofa ríkisins 230 kr. Lýsi h.f. 480 kr. Landsbankinn 1510 kr. Heildverzlun Garðars Gíslasonar 850 kr. Ríkisprentsmiðjan Guten- berg 740 kr. Magnús Th. S. Blön- dahl 215 kr. Tryggingarstofnun rík- isins 2080 kr. Nokkrir menn á slökkvistöðinni 500 kr, Electric h.f. 300 kr. Kennarar í Miðbæjarbama- skólanum 1050 kr. u ára bekkur G ■ Miðbæjarskólanum 75 kr. Halidór Kjartansson stórkaupmaður 2500* kr. Safnað af Morgunbl. 5460 kr. . V.l. 300 kr. Gagnfræðaskóli Reyk-- víkinga 1500 kr. Lýsi h.f. 1000 kr. Próf. Ágúst H. Bjamason í minn- ingu próf. Harald Höffdings 6oa kr. Fríða og Trausti 100 kr. Guð- laug Narfadóttir 50 kr. Samtals hafa þá safnazt 120 þús. kr. Reýkjavík, 11. apríl 1944. Krístján^ Guðlaugsson. Konan min, móðir og tengdamóðir okkar, Jóhanna Margét Þorláksdóttir, verður jörðuð föstudaginn 21. þ. m. frá heimili okkar, Hallveigarstíg 8. Hefst kl. 1 eftir liádegi. Jarðað verður að Görðum á Álftanesi. Guðmundur Jónsson. Hjalti Guðnason. Ástríður Sigurðardóttir. Lúðvíg Gnðnason. Konan min, móðir og dóttir, Vilborg Jónsdóttir lézt á Landspítalanum þriðjudaginn 18. þ. m. Jarðarförin álíveðin síðar. Þórður Þorgrímsson og synir. Hugborg H. Ólafsson. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.