Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1944, Blaðsíða 4
4 V ISIR Spellvirki Frú Steinunn og síra Vilhjáhnur liriem. (Myndin tekin fyrir 50 árum). Gullbrúðkaup: Frn Steinunn og síra Vilhjálmur Briem k sumarbústöðum, í vetur hafa allmikil brögð verið að því að framin hafa ver- ið ýmis konar spellvirki og skemmdarverk í sumarbústöð- um á Selási og í grennd við Bald- urshaga. Rúður hafa verið brotnar í sumarbústöðunum, farið hefir verið inn í þá og framin stór- felld spellvirki í sumum þeirra, en ruplað úr öðrum. Kveikt hef- ir verið i einum sumarbústað og skemmdist hann verulega áður en nærstöddum setuliðsmönn- um tókst að kæfa eldinn. Rannsóknarlögreglunni hefir nú tekizt að hafa liendur i hári spellvirkjanna. Reyndust þcir að vera drengir tveir, sem eiga lieima í nágrQnni við sumarbú- staðina. Frú Steinunn og síra Vil- hjáimúr Briem eiga í dag gull- brúðkaup. Voru þau gefin sam- an að Görðum á Álftanesi á sumardaginn fyrsta 1894, en hann bar þá upp á 19. apríl. Síðan hafa þau jafnan minnzt sumardagsins fyrsta sem hjóna- bandsafmælis, og munu einnig minnast hans á morgun ef að vanda lætur, enda þótt nokkur- ir vinir og ættingjar þeirra ætli að halda þeim samsæti i kvöld. Brúðkaup þeirra fór fram frá heimili þeirra hjónanna frú Frederikke og Gunnlaugs Briem i Hafnarfirði, bróður Vilhjálms. En þau kynntust á heimili þeirra frú Halldóru og lÓlafs Briem að Álfgeirsvöllum, enda var frú Stemunn systir frú Halldóru og Vilhjálmur bróðir Ólafs. ; Sumardaginn síðastan í vetri hafði síra Vilhjálmur vígzt til Goðdala í Skagafirði, og reistu ungu hjónin þar bú i fardögum um vorið. Þar búnaðist þeim vel, þvi að þau voru samhent og vinnusöm, og öfluðu þau sér brátt mikilla vinsælda sóknarbarna. Myndu þau hafa búið þar lengi, ef veikindi hefðu ekki neytt síra Vilhjálm til að sækja um lausn og bregða búi. Varð hann 1899 að leita sér lækninga, fyrst i DanmÖrku, síðan í Skotlandi, og dvaldi frú Steinunn í Kaupmannahöfn þann tíma. Aldamótaárið komu þau aftur heim, og var síra Vil- hjálmi veittur Staðastáður á Snæfellsnesi (Staður á öldu- hrygg) vorið 1901. Reistu þau þar hið mesta myndarbú og undu hag sínum hið bezta. En þau urðu aftur að bregða búi 1912, safcir vanheilsu síra Vil- hjálms, og flytja til Reykjavík- ur. Gerðist hann þá gæzlustjóri Landsbankans til 1916, en var síðan starfsmaður bankans til 1937, er hann lét af störfum fýrir áldurs sakir. Um svipað leyti þafði hann verið ráðinn gjaldkéri Söfnunarsjóðs íslands, en forstjóri hans var hann kos- inn af Alþingi 1921, er prófess- or Eiríkur Briem, fyrsti for- stjóri sjóðsins lét af störfum. Því ábyrgðarmikla starfi gegnir sira Vilhjálmur enn, og er það margra mál, að það starf sé í góðum höndum, meðan hans nýtur við. Þeim hjónum hefir orðið þriggja barna auðið. Elzti son- ur þeirra, Eggert, nam verk- fræði og síðan flugfræði og gerðist flugmaður vestan hafs. Hann er nú verkfræðingur í vopnasmiðju. Gunnlaug dóttir þeirra er gift Bjarna Guð- mundssyni blaðamanni, og eiga þau þrjár dætur og einn son. Unnur dóttir þeirra er teikni- kennari í Miðbæjarskólanum. 5 Árið 1895 tóku þau tveggja ára gamlan fósturson, Sigurð Eyj- ólfsson Birkis söngstjóra, sem kvæntur er frú Guðbjörgu Jón- asdóttur, og eiga þau eina dótt- ur. Árið 1918 tóku þau fóstur- dóttur, Kristínu Jónsdóttur, en hún andaðist 1932 aðeins 17 ára að aldri. | - Síra Vilhjálmur hefir vei'ið sænxdur riddarakrossi Fálká- orðunnar fyrir sín opinberu stöi’f. Gullbrúðhjónin eru með af- brigðum mikils metin af kunn- ugum jafnt sem ókunnugum. Eaga þau margt vina og ætt- ingja víða um land, sem fagna með þeim á þessum merku tímamótum. Óþarft er að rekja ættir þeirra og arfleifð, því að þau hafa sjálf með lífi sínu unnið þau afrek og skipað það rúm, að þeirra mun lengi getið að trúmennsku, diængskap og þjóðhollustu. Danmörk í viðjum: Kjör og viðhorf Dsiiði t Fyrirlestur Kiillerichs. Fólk á Akureyri berst um aðgöngumiða að Gullna Hliðinu. Gullna hliðið eftir Davíð Ste- fánsson frá Fagraskógi hefir nú verið letkið 7 sinnum á Akur- eyri við sérstaklega góðar við- tökur. Leikx'itið er sýnt á hverjum degi og berSt fólkið um að- göngumiðana. Auk Akureyringa sjálfra streymir fólkið að úr nærsveitunum til að sjá leikrit- ið. Meðal annars kornu um 40 Siglfirðingar með Esjunni síðast til Akureyrar til að sjá leiki’itið. Frk. Ai'ndís Björnsdóttir hefir farið með hlutverk kerlingar- innar í leikritinu. Hún mun ekki getað dvalið nema tak- markaðann tíma á Akureyri og verður þess vegna að hraða leik- sýningunum svo sem unnt er. Ole KiiIIericli ritstjóri flytur fyrirlestur um kjör og viðhorf Dana eftir hernámið í Tjarnar- bíó á sunnudaginn kl. 1%. Hefir * hann eins og kunnugt er haldið marga fyrirlestra um svipað efni í ýmsum félögum hér í bænum en ekki fyrr fyrir al- menning. Það eru Norrænafé- lagið, Dansk-islenzka félagið og O (—... félög Dana, sem gangast fyrir fyrirlestrinum, en háskólaráð hefir lánað kvikmyndahúsið ó- keypis. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Eymundsen, og vilja vænt- anlega margir nota þetta ágæta tækifæri til að fræðast um á- standið í Danmörku og líðan dönsku þjóðarinnar. Scrutator: O QoAAh. afljneiwwfys Sumargjöf. Barnavinafélagið Sumargjöf átti fyrir skemmstu 20 ára starfsafmæli. Var það stofnað í því skyni að hafa á hendi f jársöfnun til uppeldisstarfs meðal æskulýðs borgarinnar, og fjárrsöfnunardagurinn var valinn sumardagurinn fyrsti. Fáum menn- ingarfélögum hefir fylgt slík gifta sem Sumargjöf, og má þakka það einkum tvennu: Félagið hlaut frá öndverðu óskiptan velvilja almenn- ing, sem vil kunni- að meta þjóð- nytjastarf þess, og til forystu réðust þegar ötulir menn og konur, sem töldu enga fyrirhöfn eftir, ef unnið var í þágu hugsjóna félagsins. Reynslan hefir sýnt, að fjársöfnun félagsins á fyrsta sumardag, hefir farið sívaxandi, og náði hún há- marki í fyrra. En að þessu sinni þarf að setja nýtt met, því að aldrei hefir starfsemin aukizt leins að vöxtum og á þessu ári, síðan Reykjavíkurbær lagði félaginu til barnaheimilið Suðurborg. Hinsveg- ar hækkar opinber styrkur til fé- lagsins einungis í hlutfalli við starf- semina. Það er því augljóst, að til þess að standa straum af útgjöldum verður félaginu að berast hlutfalls- lega aukin hjálp almennings. Börnin. Börnfn efu vaxtarbroddur þjóð- félagsins, og ekkert þjóðfélag hefir ráð á að vanrækja uppeldi barna sinna. Á síðustu árum hafa skapazt vandammál um uppeldi, sem áður voru hverfandi eða óþekkt. Með auknu borgarlífi hefir skapazt auk- inn sollur. Með aukinni eftirspurn vinnuaf.ls hefir dregið úr þeirir hjálp, sem hægt er að láta húsmæðr- um í té, svo mjög að víða horfir til vandræða. Það er óhætt að full- yrðá,. að margar húsmæður gætu ekki annað störfum sínum, ef þeim hefði ekki gefizt kostur á að koma börnum sínum fyrir á dagheimilum Sumargjafar, og mörg er sú ekkjan og ógifta móðirin, sem getur þakk- að guði fyrir að hafa getað falið barn sitt í umsjá hinna ágætu smá- barnaheimila félagsins, meðan hún vinnur sjálf fyrir lífsuppihaldi sínu og barnanna. — Af þessu er það ljóst, að félagið innir af hendi þýð- ingarmikið þjóðnytjastarf af fórn- fýsi og skörungsskap. En hitt er þó miklu meira, sem forráðamenn félagsins telja ógert og að beri að stefná að í náinni framtíð. En full- vist má telja, að forysta Sumar- gjafar mun reynast happadrjúg i framtíðinni, svo sem hingað til, enda verður starf þess seint fullþakkað. Gleðilegt sumar. Veturinn hefir verið harður, og það er engin furða, þótt íslending- ar fagni nú sumri af meiri hug og bjartsýni en endranær. Vorið er þegar tekið að keppast við að græða sár vetrarins, en því miður eru mörg sárin dýpri en svo, að á einu vori grói; Veturinn kostað þjóðina mörg mannslíf og dýr. En þeim mun xyngri er skylda hinna, sem eftir ifa að létta eftir föngum byrðar þeirra, sem um sárt eiga að binda vegna ávstvinamissis og fyrirvinnu. Umfram allt er það skylda þjóð- félags og borgara að búa svo um, að börnin hljóti alla þá alúð og kærleika, sem er nauðsynleg undir- staða framtíðar þeirra og skapgerð- ar. Þau eru vorið og framtíð þeirra er sumarið. Vísir er átta síður í dag. — Blaðið kemur ekki út á morgun. Næsta blað kemur út á föstudag. Barnadagsblaðið verður selt á götunum í dag. Höf- undar, sem skrifa í blaðið, eru m. а. Freysteinn Gunnarsson, Bjarni Benediktsson, Steingrímur Arason, Laufey Vilhjálmsdóttir, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Lúðvíg Guðmunds- son, Rannveig Kristjánsdóttir, Stefán Júlíusson, auk yfirlitsgrein- ar og dagskrár hátíðahaldanna. Er blaðið fagurlega úr garði gert og forsíðumynd þess af hinu nýja barnaheimili Suðurborg. Blaðið /verður selt aðeins þennan eina dag. Ameríska sýningin. í grein um sýninguna á 2. síðu í blaðinu í dag hefir misprentazt að hljómleikar eru sagðir verða ann- að kvöld, en á að vera í kvöld. Útvarpið í kvöld. • Kl. 20.20 Kvöldvaka háskólastú- denta: Ávarp: Páll S. Pálsson, stud. jur., form. stúdentaráðs. Stú- dentakórinn (Þorvaldur Ágústsson, stud. med., stjórnar). Erindi: Bárð- ur Daníelsson, stud. polyt. Upplest- ur: Kvæði: Eiríkur Hreinn Finn- bogason, stud. mag. Háskólaþátt- ur: Helgi J. Halldórsson, stud. mag. Kórsöngur. Leikrit: „Mis- skilningurinn" eftir Kristján Jóns- son, 2. og 4. þáttur. 22.00 Danslög til miðnættis. Útvarpið á morgun. Kl. io.oo Gleðilegt sumar! 12.10 —13.00 Hádegisútvarp. iS-3°— 16.30 Miðdegistónleikar.: a) Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson leika sónötu fyrir fiðlu og píanó, Op. 24 (vorsónötuna) eftir Beethowen. — (Tónléikar Tónlistarskólans). b) 15.55 Iiljómplötur: Ýms lög. 18.40 Barnatími. 19.25 Hljómplötur: Vor- ogsumarlög. 20.20 Sumarmála-vaka: Söngvar. Kvæði. Hljóðfærasláttur. 22.00 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): Vals- ar og marsar o. fl. 22.30 Danslög til miðnættis. Ferming í Fríkirkjunni sumard. fyrsta, sra Jón Auðuns fermir: Ragnar Kjartansson, Þórsgötu 5. Sverrir Símonarson, Bergþórug. 2. Óskar Ingi Ingvarsson, Tjarnargötu 10 B. Sigurjón Einar Ingvarsson, Tjarn- arg. 10 B. Ragnar Guðni Gunnars- son, Sunnuhvoli. Knútur Kristján Gunnarsson, Sunnuhvoli. Ketill-Áx- elsson, Laufásvegi 79. Gísli Er- lendur Marinósson, Eiríksgötu 17. Erling Valdemarsson, Leifsgötu n. Kolbeinn Guðjón Oskarsson, Stór- holt 32. Ólafur Guðmundsson, Með- alholt 13. Reynir Sigurþórsson, Laugavegi 42. Grímur Óskar Magn- ússon, Kárastíg 13. Einar Péturs- son, Vatnsstíg 10. Emil Richter, Grettisgötu 42 B. Guðmundur Borg- ar Gíslason, Sunnuhvoli. Sigurður Steinsson, Rauðarárstíg 17. Gunnar Jónsson, Höfðaborg 2. Hafdís Jóns- dóttir, Eiríksgötu 13. Sigríður Jó- hanna Lúðvíksdóttir, Rauðarárstíg 42. Kristín Guðmundsdóttir, Leifs- götu 11. Unnur Hafdís Einarsdótt- ir, Kirkjustræti 6. Helga Ingunn Kristinsdóttir, Grettisgötu 75. Sara Jóþannsdóttir Bakka. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Rauðarárstíg 11. Erna Arnar, Smáragötu 12. Björg Eyjólfsdóttir, Jófríðarstaðaveg 15. Elin Sigurðardóttir, Bergþórugötu 4. Guðrún Kristinsdóttir, Skóla- vörðustígi9. Ástbjörg Halldórsdótt- ir, Hringbraut 36. Auður Maria Sigurhansdóttir, LaugaVegi 93. Þór- björg Gísladóttir, Karlagötu 19. Gjafir til Slysavarnafélags íslands: — Kvenfélagið „Keðjan", Reykjavik 500 kr. Samskot í Borgarhreppi, að Brunnastöðum 226 kr. Þorm. Eyj- ólfsson, Sigluf., til björgunarbáts 1000 kr. Ingimar Ingimarsson, Hverfisgötu 16A 10 kr. Bjöm Bene- diktsson og Guðriður Jónsdóttir, til minningar um Jón Gunnar Björns- son, er fórst með bv. „Sviði“. Gef- ið í tilefni af 20 ára afmæli Jóns Gunnars, 1000 kr. — Samtals kr. 2736,00. Kærar þakkir. J.E.B. Messur á sumardaginn fyrsta. V umarmálaguðs þjómista í Frí- kirkjunni kl. 6. Síra Árni Sigurðs- son. , FrjáUslyndi söfnuðurinn, messað kl. 2. Síra Jón Auðuns fermir. / dómkirkjunni: Guðsþjónusta kl. б. Gunnar Sigurjónsson cand. theol. prédikar. Kl. 11 Skátamessa. Síra Jón Thorarensen. Guð er oss hæli og styrkur Eftir séra Friðrik Friðriksson. Vormaður Noregs Ævisaga Hans Nielsen Hauga. Eftir Jacob B. BuII. Þetta eru góðar bækur tilvaldar til fermingagjafa og annarra tækifærisgjafa handa ungum og gömlum. Bókag’crðiri Olja Dagblaðið V/sir fæst á eftirtöldnm stöðnm: Bergstaðastræti 10 — Flöskubúðin. Bergstaðastræti kO. Ávaxtabúðin — Týsgötu 8. Stefáns Café — Skólavörðustíg 3. Hverfisgötu 69 ■— Flórtda. Hverfisgötu 71 — Verzlunin Rangá. Laugaveg 34 — Tóbak og sælgæti. Laugaveg 45 — Kaffistofan. Laugaveg 72 — Svalan. Laugaveg 126 — Holt. Laugaveg 139 — Verzlunin Ásbyrgi. Þorsteinsbúð — Hringbraut 61. V esturgötu 16. Konfektgerðin Fjóla. Vesturgötu 45 — West End. Vesturgötu 48 — Svalan. Blómvallagötu 10. Bókastöð Eimreiðartnnar. Nýkomin ritsöfn .. eftir Chailes Dickens, Edgar Allan Poe. Guy de Maupassant, Nathanael Hawthoine, Rudyaid Kipling. Hvert verk er 10 bindi, innbundið í smekklegt band og kostar aðeins 50 krónur. II.F. LIÍIFTI R Tryggvagötu 28. — Sími 5379. Lnðra§veit úr ameríska hernum undir stjóm John Corley og corp. Gomer Wolf, bary- tónsöngvari, skemmta kl. 21,30 i kvöld á Amerísku málverkasýningunni i Sýningarskálanum. Lúðrasveitin leikur tónverk eftir Humperdinck, Dringó, Iwanow,.Halvorsen og Karl ó. Runólfsson. Gomer Wolf syngur íög eftir Hándel, Schubert, Passard og Morgan. BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.