Vísir - 16.06.1944, Qupperneq 2
2
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofá: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsía Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1660 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprenlsmiðjan h.f.
Þjóðhátíðin.
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND hef-
ir unnið starf sitt á jafn
fáum inánuðum og Alþingis-
hátíðarnefndin vann á árum.
Mætti því að óreyndu ætla að
nefndinni hefði ekki unnist
tími til að framkvæma allt það,
sem hún kann að liafa talið
æskilegt. Hitt er vitað að hún
hefir unnið mikið starf og haft
í mörg horn að líta. Ein nefnd
getur hinsvegar ekki ráðið öllu
imi hátíðabraginn. Þar er það
fólkið sjálft, -e- allur almenn-
ingur, sem ræður. Taki hann
þeim misfellum með jafnaðar-
geði, sem á kunna að vera, og
geri hver einstaklingur allt til
að skemmta sér og öðrum, er
ekki að efa að þjóðhátíðin tekst
eins vei og á verður kosið.
Menn skulu ekki fara til Þing-
valla tii þess að draga úr ánægj-
unni eða hafa allt á hornum sér,
en þeir skulu lieldur reyna að
auka á hana og draga úr því,
sem miður kann að fara eftir
frekustu getu. í rauninni veltur
yallt á að veðrið sé gott, en i þvi
efni getur brugðið lil beggja
vona. Það vitum við öll og verð-
um að ganga út frá því, sem
gefnu. Sýnurn við hinsvegar
fulla fyrirhyggju um allan út-
Ijúnað" er ekkert að óttast. Það
er ekki aðalatriðið að vera sem
„fínastur“ og ganga sem mest
i annara augu, heldur að láta sér
líða vel í hentugum búnaði
fyrir okkar ágæta íslenzka veð-
urfar.
Hátíðin á Þingvöllum miðar
ekki fyrst og fremst að þvi, að
skemmta almenningi, heldur
öllu frekar að hinu, að þjóðin
sameinist öll þennan dag til að
fagna hinu endurlieimta lýð-
veldi. Sá fögnuður er ekki há-
vær sé hann sannur, heldur
hljóður og álvöruþrunginn. Við
gefum oklcur fri frá annríki
öllu, til þess að hugsa um liðinn
þrautatima og þjáninga, og
horfa fram á við til þeirra daga,
sem við vonuin öll að verði feg-
urri og bjartari. Þjóðhátíðina á
Þingvöllum viídu allar kynslóð-
ir liafa liíað, frá því er þjóðin
afsalaði sér frelsi sínu. „Fyrir
svikna sátí og tryggð“ voru
þungar raunir og sorgir lagðar
þjóðinni á herðar. fsland er
sterkbyggt og stendur af sér
margar raunir. Þjóðin er það
líka. Um landið kvað Matthías
Jochumsson: „Saga þín er saga
vor, sómi þinn vor æra, tár þín
lika lárin vor, .tignarlandið
kæra“. Verður aldrei fegur
kveðið um afstöðu þjóðar og
lands, enda mættum við þess
minnast, og þess jafnframt að
engin ástæða er til að miklast
af unnum sigri. Þjóðin er fá-
menn og lítils megnug, og sæm-
ir henni illa sem öðrum allur
ofmetnaður. Hún verður að gera
sér ljóst, að til þess að vernda
sjálfstæði sitt verður hún, sem
sjálfstæð þjóð að rísa undir öll-
um skyldum slíkra þjóða inn á
við, sem út á við. Afstaðan kann
að verða erfið á ýmsan hátt, en
þess vegna mun þroski þjóðar-
.innar aukast, og hún láta af því
tilgangslausa óhófi, að eyða dýr-
mætum kröftum í barnalegar
og hégómlegar deilur um smá-
vægileg innanlandsmál, sem
Togarinn á kafi í sandi áður en björgunin hefst.
Togarinn að komast á flot.
Erlendu skipi náð út af
Fossfjöru á Síðu.
Nkipin grafa sigr sjálf g:eg:nnin
§and ogr brim með i§kriifunni.
Viðtal við Pálma Loftsson. framkvæmdastj
f fyrrakvöld náðist enskur stýrimaður og Ólafur Sigurðs
togari út af Fossfjöru á
Síðu, en eins og lesendur
munu kannast við strönduðu
þrjú skip á þeim stað í marz-
mánuði síðastliðnum. Fyrsta
skipið náðist út skömmu eft-
ir strandið, en eitt Kefir ekki
náðst út enn þá.
Það er Skipaútgerð ríkisins,
sein sér um hjörgun skipanna.
Vísir hefir snúið sér til Pálma
Loftssonar framkvæmdastjóra
Skipaútgerðarinnar og átt við-
tal við liann um þetta mál.
— Fyi-sta skipið, sem náðist
út, segir Pálmi, komst á flot
aftur rétt eftir strandið. Við
]>ennan togara, sem nú náðist
út var sama og ekkert átt fyrr
en nú fyrir skömmu, vegna (
slæmra skilyrða á strandstaðn
um hvað snerti veður og fleira
son vélstjóri á Ægi, sem stóðu
fyrir björguninni. Þessir tveir
menn höfðu fjölda manns úr
nærsveitumnn sér til aðstoðar.
Slrandstaðurinn er margra
klukkustunda leið frá manna-
byggðum og höfðust björgunar-
mennirnir við í tjöldum. Þar
liöfðu j>eir loftskeytastöð og hin
nauðsynlegustu tæki til hjörg-
unarinnar.
Björgunin hófst með því, að
komið var fyrir dráttarbraut
milli lands og skips og þar næst
var komið fyrir dælum og öðr-
um tækjum fyrir úti í skipinu
til að tæma úr þvi sandinn og
vatn. Þetla starf er afar örðugt
því að mjög er veðurfar óstöð-
ugtá þessúm slóðum. Ofsa sand-
stormar og brim koma þarna
annað slagið á einu augnabliki
! og fylla allt af sandi og setja úr
skorðum umbúnað, sem nauð-
Nu með vorinu hafa björgunar- i synlegt er að hafa við hjörgun-
skilyrðin hatnað og hefir verið ina- Einn sliknr sandstormur
unnið stöðugt að björgun tog-
arans um skeið með þeim ár-
angri, að liann er nú kominn á
flot, mjög lítið skemmdur.
Varðbáturinn Óðinn aðstoðaði
við björgun þessa togara en
Ægir aðstoðaði við björgun
fyrri togarans. Óðinn fór með
togarann til liafnar í fyrra-
kvöld. Þegar björgunin var haf-
in var togarinn sokkinn á kaf í
sand og sjó (sjá mynd 1.).
Björgunin.
— Það eru þeir Jón Jónsson
smámennum hefir þó oft og
einatt haldist uppi til þessa að
efna til, — með tiltölulega góð-
um árangri að því er heiftúðug-
ar og hatrammar deilur snert-
ir. „Sendum út á sextugt djúp
sunduriyndis fjandann“ kvað
Matthías. Iiafi þess verið þörf
þá, er svo ekki síður nú. Smá-
þjóð verður að stilla deilum sín-
um inn á við í lióf, þannig að
hún fái staðist út á við, og eng-
ar utanstefnur mega leiða til
þess að þjóðin glati sjálfstæði
sínu að nýju.
Á þessum styrjaldartímum
hafa íslenzkir sjómenn orðið
þess varir, að ýmsir erlendir
menn telja islenzku þjóðina of
andvaralausa um sinn hag.
Þetta kann að vera að nokkru
Ieyti rétt, en þó eru kjör þessar-
ar þjóðar svo ólík annara þjóða
kjörum, að þar eiga ókunnugir
menn erfitt um að dæma. Til
þess erum við bezt fallnir sjálf-
ir. Við eigum að búa að ein-
feldni okkar eða hyggindum, —
við eigum völina og kvölina.
Hátíðin á Þingvöllum gefur
mönnum gott tóm til að gefa
tilfinningum sínum gaum og að
hugsa um hag þjóðarinnar, þrátt
fyrir alít, sem þar fer fram. Þær
tilfinningar og hugsanir eiga að
móta framtiðina. Hátíð er til
heilla bezt.
reif öll tjöldin ofan af björgun-
arliðinu, hálffyllti skipið aftur
af sandi og feykti öllu úr skorð-
um.
Eftir að skipið hefir verið
tærnt af sjó og sandi, er vélin
sett í gang og látin gangá aft-
ur á bak. Þannig mokar hún
sandinum frá skipinu og grefur
það smám saman út í gegn um
brimgarðinn. Jafnframt því að
láta skipið grafa sig þannig út
sjálft með skrúfunni eru vírar
settir í það og þeim lagt við
akkeri fyrir utan brimgarðinn.
Jafnframt því, sem skrúfan
mokar sandinn frá skipinu, er
svo halað í þessa víra með gufu-
vindu skipsins og það dregið
þannig á flot. Gengur þetta mis-
jafnlega vel. Stundum þarf
mörg flóð til að ná skipinu
þannig út, en það fer eftir veðri
og sjólagi. Eftir að skipið er
komið á flot, er annað skip fyr-
ir utan brimgarðinn, sem veitir
skipinu, sem bjargað var, að-
stoð til hafnar. Er þess oft þörf,
því að þau laskast oft meira og
minna við strandið.
Á þennan hátt hefir Skipaút-
gerðin bjargað mörgum skipum
af söndunum og hefir það haft
áhrif m. a. í þá átt, að lækka
vátryggingargjöld skipa hér við
landið, að unnt liefir verið að
bjarga skipunum af söndunum.
Allir, sem unnu ,við þessa síð-
ustu björgun, sýndu mjög mik-
imí dugnað og þrautseigju í
starfi sínu, því að við margs
konar örðugleika var þarna að
etja, segir Pálmi að lokum.
Áheit á Hallgrímskirkju í Reykjavík,
afh. Vísi: 5 kr. frá H. B. (gam-
alt áheit).
Hátíðarhöld í Hafnarfirði 18. júní:
©r*
í Bíóhúsinu kl. 5 síðdegis:
1. Ræða: Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.
2. Söngur: Karlakórinn Þrestir, söngstjóri séra
Garðar Þorstemsson. |
3. Kvikmynd.
f Góðtemplaiahúsinu kl. 9 síðdegis:
1. Skemmtunin sett.
2. Söngur: Karlakórinn Þrestir.
3. Ræða.
4. Dans, nýju dansarnir. — Hljómsveit hússins
leikur.
Hótel Björninn kl. 9 síðdegis:
1. Skemmtunin sett.
2. Blandaður kór syngur undir stjórn hr. Sig-
urjóns Arnlaugssonar.
3. Ræða.
4. Dans, gömlu dansamir. — Hljómsveit hótels-
ins leikur.
f Sjálfstæðishúsinu:
1. Skemmtunin sett.
2. Ræða.
3. Blandaður kór undir stjórn hr. Sigurjóns
Arnlaugssonar.
4. Dans, nýju og gömlu dansarnir. — Þriggja
manna hljómsveit.
Aðgöngumiðar verða seldir sama dag og hefst salan
kl. 8 e. h. í samkomuhúsunum, en í Bíóhúsinu kl. 2 e. h.
Þjóðhátiðarnefndin i Hafnarfirði.
Aðgöngumiðar
að dansleiknum í Iðnó næstkomandi sunnudagskvöld 18.
júní verða seldir í Iðnó föstudaginn 16. júní kl. 6—8. —
Sími 3191. — Tryggið yður aðgöngumiða í tíma.
£
Scrutator:
'RjoudxLbi atbnmHWýS
Fánastengur.
Au'Ösætt er að óvenjulegir dag-
ar fara í hönd. Undirbúningur er
hafinn aÖ skreytingu bæjarins, og
hefir verið hafizt handa vi<5 að
grafa holur í gangstéttir aðalgatna,
fyrir. flaggstengur væntanlegar. Má
Jjvi búast við að bærinn verði með
hátíðarsvip. Víða erlendis er þessu
þannig fyrir komið að sérstakur
umbúnaður er hafður við torg og
götur, þannig að þar má án nokk-
urs umróts koma fyrir flaggstöng-
um, þegar mikið liggur við. Kann að
vera að umbúnaður kosti nokkurt
fé í upphafi, en hinsvegar sparar
hann féð síðar og getur komið eins
oft að notum og þörf er fyrir um
takmarkaðan tíma, er ekki þarf að
gera sérstaklega að gangstéttum eða
götum. Væri mjög æskilegt að slik-
um umbúnaði yrði komið fyrir hér,
— en það þyrfti að gera smekklega
þannig að hvorki yrði hann óprýði
né vegfarendum til trafala eða
háska. Járngrópar þær, sem flagg-
stengurnar stæðu í mættu ekki
skaga upp úr vegflísum, en á þeim
þyrftu að vera lokur, sem féllu vel
í flísarnar. Slíkur umbúnaður mun
mjög tíðkast erlendis, en kann að
vera með misjöfnum hætti, sem
fagmenn þekkja betur en leikmenn.
Er svo þeirra að ráða fram úr
vandanum og velja heppilegasta um-
búnaðinn til frambúðar.
A Þingvöllum
verður múgur manns saman kom-
inn 17. júní. Allmargir munu þeg-
ar vera farnir að hugsa til hreyf-
ings, — ætla sér að dvelja þarna í
tjaldi í viku eða svo. Islenzlct veð-
urfar, þótt um mitt sumar sé, er
þeirrar náttúru að flestra veðra get-
ur verið von, og ættu menn því að
gæta þess að búa sig heldur of vel,
en heldur of illa.. Menn geta klætt
sig eftir veðri hafi þeir flíkur með
sér, en að því er ekki auðhlaupið
að bæta þeim við, liggi þær í
heimahúsum í Reykjavík. Mörgum
hættir til að hafa það eitt meðferð-
is, sem segja má að brýnasta nauð-
syn krefji, en í þessu efni er vand-
ratað meðalhófið, fyrir þá, sem
ekki hafa vanist útilegum. Þeir, sem
hyggjast að hafast við í tjöldum á
Þingvöllum, en ekki hafa gert slíkt
fyrr, ættu að leita sér upplýsinga
hjá þeim, sem reynzluna hafa, og
munu þeir vafalaust greiða vel úr
vandamálunum. Betra er að fyrir-
byggja en lækna og ekki er ráð
nema í tíma sé tekið. Yfirleitt er
það góður siður, jafnvel á hátíðum
og tyllidögum, að reikna með því
versta, með því að hið góðq. skað-
ar ekki.
Hátíðanefndin
á annríkt þessa dagana. Einstaka
menn hafa haft sitt hvað við starf
hennar, eða undirnefnda hennar að
athuga, og er ekkert við þvi að
segja, — en hitt er svo annað mál
að bezt er að leyfa nefndinni að
starfa óáreittri, sé ekki um beinar
og sjálfsagðar leiðbeiningar að
ræða, sem æskilegt er að v.ekja at-
hygli á. Sumir menn eru ekki á-
nægðir með neitt og hafa flest á
hornum sér. Flestir munu þó vilja
forðast að efna til nokkurrar úlfúð-
ar í sambandi við þessi hátíðahöld,
en óska þess eins að þau takist sem
bezt. Síðar geta menn svo rætt um
það, sem aflaga hefir farið, þannig
að það megi verða seinni tímanum
til viðvörunar. Þetta blað leggur
svo ríka áherzlu á að halda frið-
inn í þessu efni, að það birtir ekki
einu sinni auglýsingar, sem ganga
í þá átt að gagnrýna nefndina, og
lætur þó ritstjórnin yfirleitt ein-
staklinga ráða því, sem þeir vilja
auglýsa, brjóti það ekki í bága
við lög og velsæmi. Það er á
engan hátt æskilegt að ganga of
nærri málfrelsinu og blöðin eiga að
vera frjálslynd í því efni, að leyfa
mönnum að túlka skoðanir sínar,
en þeir góðu menn verða einnig
að gæta þess að tími er bæði til
að tala og þegja. Hátiðadagana
eiga allir að vera glaðir og gera
sitt til að aðrir verði það einnig.
Menn geta fært allt það til betra
vegar, sem miður kann að fara,
og það er skylda þeirra, að láta ekki
smámuni skemma fyrir sér eða öðr-
um skemmtunina og hátíðablæinn.
Hittumst öll heil og glöð á Þing-
völlum.
Undantekning.
Engin regla er án undantekningar,
— enda afsökunarvert, er kven-
þjóðin á í hlut. Vísi liafa borizt
kvartanir úr ýmsum áttum yfir því,
hve sniðgengin kvenþjóðin sé á
þjóðhátíðinni. Þannig sé engri konu
ætlað að bera fram heillaóskir fyr-
ir kvenþjóðarinnar hönd á Þing-
völlum, eða að hafa orð fyrir þeim.
Við þátttöku í þjóðaratkvæða-
greiðslunni lá hlutur kvenþjóðar-
innar- sízt eftir, — þær unnu þar
ósleitilega og lögðu lóð sín svo
myndarlega á metaskálarnar, að
ekki er ástæða til að meina þeim
máls þeirra hluta vegna. Finnst
mönnum, að vel hefði verið til fall-
ið, að einhver fulltrúi kvenþjóð-
arinnar hefði komið fram við há-
tíðahöldin á Þingvöllum, þótt erfitt
kunni að vera að breyta þvi nú,
þegar hverri mínútu má heita ráð-
stafað. Þessu skal þó komið á fram-
færi á síðustu stundu, ef úr mætti
bæta.
Hoarkantata eftir
Kjartan trá istelli
Þessa dagana mun koma út
ný hátíðarkantata, sem. samin
hefir verið í tilefni af stofnun
lýðveldisins. Kjartan Gíslason
skáld frá Mosfelli hefir samið
textann, en Árni Björnsson tón-
skáld lagið. Kantatan her heit-
ið „Frelsisljóð.“
Ljóðið er í þrem köflum og
eru þrjú erindi í hverjum
kafla. Snýr fyrsti þátturinn að
fortíðinni, annar augnabliks-
myndir frá líðandi stund en sá
þriðji er hvatning og framtíð-
aróskir til þjóðarinnar á þess-
um örlagaríku tímamótum
hennar.
Tónverldð er 23 síður og sam-
ið fyrir karlakór með píanó-
undirleik. Það er eins og ljóðið
í þrem köflum og er sá fyrsti
ifyrir kór eingöngu. Tvö fyrstu
!erindi annars þáttar eru fyrir
einsöng en hið þriðja fyrir kór.
I síðasta þætti er 1. og 3. erindi
fyrir kór eingöngu, en 2. er-
indið fyrir einsöng.
Kantatan er nú fullprentuð.
Þorleifur Gunnarsson gefur
liana út og hefir vandað mjög
til útgáfunnar.
Þeir, sem fylgzt hafa með
samningu þessa verks telja það
mjög eftirtektarvert og líklegt
að karlakórar keppist um að
flytja það í framtíðinni.