Vísir - 16.06.1944, Síða 4
6
VISIR
„Stritandi vélar
starfsmenn glaða og prúða“.
Þanxiig komst ein af þjóðhetjum vorum að orði
í aldamótakvæði sínu.
Hannes Hafstein sá fyrir, að iðnaður
mundi rísa upp, þegar búið væri að beizla
fossana. Margs konar iðnaður hefir risið
upp og iðngreinum fjölgar stöðugt. Það
var árið 1936, að Lakk- og málningarverk-
smiðjan HARPA var stofnuð, og er því fyrsta
verksmiðja í málningar- og lakkaframleiðslu.
Verksmiðjan starfaði fyrstu árin í frjálsri sam-
keppni við erlend firmu, sem mörg hver höfðu
selt sínar famleiðsluvörur hér áratugum sam-
an. Harpa óx og framleiðslutegundum f jölgaði
stöðugt. Efnafræðingur, íslenzkur, var ráðinn
að fyrirtækinu til þess að fullkomna vörurnar,
svo sem að gera þær hæfari en erlendu vörurn-
ar til þess að standast íslenzkt veðurfar.
Alheimsstríð skall á og Islendingar gátu séð
sjálfum sér fyrir öllum málningarvörum. —
Islendingum gefst nú orðið daglega tækifæri
til að sýna sj álfstæðisþrá sína með því að
kaupa, að öðru jöfnu, íslenzkar framleiðslu-
vörur.
Allskonar hreinlætisvörur.
Sigurþór ðlafsson
Dáinn 30. maí 1944.
In memoriam.
Farðu vel, frændi!
Fullvel man eg
lund þína glaða
og létta hlátrá.
Andstreymi margt
og erfiðleika
gerðir þú jafnvel
að gamanmálum.
Léku þér verk
í liprum höndum.
Afkastameiri
öðrum varstu.
Hefðirðu í bardaga
brandi veifað,
þá hefðu sýnzt
þrír á lofti!
Vakti þér í barmi
viðkvæmt hjarta.
Blómum þú unnir.
Við börn þú minntist.
Þó geyst færir stundxnn
á gleðinnar fáki
heilbrigð skynsemi
hélt í tauminn.
Minnist ég þess
að mörgum varstu
velkominn gestur,
sem vakti gleði.
Þegar spurðist
til þinna ferða
hló oss mörgum
hugur í brjósti!
Farðu vel, frændi!
fararheilla
óska eg þér
af öllu hjarta.
Gráta skal ei,
þótt genginn sértu,
er lausn þinni fagna. —
Lifi gleðin!
Gretar Fells.
Reykvíkingar eru að
öðlast borgarmenn-
ingu.
Heilbrigðislögreglan er nú bú-
in að starfa í tvö ár og hefir
starf hennar þegar borið mikinn
árangur.
Lögreglustjóri átti fyrir helg-
ina tal við blaðamenn rnn
starfsemi heilbrigðislögreglunn-
ar, en í henni starfa nú Ágúst
Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi,
Sigriður Eiriksdóttir og Pétur
Kristinsson.
Það hefir aðallega verið starf
þessa lögregluliðs, að veita
mönnum leiðbeiningar um meiri
þrifnað í umgengni á vinnu-
stöðum o. v. og hefir sumsstaðar
þurft að grípa til allstrangra
ráðstafana, til þess að menn
gæti fyllsta hreinlætis.
En það tekur tíma, að kenna
fólki fyllstu umgengnismenn-
ingu og þess vegna er ekki unnt
að kippa þessu í lag á svip-
stundu. En árangurinn af starfi
heilbrigðislögreglunnar bendir
til þess, að hún hefir ekld unnið
fyrir gýg og er fram líða stund-
ir er liklegt að Reykvíkingar
verði ekki eftirbátar annara
borga. En til þess að svo megi
verða, verður að stinga mislc-
unnarlaust á kýlunum, til þess
að leiða mönnum fyrir sjónir
hvað ábótavant sé.
300 manns taka þátt
í íþróttamótinu 18.
júní.
17. jání-mát íþróttamanna
verður að þessu sinni háð 18.
júní vegna Þjóðhátíðarinnar á
Þingvöllum þann 17. Glímu-
félagið Ármann, K.R. og l.R.
standa sameiginlega fgrir mót-
inu. Um 300 manns taka þátt
í sýningum og kappleikjum frá
6 félögum.
Félögin sein taka þátt í keppn-
inni verða Ármann, Fimleika-
félag Hafnarfjarðar, Í.R. K.R.,
Knattspyrnufélag Vestmanna-
eyinga og U.M.F. Skallagrímur
í Borgarnesi.
Mótið liefst kl. 4,40 með
skrúðgöngu íþróttamanna úr
Hljómskálagarðinum, þaðan
gengið í gegnum miðbæinn og
síðan suður á Iþróttavöll. For-
seti Í.S.Í., Ben. G. Waage, setur
mótið en strax á eftir flytur
Bjarni Benediktsson borgar-
stjóri ræðu.
Að því búnu hefjast marg-
háttaðar hópsýningar fimleika-
flokka og iþróttakeppnir —
Keppt verður í 100 m., 800 m.,
500 m. hlaupum og 1000 m.
boðhlaupi, kúluvarpi, kringlu-
kasti, liástökki og langstökki.
Auk þess verða svo nokkur
skemmtiatriði, svo sem kassa-
boðhlaup, pokahlaup og e. t.
v. fleira.
Hlé verður kl. 7—8 um kveld-
ið.
Gerð og notkun
íslenzka fánans.
Nýlega var lagt fram á Al-
þingi frumvarp um gerð og
notkun íslenzka fánans. Frum-
varp þetta er i 15 greinum. í
fyrstu greininni er tekið fram
um gerð fánans, þar segir:
Hinn almenni þjóðfáni ís-
lendinga er lieiðblár (ultra-
1 marineblár) með mjallhvítum
I krossi og eldrauðum (hárauð-
um) krossi innan í hvíta kross-
inum. Armar krossanna ná al-
veg út í jaðra fánans, og er
[ breidd þeirra %, en rauða
krossins % af fánabreiddinni.
Bláu reitirnir eru rétthyrndir
ferhyrningar: stangarreitirnir
jafnliliða og ytri reitirnir jafn-
breiðir þeim, en helmingi
lengri. Hlutfallið milli breidd-
ar fánans og lengdar er 18:25.
Þá eru ýmsar fleiri reglur
um gerð fánans og hvernig
hann skuli notaður.
P—-HNAPPARi
fyrir húsgögn
yfirdekktir
| Prahkastíg 26
Kristján Guðlaugsson
Hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutími 10—12 og 1—6.
Hafnarhúsið. Sími 3400.
fJELABSPRfNTSMUIM
.----------V
Tarzan
og eldar
Þórs-
borgar.
Nr. 82
„Þú hefir enn bjargað lífi mínu,“
sagði Ukah við Tarzan, en 'hann greip
fram i fy.rir risanum. „Við verðum að
flýta okkur.“ Frumskógamaðurinn tók
aftur forustuna og fór þá ganga i völ-
undarhúsinu, sem honum sýndust lík-
legastir til að liggja út úr borginni.
En það var alveg óvíst, hvort hann
færi rétta leið ....
... .Fáeinum mínútum eftir að fanga-
verðirnir höfðu verið slegnir niður og
hlekkjaðir, rakst Mungo á þá, þar sem
þeir lágu ósjálfbjarga. Mungo var á
eftirlitsför um neðanjarðargöngin og
átti sízt von á því að rekast á tvo
af undirmönnum sínum í þessu ásig-
komulagi. Mungo sá á augabragði, að
hér var ekki allt með felldu.
Mungo flýtti sér að taka keflin út
úr varðmönnunum og spurði þá, hvað
fyrir hefði komið. Þeir leystu greið-
iega úr spurningum hans. „ómögulegt,“
sagði Mungo reiðilega, „því að Tarzan
var i neðri fangaklefanum.“ En hann
vissi líka, að einungis Tarzan gat ver-
ið trúandi til að lcika þannig á varð-
mennina.
Mungo beið nú ekki boðanna. Hann
hljóp eins og fætur toguðu til næstu
varðstöðvar og gaf skipun um það, að
öllum skyldi tilkynnt, að Tarzan og
félagar hans léki lausum hala í völ-
undarhúsinu. Það varð að handsama
flóttamennina lafalaust, hvað sem það
kostaði.