Vísir


Vísir - 16.06.1944, Qupperneq 5

Vísir - 16.06.1944, Qupperneq 5
VISIR 3 Tilhögun hátíðarhaldanna við Austurvöll og á Þingvöllum. Uppdráttur af þingsvæðinu að Lögbergi 17. júní. Stóra örin sýnir hvar gengið er inn á svæðið. Til vinstri eru pallar fyrir erlenda fulltrúa og aðra gesti. Fyrir miðju eru sæti þingmanna. Fyr- ir miðju er ræðustóll, þar sem ávörp verða flutt. Neðst til hægri á uppdrættinum verður sæti forseta Islands pg forseta sameinaðs þings. Efst til hægri er sýndur staður sá, er fáni lýðveldis- ins verður. Hér fer á eftir greinargerð Þjóðhátíðarnefndar um fyrir- | komulag hátíðarinnar í höfuðatriðum, einkum að því er lýtur að athöfninni á Austurvelli og Lögbergi. 1. Þingpallar að Lögbergi. 2. Iþróttapallur. 3. Lögreglustöð. 4. Bifreiðastæði. 5. Vegur ina á Leiru. 6. Náðhús. 7. Póstur og sími. 8. Brú yfir öxará að á- horferidasvæði. 9. Þingvallabær. 10. Valhöll. 11. Konungshús. 12. Tjaldstæði. 13. Lögreglu- stöð. . 14. .Hjálparstöð .rauða krossins. 75. Veitingar. Við Austurvöll. Athöfnin við Austurvöll hefst stundvíslega kl. 9 árd. þ. 17. júní og fer fram á vegum Al- þingis. Ræðumaður þar verður forseti sameinaðs þings. Eftirtöldum embættismönn- um, auk allra þingmanna, verð- ur boðið að vera viðstaddir at- höfnina: Ríkisstjóra. Rikisstjóm. For- seta hæstaréttar. Biskupinum yfir Islandi. öllum erlendum ; ' sendiherrum. Lögreglustjóra há- j tíðarinnar, og þeim meðlimmn ; þjóðhátíðarnefndarinnar, sem ekki eru alþingismenn. Til beggja liliða styttu Jóns ; Sigurðssonar verður komið fyr- ® ir fjölda fána. Sex lögregluþjónar — þrír hvoru megin við anddyri al- þingishússins — mynda þar heiðursvörð og heilsa, er alþing- ismenn og gestir ganga út úr húsinu. — Lögreglan skal banna alla umferð ökutækja um þær götur allar, er liggja að Aust- urvelli. Ennfremur skal lögreglan banna alla umferð um Kirkju- stræti til jafnlengdar við suður- hlið Austurvallar. Svo og alla umferð almennings um gang- ‘stiga vallarins. Bann þetta skal ná til allra nema þingmanna, boðsgesta, blaðamanna, ljós- myndara og annarra þeirra, sem starfa í sambandi við athöfn- ina. Bannið fellur niður jafn- skjótt og athöfninni er lokið. Er allir hafa tekið sér stöðu samkvæmt framansögðu, þá tekur forseti sameinaðs Alþing- is til máls og form. Stúdenta- félags Reykjavíkur réttir hon- um blómsveiginn, sem forsetinn síðan leggur á fótstall stytt- unnar. Að ræðunni lokinni leikur lúðrasveit þjóðsönginn og lýkur með því þessari athöfn. Lögbergsathöfnin. Eftir athöfnina við styttu Jóns Sigurðssonar á Aústurvelli fara ríkisstjóri og þingmenn, sendiherrar og aðrir, er boðnir eru sérstaklega að vera við- staddir minningarathöfn við styttu Jóns Sigurðssonar, til Þingvalla kl. 9,30. Að loknum morgunverði kl. 1 stundvíslega ganga þingmenn frá V alhöll upp brekkuna, niður stigánn í Hestagjá og eftir Al- mannagjá að Lögbergi. Þegar komið er upp í Hestagjá verður liði fylkt og gangi fremstir rilc- isstjóri, ríkisstjórn og biskup, siðan þingmannafylking með forseta sameinaðs þings í broddi. Þegar þingmannafylkingin fer af stað verður blásið í lúður á barmi Almannagjár, fyrir ofan þingpall, sem merki þess, að þingmenn séu væntanlegir á Lögberg. Um leið og fylkingin gengur inn á þingpall, leikur lúðrasveit „Öxar við ána“. Á mínútunni kl. 1.30 flytur forsætisráðherra ávarp í fimm mínútur, guðsþjónustan tekur 20 mínútur og nákvæmlega kl. 1.55 setur forseti sameinaðs þings fund. Þegar forseti gefur merki til þess, rísa þingmenn úr sætum, er gildistöku stjórn- arskrárinnar er lýst, en þá er fáni dreginn að hún og standa þingmenn, á meðan klukkna- hringing og minútuþögn varir og þjóðsöngurinn er smiginn. Eftir þingslit er sungið „Island ögrum skorið“. Kveðjur erlendra fulltrúa. Athöfnin fer fram á þann hátt, að tilkynnt verður, að til- hlutan utanríkisráðherra, í hvert sinn, hver tekur til máls. Þegar fyrsti fulltrúinn gengur í ræðupall, verður fáni þjóðar hans dreginn að hún og er hann hefir lokið máli sínu, verður þjóðsöngur þjóðar hans leikinn. Forseti Islands mun þakka sendiherrunum og er hann hefir lokið því og gengið til sætis, er leikinn íslenzki þjóð- söngurinn. HIÐ NÝJA handarkrika 'REAM DE000RANT stöðvar svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notasi undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar besar svita. næstu 1—3 daga. Evðir svitalvkt heldur handarkrikunum burrum. 4. Hreint. hvitt. fitulaust. ó- mensað snvrti-krem. 5. Arrid hefir fensið vottorð albióðlesrar bvottarann- sóknarstofu fvrir bvi. að vera skaðlaust fatnaði. Fánahylling fer fram kl. 4.30 á íþrótta- pallinum á þann hátt að „Fjall- konan“ (stúlka í skautbúningi eða upphlut) gengur fram fyrir íslenzka fánann og á eftir henni koma tólf stúdentar með hvíta stúdentahúfu og stúdentsborða um hrjóst. Mynda þeir heiðurs- fylking, á meðan „Fjallkonan" flytUr stutt ávarp. Tilkynning frá Þjóðhátíðarnefndinni í Hafnarfirði. Þeir, sem keypt hafa farmiða hjá nefndinni til Þing- valla hátíðisdagana, eru beðnir að athuga vel eftirfarandi: 1. Farið verður frá Bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði. 2. Þeir, sem hafa keypt farmiða austur seinni ferðina á laugardag, skulu mæta kl. rúmlega 10 á tilgreind- um stað, því allir verða að vera komnir í bílana kl. 10J/2 til brottferðar. Með allar aðrar ferðir austur og suður aftur, gildir sama regla, að farþegar skulu mæta 20 mínútum fyrir skráðan brottfarartíma. Annars gilda farmið- ar aðeins þær ferðir, sem þeir hljóða á og aðra tíma ekki. 3. Þá eru Hafnfirðingar, sem ætla sér að tjalda á Þing- völluum, beðnir að koma með tjaldútbúnað sinn vel merktan á burtfararstað einhverntíma fyrir kl. 8J/2 í dag. Enginn aukafarangur fluttur austur laugar- dagsferðirnar. Þjóðhátíðarnefndin í Hafnarfirði. Sumardvalarnef nd vantar starfsfólk á eftirtöld heimili, er það vegna forfalla: R e y k h 011: Eldhús-ráðskonu, tvær konur til þvotta og þjónustu. Silungapoll: Ema þjónustu. Menntaskólasel: Eldhús-ráðskonu. Brautarholt: Eina þjónustu. Staðarfell: Eina þjónustu. Starfið byrjar 19.—21. þ. m., endar 1.—10. sept- ember. Konur með börn eldri en 3ja ára geta komið til greina. Nánari upplýsingar á skrifstofu nefndarinnar, Kirkju- stræti 10, á föstudag kl. 2—4 og mánudag kl. 2—4. Selfoss fer vestur og norður um miðja næstu viku. Vörumót- taka á miðvikudag til Akur- eyrar og Siglufjarðar, og á fimmtudag til Isafjarðar og Patreksfj arðar. Tilliliiniiig Áfengisverzlun Ríkisins hefír einkarétt á innflutningi, tilbúningi og sölu á hverskonar: Ilnivötniim nárvötnum Andlitsrötnnm Bökunarilropum Kjörnum (eisensum) Þetta ítrekast hér með öllum hlutaðeigendum til leiðbeiningar. TirðÍDgarf^Ust, Afengisverzlun Ríkisins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.