Vísir


Vísir - 28.06.1944, Qupperneq 1

Vísir - 28.06.1944, Qupperneq 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pátsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 1 Ritstjórar Blaðamenn Simii Augiýsingar 1660 Gjaldkeri S linur Afgreiðsla 34. á ar, Reykjavík, miðvikudaginn 28. júní 1944. 142. tbl. Þessi mynd sýnir lítinn hluta flutninganna niilli skipa og strandar við Nor- mandie. Fleyturnar sem sjást eru sjóbílarnir svonefndu, sém aka beina leið upp í fjöruna, er að landi kemur. Bandainenn vliaiia á milli Tílly og* Caen. Fjöldi mála á dagskrá prestastefnunnar. Orsha tekin, Mogilev um- kringd. »Föðurlandslínan« rofin. Hin mikla sókn Rússa heldur áfram af sama kappi og áður og hafa þeir nú tekið Orsha. Sú borg er á hinni mikilvægu járnbraut frá Minsk inn í land, ■en framsveitir Rússa eru annars hálfnaðir á leiðinni frá Vitebsk og til landamæranna pólsku frá árinu 1939. í sókninni hafa þeir líka um- kringt Mogilev og er talið að þar hafi verið umkringt álíka anikið lið og í Vitebsk. „Vaterlands“- línan rofin. Rússar segja, að Þjóðverjar hafi skýrt varnalinuna í Hvíta- Rússlandi Vaterlands-línuna (Föðurlands-línuna) og sé hún á líkum slóðum og Þjóðverjar sögðu 1941, að Rússar hefði liaft Stalin-línu sína. Hersveitir Rússa sækja nú til hins svonefnda „innrásarhliðs“ í Rússland, það er þurrlendisins milli Dnjepr og Dvinu, en þar hefir oft verið ráðizt inn í Rúss- land úr vestri. 15 gíslar hengdir. Fimmtán franskir gíslar hafa verið teknir af lífi í franska bænum Pau. Menn jsessir voru hengdir vegna þess, að brú var sprengd upp á járnbrautinni milli Pau og Dax, en báðar borgirnar eru í suðvesturhorni Frakklands. — Líkin voru látin hanga í gálgun- um í þrjá daga, öðrum til að- vörunar. Verzlunin: isfískur fitlihr iyfir twr 80 illli. krfin. • Þar af f xnaí fyrir 14l/a xnillj. Isfiskurinn var mesta útflutn- ingsvara Islendinga í maí, eins og endranær síðustu árin. Flutt voru út 18,470 smálest- ir, sem voru samtals að verð- mæti rúmlega 14,647 þús. kr. Heildarútflutningur á saltfiski fyrstu fimm mánuði ársins nam því tæplega 79,443 smál., en verðmæti þessa útflutnings var á sama tíma tæp hálf 67. millj. kr. Á sama tímabili í fyrra var útflutningurinn 10 ])ús. smál. minni og andvirðið um það bil 9 milljónum kr. minna. Aðeins tveir vöruflokkar aðr- ir hafa komizt yfir milljón kr. fimm fyrstu mánuði ársins. Freðfiskútflutningurinn nam rúmlega 7650 smál., cn verð- mætið er sextán og hálf milljón kr., og af lýsi hafa verið fluttar út 1442 smál., fyrir háífa fimmtu milljón króna. 1 maí var aðeins selt til þriggja landa, Bandaríkjanna, Bretlands og Irlands. Manntjón Breta á Ítalíu 73.000. Á Ítalíu er barizt af vaxandi kappi, er bandamenn sækja fastar á Þjóðverja, sem reyna að stemma stigu við framsókn þeirra. 1 gær virðast bandamenn ein- | ungis liafa getað unnið á vestast á ströndinni, því að uppi í landi er ekki um neina verulega framsókn að ræða. Streytast Þjóðverjar mjög við að slöðva bandamenn, en ekki er ennþá útséð hvernig það tekst. Churchill gaf í gær upplýs- ingar um manntjón hersveita frá Bretaveldi siðan gengið var á land á Ítalíu. Fallnir eru um 14,000, önnur 48,000 liafa særzt og loks liafa 11,000 týnzt. Um 1100 skriðdrekar eyðilagðir. Þýzka herstjórnin segir, að bandamenn hafi orðið fyrir miklu tjóni í bardögunum á Italiu, síðan sóknin hófst fyrir sunnan Róm. Meðal annars telja Þjóðverjar, að eyðilagðir. hafi verið um 1100 skriðdrekar fyrir bandamönnum á þessum tíma. Jarðarför dr. B. J, Brandson. Útför dr. B. J. Brandson, liins víðkunna vestur-íslenzka skurð- læknis, fór fram 24. þ. m. i Winnipeg. Hundruð manna fylgdu til grafar og liylltu minn- ingu þessa stórmerka manns. Meðal þeirra voru fulltrúar stjórnarinnar og læknastéttar- innar. (Samkvæmt skeyti frá ræðis- manni íslands í Winnipeg). Reykjavík, 28. júní 1944. Utanríkisráðuneytið. Árssókn á Nyju-Gumeu er að verða lokið. Árssókn bandamanna til að ná algerum yfirráðum á Nýju- 'Guineu er að verða lokið, síma blaðamenn við aðalstöð.var Mac- Arthurs. Sókn þessi hófst fyrir einu ári og var búizt við því, að hún yrði miklu lengri og erfiðari, en raun hefir á orðið. Japanir virðast hafa treyst þvi, að þeim væri óhætt að hafa tiltölulega lítið lið á suðvesturhluta Kyrra- liafs, af þvi að þeir gerðu sér ekki ljóst, hversu öflugir banda- menn væri orðnir, ekki sízt á liafinu. Með því að ná flugvöllunum á Biakey ■— einn er þegar á valdi þeirra — geta bandamenn hafið sókn gegn Hollenzku Austur-Indíum eða Filippseyj- um eða báðum samtímis. En að líkindum yrði að ryðja Trulc úr vegi, áður en lagt vrði til meiri- báttar atlögu við Filippseyjar. Er gert ráð fyrir þvi, að til tíð- inda dragi þar bráðlega. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Óperu- söngvar. 20.30 Synódus-erindi í Dómkirkjunni: Kirkjan og fram- tíðin (síra Páll Þorleifsson prestuf að Skinnastöðum). 21.05 Hljóm- plötur: íslenzkir kórar. 21.15 Frá sögusýningunni í Reykjavik. 21.40 Hljómplötur: íslenzkir einsöngvar- ar. 21.50 Fréttir. Dagskráriok. Næturakstur. . Litla bílastöðin, sími 1380. Réttarpróf út af slysinu á Siglufirði. Það sviplega slys vildi til á Siglufirði i fyrradag, að vélbát- urinn Harpa frá Isafirði sigldi færeyskan trillubát í kaf, rétt utan fjarðarins. Drukknuðu tveir mannanna á trillubátnum, en þeir voru bræður og hétu Hans og Henning Bekk. Hinir tveir náðust, en annar þeirra dó eftir skamma stund og var það faðir bræðranna, Johan Bekk, 60 ára að aldri. — Þessir þrír rtiénn, sem fórust, voru faðir og bræður konu Ösk- ars Gíslasonar ljósmyndara. Réttarpróf hafa nú farið fram út af slysinu á Siglufirði og er hér útdráttur úr skýrslu réttar- ins: \ Báturinn Brynliildur frá Færeyjum fór i róður frá Siglu- firði kl. 2 aðfaranótt mánudags s. 1. og var með ca, tveggja mílna færi und&n Siglufjarðar- mynni. Vindur var af austri, 4—5 vindstig. Tveir mannanna sátu undir árum en hinir tveir voru með j færi. Ivom þá m.b. Harpa frá Flateyri og keyrir á bátinn, aft- J an við véíaliúsið. Hvoldi bátn- um samstundis og fóru menn- irnir allir í sjóinn, Tveimur ! þeim varð bjargað, en annar þeirra mun hafa látizt strax eft- ir að hann kom um borð. Menn- irnir sem drukknuðu voru eins og fyrr segir í greininni feðgar. Þeir voru frá Þverá i Trangesvog. Sá, sem bjargaðist, hét Klemenz Jóhanncsson, frá sama stað. Þegar slysið bar að, voru tveir skipverjar á Hörpunni i stýrishúsinu, stýrimaður og liá- seti og voru þeir við stjórn- borðsgluggann. Fannst háset- anum eitthvað koma við skipið og hafði orð á því við stýri- manninn. Gættu ])eir strax að þvi og sáu þá flakið af bátnufn og þrjá menn á floti. Gerðu þeir skipstjóranum þá aðvart og snéru bátnum við. Kom skip- stjórinn upp að vörmu spori og var Harpan þá á að gizka 70 faðma frá flakinu. Náðist strax í tvo mennina og hentu línu á ])ann þriðja, sem var á floti og kom línan þvert yfir liandlegg- jnn á honum, en hann lireyfði sig ekki, en sökk svo að segja strax á eftir. PRESTASTEFNAN 1944 hófst í gær. Sr. Óskar Þorláks- son prédikaði við guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1, og þeir sr. Jón Þorvarðsson og sr. Sig- urbjörn Einarsson þjónuðu fyr- ir altari. Kl. 4 var svo prestastefnan sett. Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, las ritningarkatla og bað bænar í Háskólakapell- unni, og þeir Páll Isólfsson og Þórarinn Guðmundsson léku á hljóðfæri undir söngnum. Siðan var gengið til fundarstarfa í 1. kennslustofu Háskólans. Við fundarupphaf las biskup simkveðju, er sr. Philip M. Pét- ursson hafði sent af ársþingi kirkjufélags sins í Winnipeg. Sendi biskup aftur kveðjur sín- ar og prestastefnunnar til sr. Philips og til dr. Haralds Sig- mars og lcirkjufélaganna ís- lenzku beggja. Enn fremur var forseta Islands sep.d övofeHd kveðja frá prestastefnunni: „Prestastefna Islands sendir forsetanum innilegustu ham- ingjuóskir og biður honum og landi og lýð blessunar Guðs.“ Þá flutti biskup prestum á- varp sitt. Beindi hann athygli ])eirra að þvi verkefni, sem nu mundi liggja fyrir kristnum mönnum um allan heim, og væri „hvorki meira né minna en að byggja upp nýjan heim og lækna hin djúpu sár.“ Krist- indómurinn yrði „bjargið, sem hinn nýi heimur byggist á.“ Var ávarp biskups eldheit hvatning um einingu í starfi og skýr og rökstudd varnaðarorð gegn ófrjóum trúfræðideilum. Síðan gerði biskup grein fyr- ir kirkjulegum viðburðum og framkvæmdum á liðnu syno- dus-ári, og verður liér aðeins getið helztu atriða. Fyrst minntist biskup með fögrum orðiun tveggja látinna merkismanna úr ])restastétt, þeirra sr. Jóhanns Þorkelssonar og sr. Jóns Árnasonar frá Bildudal. Vottuðu fundarmenn minningu þeirra virðingu með því að rísa úr sætum. Um lausn'frá prestsembætti háfa sótt sr. Ragnar Benedikts- son, sr. Hermann ■Hjariarson. sr. Jón Pétursson prófastur, sr. Eiríkur Albertsson dr. theol. og sr. Ásgeir prófastur Ásgeirsson. Þakkaði biskup þeim störf þeirra. Þá bauð biskup velkomna til starfs síns níu unga nývígða presta, og tók fundurinn undir árnaðarorð biskups. Þá minntist biskup flutnings nokkurra ])resta í ný prestaköll að undangenginni kosningu, og taldi prestalcöll þau, sem nú eru óveitt. Eru þau alls 20 að tölu, en i 8 þeirra eru settir prestar um stundarsakir, og 12 þjónað af nágrannaprestum.. Ekki hefir verið ráðizt í nýj- ar kirkjubyggingar á árinu vegna síhækkandi byggingar- kostnaðar, en áhugi fyrir bygg- ingu nýrra kirkna er mikill og vaxandi. Þá skýrði biskup frá ágætu starfi Sigurðar Birkis söng- málastjóra og aðstoðarmanns hans, Kjartans Sigurjónssonar. Hgftt þeir stofnað á synodus- órinu 20 nýja kirkjukóra. Ný sálmabók kemur væntan- lega út seint á þessu ári. Hjá ríkisútgáfu námsbóka eru ný- útkomnar bihlíusögur, sem sr. Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ er aðalhöfundur að. Þá skýrði biskup frá kirkju- legum fundahöldum og hátíða- samkomum, t. d. alménna kirkjufundinum og 100 ára af- mæli K.F.U.M. og sagði frá út- gáfu kirkjulegra og kristilegra bóka og blaða. Biskup minntist með ánægju vísitazíu sinnar í Árnessýslu s.l. sumar, og gaf ])ess í því sam- bandi, að hann liefði fengið hinar beztu undirtektir hjá rík- isstjórninni um endurreisn kirkju og staðar í Skálholti. Þá minntist biskup merkis- afmæla allmargra kirkjunnar manna. Því næst sagði biskup frá Vesturheimsför sinni í vetur, og kynnum sínum af íslenzkum prestum og kirkjulífi ve^tra. Kvað hann áhuga almennings | og ást til kirkjunnar þar til i hinnár mestu fyrirmyndar, og gætu Islendingar hér heima mikið af því lært. Hér er ckki lcostur að relcja nánar frásögn biskups um þetta efni. Loks bauð biskup velkominn prófcssor Richard Beck, sem staddur var á fundinum. Minnt- Frli. á 2. síðu. Mótspyrna Þjóð- verja fer vaxandi Æðstu menn Þjóðverja í Cherbourg meðal fanganna. Arustan mikla milli Caen og Tilly heldur áfram með vaxandi grimmd og hefir bandamönnum tekizt að vinna nokkuð á, einkanlega í grennd við Tilly. Brezku og kanadisku lier- sveitirnar, sem þarna berjast hafa gert hvert áhlaupið af öðru gegn liinum rammlegu virkjum Þjóðverja. Hefir Þjóðverjum gefizt tími til að útbúa víðtæk jarðsprengjusvæði þar sem nú er baiázt og verður jafnan að hreinsa mjög nákvæmlega til áður en lagt er í áhlaup. En vegna þess hve stórskotahríð innrásarhersins er öflug, hefir jafnan tekizt að hreinsa brautir í gegnum þessi svæði í skjóli hennar. Mótspyrna Þjóðverja fer óð- um vaxandi, en bandamanna- hernum vex einnig ört fiskur um hrvgg. Er húizt við þvi, að enn geti dregizt talsvert þangað til ])essi orusta nær hámarki. Háttsettir fangar. Meðal fanga þeirra, sem bandamenn tóku í Cherbourg, voru tveir æðstu menn Þjóð- verja, von Schlieben, og Hanne- ken, flotaforinginn i borginni. Það voru menn Hannekens, sem lengst vörðust. Hörfuðu þeir inn í skotfærabúr flotans og vörðust þar enn í gærmorgun, eftir að foringjarnir höfðu gef- izt upp. Var þeim gert orð um að yfirmennirnir hefði gefið upþ vörnina og litlu síðar fósu sjóliðarnir að dæmi þeirra. Almenn sak- Nær til 160 manna. Á fundi, sem haldinn var í ríkisráði í dag i skrifstofu forseta Islands í Alþingishús- inu, gerðist m. a. þetta: 1) 14 refsifangar voru náð- aðir skilorðsbundið af því, sem þeir eiga óút- tekið af refsingum sín- um. 2) 76 menn voru náðaðir skilorðsbundið af ídæmd- um refsingum. 3) Sektir 8 manna fyrir landhelgisbrot voru með náðun færðar niður í 2.500.00 krónur, og einn þeirra jafnframt náðað- ur skilorðsbundið af 2ja . mánaða varðhaldsrefs- ingu. 4) 6 menn náðaðir skilorðs- bundið af óúttekinni refsivist. 5) 56 menn fengu með náð- un refsivist sinni, vegna ölvunar við akstur, breytt í 1000 króna sekt. \

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.