Vísir - 28.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1944, Blaðsíða 2
VISfR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, - Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Nátttiöllið glottir. j^ðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga er nýlega lokið. Bar þar margt til tíðinda og sumt ekki ómerkilegt. At- hyglisvert þótti, að átta full- trúar kommúnista, sem sæti áttu á fundinum, skipuðu sér í eins konar skajldborg um Ey- stein Jónsson prentsmiðjustjóra og fylgdu honum að heita mátti í hverju máli. Þannig fékk flokkur þessi því til vegar kom- ið, að Jón ívarsson, gamall og góður samvinnumaður, var felldur úr Sambandsstjórninni, en Eysteinn kosinn í hans stað. Má segja, að þetta hafi verið eina afrekið, sem kommúnistar unnu á fundinum, en að öðru leyti fóru þeir hrakfarir. Voru Jiannig samþykktar tillögur, er fólu í sér ströngustu áminning- ar til -kommanna, sem sam- vinnumanna, og aðrir varaðir eindregið við öllu þeirra atferli. Er þar rakið að kommarnir hafi viljað efna til klofnings- starfsemi innan samvinnufélaga bænda í þeim tilgangi að skipta þeim og sambandinu, og sýnt þessum samtökum mesta fjand- skap og jafnvel haft í frammi beinar ofsóknir að öðru leyti. Konnnarnir reyndu að svara fyrir sig og báru fram tillögur þess efnis, að Jónas Jónsson skyldi víttur fyrir óviður- kvæmileg skrif í Samvinnunni, en tillögunni var vísað frá með algjörum meiri hluta atkvæða. Þjóðviljinn ræðir málið í gær og kemst áð þeirri niðurstöðu, að ávítur þær, sem fundurinn samþykkti gegn þeim, hafi ekki við rök að styðjast að því er klofningsstarfsemina snertir, en þó boðar blaðið jafnframt, að nú komi til kasta hinna róttæku afla, sem þessi sögulegi fundur vildi reka út fyrir garð sam- vinnusamtakanna. Blaðið segir: „£að er freistandi fyrir hina róttæku menn að hverfa undan merkjum S.I.S. og mynda nýtt samvinnusamband, sem vissu- lega hefir möguleika á að verða voldugt á skömmum ' tíma.“ Jafnframt telur blaðið, að fram- ferði sambandsþingsins hafi allt miðað að því að kljúfa hina vaxandi samvinnuhreyfingu við sjávarsíðuna frá hinni eldri samvinnuhreyfingu, í þeirri von, að Framsóknarflokkurinn geti enn um stund notað hana sem grundvöll fyrir sína póli- tísku baráttu. Kommarnir eru nú ekki aldeilis á því að láta Framsókn haldast þetta uppi, en athyglisverðar eru þá aðfar- ir þeirra til að ná markinu. Ey- steinn Jónsson mætti sem full- trúi KRON á fundinum, — eða hinna yngri samvinnusamtaka, sem kommárnir nefna svo. — Kommamir veita honum braut- argengi, þannig að hann er kos- inn í stjórn S.I.S. Jafnframt boða kommarnir að samvinnu- hreyfingin í bæjunum muni kljúfa sig út úr samvinnuhreyf- ingunni og stofna eigið sam- band. Er þá ætlun Jkommanna að nota Eystein Jónsson til slíkra hluta, eða hvers vegna kusu þeir hann í stiórn sam- bandsins og fylgdu honum svo örugglega að málum að öðru leyti? Það eitt er víst, að þótt Reglugerð um mat á ísvörð- um fiski til útflutnixigs. Mkvæmar regrlur nin útbiinað lesta skipanna. \m júlí næstkomandi gengur í gildi reglugerð um mat og eftirlit með útflutningi á ís- vörðum fiski. Hefir undanfárna daga verið unnið að samningi reglugerðar- innar og var hún undirrituð 1 gær. Helztu atriði reglugerðar- innar eru sem hér segir: I 1. og 2. gr. reglugerðarinn- Eysteinn kunni sjálfur að liafa ekki unnið til þess, hefir hann fengið megnasta óorð á sig inn- an samvinnuhreyfingarinnar, vegna utanínudds kommanna við hann, — og er hann strang- lega grunaður um græzku, eink- um vegna fyrri yfirsjóna og einnig hins, hversu seinþroska hann hefir reynzt í hugarfari og ginkeyptur við öllum gylli- boðum kommanna. Viðureignin á sambands- fundinum ætti að vekja menn til skilnings á því, að barátta sú, sem staðið hefir milli kaup- félaga og kaupmanna um aldar- fjórðung, — og hefir oft og ein- att verið þjóðinni til skapraun- ar og skaða, — er nú með öllu úr spgunni. Þessir aðilar hafa reynzt fullfærir um að taka upp heilbrigða og eðlilega samvinnu sín í milli, sem tekizt hefir vel, þegar þeir sjálfir hafa ráðið, en illa þegar ríkisvaldið liefir grip- ið inn í til að draga fram hlut annars þeirra á kostnað hins. Slíkt er óeðlilegt og ósámboðið heilbrigðum rekstri, að njóta fríðinda á kostnað annara aðila í samkeppni. Stjórnmálin eiga ekki að snúast um samkeppni eða samvinnu þessara aðila. Þeir eru einfærir um að skipa málum sínum sjálfir og munu leysa slíkt svo vel af hendi, að allir geti vel við unað. Þessir aðilar eiga hins vegar að sam- einast um hagsmuni sína og þjóðarinnar allrar, með því að heilbrigð og óspillt verzlun- arstétt er einn af bornsteinum þjóðfélagsins, á sama hátt og spillt, hugsjónasnauð og gróða- fíkin kaupmangarasamtök geti verið og eru ávallt þjóðarböl. Islenzk verzlunarstétt hefir allt til þess leyst hlutverk sitt vel af hendi, þótt einhverjir mis- brestir kunni að vera á ,en und- antekningar eru í öllum grein- um og vítin eiga að vera til varn aðar, og einnig til dómsáfell- is. Einstaka nátttröll hafa berg- málað sönginn frá átakaárum kaupfélaga og kaupmanna, nú jafnvel síðustu dagana. Með töl- um hefir verið sannað, að slíkt bergmál tilheyrir ekki deginum í dag og er að engu hafandi. Það er endurómur þess, sem var, og jafnvel þótt nátttröllin glotti og hyggist að halda við sama söngnum, verða þau að fá hljóminn utan að. Þar sem hvorki heyrist kvein né hljóð- an, verður slíkt heldur ekki bergmálað, og þegar heilbrigð og eðlileg samvinna verzlunar- stéttarinnar allrar miðar að gæfu og gengi lýðs og lands, rennur upp fyrir almenningi að glott nátttröllanna er stirðnað og da.uðakalt ogaðbergmáliðvar en er ekki. En hinsvegar eru til nátttröll, gædd holdi og blóði, sem vinna gegn samvinnu og samhjálp þjóðarinnar allrar. Glottið mun einnig stirðna á þeim, þegar þjóðin hefir fundið köllun sína og hver þjóðlegur þegn innir af höndum skyldu sína, án þess að sóa fé og kröft- um í fánýta innbyrðis baráttu. ar eru fyrirmæli, sem miða að því, að fiskiskip (eða bátar), sem veiða fisk, sem ætlaður er til útflutnings ísaður, eða skip, sem flytja eiga slíkan fisk, hafi hreinar og sléttar lestir að inn- an, svo fiskurinn merjist ekki á slám eða ójöfnum. I lestum skal þess gætt, að ekki hvíli of mikill þungi á fiskinum og skulu lestir, stíur og hillur í þeirn málaðar eða lakkbornar eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Lestir skipanna, svo og skilrúm og hilluborð, skulu þvegin vandlega, áður en fiskur er ís- aður í skipin. Þá eru í 3. gr. ákvæði þess efnis, að ísvarinn fiskur, sem er sendur héðan til útlanda, skuli vera vel blóðgaður, nýr og óskemmdur, svo ætla megi, að hann geymist vel í ís og komi í góðu standi út. Ekki má fiskur liggja nema 1 sólarhring í fiski- bát, frá því hann er vpiddur og þar til hann er afgreiddur til ís- unar. Hafi fiskur verið ísaður jafnóðum og hann veiddist, má hann liggja 2—3 sólarhringa í fiskibát á tímabilinu frá 1. maí til 30 sept., en helmingi lengur á öðrum tímum árs. Aðeins má nota hreinan, smá- mulinn ís, eða hreinan snjó, til ísunar. Við ísnotkun verður að tilgreina, hve langan tíma áætl- að sé að geyma megi fiskinn, og einnig skal tilgreina árstima, veðráttu og ástand íssins. Til leiðbeiningar er í 8. gr. bent á, að ckki sé ráðlegt að nota minna en 300 kg. af ís í eina smálest af fiski. Skylt er bveíjum útflytjanda að tilkynna fiskhleðslu svo tím- anlega, að mögulegt sé fyrir yf- irfiskimatsmann og mnboðs- mann að skoða farm skipsins, áður en fiskur er látinn í það, svo þeir geti annast nauðsynlegt eftirlit fiskjarins. Síðan gefur yfirfiskimats- maður vottorð um fisk þann, sem fluttur er út. Yfirfiskimatsmaður eða um- boðsmaður hans getur stöðvað fisksendingar, ef ákvæðum reglugerðarinnar er ekki full- nægt. I 12. gr. er tekið fram, að á- kvæði þessarar reglugerðar nái til allra skipa, er flytja út fisk. Umráðamönnum þeirra skipa, er flytja út eigin afla, er skylt að hlýta ákvæðum reglugerðar- inanr, en með því að fiskimats- menn geta ekki haft eftirlit með afla þeirra eða meðferð hans í skipinu, er yfirfiskimatsmönn- um aðeins skylt að gefa vottorð um, að lestirnar hafi verið hreinar og allur útbúnaður þeirra í góðu lagi. 1 13. gr. eru sett viðurlög við brotum á ákvæðum reglugerð- arinnar og eru það sektir, allt að 10 þús. kr. t r Inoi á Sandi. Guðmundur skáld frá Sandi lézt í sjúkrahúsinu í Húsavík í fvrradag. Hafði liann legið rúmfastur nokkuð á annað ár og átt við erfið veikindi að stríða, en sýndi þó aldréi betur en í baráttunni við dauðann, hvilíkur afburðamaður og kjarkmaður hann var. Hann vissi hvað verða vildi, en hop- aði Iivorki né æðraðist. Guðmundur skáld Friðjóns- son var fæddur 24. október 1869 og ól mestan aldur sinn á Sandi í Aðaldal. I æsku lauk hann gagnfræðaprófi á Möðru- völlum, en mun ekki hafa átt kost á frekari framhaldsmennt- un, enda gengu um það leyti ; einhver mestu erfiðleikaár yfir i þjóðina, þannig að kostur al- mennings mun aldrei hafa ver- ið jafnþröngur. Allt líf Guð- ; mundar var honum skóli. Hann j las óhemju um dagana af er- lendum og innlendum bók- j menntum, en hélt ennfremur þeim merkilega sið, að taka sig upp frá búi sínu nokkurn tíma ársins og fara í fjölmennið til Reykjavíkur eða Akureyrar til þess að ræða við menn, fræða þá og fræðast. Þetta var anda hans nauðsyn engu síður en matur og drykkur líkamanum. Guðmundur var djúpvitur mað- ur, einrænn nokkuð, en af- bragðs skáld. Út hafa verið gefnar eftir hann 15 bækur i bundnu máli og óbundnu, en handritasafn mun hann hafa átt nokkurt óútgefið. PRESTASTEFNAN Frh. af 1. siðu ist biskup starfs hans að ís- lenzkri menningu og kirkju- málum með hjartanlegum orð- um viðurkenningar og þakklæt- is. — Svofelld kveðja barst frá Stórstúkuþinginu á Akureyri: „44. þing Stórstúku Islands, haldið á Akureyri, þar sem Góð- templarareglan var stofnuð fyr- ir 60 árum, sendir Prestastefn- unni innilegustu kveðjur og þakkir fyrir þá ómetanlegu lijálp, sem hún hefir veitt Regl- unni í baráttu hennar frá önd- verðu. Sérstaldega þakkar Stór- stúkuþingið herra biskupinum yfir Islandi og prestum lands- ins fyrir það, með hve kær- leiksríkum hug Reglunnar var minnzt í kirkjum landsins á 60 ára afmæli hennar í vetur sem leið. — Stórtemplar.“ >■ Biskup sendi svar við hinni hlýju kveðju. Kosnir voru í allsherjarnefnd til þess að greiða fyrir störfum prestastefnunnar: Jakob Ein- arsson prófastur, Sigurður Haukdal prófastur, Friðrik Hallgrímsson dómprófastur, Hálfdan Helgason prófastur og sr. Gunnar Árnason. Prestastefnan samþykkti í einu hljóði svofellda yfirlýs- ingu, eftir tillögu sr. Jakobs Jónssonar: „Prestastefnan óskar bisk- upi, dr. Sigurgeir Sigurðssyni, til hamingju með vesturför hans og góða heimkomu, og þakkar honum starf það, er bann innti af hendi vestan hafs. Það er álit prestastefnunnar, að för hans hafi haft mikla þýðingu fyrir þjóð vora og kirkju, vegna þeirrar kynning- ar, sem af lienni leiðir, og þeirrar þjóðræknisstarfemi, sem við liana er tengd, svo og vegna þeirra vináttutengsla, sem með för hans hafa verið tengd milli kirknanna vestan hafs og austan.“ Þá var fundi frestað til morg- uns. Kl. 8.30 flutti sira Benjamín Kristjánsson snjallt erindi í Dómkirkjunni, og nefndi liann erindið: Hvcið getur bjargað menningunni? Var því erindi útvarpað. Fjöldi af ljóðum Guðmund-' ar mun lifa meðan íslenzka þjóðin kann að meta fegurstu bókmenntir sínar. Þessa ágæta skálds og göfug- mennis verður nánar getið síðar. Scrutator: ^KjOudJjji aÉmmjnwtyS o óþokkabragð. Eftirfarandi hefir blaSinu bor- izt: Nú um síðastliðna helgi voru ung hjón, héðan úr bænum, á gangi á götu einni á Stokkseyri, sem ekki er í frásögur færandi, en þegar minnst varSi hleypur köttur í veg fyrir þau, lætur vina- lega aS þeim og mjálmar ámát- lega. Konan klappaSi kettinum, en hann fékkst ekki um þaS, heldur hljóp undan og lét þannig, sem hann vildi, aS þau fylgdu sér eftir. GerSu hjónin þaS og hljóp köttur- inn á undan þeim inn í port eitt. Er þangaS kom blasti viS þeim ó- fögur sjón. Lítill kettlingur hékk þar, bundinn upp á framlöppunum og hafSi veriS hert aS hnútunum, þegar bundiS hafSi veriS um lapp- ir hans. Hjónin skáru strax snær- ið og leystu kettlinginn. — Þessi saga, sem hér hefir veriS sögS, lýsir á átakanlegan hátt hinni mestu illmennsku, svo menn fá varla trúaS því, aS annaS eins og þetta eigi sér staS í menntuSu þjóSfélagi. Væri þaS æskilegt, ef einhver kemst á snoSir um þaS, hver hafi framiS þetta illvirki, aS hann léti þaS uppskátt viS yfir- valdiS á- staSnum, svo varmenniS geti fengiS maklega refsingu fyrir tiltæki sitt. - . í Sumarsól og göturyk. ÞaS er orSa sannast, aS fátt eSa ekkert sé Reykvíkingum kær- komnara en sumar og sól, en allt öðru máli gegnir um göturykiS, sem er eins og hákarl í kjölfari þessarar dýrSar. Þó fólk langi til þess aS njóta blíSviSrisins, meS því aS liggja eSa sitja úti á tún- blettunum fyrir framan hús sín, er slíkt nær ógerningur, því bílar og vindhviSur þyrla upp siíkum rykskýjum á götunum í nánd, aS von bráSar eru öll vit manna íull af sandi og mold. Almenningur hér í bæ þekkir of vel þennan vá- gest — göturykiS — til þess aS ástæSa sé til aS kynna harn hér, en þaS virSist aldrei nógu vel brvnt fyrir hlutaSeigandi yfir- völdum, aS gera þaS sem hægt sé til þess aS hlífa fólki viS þessnm fjára. Nú undanfarna daga hefir göturykíS veriS raeS mesta nióti, en va*nsbílarnir láta sanF ekki á sér kræla. Þetta er nauSsynlegt að lngfæra og það setn fyrst. Vreri æs'UIegt og eSIiIegast, aS bílarnir væru ávallt til reiSu, þegar á þeim þyrfti aS halda, því enda þótt þeir ekki geti samdægurs annaS cilum bænum, horfir strax til bóta, ef nokkrar götur verSa yfirfarnar á dag. Gamaldags gatnagerð. Nú þessa dagana er veriS aS malbika NjarSargötuna upp á SkóIavörðuhæS, en nýlokiS er viS aS malbika Freyjugötuna aS NjarSargötu, frá Barónsstíg. AS vísu er þetta mikil bót fyrir þá sem viS götuna búa og vegfarend- ur, sem um hana fara, en gang- stéttirnar, beggja vegna viS Freyjugötuna, eru enn í sínu gamla horfi, og þaSan eys vind- urinn rykinu út á götuna og í loft upp, svo í þeim efnum er HtiS unniS. Slík vinnubrögS sem þessi eru alltof gamaldags, til þess aS viShafa þau nú á tímum, enda er slíkt fásinna að hlaupa frá hálf- köruSu verki. AuSvitaS átti sam- tímis því, aS gatan var malbikuS, að leggja gangstéttina og ganga aS öllu leyti frá þessum götu- spotta, svo og fleirum, sem eins er ástatt fyrir. Njálsgatan hefir nú veriS fullgerS á kafla, bæði gatan sjálf og gangstéttirnar og er slíkÞ til fyrirmyndar í gatnagerS, 5 manna biíieið, Dodge 1940, er til sölu og sýnis í Shellportinu við Lækjargötu kl. 8—10 í kvöld. Bifreiðin er öll sem ný. Telpukjólar, úr tvisti og sirzi á 1—10 ára. H. T0FT Skólavörðust. 5. Sími 1035. Ungur maður óskar ef tir atvinnu eftir kl. 6 á kvöldin. Ymisleg vinna kemur til greina. — Uppl. í síma 4006 kl. 1-—8 i kvöld. Chrysler, model 1941, til sölu af sér- stökum ástæðum, frá kl. 5— 7 á Hringbraut 143. Tilboð óskast í 5 manna Ford — módel 1935. — Til sýnis í porti Sænsk-íslenzka frysti- hússins. Nánari upplýsingar hjá vélstjóranum. Sími 2362. 2 djúpir stólar nýir, til sölu, klæddir með Angora plussi. —Uppl. Öldu- götu 55, niðri. VERKFÆRI og Á H ö L D verða tekin upp í dag, svo sem: Cementskóflur, Skóflur, flatar, Boltaklippur, Hamrar allskonar, Skrúflyklar, Hallamælar, Carborandumbrýni, Sleggjur, Glerskerar, Kittisspaðar, Sporjárn, Skrúfjárn, Málbönd allskonar, Sköfur, Meitlar, Sandpappír og margt fleira. GEYSIR H.F. V eiðarfæradeildin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.