Vísir - 28.06.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 28.06.1944, Blaðsíða 3
VISIR Fangínn í Zenda. Heimsfræg og afar spennandi skáldsaga, eftir Anthony Hope, er komin í bókabúðirnar. Frámhald af bessari bók er sagan RUPERT hentzau,semkemurúthjá VASAUTGÁFUNNI * sumar. — VASAÚTGÁFUBÆKURNAR ERU ÚRVALS SKEMMTIBÆKUR! — Kaupiðþærfráupphafi! ------------- VASAÚTGÁFAN. HAFNARSTRÆTI 19- T IMagnús Sveinssoni forstjóri | F. 31. júlí 1894. — D. 22. júní 1944. Hann var Árnesingur í liáð- ar ættir, koniinn af fjölmenn- ustu og góðkunnustu ættum í efra hlut héraðsins, Reykjaætt, Langholtsætt og ætt síra Kol- Iieins í Miðdal. Faðir Maðnúsar var Sveinn Bjarnason (d. 1938), frá Austurhlíð, Loftssonar, Eiríks- sonar á Reykjum á Skeiðum og síðari konu Eiríks Guðrúnar Kolbeinsdóttur prests í Miðdal í Laugardal, Þorstein'Ssonar. — Sigríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, lifir son sinn, 79 ára að aldri, dóttir Magnúsar, Magn- ússonar alþingismanns í Syðra- Langholti (d. 1859) Andrésson- ar og konu hans Katrínar Ei- ríksdóttur á Reykjum. Magnús var fæddur í Bergs- holti í Staðarsveit 31. júlí 1894, en fluttist á barnsaldri með for- eldrum sínum vestur í Álfta- fjörð, þarsem faðir hans starf- aði um margra ára skeið við hvalveiðastöð Herlufsens. Árið 1913 fór Magnús lil Ak- ureyrar, dvaldist þar einn vet- ur og tók próf við gagnfræða- skólann um vorið, en næstu ár aflaði hann sér ýmis konar menntunar á eigin spýtur. Öll styrjaldarárin fyrri starfaði liann í| þjónustu Landsverzlun- arinnar, en árið 1919 fluttist liann til Vestmannaeyja og stundaði þar útgerð, og var jafnframt bæjargjaldkeri þar um nokkur ár. Þar kvæntist hann Elínu Einarsdóttur frá - Krossi í Lándeyjum, en missti hana eftir skamma samhúð. Varð þeim ekki barna auðið. Árið 1933 flullist Magnús aft- ur til Reykjavíkur, tók við stjórn olíufélagsins Nafta h.f. og stjórnaði því með miklum dugnaði og forsjá til dauða- dags. Síðan Magnús kom til Reykjavíkur, bjó hann einatt hjá bræðrum sinum, og' foreldr- um þeirra, meðan beggja naut við. Var jafnan með þeim öll- um in mesta ástsemd, og er þeim sár harmur kveðinn að fráfalli hans. Magnús sór sig í ættir sínar í sjón og raun. Hann var vel viti borinn. Tryggðatröll og manna staðfastastur. Hann var óhlutdeilinn um annarra hag, en inn raunbezti, tryggur og vinfastur. Gekk hann að hverju starfi með trúleik og eljan. Hann var meðalmaður á hæð, en manna þreklegastur á velli. I Vestmannaeyjum aflaði liann sér mesta trausts og virð- ingar, sem dæmin sýndu. Hon- um lét jafnvel útgerð, er liann rak fyrir sjálfan sig, sem ráðs- mennskan fyrir bæjarfélagið, 'og var hún þó ærnum vand- kvæðum bundin. Magnús hafði mesta yndi af veiðiskap, einkum silungsveiði í fjallvötnum. Stundaði liann þá iðju mjög fast um lielgar á sumrum, og oftar í fríum og hjáverkum sínum. Hann átti verskála og bát við Þingvalla- vatn og fleytu átti liann við Reyðarvatn. Hafði þá löngum uppgripa-afla á stöng, þótt öðr- um aflaðist tíðum lítið. Hann var allra manna veiðnastur á spón og kunni manna bezt að greina, hverjar tegundir liæfði bezt á hverjum stað og í livert sinn eftir veðri og staðháttum. Hann nefndi veiðispónu sina gælunöfnum, „Djúpskegg“ og „Grunnskegg“ o. fl. slíkum nöfnum. Þótti þeim, sem þekktu starfsháttu Magnúsar við veiðar, ekki tíðindum sæta, þótt hann hefði tífaldan afla við aðra, er veiði stunduðu á sömu slóðum. Var þá ekki sleg- ið slöku við, en lialdið áfram þótt tregur væri afli í svip. Kvaðst Magnús ekki þurfa að leita á fjöll veiðifanga til að livíla sig. Oft reyndi liann mjög á sig í ferðum þessum, bar þungar byrðar, ef þurfti, þreytti fast róðurinn stundum. Einna þreyttastur kvaðst hann hafa verið einu sinni, er liann barði gegn bvössum austræn- ingi í úrfellisveðri á myrku liaustkveldi úr Hagavík í Grafningi yfir þvert Þingvalla- vatn, en ekki linnti hann fyrr en lieima i vör að Miðfelli. Minnir mig, að liann væri þrjár klukkustundir að berja yfir vatnið. Þótt Magnús væri jafnan ið mesta hraustmenni að burðum og yrði nær aldrei misdægurt, náði hann þó ekki fullum finnntugsaldri. Hann fékk skyndilega lijartabilun um nótt og andaðist í liöndum bræðra sinna, sem þá vóru einir heima. Magnús er borinn til grafar í dag. Benedikt Sveinsson. BLIKKBRÚSA notaða k a u p i r Verzlun 0. Ellingsen H.L Foreningen Dannebrog. Alt udsolgt til Stiftelsesfesten Lördag d. 1. Juli. Husk at Bilerne körer Kl. 18.15 præcis. fra Liverpool. BESTYRELSEN. Axels Corte* Smiðjustíg 5, getur nú aftur tekið á móti innrömmun á smærri og stærri myndum. Innrömmunarstoía Axels Cortez, S m i ð j u s t í g 5, UNGLINGA vantar frá næstu mánaðamótum til að bera út blaðið um eftir- greind svæði: RAÚÐARÁRHOLT SOGAMÝRI Talið við afgreiðsluna. — Sími 1660. DAGBLAÐIÐ VlSIR. Hattaverzlun til sölu. Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Þorláksson, Austurstræti 7. Sími 2002. Smíðum | húsgögn og innréttingar við allra hæfi. (MM 3M)Sa®QS32a[D % Skólavörðustíg 6B. Sími 3107. I þjóðliátíðarblaði Vísis urðu þau leiðinlegu mistök, að í grein um Gamla Kompaníið h.f. var birt mynd af stól, er Kompaníið hafði alls ekki smíðað. Hér birtist mynd af rétta stólnum, sem er að öllu leyti smíðaður og bólstraður hjá Gamla Kompaníinu, en útskurðinn hefir E. Wiese gert. Hinn stóllinn, sem myndin var af í há- tíðarblaðinu, var smíðaður og bólstraður hjá Kristjáni Siggeirssyni, en Ágúst Sigurmundsson hafði skorið hann út. Er óþarfi að taka fram, að báðir stólarnir eru hin mestu listasmíði, enda af hinum færustu mönnum gerðir. PILT eða STÚLKU vantar nú þegar. Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9. Fyrsti skozki prestur- inn á íslandi. Nýlega hefir fyrsti skozki presturinn á Islandi verið vígð- ur hér á landi. Er það sr. Robert Jack, en hann er nú á förum héðan úr bænum að Eydölum við Breiðdalsvík, en þangað er hann vígður. Síra Robert kom hingað árið 1936 í boði knattspyrnufélags- ins Vals, sem knattspyrnukenn- ari. Kenndi hann fyrst í stað knattspymu hjá Val og Háskól- anum, en þar kenndi hann jafnframt ensku. Eftir árs veru hér fór hann utan til þess að sækja skozkan knattspymu- mannaflokk og kom upp með hann árið 1937. Eftir það fór hann vestur á Isafjörð og; kenndi þar knattspyrnu, síðan til Akureyrar, Vestmannaeyja, Seyðisf jarðar, Djúpavogs og um hríð kenndi hann knattspymu í Breiðdal og Stöðvarfirði, en nú fer hann þangað sem prest- ur. — Árið 1939 íók hann fyrir al- vöru að nema guðfræði við há- skólann og lauk þaðan prófi í vor. Sira Robert Jack er fæddur árið 1913 í litlu þorpi í grennd við Glasgow i Skotlandi. Er síra Robert ákveðinn í því, að stunda prestskap hér áfram, samkvæmt innri köllun sinni. Prestakall það, sem síra Ro- bért er vígður til, er víðáttu- mesta prestakallið, sem veitt var í vor. Hefir hann skýrt blað- inu svo frá, að fyrir mörgum árum, áður en hann kom til Is- lands eða lærði eitt orð í ís- lenzkri tungu, hafi hann ein- hverju sinni hitt séra Pétur T. Oddsson, sem þá dvaldi i Skot- landi og var síðasti prestur á Djúpav. á undan sr. Robert, sem mun einnig þjóna því presta- kalli, og hafi þeir þá tekið tal saman um Island og síra Pétur sýnt honum myndir frá Islandi, en þær voru allar frá Djúpa- vogi. Sízt grunaði síra Robert þá, að þarna ætti hann eftir að verða prestur, því þá var hann ekki farinn að sjá Island og hafði lítið um það heyrt talað. En enginn veit sína ævina. . .. Frá þingi Í.S.Í. Iþróttír undir eiiinl forystn. Ársþingi I.S.I. lauk í fyrrinótt. Var stjóm þess nedurkosin og er þetta í 20. skipti, sem Bene- dikt G. Waage er kjörinn for- seti Iþróttasambandsins, en alls hefir hann setið 30 ár í stjórn þess. BEZTAÐ AUGLÝSA í VlSI Maðurinn minn og faðir, Erlendur Ragnar Teitsson, andaðist á Landsspítalanum að morgni 27. J m. Fyrir hönd vina og ættingja. Elín Ingvarsdóttii og dóttir. Þingið hafði roörg mál til meðferðar, m. a. var kosin 5 manna nefnd til að ræða við U. M.F.I. um grundvöll fyrir sam- einingu íþróttaforustunnar i landinu. Nefndina skipa þeir Frímann Helgason, Þorgils Guð- mundsson, Þorgeir Sveinbjarn- arson, Sigurpáll Jónsson og Þórarinn Magnússon. Þá samþykkti þingið áskor- un, samkvæmt tillögu Sigurðar Bjarnasonar og Þorsteins Bern- harðssonar, til Alþingis, um að breyta skemmtanaskattslögun- vim þannig að verulcgur hlut* skattsins gangi til íþróttastarf- seminnar í landinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.