Vísir - 04.07.1944, Side 3

Vísir - 04.07.1944, Side 3
I Frelsisdagur Bandaríkjanna er í dag. Frelsisdagur Bandaríkjanna er í dag, 4. júlí. Þennan dag árið 1776 lýstu nokkur ríki Bandaríkjanna yfir sjálfstæði sínu á fundi, er full- trúar þessara ríkja héldu í Philadelphia. Þessi yfirlýsing kostaði reyndar styrjöld við yfirráða- þjóðina, Breta, en styrjöldinni lauk með sigri Bandaríkjanna árið 1783. Frá þeim tíma má segja að auðsæld og stórstígar framfar- ir hafi fylgt þessari þjóð flest- um þjóðum fremur, enda telst hún í dag til mestu menningar- þjóða heims. Glímufarar Ármanns komnir f rá ansturlandi Glímufarar Ármanns eru ný- komnir úr sýningarferð um Austurland. Yoru þeir 14 tals- ins undir fararstjórn Gunn- laugs J. Briem, en glímustjóri var Jón Þorsteinsson. Glímu- sýningar liöfðu }x?ir á helztu stöðum Austurlands og auk þess á Hvammstanga og Kóþaskeri. Sýningargestir munu samtals hafa skipt þúsundum, en ferðin stóð yfir í 11 daga. Virtist glímumönnunum hvar- vetna ríkja mikill áhugi fyrir íslenzku glímunni þar sem þeir sýndu og má treysta þvi að slík- ar sýningarfe'rðir verði til þess að glæða áhuga fyrir glímunni hér á landi. Hafa ferðir þessar því mikið menningarlegt gildi. I. R.-insrar á heimleið. Flokkur I.R., sem verið hefir á ferð um Vestfirði, er nú lagð- ur af stað heimleiðis. 1 fyrradag — sunnudags- kveld — liafði flokkurnn fim- leikasýningu á ísafirði. Var mikill mannfjöld viðstaddur og sýningunni tekið með hrifningu. Á laugardag var höfð sýning í Bolungavik, einnig við ágæta aðsókn og mikla lirifni áhorf- enda. Síðastliðinn fimmtudag héldu ísfirzkir íþróttamenn I.R.-ing- um samsæti. Landganga á eyju við N.-Guíneu. Bandaríkjamenn hafa ger.gið á land á Mefoor-eyju við norð- vesturströnd Nýju-Guineu. Á eynni eru 3 flugvellir sem Japanir voru að reyna að koma sér upp og var gengið á land, þegar þeir voru húnir að undirbúa vallarsmíðina að mestu. Einn flugvallanna liefir verið tekinn. Japönsk smáherskip hafa ein- staka sinnum gert vart við sig undan Nýju-Guineu á þessum slóðum, en ekki hætt sér nærri bækistöðvum bandamanna. Ofsóknir í Noregi. Þjóðverjar og kvislingar of- sækja nú mjög æskulýð Nor- egs, sem þeir hafa gert vinnu- skyldan. Fjöldi marina hefir verið handteldnn, einkum í grennd við Oslo, og víða hefir lögregl- an farið í herferðir til að leita að ungum mönnum, sem hafa ekki sinnt köllun um vinnu- kvaðningu. Um Noreg allan berst æskan mjög gegn þvi að fara í vinnu- svetir kvislinga og neitar að láta skrásetja sig. VISIR Útsýnisskífa á Almannagjárbarmi. Ferðafélag lslands hefir látið setja upp útsýnisskífu á hábrún Almannagjár, rétt þar sem veg- urinn liggur niður í gjána. Er hér um að ræða samskon- ar skífu og Ferðafélagið hefir komið upp á Valhúsahæð og Vífilsfelli. Staða- og fjallaheiti eru skráð á koparplötu og geta menn þar einnig séð hæð fjall- anna. Danir eyðileggja þýzka herflutn- ingalest. Þýzkri herflutningalest hefir verið hleypt af sporinu hjá Slag- else í Danmörku. Sprengju liafði verið komið fyrir undir brautinni og sprakk hún i loft upp er lestin var á leið eftir henni. Tveir vagnar möl- brotnuðu, en margir fóru á hliðina og herma fregnir, að nokkrir tugir hermanna liafi beðið bana, en margir aðrir særzt. Samtíðin, júlíheftið, er komin út og flytur m. a.: Nú er það bókin um frelsis- baráttu Islendinga eftir ritstjórann. Frelsishvöt (kvæði) eftir Siguringa E. Hjörleifsson. Fyrsti forseti ís- lands (mynd). Frá Oxford og Cam- bridge eftir Björn Bjarnason. Æfi- ágrip nokkurra merkra samtíðar- manna með myndum. Viðhorf dags- ins frá sjónarmiði málarans eftir Ingþór Sigurbjörnsson. Úrlausn (saga) eftir Hans klaufa. Sjálfvirk lyfjagerð? eftir Halldór Stefáns- son forstjóra. Er Gandhi heilagur — eða hræsnari ? Þeir vitru sögðu. Bókafregnir o. fl. íþróttakeppni á Siglu- firði um hátíðardagana Á vegum Knattspyrnufélags Siglufjarðar fór fram íþrótta- mót þann 17.—18. júní s.l. I eftirfarandi íþróttagreinum urðu úrslit þessi: 80 m. hlaup: 1. Svavar Helga- son 10,7 sek. 2. Arthur Sumar- liðason 10,9. 3. Haraldur Páls- son 10.9. Langstökk: 1. Ingvi Br. Jakobsson 6.23 m. 2. Svavar Helgason 5.72. 3. Karl Olsen 5.60. Kringlukast: 1. Eldjárn Magnússon 34.30 m. 2. Alfreð Jónsson 33.75. 3. Sigurður Bjarnason 32.40. Spjótkast: 1. Ingvi Br. Jakobsson 49.56 m. 2. Jónas Ásgeirsson 48.32. 3. Har- aldur Pálsson 44.10. Kúluvarp: 1. Alfreð Jónsson 16.80 m. 2. Bragi Magnússon 15.55. 3. Eld- járn Mágnússon 14.70. Þess skal getið, að keppt var með drengjakúlu (5 kg. að þyngd), en ekki 7 kg kúlu, svo sem venja er til, þar sem önnur var ekki til. Boðhlaup, handknattleikur karla og kvenna fór einnig fram. Loks var svo knattspyrna og kepptu ógiftir og giftir KS- ingar. Sigruðu hinir ógiftu með 4:2. — Er Siglfirðingar höfðu lokið sinni keppni, kepptu Fær- eyingar og Norðmenn, er þar voru staddir, í knattspyrnu, og sigruðu Færeyingar með 4:1. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Frelsisdagur Banda- ríkjamanna: a) Ávarp (Magnús Jónsson prófesso'r). b) Ræða (Ric- hard Beck prófessor). c) 21.00 Tón- leikar (pjötur): Tónverk eftir Bandaríkjatónskáld: a) Svíta nr. 2 eftir Mac-Do'wel. b) Symfónía nr. 1 eítir Mac-Donald. Stúlba óskast strax í ÞVOTTAHUSIÐ ÆGI, Bárugötu 15. — Herbergi fylgir. í þvottahúsinu. Upplýsingar ZLnýÉwQ, vantar til að bera VÍSI um Hverfisgröta Dagblaéið TÍHIR Allir vita aS Gerber's Barnamjöl hefir reynzt bezta og bætiefnaríkasta fæða, sem hingað hefir flutzt. Fæst í , bsw-e: NB. Sendi út um land gegn póstkröfu. — HATIBARBLAÐ VlSIS. Ennþá fást nokkur eintök af þjóðhátíðarblaði Vísis. Þeir, sem ætla sér að eignast blaðið, ættu að snúa sér strax til afgreiðslunnar. DAGBLAÐIÐ VlSIR. EIKARSKRIFBORÐ fyrirliggjandi. Trésmíðavinnustofan Mjölnisholtí 14. — Sími 289$. Auglýsing Áfengisverzlun ríkisins aðvarar hér með viðskiptavini sína um það, að aðalskrifstofa hennar verður lokuð vegna sumar- leyfa dagana 10.—23. júlí. Á sama tíma verður Lyfjaverzlun ríkisins, ásamt iðnaðar- og lyfjadeild, lokað af sömu á- stæðum. Viðskiptamenn eru hér með góðfúslega aðvar- aðir um að haga kaupum með hliðsjón á þess- ari hálfs mánaðar lokun. Áfengisverzlun rikisins. Eldfast gler mikið úrval Bollar, stakir 1,75 Matskeiðar, silfurplett 2,65 * Matgafflar — 2,65 Borðhnífar, — 6,75 Teskeiðar — 2,05 N ý k o m i ð. K. EINARSSON & BldRNSSON M A G I C er þvottaefni framtíðarinnar. Fæst í VERZLUN * SIMI 4205 Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara, á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, fyrir bifreiðaskatti, skoðuúargjaldi af bif- reiðum og vátryggingargjaldi ökumanna bifreiða, sem féllu í gjalddaga 1. apríl s.l. Borgarfógetinn í Reykjavík, 4. júlí 1944. Kr. Krístjánsson settur. Maðurinn minn og faðir okkar, Jón Kr. Sigfússon, bakari, andaðist 3. júlí á Landakotsspítalanum. Sigríður Kolbeinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Stefanía Jónsdóttir, Grétar Jónsson. Innilega þökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og fósturmóður, Sigríðar Þ. Daníelsdóttur. Kristbjörg Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Petrína Nikulásdóttur. Frá hæstnrétti: Þrotabú Guðm. H. Þórðarsonar fékk ekki Hótei Heklti. Fyrsti démurinn í mál- um Guðm. H. Þórðar- sonar. Þann 27. júní var kveðinm upp dómur í Hæstarétti í mál- inu Þrotabú Guðm. H. Þórðar- sonar gegn Sigurjóni Jónssyni. Mál þetta er risið út af því, að Guðmundur H. Þórðarson veðsetti á sínum tíma Sigurjóni Jónssyni skuldabréf, tryggtmeð veðrétti í Hótel Heklu, til trygg- ingar kröfum, sem Sigurjón áttl á hendur Guðmundi. Er Guð- mundur varð gjaldþrota krafð-. ist þrotabú hans riftingar á veð- setningu þessari. Þeirri kröfu. var hrundið, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, og segir svo í forsendum hæstaréttardómsins: „Tryggingarbréf það, sem fc máli þessu greinir, var eign h.f. Hótel Heklu og hafði það félag veitt Guðnmndi H. Þóðarsyni leyfi til að veðsetja það. Varhið veðsetta verðmæti því ekki eign, sem renna átti til þrotabús Guð- mundar, og ekki hefir þrotabú- inu á neinn hátt verið íþyngt vegna veðsetningarinnar, enda er engri kröfu lýst á hendur bú- inu af h.f. Hótel Heklu. Sam- kvæmt þessu veitir hvorki 20. gr. né önnur ákvæði laga nr. 25 1929 um gjaldþrotaskipti þrota- búinu heimild' að rifta veðsetn- ingu þessari. Ber því að stað- festa hinn áfrýjaða dóm að nið- urstöðu til.“ Hrl. Einar B. Guðmundsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, en lidm. Guttormur Erlendsson af hálfu stefnda, og var þetta síðasta prófmál lians fyrir liæstarétti. Sirætisvagnar vorn skaðabótaskyldir. Þann 27. júní var kveðimt\ upp dómur í Hæstarétti í mál- inu Strætisvagnar Reykjavíkur- gegn Jóhanni Indriðasyni f. h. Harðar sonar síns. Voru tíldrög máls þessa þaur . að Hörður lenti með fingur milli: stafs og hurðar í strætisvagni og meiddist. í héraði var talið - að áfrýjandi bæri bótaábyrgð á, slysi þessu og var sú niðurstaða, staðfest í hæstarétti, og segir- svo í forsendum dómsínsr „Samkvæmt vottorði Magn- úsar Sigurjónssonar, er staðfest hefir verið fyrir dómi eftir upp- sögn héraðsdóms, hafði strætis- vagninum þegar verið ekið af stað, er slysið varð. Kveðst Magnús hafa verið í vagninum og greinilega tekið eftir, er slys- ið bar að hendi. Það er og kom- ið fram, að vágninum hafði ver- ið ekið nokkurn spöl, er menn veittu áverka drengsins athygli. Að svo vöxnu máli þykir verða samkvæmt 34. gr. laga nr. 23 1941 að leggja ábyrgðina á slysi þessu á áfrýjanda, enda þótt ekki sé sönnuð sök bifreiðar- stjórans. Ber því að staðfesta liinn áfrýjaða dóm.“ Hrl. Theodór B. Lindal flutti malið af hálfu áfrýjanad, en brL Sig. Ólason af hálfu stefnda. Aheit til Slysavarnafélags íslands: Frá N. . kr. 20.00. Frá gamalli konu kr. io. oo.Frá E. H. kr. 50.00. Frá G. Pálssyni kr. 5.00. Fanney Sigurð- ardótturN kr. 20.00. N. N. kr. 100.- 00. G. B. kr. 10.00. — Samtals kr. 215.00. — Slysavarnafélag íslands þakkar gjafirnar og hinn góða hug, sem þeim fylgja. Henry Halfdans- son.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.