Vísir - 20.09.1944, Page 3

Vísir - 20.09.1944, Page 3
VISIR Bókamenn, athugið þessar bækur. nns FfTDT Jakob B. Bull: Vormaður Noregs. 220 bls. Ky. 21,60 ób. — kr. 34,20 ib. Ronald Fangen: Með tvær hendur tómar. 377 bls. Kr. 28,00 ób. — kr. 42,00 ib. Friðrik Friðriksson: Guð er oss hæli og styrkur. 113 bls. Kr. 18,00 ób. — kr. 30,00 ib. Sigurbjörn Einarsson: Rosenius. 22 bls. Kr. 2,00 ób. Kaj Munk: Við Babylons fljót. 225 bls. Kr. 24,00 ób. — kr. 33,00 ib. Þessar bækur eru allar hver annari merkari og eigulegri.. Þær má ekld vanta í bókasafn yðar. En nú er hver síðastur. Sumar þeirra eru alveg uppseldar hjá oss og aðeins örfá eintök eftir hjá bóksölum. Notið tækifærið og tryggið yð- ur eintök strax hjá næsta bóksala. Eftir nokkra daga getur það verið of seint. Bókagerðin LILJA Pósthólf 651. — Reykjavík. Stofuskápur mjög vandaður, úr eik, til sölu. Upplýsingar Guðrúnar- götu 1. Sími 5642. Þurkaðir ávextir: R ú s í n u r, S v e s k j u r, ' Epli, F e r s k j u r, P e r u r, G r á f í k j u r, B1 a n d a ð i r. Verzlunin Vísir hi. Laugaveg 1. Simi 3555. Fjölnisveg 2. Sími 2555. VINNA! Sá, sem getur leigt 1—3 her- bergja íbúð, getur fengið stúlku í vinnu. Sá, sem vill sinna þessu, leggi nafn og heimilisfang ásamt upplýs- íngum á afgr. blaðsins fyrir 23. þ. m., merkt „Vinna." — Leirvörur: Matar- og Ávaxtasett, Stakir diskar og tarínur Sósukönnur, Föt, Bollapör. Verzlun Halldórs Eyþórssonar Víðimel 3 5. Vikuieinangrun ' ávallt fyrirliggjandi. Vikursteypan Lárus Ingimarsson. Sími 3763. Viðtalstími borg-ardómara á skrifstofu hans í Arnarhvoli verður á miSvikudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. io—12 f. h. Innilegar þakkir fyrir auSsýnda vináttu á átt- ræðisafmæli mínu 13. þ. m. Stykkishólmi, 15. sept. 1944. Ágúst Þórarinsson. Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að undangengnum úrskurði, verSa Iögtök látin fara fram fyrir eftirfarandi ógreiddum gjöldum til bæjarsjóSs: 1. Fasteignagjöldum ársins 1944, meS gjald- daga 2. jan. s.l. 2. Lóðarleigugjöldum ársins 1944, meS gjald- daga 2. jan. s.l. 3. Leigugjöldum ársins 1944, af húsum, túnum og lóðum, meS gjaiddögum 2. jan., 1. apr. og 1. júlí s.h 4. Erfðafestugjöldum ársins 1944, meS gjald- daga 1. júlí s.l. 5. Samvinnuskatti af tekjum ársins 1943, með gjalddaga 31. des. s.l. 6. Útsvörum, sem lögS voru á viS aukaniður- jöfnun, með gjalddaga 1. nóv. 1943, svo og fyrir dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtmgu þessarar auglýsingar. 0 \ 19. september 1944. Borgarfógetinn í Reykjavík. Atvinna Nokkrar stúlkur, sem geta tekið saum heim fyrir verzlun hér í bænum, óskast strax. Tilboð, merkt „Fatnaður“ sendist Vísi fyrir föstu- dagskvöld. BORÐBONAÐUR. Höfum fengið horðbúnað úr rústfríu stáli og silfurpletti. Allt mjög góð vara. Verzlun B. H. Bjarnason. Beztu þakkir til allra þeirra, er sýndu mér vin- áttu og hlýjan hug á fimmtugsafmæli mínu. Pálmi Loftsson. Tilkynning frá Kjötverðlagsnefnd. Landbúnaðarráðuneytið hefir tjáð Kjötverðlagsnefnd, að samkvæmt þingsályktun frá 14. þ. m. um verðlækkun á vör- um innanlands, hafi það ákveðið að verð á nýju kindakjöti skuli vera óbreytt frá því, sem það var fyrir 15. september s.l. | til 23. sama mánaðar, að þeim degi meðtöldum. Verðið verð- ! ur sem hér segir: 1) Heildsöluverð til smásaia á dilkakjöti kr. 5.75. 2) Smásöluverð á dilkakjöti (súpukjöti) kr. 6.50. Sláturleyfishöfum og trúnaðarmönnum Kjötverðlags- nefndar er skylt að halda nákvæmar skýrslur um kjötsöluna á þessu tímabili og senda Kjötverðlagsnefnd skeyti um hana að kvöldi þess 23. september. Enn fremur er smásölum skylt að færa tvíritaðar frum- bækur um alla kjötsölu og skal annað eintakið afhent trún- aðarmönnum Kjötverðlagsnefndar utan Reykjavíkur og á skrifstofu nefndarinnar í Reykjavík. Ríkissjóður greiðir kjötframleiðendum bætur vegna þess- ara ráðstafana á það kjöt, sem selt verður til neytenda. Kjölveiðlagsnefnd. Hér með tilkynnist, að systir okkar, Ingveldur Einarsdóttir, andaðist í gærkveldi á Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Einarsson. Maren Einarsdóttir. ---------------------------------------,------------------ Jarðarför konunnar minnar, / Halldóru Halldórsdóttur, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 22. þ. m. Athöfnin hefst að heimili hennar, Hringbraut 67, kl. 3,30. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Þorkell Berg-sveinsson. Svavar sonur okkar verður jarðsunginn á morgun, fimmtudaginn 21. sept. Húskveðja heima, Sólvallagötu 31, kl. 1,30 síð- degis. Jarðsett í Fossvogs-kirkjugarði. Svava Þorsteinsdóttir. Ársæll Árnason. ~^^^HHHMHHHHHHHHHHHHi Bæjar fréftír Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Þingíréttir. 20.30 Út- varpssagan: Úr „Borgum“ eftir Jón Trausta, V. (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: Islenzkir einsöngvar- ar og kórar. 21.10 Erindi: SelveiSi á Islandi fyrrum og nú, siðara er- indi (Björn Guðmundsson, Lóni — Lúðvík Kristjánssan ritstj. flytttr). 21.35 Hljómplötur: Cello-konsert eftir Tartini. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími S030- Næturakstur. Hreyfill, sími 1633. 5 nautgripir og nokkur hæns brunnu nýlega inni, er eldur kom upp í fjósinu á Uppsöium i Blönduhlið í SkagafirÖí. Heyhlaða var áföst fjósinu og brunnu um 30 hestar af töðui úr henni í eldsvoðanum, en ailt hey,. sem í henni var, hefði sennilega. brunnið, ef heimilisfólk, gangtia- menn og vegavinnumenn hefðu ekki gengið jafn vasklega fram í þvi að slökkva eldinn og raun bar vitnú Happdrætti Ármanns. í gær var dregið í happdrætti Ár- manns 5 skrifstofu borgarfógeta. Upp komu þessir vinningar: 23558! íslendingasögumar, 20014 crttornan>- skápur, 25915 máíverk, 29025 rit- safn Davíðs Stefánssonar, 2663’, frakkaefni, 25206 fataefni, 22863; lituð ljósmynd, 17165 skíði, 13764; Þúsund og ein nótt, 17594 værðar- voð, 25780 bakpoki, 15124 lituð ljósmynd, 7894 værðarvoð, 5923, Þjóðsögunsafnið Grima og 9443 rykfrakki. Vinningarnir óskast sótt- ir sem allra fyrst í Körfugerðina, Bankastr. Heimilisritið, ágústheftið, er nýkomið út fjöl- breytt og skemmtilegt vað vanda. Efni ritsins að þessu sinni er sem hér segir: Skin og skúrir, ný fram- haldssaga, Hálsklúturinn, úrvals- sag^t eftir Gunnar Larsen, Visinda- legt viti, grein um nýtízku pynting- ar. Ennfremur eru í heftinu ástar- sögur, glæpasögur, fróðleikur* fyndni, þrautir og svo siðast en ekki sizt leikarafréttir. Ritið er í alla staði mjög skemmtilegt og „spennandi“. Þýzkir striðsfangn senfla kTeðjur tlL Islands. Sænska sendiráðínu hér hef- ir borizt skeyti frá Sænska Rauða krossinum með tilmæl- um um að efni þess verði birt hlutaðeigendum. Skeytið hljóð- ar svo: Við erum komnir heilu og, höldu til Gautaborgar og send- um innilegar kveðjur öllum ætt- ingjum og vinum. Heimbert Bethke, Carl Bil- lich, Rudolf Camphausen, Erik Dahn, Karl Haake, Hans Haes- ler, Alfred Heinicke, Walter Kratsch, Bruno Kress, Paul Meinhardt, Rudolf Noah, Jacob Ruckert, Heiny Scheither, Her-- bert Steimann, Heinrick Tege- der, Ernst Thelen, Edmund Ull- rich, Eugen Urban, Gerd Will og Heinrich Wöhler. 6080 gestir komu á Sjómannaheimili Siglufjarðar árið 1943. Samkvæmt árbók Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar fyrir árið 1943, hafa á því ári komið 6080 gestir til heimilis- ins, en starfstimi þess er frá 11. júlí til 30. sept. Var heimilið opið daglega þennan tíma fyrir- sjómenn og annað aðkomufólk á Siglufirði. Eins og undanfar- ið amiaðist Stúkan Framsókn. nr. 187 rekstur heimilisins. BEZT AÐ AUGLYSA I VISI K»QOQ(Xm»0«9QQDOWMÖoS:

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.