Vísir - 13.11.1944, Side 2

Vísir - 13.11.1944, Side 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlaogsson. Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félatrsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgðtn 12 (genKið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 1 6 6 0 (fimm Unur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. „Á bekk spakmælaima" þegar stofnað er til stórhuga og glæsilegra átaka, er betra að búa þau þannig úr garði að þau þoli það, að rætt sé um þau frá ýmsum hliðum, með og móti. Þeir, sem hefja merki stórhuga framfara, ættu að fagna því, að sett sé fram heilbrigð gagnrýni á stefnu þeirra og fyrirætlanir. Sú stefna, sem ekki þolir slíkt, á ekki langt líf fyrir höndum. Það hlýtur þvi að valda nokk- urri furðu, hversu mikla van- stillingu Mbl. sýnir út a'f hinni hógværlega rituðu grein Björns Ólafssonar um það, hvort hægt sé að efla atvinnuvegina, án þess að þeir beri sig. 1 grein þessari sýnir hann fram á þá veilu í „nýsköpun“ stjórnarinn- ar, að framleiðslukostnaðurinn í landinu sé nú kominn á- það stig vegna verðbólgunnar, að líklegt sé að nýju tækin og nýju fyrirtækin geti ekki borið sig í nánustu framtíð. Þess vegna hefði það átt að vera fyrsta verk stjórnarinnar, að lagfæra þetta ástand og snúa sér síðan að nýsköpuninni, því þá fyrst voru líkur til þess, að hún gæti orðið til blessunar. Mbl. telur þetta hina mestu firru, sem gangi landráðum næst. Hér sé verið að spilla fyr- ir því, að einkaframtakið' ráðist í nýsköpunina, einmitt nú, þeg- ar „eftir tveggja ára dvala ís- lenzka þjóðin er að vakna til nýrra dáða.“ Allir óska að svo væri. En það þarf ekki að gefa einkaframtakinu nein ráð. Það fer sínar eigin götur, en það er líka oftast furðu næmt á það, hvað heilbrigt er. Ef einhverjar fyrirætlanir eru heilbrigðar, þá er einkaframtakið jafnán reiðu- búi& til að taka þátt í þeim. Það verður þess vegna próf- steinninn á nýsköpunina, hvort einkaframtakið vill taka þátt í henni. 1 greininni segir Mbl. að það sé ekki enn ákveðið hvort ríkið neyðist til að taka þátt í ný- sköpúninni. Ennfremur segir það: „Það veltur algjörlega á því, hvort einkaframtakið vill hefja athafnir eða fara í felur — gera skyldu sína eða draga sig í hlé og telja aurana eins og Bárður á Búrfelli sláturkeppina. Reynist einkaframtakið sæmi- lega athafnasamt, ætti ekki að þurfa að koma til kasta ríkisins. En því fleiri hlédrægir Búr- fells-Bárðar, þess meiri ríkis- þátttaka.“ Hér er ekki verið að fara í felur með hvað á að gera. Ef Búrfells-Bárðarnir vilja ekki i auðsveipni og athugasemda- laust, án nokkurrar gagnrýni, samþykkja að leggja fram fé til nýsköpunarinnar, eins og hún er boðin fram og án tillits til þess, hvort hún getur borið sig, skal ríkið láta gera það. Því fleiri ^em vantreysta nýsköp- uninni, því meiri þátttaka rík- isins. 1 greininni segir að það sé viturlegt ráð, að allt eigi að bera sig! „Slíkt fer vel í munni og sómir sér vel á bekk spak- mælanna.“ En það heyrir hvergi til nema á bekk spakmælanna, að atvinnufeksturinn beri sig! Það er ekkert aðalatriði í fram- kvæmd nýsköpunarinnar. Mottó þeirrar framkvæmdar gæti vel verið fyrirsögn umræddrar greinar, en hún er svo: „Hvað er: ,að bera sig‘?“. Það er ein- mitt þetta, sem nýsköpunar- flokkarnir þyrftu að spyrja sjálfa sig þessa dagana, því að það getur orðið þeim síðar ó- þægilegur Ijár í þúfu. Eins og högum er háttað i þjóðfélaginu, livílir rík skylda á einkaframtakinu að sjá fólk- inu fyrir atvinnu í landinu. Vér ætlumst ekki til að ríkið reki atvinnuvegina, en vér teljum að á ríkisvaldinu hvíli sú óhagg- anlega skylda, að sjá um að þau skilyrði séu fyrir hendi að hægt sé að reka heilbrigðan at- vinnurekstur einstaklinga eða félaga. öllum her saman um að aðalatvinnuvegirnir standi nú á leirfótum og geti hrunið, ef eitthvað lítið ber út af, vegna verðbólgunnar og þessa mikla framleiðslukostnaðar, sem hún skapar. Þetta vita allir. Þetta vita stjórnarflokkarnir líka. En á þessu meini hafa þeir ekki gripið vegna þess að þeir hafa ekki treyst sér til að lækna það. Þeir hafa ekki treyst sér til að byrja á að undirbúa það, að nýju framleiðslutækin hafi sæmilega tryggingu fyrir að geta starfað. Allir vilja eignast ný tæki, hvort sem eru skip, verksmiðj- ur eða annað, scm liægt er að reka með sæmilegri afkomu. En það er mesti misskilningur að hugsa sér, að tækin geti borið sig að öllu óbreyttu, aðeins ef þau eru ný. Vér höfum nýtízku- tæki í öðru en togaraútgerðinni. Síldarverksmiðjurnar, frysti- húsin, bátaútvegurinn. I öllu þessu er um litlar umbætur að ræða, heldur aukningu. Hin mikla nýsköpun rnundi því breyta engu verulegu í þyí efni, heldur aðeins fjölga bátunum, verksmiðj unum og frystihús- unum. Það er því æði harna- legt að hugsa sér og halda því fram, að tækja-aukning lands- manna gæti lækkað svo fram- leiðslukostnaðinn, að öllu öðru óbreyttu, að vér séum sam- keppnisfærir á heimsmarkað- inum. Engin framleiðsla verður rek- in til lengdar í landinu, án þess hún geti borið sig, hvorki af ríkinu né einstaklingum. Þjóð- in blekkir aðeins sjálfa sig, ef hún telur sér trú um, að liægt sé til frambúðar að framleiða vörur hér í landinu og selja fyrir helmingi Iiærra verð en nágrannaþjóðirnar koma til að bjóða. Tapazt hafa billyklar á Ilafnarfjarðarvegi eða frá Smiðjustíg að Hverfisgötu 52. Skilist í KRON á Hverfisgötu 52. Verkstæðis- pláss fyrir hreinlegan iðnað, helzt í miðbænum cða við höfnina, óskast nú þegar. — Uppl. í síma!219. „Mjök esumk tregt tungu at hræra.“ Svo kvað Egill Skallagrímsson forðum við andlát sonar síns, og svo mælir nú íslenzka þjóðin við hina votu gröf þeirra, sem fórust með Goðafossi. Enn hefir grimmdaræði styrjaldarinnar bitnað á saklausum og varnarlausum, og enn sem fyrr drúpa íslendingar höfði í þög- ulli samúð með þeim, sem þarna hafa misst ættingja og ástvini, og taka innilega þátt í harmi þeirra. Við viljum sýna samúð okk- ar í orði og verki, því að við finnum, að missir aðstandenda þeirra, sem fórust, er missir allrar þjóðarinnar. Mannslííið er lítils virði í augum sumra stórþjóðanna og úti um heim er lífum sóað Dr. Friðgeir ólason. Sverrir og ÓOi. Þórir ólafsson. Hafliði Jónsson. Eyjólfur Eðvaldsson. Randver Hallsson. Ragnar Kærnested. Sigurður Sveinsson. Jón K. G. Kristjánsson. Lára Elín Ingjaldsdóttir. og fórnað á altari ofstopa og valdafíknar. Við íslendingar erum „fáir, fátækir, smáir“ og dýrmætasta eign þjóðarinnar er einstak- lingurinn. Skarð hvers íslendings, sem deyr, er vandíyllt, og þegar þjóðin missir fjölda vaskra manna á bezta skeiði og þéirra, er eiga að ería Iandið, þá er tjónið óbætanlegt. Aðrar þjóðir verjast og hefna harma sinna, en við herum ekki vopn á nokkurn mann, verðum að bera harm okkar í hljóði og láta það verða okkur styrk og huggun, að ein- hverntíma linnir þeim ósköpum, er nú láta saklausa gjalda, og að tíminn, hinn mikli læknir, linar þjáningar og græðir að lokum hin djúpu svöðusár. D Sigrún Friðgeirsdóttir. Sigrún Briem. Pétur Már Hafliðason. Sigurður Haraldsson Guðm. Guðlaugsson. Sig. E. Ingimundarson. <D Sigurður Jóh. Oddsson. William Downey. Ellen Ingibj. W. Downey Steinþór Loftsson. HaJldór Sigurðsson. Sigríður Pálsd. Þormar. r ö4 hitmííi tnum Jakob Sigurj. Einarsson Ur herbúðum blaðanna Alþýðublaðið 14. sept.: „-----E8a hvar skyldi Einar 01- geirsson ætla sér a'S selja allt þaÖ afurðamagn, sem hér yr'Öi framleitt eftir fimm ára áætlun hans, ef við getum ekki einu sinni haft svo mik- inn hemil á dýrtí'Sinni í landinu á þessari stundu, meðal annars fyrir moldvörpustarf hans og félaga hans, a8 viS getum haft von um, að selja áfram erlendis þa'Ö litla, sem fram- leitt er meS okkar fátæklegu, nú- verandi framleiSslugögnum.“ (Þetta skrifaSi Alþbl. þegar Ein- ar Olg. kom fyrst fram meS „ný- sköpunina", sem þá átti aS nema Soo millj. kr.). 1, Alþýðublaðið 11. nóv.: „Hinn fráfarandi fjármála- og viSskiptamálaráðherra Björn Ólafs- son, hefir fundi'S hvöt hjá sér til þess, aÖ reyna aS telja úr þjóSinni kjarkinn til þess aS hefjast nú handa um nýsköpun átvinnulífsins eftir þá kyrstöSu og þaS aSgerSarleysi, sem rikt hefir á stjórnarárum hans.“ (Hann segir aS) „fyrst þurfi aS skapa grundvöll fyrir þyí, aS hægt sé aS reka þau framlei'Sslutæki, sém ráSgert sé aS kaupa inn, en sá grundvöllur sé nú ekki til. VerS- lagiS og kaupgjaldiS í landinu sé of hátt til þess, a'S framleiSsla okk- ar sé samkeppnisfær á erlendum markaSi.“ „Svo mörg eru þau upp örvandi orS hins afdankaða fjár- mála og viSskiptamálaráSherra ut- anþingsstjórnarinnar.“ (Aþbl. er hér meS óskaS til hamingju meS sinnaskiþtin). Morgunblaðið 10. nóv.: „Þing og stjórn hafa ákveSiS, a'S nýsköpunin skuli hafin, skoraS á einkaframtaki'S aS hefjast handa og heitiS því stuSningi og fy.rirgreiSslu. Björn Ólafsson aftur á móti ráS- leggur einkaframtakinu aS halda aS sér höndum þar til tryggt sé, a'S allt beri sig. AuSsætt er, að svo miklu leyti sem áhrifa B. Ó. gætir, er afleiSingin sú, aS sem stærstur skerfur þeirrar skyldu, er fram aS að þessu hefir langsamlega mest hvilt á einkaframtakinu, um aS sjá almenningi í landinu fyrir vinnu og daglegu brauSi, verði ný yfirfærS- ur á herSar ríkisins“. (Ef einstakl- ingarnir vilja ekki leggja i taprekst- ur, þá ver'Sa þeir að sætta sig við ríkisrekstur). Þjóðviljinn 11. nóv.: „MeSan ráÖherrrarnir (fyrrver- andi) töluSu hjartnæmast um sparn- aS og Framsóknarflokkurinn af mestum fjálgleik um ábyrgðartil- finningu, var milljónaútgjöldum til uppbóta o. s. frv. bætt inn í fjár- lögin á siðustu stundu af samsæris- li'Öi coca-cola-valdsins. Þannig tókst aS koma fjármálum ríkisins í slíkt öngþveiti, aS nú síÖast þor'Öu coca- cola-ráSherrarnjr ekki einu sinni a'S sýna þjó'Ö og þingi hina réttu mynd fjármálaástandsins í fjárlögunum. ÞaS vantar í núverandj fjárlög út- gjöld, senr nema um 50 milljónum króna og ættu aS vera þar.“ (Af þessurn 50millj., sem ÞjóÖv. segir aS eigi aS vera i f járlögunum* eru 25 millj. til uppbóta á landbún- aöarvörum, greiðsla, sem fyrrver- andi stjórn sagði aS yrSi aS falla niður frá næstu áramótum. Enn- fremur 6 millj. vegna launalaga, 8 millj. fyrir „verklegar framkvæmd- ir“ 0g eitthvað íleira, sem kommún- istar vita víst varla sjálfir hvert á aS fara.) Vikurplötur 5 og 7 m. einangrun. Holsteinn ávallt fyrirliggjandi. Leitið tilboða. Pétur Pétursson. Hafnarstr. 7. Sími 1219. Stúlka óskar eftir ráðskonustöðu á góðu heimili í Reykjavík. — Sérherbergi óskast, en ekki áskilið. Uppl. í síma 5687 frá kl.8,30—10 í kvöld og frá kl. 1—3 á morgun. 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.