Alþýðublaðið - 16.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1928, Blaðsíða 2
/ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ó ð I n n e Nú er ketillinn bilaður. Viðtal við skipherrann Jóh. P. Jónsson, Magnús Guðmundsson, fyrv. ráðherra, og Guðm. Svein- björnsson skrifstofustjóra. Óðiinn hefir legið hér undan- farna daga; og ýmsar sögur hafa gengið um bæinn um það, að stórfeldar bilanúr væru á 'skip- inu. Mönnum hefir, sem vonlegt er, þótt það næsta undarlegt, að ! skipið skýldi halda hingað suður frá landhelgisgiæzlunni -norðan- lands nú um há-síldveiðitíanann og liggja hér svo dögum skifti. Ritstjóri Alþýðublaðsins snéri sér því til skipherrains, Jóhanns P. Jónssonar, til að fá að vita, hvað satt væri í sögum þeim, sem ganga um bæinn. Voruð þið ekki við landhelgis- gæzlu norðanlands, hvernig stend- ur á þvi, að þið komuÖ hingað suður nú? spyr ritstjórinn. Jú, við vorum fyrir norðan. Hingað komum við af því, að það þurfti að hreinsa ketilinn og gera fleira þess háttar, svaraði skipherra. Ekki hafið þið þurft að fara hingað suður til þess eins að hreinsa ketilinn, það hefðuð þið eins vel getað gert fyrir norðan. Það þarf líka að gera við ket- ilinn, hann er ekki vel þéttur, lekur um samskeytin. Eru miklar bilanir á honum? Já, járnplöturnar hafa gefið sig og sprungið urn samskeytin og naglarnir exu lika víða ónýtir eða bilaðir. Hver gerir hér við ketilinn? Hamar. Getið þið fengið fullnaðarvið- gerð hér? Nei, þetta verður að eins bxáða- birgðaviðgerð. Ég gexi ráð fyrir, að skipið fari til útlanda í haust og að þá verði gert við ketil- inn til fullnustu. Er þessairi bráðabirgðaviðgerð senn lokið? Já, henni verður vonan-di lok- ið á miðvikudagskvöld. Farið þið þá norður aftur? Skipherrann hlœr við. Það er ekki ætlast til þess, að frá þvi sé sagt í blöðunum, hvert varð- skipin fara. Er það ekki mikið verk að gera við ketilinn til fullnustu? Jú, það er gríðarmikið verk, ég get hugsað, að það taki upp undir 2 mánuði. Er það ekki sjaldgæft, að svona gallar komi fram á nýsmíðuðum skipum ? Jú, það er afarsjaidgæft; fyrir stríð mátti heita, að, það kæmi alls ekki fyrir. En svipað mun hafa komið fyrir með ketilinn j Esju og ég hefi heyrt, að sama hafi komið í ljos' á einhverjum togaranna, sem byggðir haía ver- (ið í Pýzkatandi eftir striðið. Hver smíðaði Óðinn? Hann er smíðaður í Flydedokk- en i Kaupmannahöfn árið 1926. í>ar var Esja líka' smiðuð. Hver samdi urn smíðið? Magnús Guðmundsson var þá ráðherra. Samdi hann þá um smíðið? Það þori ég ekki að segja um, lranin var ráðherra þá. ' r Hver var ráðunautur ráðherra s og eftirlitsmaður við smíði skips- ins ? Ólafur T. Sveinsson vélfræðing- ur, held ég, og svo einhverjir erlendir menn. Er ekki afleitt að þurfa að taka Óðin frá landhelgisgæzhimni svona um há-síldveiðitímann ? Jú, það er auðvitað mjög baga- 'legt. Norðmennirnir verða auð- vitað ófeimnari, þegar þeir vita af varÖskipinu hér fyrir sumnan. Hafið þið tékið mörg skip í sumar og finst ykkur Norðmenn áleitnari nú en undanfarið? Við höfum tekið 3 skip, sem voru innan línu með veiðarfæri ólöglega umbúin, bátana úti og vörpuna í þeim. Amnars hefi ég ekki orðið var við, að meiasa væri sótt í landhelgi nú en undan- farin sumur. En það er áfarerfitt að passa upp á söltunarskipin. Haldið þér að Flydedokken fá- ist til að gera við ketilinn á sinn kostnað? Viðgerðin blýtur að kosta mikið. Já, hún kostar áreiðanlega mik- ið. „Garanti“-timinn er útrunninn, svo að ég er smeykur um, að Flydedokken sé ekki skyldug til að gera við ketilinn á sinn kostn- að. Reyndar voru gallarnir komn- ji'r í Ijós áður en „Garanti'-tíminn var liðinn og tilkynti ég ráðu- neytitou það þá þegar. En mér þykir ekki ótrúlegt, að skipa- smíðastöðin fáist tjl að taka ein- hvern þátt í kostnaðinum að minsta kosti, þó að hún sé ef til vill ekki skyldug til ‘þess aði lögum. Ég er ekki lögfræðin’gur. Hvernig hefir Óðinn reynst síð- an hann var lengdur ? Vel, hann fer ágætlega í sjó. — ■ Magnús Guðmundsson getur liklega helzt sagt yður, hvort Flydedokken er skyldug til að gera við ketilinn á sinn kostn- að. Annars hefir víst Burmeister & Wain ,yfirtekið“ Flydedokken. Ritstjórinn hringdi Magnús Guðmundsson upp. Ég vár að tala við skipherr- ann á Óðni; hann hélt að þér gætuð ef til vi'.l sagt mér, hvort Flydedokken eða Burmeister & Wain, sem nú hafa tekiö við henni, muni skyldug að gera við bilunina á katlinum á sinn kostn- ■að. Hann kveðst hafa tilkynt ráðuneytinu um bilanirnar áður en „Garanti“-tíminn var úti. Mér þykir það líklegt, að minsta kosti, að þeir fáist til að gera það. Flydedokken gerði við ketilinn í Esju á sinin ko-stnað, ef ég man rétt. Mig minn.ir, að kvitt- unin fyrir Óðni hafi verið ski'l- yrðisbundin (mad Forbehold). Hafi skipherrann tilkynt bilunina áður „GarantL“-tíminn var úti, hefir skipasmíðastöðin sjálfsagt verið iátin viía um það. Annars getur ^stjórnarráðið sjálfsagt sagt yður þetta. Ritstjórinn hringdi upp herra Guðm. Sveinbjömsson, skrifstofu- stjöra í dómsmálaráðuneytim* Haldið þér að skipasmíðastöðin, aem byggði Óðinn, sé skyldug til að gera við ketilinn í honurn á sinn kostnað? Það held ég maður geti ekki „uppástaðið". Ég býst ekki við, að óathuguðu máli, að við höfum „júridiskan" rétt til að heimta það af henni. En mér þykir ekki ó- trúlegt, að hún ef til vill taki vel í að gera það. \ Magnús Guðmundsson minti, að kvittunin, sem gefin var fyrir skipinu, hefði verið skilyrðisbund- in. Það veit ég ekkert um. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur kvittun hafi verið gefin fyrix skip- inu, en það má vel vera fyrir þvi. Skipherrann segist hafa tilkynt ráðuneytinu bilunina, áður en -,,Garanti“-tíminn var liðinn. Ég man.ekki nákvæmlega, hve- nær fyrsta tilkynning kom frá skiphexranum, hvort „Garanti"- tímirm þá var úti eða eigi. En skipasmíðastöðin var. látin vita jafnharðan. Það er Ijóst af framansögðu, að Óðinn verður að fara til Hafn- |ar í haust, ef ketillinn þá dugar svo lengi, og að þar þarf að gera við hann, sennilega fyrir stórfé. Aitmikil tvísýna virðist á því, að skipasmíðastöðin „fáist til“' eða „taki vel í“ 'að kosta aðgerðina, og lagalegur réttur okkar til að krefjast þess virðist, að áliti þess- ara þriggja tnanna, ákaflega hæp- inn eða jafnvel enginn. En hitt er alveg víst, að allan þann kostm- að, sem leiðir af för skipsins ti'l útlanda og dvöi þess þar, og alt það tjón, beint og óbeint, sem við bíðum við að taka það frá strand- vörnum svo mánuðum skiftir, hljótum við einir að bera. Óðinn var alldýr í uppnafi, ekki • lækkar hann í verði, ef hann þarf að fá viðgerð í útlöndum áriega. Ekki. gætir hann landhelginnar meðan hann liggur í Jamasessi utan lands eða inman. Ekki þurfa togararnir að óttast hann á meðan. Melsfara-mófið. Úrslitin á iaugardagskvöldið. Á laugardagskvöldið var kept í 100 m. hlaupi; meistari í því varð Sveinbjörn ingimundarson (1. R.), 11,5 sek.; Helgi Eiríks var 11,8 sek. í stangarstökki varð meistari Jón Magnússon (K. R.), stökk 2,64 rnetra, Guðm. Sölva- son 2,44 m. í 1500 metra hlaupí varð meistari Geir Gígja (K. R.) hljóp á 4 mín. 24,2 sek. 1 spjót- kasti. varð meistari Helgi Eiríks (í. R.), kastaði samanlagt 69,13 Ásgeir Einarsson kastaði 65,65 m. i langstökki varð meistari Svein- björn Ingimundarson, stökk 6,39 metra. Á sunnudaginn kl. 2 byrj- aði mótið með 200 m. hlaupi. Meistari varð Sveinbjöm Ingi- mundarsön, hijóp á 23,4 sek.. 1 kringlukasti varð meistari Þor- geir frá Varmadal, kastaði 63,73 m. samanlagt. Ásgeir Einarsson kastaði 51,22 og Trausti Haralds- son 50,89. I 10000 metra hlaupi varð meistari Magnús Guðbjöms- son (K. R.), hljóp á 37 míh. 25,5 sek. I hástökki varð meistari Helgi Eiríks, stökk 1,70 metia. Sveinbj. Ingimundarson stökk 1,65. Síðast var 800 m. hlaup. Meistaii varð í því Sveinbjörn Ingimund- arson, hljóp á 2 míh. 5,8 sek. Geir Gigja var 2 m. 7,3 sek. Alt fór þetta fram með drengskap og varð þátttakendum til hins mesta sóma, en fleira hefði mátt vera um áhorfendur. Það áttu íþrótta- mennirnir vel skilið. Úrslitin i fyrrakvöld. Mótið hélt áfram í fyrrakvöld kl. 8. Byrjað var á 400 metra hlaupi. Meistari í því varð Svein- björn Ingimundarson (t. R.), hljóp á 54,1 sek. og setti nýtt ínet. Annar var Helgi Guð’mundsson. Þá fór fram kúluvarp. Meistari í því varð Trausti Haraldsson (K. R.), kastaði 19,66 rnetra sainanl. Annar varð Þorgeir Jónsson, 19,21 meter. Þrístökkið vann Reidar Sörensen (í. R.), stökk 12,24 metra. Annar varð Sveinbjöm Ingimundarson. Þá var 110 metra grindahlaup. Hljóp Helgi E;iríks- son (J. R.) á styztuim tíma, var 19,7 sek. og setti nýtt mef. Næst- ur var Sveinbjörn, 20,5 sek. og Reidar Sörensen, 20,7 sek. í 5000 metra hlaupi varð Geir Gígja (K. R.) meistari. Hljóp á 16 mín. 57,8 sek. Annar varð Magnús Gúð- björnsson á 17 mín., 3 sek. Þá fór fram hið „spennandi" atriði reipdrátturinn- Tóku þátt í því K. R., Ármann og lögreglan. Varð það hlutskifti K. R. og iögregl- unnar að draga fyrst. Fór fyrsti dráttur svo, að K. v R. vann lög- regluna á 28 sek. Var þá s'kift um enda. I öðrum drætti drö K. R. aftur lögregluna, pú á 32 sek. Hafði K. R. þar með unnið lögregluna. Næst drógu svo Ár- mann og lögreglan. í fyr'sta drætti vann lögreglan Ármann á 37 sek. Leit þó út fyrir að Ármann ynni,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.