Vísir - 30.11.1944, Page 3

Vísir - 30.11.1944, Page 3
VISIR Ólafur Briem skFifstofustjóri Ölafur Briem skrifstofustjóri i S.l.F. var borinn til moldar í fyrradag, en þar er drengur góður í valinn hniginn um aldur fram. Á sl. sumri varð hann sex- tugur og var ' hann þá manna glaðastur í góðra vina hópi svo sem ávallt, enda grunaði þá engan að hann ætti svo skamma braut ófarna. Ólafur Briem hafði kennt inn-’ vortis meins um nokkurt skeið, en þrátt fyrir það gekk hann ávallt að störfum sem heill væri. Nýlega lagðist hann inn á sjúkrahús til rannsóknar og var gerður á honum uppskurð- ur. Horfði vænlega um bata í fyrstu, en skyndilega þyngdi honum mjög svo að leiddi til dauða. ölafur var maður hlédrægur alla tíð, samvizkusamur i störf- um svo að af bar, enda var hon- um trúað fyrir miklu. 1 starfi sinu naut hann livers manns trausts og hvers manns vináttu. Hann var maður rólyndur eða hafði mjög gott taumhald á skapi sínu, en hinsvegar var hann fastur fyrir, ef því var að skipta, þótt hann reyndi ávallt með lempni að ráða fram úr vandræðum óg tækist það. Ljúf- menni var hann í allri fram- göngu, orðvar um alla hluti og tillögugóður. Umfram allt ann- að lét hann sér annt um störf sín og heimili, en auk þess starf- aði liann vel og lengi innan OddfelloKvreglunnar og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Ólafur Briem var fæddur í Reykjavík 14. júlí 1884, en for- eldrar lians voru Gunnlaugur Briem verzlunarstjóri i Hafnar- firði og kona hans Fredrikke f. Claessen. Missti hann föður sinn innan við fermingu, en móðir lians kom honum til náms heima og erlendis og aflaði hann sér ágætrar verzlunarmenntun- ar. Að námi loknu fluttist hann aftur heim til íslands og gegndi störfum hjá ýmsum stærstu fyr- irtækjum, sem hér störfuðu þá, og hafa starfað síðan, aðallega þó fyrirtækjum, sem fisksölu og útgerð önnuðust, en er Fisk- sölusamlagið var s'tofnað réðst hann til þess sem skrifstofu- stjóri. Ólafur var kvæntur önnu dóttur Valgarðs Claessens landsí ehirðis,v en börn þeirra lijóna eru: Margrét, gift Agli Kristjánssyni heildsala, Guðrún, gift Árna Björnssyni kaup- manni i Borgarnesi, Gunnlaug- ur umboðssali i New York, Val- gard, sem stundar nám í Verzl- unarskóla , Islands og Ólafur, barn að aldri. Ölafur Briem Var gæfumaður á alla lund, og mun óhætt að fullyrða jafnframt, að hann hafi verið sinnar eigin gæf.u smiður. Mannkostir lians og reglusemi hlutu að skapa honum góða ævi og traust allra manna. Ymsum opinberum störfum var honum trúað fyrir, einkum þeim sem vandasöm voru og leysti hann öll sín verlc af hendi með sömu prýði. Ölafs Briem mun ekki aðeins sárt saknað af eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum að- standendum, heldur og vinum lians og öllum sem lionum kynntust. Hann var ljúfmenni, sem vann allra hjörtu. Vinur. Almennnr útvegs- mannafundur. Landssamband ísl. útvegs- manna boðaði til almenns út- vegsmannafundar í Kaupþings- salnum í gær kl. 10 f. li. For- maður Landssambandsins, Kjartan Thors, setti fundinn og lýsti tildrögum til stofnunar fundarins og verkefnum hans. Fundarstjóri var tilnefndur Öl- afur B. Björnsson, Akranesi, og fundarritarar Sverrir Júlíusson, Keflavík og Sigurjón Sigurðs- son, Reýkjavík. Á fundinum mætti forsætis- ráðherra Ólafur Thors, og flutti hann glöggt erindi um störf og verkef ni rikisst j órnarinnar, sem sérstaklega snúa að sjávar- útvegi landsmanna. Fyrir fundinum liggur frum- varp til laga fyrir Landssam- bandið, en það felur í sér aukið verkefni fyrir sambandið. Jakob Ilafstein framkvstj. flutti mjög ýtarlegt og glöggt erindi um lagafrumvarpið. Eftirtaldar nefndir voru kosnar á fundinum: Laganefnd, formaður Gísli Jónsson alþm.; allsherjarnefnd, form. Finnbogi Gúðmundsson; sambandsgjalda- nefnd, form. Ingvar Vilhjálms- son; viðskiftanefnd, form. Stef- án Franklín. Fundurinn mun Iialda áfram í dag kl. 13,30, og munu þá nefndirnar skila áliti. Gísli Jónsson alþm. mun flytja erindi Tvöfalt starfsafmceli. Sigurður GuSmundsson dömu- klæðskeri á nierkilegt starfs- afmæli um þessar mundir. í fjórðung aldar hefir hann rek- iÖ hér saumastofu og verzlun -fyrir kvenfatnaÖ og sömuleið- is hefir hann stundaÖ dans- kennslu jafnlangan tíma bæði hér í Reykjavík og víðár á landinu. Sigurður var fyrsti döniu- klæðskerinn hér á landi og fáir hafa kennt jafn mörgum að dansa og hann. Þó að Sigurð- ur sé nú hættur að starfrækja dansskóla hér i bænum, þá hef- ir hann ennþá ánægju af því að kenna dans og tekur alltaf nokþra nemendur í einkatíma. Óska vinir og kunningjar Sigurðar honum til hamingju með afmælið. á fundinum í dag kl. 16 stund- víslega. Mun hann ræða um frumvörp þau, er liggja fyrir Alþingi um beitumál, nýbygg- ingu á lögum um atvinnu við siglingar, breytingar á lögum um olíugeyma og breytingar á fiskveiðasjóðslögunum. 4000 Jugoslavar handteknir í Belgrad Fjögur þúsund manns hafa verið handteknir í Belgrad, síð- an Þjóðverjar voru hraktir það- an. Menn þessir voru allir grun- aðir um að hafa verið á bandi Þjóðverja og kvislinga, en 2000 liafa verið látnir lausir á nýjan leik. Rúmlega 100 menn liafa verið teknir af lífi samkvæmt skipun dómstóla og meðal þeirra er einn af ráðherrunum í stjórn þeirri, sem Þjóðverjar settu á laggirnar og einn af liershöfð- ingjum liennar. Flugvélaimmleiðsla 150-íaldast á fjórum árum. Árið 1940 smíðuðu brezkar flugvélasmiðjur aðeins 41 fjór- hreyf la-sprengj uf lugvél. Þetta var eitt af því, sem lát- ið var uppskátt í hvitu bókinni, sem brezka stjórnin gaf út i fyrradag. En á fyrra helmingi þessa árs voru smíðaðar í Bret- landi 3000 stórár sprengjuflug- vélar. Fyrir stríð nam matvælainn- flutningur Breta meira en lielm- ingi alls, sem þjóðin þarfnaðist/ Nú er svo komið, að innflutn- ingurinn liefir i lieild minnk- að úm helming, en innflutning- ur sumra tegunda liefir minnk- að enn meira. Þannig er nú að- eins fluttur inn áttungur þess magns af ávöxtpm og grænmeti, sem flutt var inn fyrir stríð. Hinsvegar hefir landbúnaður stóraukizt og ræktun ú hveiti, byggi og kartöflum licfir tvö- faldazt á stríðsárunum. MacNaugliton, hei’sliöfðingi, hefir verið gerður hershöfðingi Kanada. Hann stjórnaði áður Kanadahernum í Bretlandi. BAZAR Nemendasamband Kvennaskólans hefir ákveðið að hafa Bazar í Kvennaskólanum þ. 10. des. til ágóða fyrir Leikfimihússjóð skólans. Eldri og yngi’i námsmeyjar Kvennaskólans eru beðn- ar að styrkja Bazarinn með gjöfum. Gjöíium veitt móttaka hjó: Laufeyju Þorgeirsdóttur, Freyjugötu 47, Sigríði Bi’iem, Tjarn- argötxx 28, Verzluninni „Snót“, Vestui’götxx 17, í Kvennaskól- anum laugardaginn 9. desember kl. 3—5. BEZTAÐ AUGLÝSA 1 VISI Myndir sem birtast eiga í blöðum verða aS vera komnar í síSasta lagi fyrir kl. 4 e. h. daginn fyrir birtinguna, ella kemur verShækkun til greina. Prentmyndagerðin Laugaveg 1. Ól. J. Hvanndal. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Vegna ónógrar fundarsóknar á síSasta aSab fundi, boSast hér meS til aSalfundar sunnu- daginn 3. desember 1944 kl. 1,30 e. h. í Tjarnarcafé, uppi. S t j ó r n i n. Aðalfundur félagsins verSur haldinn aS félagsheimilinu í dag kl. 8,30 e. h. D a g s k r á : 1) Samkvæmt lögum félagsins. 2) Lagabreytingar. S t j ó r n i n. EVMSHARP 99 Skrifarþurrt. Þessi penni skrifar þurrt með fljóttþornandi bleki — jxarfnast þar af leiðandi ekki þerripappírs — skrifar ágætlega með hvaða bleki, sem er. TakiS sérstaklega eftir fxessu fxrennu: Penninn er varinn með straumlínulöguðu hylki. Oddurinn kemur því aðeins í ljós og er silkimjúk- ur. Eversharp fer vel í hendi, og er því gaman að skrií'a með honum, enda fyrirhafnarlaust með öllu. Blekgeymirinn, hinn nýi „Magic Feed“ er þannig úr garði gerður, að penninn lekur eklti, hvort sem mikið eða lítið er í geyminunx. Eversharp er hæfilega grannur og mjög snxekklegur xitlits. Hettan er úr sterling silfi’i, húðuð með 14 kt. gulli. TAKMARK EVERSHARP ER: Retri frágangur, meiri ánægja við skriítirnar og tvöföld vinnuafköst. Einkanmboð: Þorsteinn Thorlacms, Akureyri. Heildsöluumboð: Sveinn Björnsson & Asgeirsson, Reykjavík. Ethel Vance: 148 Á flótta meðan hann talaði við liana og stúlkurnar á víxl, hugsaði hún um hversu einkennilegt það væri, hve hugarfar liennar var að breytast. Roði hljóp í kinn- ar hennar, en fingui’gómar hennar voru kaldir. Hershöfðinginn hallaði sér aftur í sætinu. Hann var, að því er virtist, ákaflega ánægður með sjálfan sig og allt og alla á þessai’i stund. Vafalaust vegna þess, hverja ánægju hann hafði haft af skíðaferðinni, þótt . hann hefði fundið til lasleika eftir uppgönguna, en það lxafði liðið hjá. Nú hugsaði liann unx að njóta líðandi stundar. Og honum fannst notalegt að drekka heitt tevatn og nxatast, og hann liafði gaman af því tilbreytingarinnar vegna að spjalla við stúlkurnar erlendu. Hann var lika unglegi’i og snoturri en vanalega, svo klæddur sem hann var nú. Og alltaf var það honum ánægju- efni, að hugsa til leyndarmáls háns og greifynjunnar, þegar öll þessi ungu, forvitnu augu störðu á haxin. En allt í einu á þessari stund sjálfsánægjunnar fann hann til einhverrar breytingar, sem lxann gat ekki gert sér grein fyi’ir, — hann hafði einhvei’n veginn á tilfinningunni að allt væri ekki eins og það ætti að vera. Hann fór að hugsa um allt smávægilegt, sem haxin hafði heyrt og séð frá því hann kom. Juli liafði tekið kveðju haus eins og vanalega. Ruby hafði verið fremur kuldaleg, en það var hún oft, þegar stúlkurnar voru nærstaddar. En hvað var það? Framkoma stúlknanna? Þær drukku í sig hvert orð sem lxann sagði, en töluðu ekki sín í milli. Var það það? „Kannske eg fái aftur í boll- ann,‘ ‘sagði hann við gi’eifynj- una. Hann fór að segja frá slysi, sem varð i sleðaferð, stakk hendinni i vasann og tók upp einglyrni sitt og kom þvi fyrir. Hann leit frá einni mærinni til annarar. Þær hlustuðu á hann með athygli — en það var upp- gerðarathygli. Loks hvíldu augu hans á frönsku stúlkunni. Hún var niðurlút og var að snúa ai’mbandi sínu, en þótt hún reyndi að vera alvarleg á svip þóttist hann verða þess var, að henni væri skemmt undir niðri. En það var ekkert skemmtilegt við frásögnina um þetta sleða- ferðai’slys. — Hvernig gat í þessu legið? Þær híutu að vita eitthvað — ef tii vill eitthvað smávægilegt, en varðandi liann. Þær voru andstyggilegar! Fyrir nokki’um dögum voru þær einlægar í að- dáun sinni. Nú höfðu þær kom- izt að þeiri-i niðurstöðu, að hann væri að einhverju leyti — hlægilegur. Honum var farið að líða illa. Og frásögnin urn sleðaferðina varð ærið endaslepp. Ruby gerði enga tilraun til þess að hefja samræður á nýjan leik. Hún hallaði sér aftur í stólnum — og mundi ekkert eftir tebollanum sínum. Hún hafði ekki bragðað á tevatninu. iStúlkurnar fóru að rabba sam- an, og stundum við hann, spxxrðu eins og annars, en þetta var aðeins til þess að segja eitt- hvað. Þær voru að bíða eftir að eitthvað gerðist. Honum leið nxx í rauninni ekkert betur en þegar hann var búinn að klífa brattann fyrr um daginn. Og hann var þeirn reið- ur undir niðri. Hann kenndi þeim um vanlíðan sína. Hann var búinn að fó höfuðverk. — Hann leit á allt, sem í kringum hann var, með grunsémd, jafn- vel bækurnar og skartmunina í lierþerginu. Og nú stóð ein mærin upp ög gekk að útvarps- viðtækinu. Þetta var sú stuxxd dagsins, er leiknir voru Vínar- ýalsarnir í útvarpið. „I hamingjn bænunx —“ kall- aði hann. Það var eins og neyðai’óp. — Stúlkan hætti við áform sitt og hoi’fði undrandi á hann. Allar stúlkurnar horfðu á hann og nú var blótt áfrarn andúð í svipn- um. Þær ætluðu að fara að kveða upp dóm yfir honum. Þær hötuðu hann. Hann hafði alltaf hatað þæx’, og þess vegna var honum nautn að nxeiri aðdáun þeirra, þess vegna var fram-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.