Vísir - 27.12.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 27.12.1944, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudagiiin 27, desembcr. V í S I R DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f Wilt stuðningsblað ríkisstjórnarinnar gat “ þess fyrir jólin, að Bretar neituðu að end- urnýja fisksölusamninginn, sem rennitr út nu um áramótin. Jafnframt hefir sendiherra Is- lands i London, sem hér hefir dvalið að und- anförnu, getið þess, að Bfetar og fleiri þjóð- jr mundu störlega auka útveg sinn á næst- unni og jafnvel opna ákveðin fiskisvæði i Norðursjónum til frjálsra fiskveiða. Stórauk- ið fiskmagn mundi berast á land á Bretlands- eyjitm, en sennilegt er ;tð af því leiði aftur verulcga lækkað fiskverð á þeim markaði. Lótt ekkert verði fullyrt með óskeikulli vissu í því efni, er hitt al'tur auðsætt, að afnátn íisksolusamningsins hlýtur að hafa alvarleg- ustu afleiðingar í för með sér fyrir okkur Islendinga, en þó einkum hraðfrystihúsin og smábátaútveginn, sem tckizt hefir að reka til ])essa án verulegs halla, þótt segja megi að 3)orizt hafi í bökkum um afkomuna. Á undanförnum árum hel'ir stórfé verið lagt í hraðfrystihúsin, sumpart til nýbygginga, en að öðru leyti til stækkunar eldri húsa og viðhalds. Þetta er eðlileg þróun og sjálfsögð, enda hcfir fljótlega skipt um tjl batnaðar á Jiverjum ])eim stað, sem frystihús hefir verið byggt á, og mörg sjávarplássin hafá rétt við eingöngu af þeim ástæðum. Allt til þcssa hafa Bretar keypt og sótt sjálfir hraðfrysta fisk- inn, enda höfum við ekki yfir hentugum skip- um að ráða til slíkra flutninga. Fyrirsjáanlega verða engin tök á því næsta árið að tryggja þjóðinni nauðsynlegan skipastól til þessa, og heldur ekki eru nokkrar líkur til að við get- um selt ])essa vöru á öðrum markaði næsta kastið en þeim brezka. Sókn bandamanna á meginlandi Evrópu er ekki enn komin það á veg, að unnt sé að taka upp venjuleg við- skipti við hernumdu þjóðirnar, sem sumar hverjar hafa fengið frelsi silt aftur, og næsta árið mótar ófriðarástandið allt meginlandið ,Verður ekki séð, með skynsamlegum rökum, áð nokkur lausn finnist í ])essu efni önnur en áframhaldandi viðskipti við Breta, Iivoi't sem þeir flytja fiskinn á markað eða við. Ofangrelnt stjórnarblað getur þess, að Breí- ar krefjist verulegrar verðlækkunar á frysta fiskinum. Vitað er, að afkoma hraðfrystihús- anna hefir ékki verið góð, en afkoma smá- bátaútvegsins öllu lakari síðasta árið. Smá- bátaútvegurinn þolir ekki hallarekstur og verðlækkun á fiski getur því þýtt beina stöðv- un flotans, nema því aðeins að önnur lausn finnist á. Saltfisksverkun getur litla eða enga þýðingu haft, cnda er salt ekki fyrir hendi. Framundan er alvarlegt erfiðleikatímabi:, nema hagkvæmir viðskiptasamningar náist við Breta. Náist ])eir samningar ekki, verð- ur að hverfa að því ráði, að hefja tafarlausa baráttu gegn verðþenslunni og lækka fram- leiðslukostnaðinn fneð því móti. Lækkun vísi- tölunnar gctur enn bjargað framleiðslunni, cn það þýðir hinsvegar ekki, að kaup ])urfi að lækka hjá almenningi, með því að kaupmátt- ur krónunnar eykst. Þjóðin verður að horf- ast í augu við þessar staðreyndir og gera það með fullri festu. Við verðum að komast yfir erliðleikana, sem ckki eru líkindi til að standi nerria í tvö eða þrjú ár. Úr því liggja fleiri leiðir til bjargræðis. A VETTVANGI SOGUNNAR Erlent fréttayfiirlit 17.—23. desember: Sókn Þjóðverja inn í Belg- íu og Luxemburg t<jk upp mest af rúmi blaðanna fyrir erlendar fréttir í síðustu viku. Er það mjög að vonum, þar sem Þjóðverjar og sam- herjar þeirra — sem mjög hafa týrit tölunni upp á síð- kastið hafa verið stöðugt á undanhaldi síðan í október 1942, er Montgomery lét lil skarar skríða gegn þeim við E1 Alamein, en litlu síðar biðu Þjóðverjar ósigur fyrir Rússum við Stalingrad. Það mun óhætt að fullyrða að engan hafi grunað, að Þjóðverjar gætu bafið svo snarpa sókn sem raun hefir nú á orðið. Mönnum bar að vísu saman um það, að Þjóð- verjar mundu verjast af harðfengi, unz þeir yrðu að lokum að velli lagðir, en hinu trúði enginn, að þeir hefði enn bolmagn til að hrekja bandamenri langar leiðir. Undirbúningur sóknarinnar. Þegar sóknin er athuguð i raunsæu Ijósi. vekur |>að einna mesta furðu, að Þjóð- verjum skýídi auðnast að undirbúa liana, án þess að bandamenn yrði hennar varir. Bandamenn hafa yfir- ráð í lofti og liefði því mátt gera ráð fvrir því, að þeir vrðu varir við jafn mikla flutninga og nauðsynlegir eru til að hrinda stórsókn af stokkunum. Hitt hlýtur líka að liggja í augum uppi, að f lu t ni n galeiði r Þ j óð ver j a geta ekki verið í eins slæmu ásigkomulagi og ælla mætti eftir hinar grimmilegu lpft- árásir bandamanna. Enn get. ur ])að lika átt sér stað, að Þjóðverjar hafi ált mikil forðahúr milli landamær- anna og Rinar, scm banda- mönnum baf-i ekki tekizt að komast að og granda. Grikkland. Grikklandsmálin voru enn ofaA-lega á dagskrá í vikunni sem leið. Ekki hafði þokazt í átt tih sættar, þegar vikan leið ,,i aldanna skaut“. For- sætisráðberranum, Papan- dreu, hafði að vísu borizt brcf frá miðstjórn ELAS- samsteypunnar, en ekki hafði verið látið uppi um efni þess. í vikunni birti Seobie hers- höfðingi samning þann, sem gerður var á ítalíu 28. sept. milli allra skæruflokka griskra. Ein grein lians hljóðaði svo, að flokkarnir skuldbundu sig til að gera enga tilraun til að ná völd- unum jneð vopnavakli. Á föstudag hófu Brelar sókn gegn ELAS í Aþenu og Pireus, en um líkt leyli barst fregn um að ELAS hefði uppi mikla flokka í grennd við Janina og mundi þeim ætlað að ráðast á EÐES- sveitir í Epirus. Aðrar vígstöðvar. I úngverjalaridi og á Italíu var enn um sókn af banda- manria hálfu að ræða, en hún var mjög hæg og örðug, enda veður .11 á ítalíu og flutn- ingaleiðir Rússa orðnar lang- ar. Öðru máii gegnir um sókn Bandarikjamanna á Fiiipps- eyjum. Vörn Japana á Leyte var á þrotum, þegar vikunni lauk. Innlent íréffayllsrlit 17.—23. desember: Alþingi hóf jólafrí xitt í vikunni, sem leið, en gekk frá f járlögunum áöur en það hætti störfum. Þessi fjárlög urðu þau hæslu, sem nokkuru sinni hafa verið gerð hér á landi og. mun engan hafa grunað, að íslenzka ríkið mundi nokkuru sinni velta þvílikri fjárhæð í viðskiptununi við þegnana, jafnvel eftir að dýrtíðin lók að vaxa með risaskrefum og lítinn hemil var hægt að hafa á útgjöld- unum. Blöð þau ,sem styðja ríkis- stjórnina, hafa fundið hvöt hjá sér til ræða um hið mikla og f járfreka 'bákn, sem ríkis- slofnunin er nú orðin. Ilafa þau hvalt til gætni og er bað vel,að þau skuli nú kom- in á þá skoðun, að nauðsyn- legt sé að sýna einliverja að- gæzlu í sljórn þjóðarskút- unnar. Þar er að vísu ekki um skútu að ræða, sem hægt er að læra að stjórna með því að stunda nám í Stýri- mannaskólanum, en um hana gildir þó hin sama regla, að ef menn eru ekki vel á verðf eða kunna ekki að stjórna, þá hlýtur skút- an að kollsigla sig um síðir eða sigla í strand. Ilér er nú hægt að læra næstum allt milli himins og jarðar, en vel mætti bæta þeim skóla við, sem kcnridi mönnum þjóðskútustjórn. íslendingum veitli ekki af slíkri skútuöld. i JóLAVIÐSKIPTI. Eins og venja er, hljóp mikið líf í viðskiptalífið sið- ustu vikuna fyrin jólin. llef- ir greindur kaupsýslumað- ur sagt blaðinu, að. kcypl muni liafa verið eigi niinna af allskonar gjöfum og nauð- synjum en í fyrra. Seðlavcit- an fór líka i fyrsta ski])ti yf- ir löt) milljónir og varð því muri meiri, en hún hefir nokkuru sinni verið áður. Liklega inuiiu íiienn hafa keypt einna mest af bókum lil jólagjafa, enda eru bæk- ur prýðilega fallnar til tæki- færisgjafa. ILLVIÐRI. í vikunni brá til vcrra veð- urs en áður, gerði storma- samt og gekk á með éljum langan tíma. Eitt sjóslys varð, er skipið Búðaklettur strandaði við sunnanvert Reykjanes í fárviðri og liríð. Skipið, sem var um 100 smá- lestir, var á leið til Reykja- víkur frá Hornafirði og hafði tvo farþega innanborðs. Komusl skipvcrjar heilu og höldnu til lands, en farþeg- arnir, annar héðan úr Revkjavík, fórust. Má það i heita hin mesta mildi, að ekki skyldi verða þarna enn ægilegra slys, þar sem veðiir var ógurlegt og brim milcið. Annað skip, Ilafborg, lenli i veðrinu og fékk sjói, sem brutu báða björgunarbáta þess. Vél skipsins var held- ur ekki í fullkomnu lagi, en brást þó ekki lil allrar ham- ingju, og tókst skipinu að ná li.öfn hér i Reykjavik á aðfangadag. í bænum gengu auk þess sögur um, að ekkert hefði heyrzt lengi til Jiriðja skips- ins, en sem betur fór reynd- ust þær ekki á rökum reistar. HUGDETTUB HÍMALDÆ Eg kom eitt kvöld fyrir skömmu inn í búð, "sem er í sambandi við veitinga- sal. Eg ætla ekki að fara að lýsa af- greiðslunni ])ar, bve mér féll hún illa í geð, og ýmsu öðru, sem mér var ekki að skapi. Hermenn gengu þarna út og inn eða sálu yfir glösum. Iláreisti var nokkur, en stafaði þó ekki síður frá ís- lendingum en erlendum mönnum. Stað- urinn er ekki þrifalegur. Á vegg, sem blasir við, þegar inn í búðina kemur, er prentmynd af Jóni Sigurðssyni. Ekki kunni eg við liana á þessum stað. Vel verður að fara með helga liluti, þeir eiga elclci heima, hvar sem er. En allt á sínar orsakir. Það hefir ver- ið minnt sæmilega vel á Jón Sigurðssori á þessu ári. Margir virðast ekki þekkja nema nafn hans; vita, livar hann fædd- ist og að liann var lengi liti í Kau])- mannahöfn, en skrapp h'eim ti 1 áð sitja í forsæti á Alþingi, og að vísu er þetta ekki lílill fróðleikur um löngu liðinn mann, el' hann Iiefði verið bara venju- legur maður. En Jón var mikli; meira! Og nú hefir verið talað mikið um hann á þessu ári, margt skrifað vel og viturlega um ævi hans og slarf, og smekkleg bók gefin út með úrvali úr ræðum • hans og ritum. Þetta ætti að stuðla áð þvi, að menn gerðu sér almennt ljóst, hver ágætismaður hann var ís- lenzku þjóðinni. Það má læra af hon- um á svo mörgum sviðum. Hann er einn mesli snillingurinn okkar, það er meira en orðagjálfur! Jón Sigurðsson hlúði af alúð að mörgu, sem íslandi mátti að 'gagni koma. Bók- menntirnar voru lionum einkar hugleikn- ar. Hann var starfsmaður Árnasafns í Kau])mannahöfn næstum fjörutíu og fimm ár, vann mikið i þágu Fornritafé- 1 gsins, var forseli Bókmenntafélagsins, einn aðalstarfskraftur Þjóðvinafélagsins og samtaka þeirra, scm stóðu að Nýj- g.ia féL'.j.dti:..:. var niikill og vand- , ' &lr.rJ::::i:\'~;:r og sá um útgáfur mjCg :: :r! r: rlta og átti bátt í öðrum; þ. á i. er.P. var Foinbréfasafnið, Laga- safnið, Skýrslur um landshagi á íslandi, Safn til sögu íslands, auk ýmissa forn- rita. Á einum slað segir þessi mikli vel- gerðarmaður islenzkrar menningar og sjálfstæðisbaráttU: „Annað atriði þvi til slyrkingar, að ])að sé liin þjóðlega bók- mennl og bókrilin á voru máji, sem liafa haldið tungunni við, það er, að vér höf- um eitt og hið sama mál i öllum héruð- um um land allt; vér þekkjum að vísu sérstaklegar mállýzkur úr ýmsuin hér- uðum, bæði í nöfnum á ýmsum hlutum og í framburði, cn vér getum ekki talað um þessar smábreytingar eins og sérstök mál héraða eða f jarða eða dala, svo sem vér veroum varir við í öðrum löndum og hjá frændþjóðum vorum sér í iagi. Vér getum heldur ekki talað um bók- mál vort sem tungu hinna menntuðu inanna, scm sé ólík alþýðumálinu, held- Lir er liið hreinasta bókmál vort jafn- framt hið hreinasta alþýðumál, sem vér heyrum lifa á vörum karla og kvenna, þar sem vér köllum bezt lalað mál vort í sveitum. Þessi samhljóðan turigunnar er einmitt hinn ljósasti vottur um, að þjóðmál vort hjá öllum stéttum hefir sína föstu rót og reglu i bókmálinu, svo að það eru bókmenntir vorar, sem hafa haldið tungu vorri við og geymi Iiana um margar aldir.“ En eg var í upphafi þessara orða að lala um mynd af Jóni Sigurðssvni og ælla að enda með því, sem hann sjálf- ur segir i sambandi við Fipn Magnússon: „Hverjum þeim, sem ann fósturjörð vorri, ætli að vera kært að sjá minn- ingu frægra ísjendinga á loft haldið, og mætli það verða að meira gagni cn marg- ur hyggur, ef mynd þeirra væri i hvers manns húsi ....“ Á þetta ekki riú á dögum við um Jóii Sigurðsson? Eigum við ekki að láta hann vera meira en nafnið tómt í meðvitund þjóðarinnai'? Eigum við ekki að gera hann að takmark- inu, scm liver einstaklingur kcppir að í starfi fyrir heill og hamingju íslands? Hugsaðu uin ])að!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.