Vísir - 10.01.1945, Síða 3

Vísir - 10.01.1945, Síða 3
Miðvikudaginn 10. janúar 1945. VISIR 3 Jónas Guðmundsson: Spádómar Pýramídans míkla Fiá 5. nÓFembcr 1944 til i marz 1945. r Nýja stríðið. I fyrri grein minni sýndi eg fram á hvernig tímabilið frá 7. júní til 5. nóvember 1944markaði greinilega tíma- mót í yfirstandandi ófriði. A þessu tímabili losnaði livert landið af öðru undan ánauð Hitlers og Þýzkaland missti alla bandamenn sína, — lenti auk bess í beinni styrjöld við þá flesta. Að vonum l'ögnuðu menn þessari lausn. Sigurvegararn- ir voru hylltir, er J)eir komn til þess að leysá kúgunar- fjötrana af Iiinum undirok- uðu þjóðum. Fagnaðarlætin í Frakklandi, Belgíu og Grikk- landi voru óstjórnleg, þe'gar þessar þjóðir fundu að þær höfðu öðlazt l'relsi á ný. En hrátt dró ský fyrir þessa sól. Dagana 4.—5. nóvember s.l. varð það kunnugt, að komm- únistar í Frakklandi neituðu að hlýða þeim stjórnarvöld- um, sem þar tóku við stjórn af herjum Engilsaxa. Morg- unblaðið hér segir svo frá þessum .athurðum 5. nóvem- her 1944: „Slegið hefir í brýnu milli DeGaulle og franskra komm- únista, út af því, að hinir síð- arnefndu hafa ekki viljað láta afvopna skæruliðasveitir þær, sem vaðið hafa uppi i Frakklandi löngu eftir að hætt var að berjast þar og haft ailskonar óhæfuverk í íframmi. Hafa kommúnistar hótað að segja sig úr stjórn De Gaulles, "ef skæruliðar verði afvopnaðjx, . en De Gaulle hefir gefið út harðort ávarp í garð kommúnista, sem hann sakar um að séu að revna að spilla friði í land- inu og torvelda einingu Frakka.“ Fyrsta skýið. Þeíta var fyrsta skýið, sem dró fyrir fagnaðarsólina, sem skinið haí'ði svo skært fáein augnablik á hin hræðilega leiknu lönd. Flestir vonuðu, að" hér væri aðeins að verki liið alkunna, órólega fransk i þjóðareðli, og að þetta myndi ekki koma fyrir annarsstaðar og í Frakklandi yrðu deilurn- ar fljótt jafnaðar. En það fór á annan veg. Belgía var ekki laus fvrr en nákvæmlega, sama sagan endurtók sig þar. Belgiska stjórnin, sem hefir dvalið í útlegð í Bretlandi öll stríðsárin og unnið þar að lausn Belgíu með öðrum ba'ndamönnum, var ekki fyrr komin heim, en til blóðugra átaka dró í Belgíu, og þar gerðist nákvæmlega sama sagan og í Frakklandi En vegna þess, að Belgía var þá og er cnn - þýðingar- mesti staðurinn í hernaðar- átökum Engilsaxa i Evrópu, gátu þeir ekki annað en hælt þessa hyrjandi horgarastyrj- öld niður. Ennþá cr ekki vel Ijóst hvernig þessi mál standa i Frakklandi og ýmislcgt hendir til að Rússar hafi gef- ið frönskum kommúnistum fyrrimæli um að hefja ekki Grikkland, sem liðið helir ein- atlögu að svo stöddu. En þetta var ekki nóg. hverjar mestu hörmungar, sem sögur fara af undir hcr- námi Þjóðverja, er ckki fyrr laust en þaú er hafin h;eði borgarastyrjöld og styrjöld við Breta, eða setulið þeirra þar sem hefir það lilutverk að lialda uppi röð og reglu í landinu. Og enn eru það kommúnistar, sem að upp- reisninni standa. Er þetta nú tilviljunin cin- skær, að þetta verður svona í öllum þcssum löndum? Varla, Hér við má svo bæta því, acj á Italíu hefir svipuðu frani farið, nema hvað kommún: istar þar liafa fengið síaukin áhrif í stjórn landsins og stjórna þar nú einir, með tveim aðal-afturhaldsflokk- uin landsins. Þó er saga Pól- lands hvað átakanlegust í þessum efnum, og cr ekki að efa að þar eru það Rússar, sem standa að öllu leyli á hak við aðgerðirnar ef þeir eiga |)á ekki heinlínis frumkvæð- ið. Svo virðist, sem banda- mönnum — sérstaklega Bret- um hafi komið þcssar að- gerðir á óvart. Það er að vonum, því hrczluir áróðuf hefir að undanförnu ein7 göngu miðað að því að telja þjóðinni trú um heilindi Rússa, og j).ví lenti sjállur Churchill í lirein vandræði, er loksins j)urfti á málunum að taka opinberlega af ein- beittni og festu. Styrjöld milli íýðræðis og kommúnista, , Það eru annars blindit' menn aðeins, sem ekki sjá það nú orðið, að ný styrjötd er hafin, styivjöldin milli lýð- ræðisins (demokratisins) og kommúnismans — eða j)essy sem íslenzkir kommúnistar kalla „lúð fullkomna lýðræði sósíalismans“ og liins demo- kratiska skipulags norrænna og engilsaxneskra jyjóða.- Þessi nýja styrjöld hófst 5. nóvember s. 1., með kommún- istauppreisninni í Frakklandi og hún fer síharðnadi. Ennþá hafa Rússar livergi tekið op- inbera alstöðu í j)essari nýju styrjöld, nema í Póllandi. Þeir láta enn „finnnlu lier- Jeildir sínar“ konnnún- istaflokka hinna ýmsu landu bera hitann og þungann, nema i Póllandi, j)ar sem j)eir hafa veitt heinan sluðn- ing. En Riissar hal’a gert ann- að, sem ekki síður er merki um stuðning þeirra, og j)að er að láta hlöð sín og flokka um allán iieim undirbúa j)að, sem koma skal. Allsstaðar flytja hlöð J)eirra og llokkar róg og óhróður um Engilsaxa og af- skipti þeirra af málum hinn i endurleystu jijóða. Nægir að henda mönnum hér heíma á Þjóðviljann, hlað íslenzlcra kommúnista, sem daglega hegðar sér á j)ann hátt; Ivommúnistum hér er sýni- lega alveg ljóst livert stefnir, og hefir verið það um langl skeið. 1 fórustugrein i blaði þeirra scgir svo fyrir skcmmstu: „Það getur ekki hjá því farið, að þessir tveir aðilar (þ. e. „hið fullkomna sósíalistiska lýð- ræði“, sem þýðir unibúða- og blekkingalaust: Kommún- isminn, og hin „brezka og ameriska heimsvaldasteína“, sem j)ýðir umbúða- og hlekk- ingalaust: hin demokratiska stjórnarstefna engilsaxneskra og norrænna jyjóða), gcri upp- i stríðslokin, ef til vill pg vonandi á fremur friðsamleg- an hátt, en uppgjör hlýtur að koma, lorleikur |)ess er nú leikinn i Grikklandi.“ I sömu Þjóðvilj a-grein segir cnnfremur: „Þessi átök eru nú liafin í Grikklandi, J)eirra hefir gætt í Belgíu og Frakklandi, og þau eiga eftir að lcoma her- legar í ljós um j)að bit sem stríðinu lýkur.“ Þetta er hv.erju orði sann- ara hjá kommúnistahlaðinu, og j)essi nýju átök, þetta nýja stríð, bófst hinn 5. nóv. s.l. með uppreisn franskra kommúnista gegn De Gaulle, þó stöðvuð væri þar’í bili. Síðari hluti Næstu vikur og mánuði skýrist j)etta enn betur og næsta „spádómsdag“ Pvra- mídans, 4.—5. marz n. k., mun öllum verða orðið þetta fullkomlega Ijóst. Mörgum mun að vomun jjykja jjetta ill tíðindi og kannske er j)að svo, en þetta er jafn óum- flýjanlegt og tivert annað náttúrulögmál. Mun ég nú !hér á.eftir ræða nokkuð um hvers vænta má á næstunni samkvæmt spádónnun Pýra- mídans mikla. 4. marz 1945. I grein A. Rutherfords, scm ég birti kalla úr* fyrri grein minni, ræðir hann einnig um tvo næstu merkisdaga ófrið- arins, sem hann telur vera, samkvæmt mælingum sínum, 4.—5. marz og 1.—2. ágúst 1945. Það er rétt að vekja at- hygli manna á j)ví, að Ádam Rutherlord hefir farið eigin götur í j)ví að skýra þær mæl- ingar, sem hér hefir verið rætt um aðallega, j). e. 7. júní og 5. nóv. 1944, 4. marz og 1. ág. 1945. Þær eru allar úr hinu svonefnda „neðra gangakcrli" Pýramídans og aðrir pýramídafræðingar hafa ekki enn viljað failasí á j)essar skýringar hans. Nú sýnist j)ó fullsannað, að j)ær séu alveg réttar, og koma miklu betur heim en spár annara pýramídafneðinga. - Þannig reyndist j)að með (5.— 7. júni og 1. -5. nóvember s.l., að ekki munaði sólarhring frá j>ví sem spáð hafði verið, að liinir ])ýðingarme:V<u at- burðir gerðust, og nnin j)etta þó verða betur viðurkennt síðar, jægar fleiri gögn liggja fyrir, sérstaklega frá Þýzka- landi. Ilér yrði bæði of langt og að líkindum líka gagns- laust l'yrir l'lesta að útskýra j)að, hvernig mælingar Rutlt- erfords eru fundnhr. Sleppi ég j)ví j>ess vegna aiveg. En um næstu mælingar segir hann svo: „Bilið (sem mælt er og um ræðir) er þarna 9 jnimlungar. Mælilcvarðinn á þessum stað er vitaskuld sá, að' einn j)umlungur jal'ngild- ir einum mánuði þrítugnætt- um. Bendir ])essi mæling j)ví á að sérstakt atburðatímabil muni enda á tímanum milli 4. marz og 2. ágúst 1945 (|). e. níu mánuðum frá dögun- um 6.—7. júní og 4,-—5. nóv. 1944). Þetta bendir j)vi til, að gjöreyðing voldugs, ills skipulags fari fram á j>essu tímabili“ (frá 4.—5. marz til 1.- 2. ágúst 1945). Ennfrem- ur segir í grein Rutherfords: „Þvi er rétt að veita athygli, að dagsetningin 4.—5. marz 1945 er einnig afmörkuð með miðlínunni í „konungssaln- um“ og miðlínu „opna skrinsins“, eins og ég hefi bent á í bók minni ísrael— Britain.“ Hann segir enn- fremur: „Fyrr meir hallaðist ég að jæirri skoðun, að eftir 5. marz 1945 mætti vænta eyðingar annarra illra alla en narismans, sem j)á mundi fyrir nokkru verða úr sög- unni. Hvort þessi skoðun reynist rétt, eða hvort tákn- málið á við fullnaðar-eyðingu (upprætingu) nazistavalds- ins, eftir aö því heí'ir verið hnekkt, og að J)annig náist síðasti áfanginn á leiðinni til fullkominnar upprætingar á nazisma-ófreskjunnþ mun verða betri aðstaða til að' segja um í næsta mánuði (desember), því þá mun verða kominn tími til jæss að j)að sjáist vel, hvernig þýzka þjóðin bregst við fálli Hitlers og töku Himnllers á einræðis- völdum í Þýzkalandi, og hvort Jætta viðhragð J)ýzku þjóðarinnar muni taka á sig byltingarsnið og hafa áhrif á gang styrjaldarinnar.“ Ef til vill er ekki öllum ljóst, hvað höfundurinn á hér við, en j)að mun skýrasl við það, er síðar verður sagt. Eins og hér kemur fram, er augljóst að 4. marz 1945 (cð i 4.—5. marz 1945) er einlivei merkilegasta dagsetning alls ófriðartímahilsins. Dagsetn- ing þessa er að finna bæði í „efra“ og „neðra“ gangakerfi Pýramídans og meira að segja alls á ])rem stöðum í Pýramídanum; áður hefir að- eins ein dagsetning í ófriði j)essum verið sýnd í háðum gangakerfunum, en j)ó ekki nema á tveim stöðum. Sú dagsetning var 25. júní 1941, eða jægar Þjóðverjar lentu í opinberri styrjöld við Rússa, sem tclja má einn þvðingar- mesta ef ekki allra J)ýð- ingarmesla - atburð yfir- standandi ófriðar fram til j>essa. Má því búasi við, að 4. —5. raarz 1945 gerist ein- hver nterkasii aihurour passarar styrjaldar og ja;n- íramt, að hann verði svo áberandi, að eítir honum verði tekið um allan heim. I bók minni „Vörðuhrot“, sem út kom í marz 1944, hefi ég skrilað nokkuð tim j)essa dagsetningu og tilfært um- mæli ýmsra pýrainídafræð- inga um hana. David David- son licfir í hók sinni „The Domination of Babylön“ vio- haft eftirfarandi ununæli um 4. marz 1945: „Þessi mæling opnu grafar“ merkir þá dag- setningu (þ. e. 4. marz 1945) er Israel —Bretland (j). e. eng- itsaxnesku j)jóðirnar) neyð- ast til j)ess, vegna jæss á- stands, sem „dómur Guðs vf- ir þjóðunum“ hefir skapað, að færa sjálft sig og öll sín ver)< sem fórn fram fyrir Guð.“ Eg hélt J)ví, fram j)á, að tæplega gæti verið um annað að ræða en að 4. marz 1945 táknaði mjög merkileg tímá- mót í samskiptum Rússa og Engilsaxa. Adam Butherforií mun hal'a verið svipaðrar skoðunar 1942, j)ó hann nú efisl nm það og búist jafn- vel við að 4.—5. marz tákni uþphafið að allshérjarhruni sjálfs j)ýzka ríkisins. Um þetta stendur í „Vörðu- brotum“ (hls. 118—119): „Varla getur J)að verið nein- um vafa undirorpið, að j)essi dagsetning — 4. marz 1945 muni marka jn ðingarmik- il tímamót í viðskiptum Bússa og Engilsaxa." og enn- fremur segir j)ar: „Afleiðing- arnar af hruni nazismans,og siindurlimiin Þvzkalands,( og allar þær hrevtingar á landa- mærum og stjórnskipun, s/em verða i Evrópu eftir 5. nóv- ember 1944 niunu leiða til á- rekstra í einhverri mvnd milli Rússa og Engilsaxa. Dagsétn- iivón 4. marz 1945 mun marka tímamót í þeim við- skiptum, og skéður þá annáð- hvort, að' ný styrjöld brýst út j)eirra í milii, eða þessar þjóð- ir koma sér saman um grund- völl að nýju heimsskipulagi. sem upp verður tekið.“ Eg er enn þessarar skoðun- ar og hún hefir frekar styrkst við það, sem siðan héfir gerzl. Boðskapur Roosevelts i>andank jaforseta til Banda- ríkjaþings 6. j). m. sýnir ljós- lega, að um stórkostlegan á- greining er að ræða milli Engilsaxa og Rússa og jafn- vel innbyrðis milli Breta og Bandaríkjamanna. ■ Fundur Churchills, Roosevelts og Stalins. Nú stendur fyrir dyrum annar fundur jæirra Chur- chills, Roosevelts og Stalins og er ekki ólíklegt að hann marki að verulegu levti stefnuna í framtíðinni. Það má gcra ráð fyrir að upp úr honum hefjist annaðhvort miklu nánara stjórnmálalegt samstarf milli Rússa og Eng- ilsaxa en verið hefir, eða að' til fullnustu slitni upp úr þvi samstarfi, sem verið hefir — og er hið síðara j)ví miður langtum líklegra, en þvi veldur fyrst og fremst heims- val dastefna ko m m ú nistanna, sem nú stjórna llússlandi. En það skulu menn samt ínuna nú og ávallt, að allt eru j>að tilgátur einar hvað gerast muni. I að eina, sem er vist, er þao, að 4.—5. marz 1945 verður einn merkasti dagur yf.rstandandi ófriðar. aíönnum hættir mjög við þvi, að hvggja dóma sína um spádómsdagselningar, hvort rætzt hafi eða ekki, á j)vi, hvort, |)að eru mjög áberandi athurðir. sem gerast, eða ekki. Eg tcl })ví rétt að setja Frh. á 6. síðu. „hiniiar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.