Vísir - 13.01.1945, Blaðsíða 2
2
VISIR
Laugardaginn 13. janúar 1945
Lækkun fiskverðsins í BretlandL
Ýsa lækkar um 10—15% cg þorskur
heldus meira.
■ Hinn 5. janúar skrifa um-
l>oðsmenn eins íslenzks út-
gerðarmanns í Bretlandi út-
gerðarmanninum eftirfar-
andi um fiskverðið:
„Við sendum yður hér með
lista yfir liið nýja fiskverð,
sem gert er ráð fyrir að verði
komið á fyrripart marzmán-
aðar næstkömandi. Ekki er
enn búið að ganga frá þess-
um málum til fullnustu og
ýmsir aðilar iiafa sótt um
það til ráðuneytisins, að verð-
ið verði yekki lækkað eins
mikið og fyrirhugað er. Það
er hinsvegar ákveðið álit
okkar, að á þgssu verði eng-
in breyting og viljum við í
■ því sambandi aðvara yður
. um að gera samninga yðar
um fiskkaup, er þér kunnið
að gera á næstunni, með lilið-
sjón af þessum upplýsing-
um. Þér munuð vafalaust
hætta að senda okkur fisk-
flök, því verðið á þeim er hið
sama og á heilum fiski.“
Samkvæmt verðlistanum,
sem fylgir bréfinu, er fyrir-
hugað að hausuð ýsa lækki
úr 8/6 (átta sh. og sex pence)
í 7/5 og þorskur úr 8/6 í
6/8.
fimlcg í hÖEtkum haf a
aukizft um rúml. 135
miSIJ. kr. á einu ári.
Innlög í bönkum landsins
námu í s. 1. nóvembermán-
uði kr. 580.211.000,00 og hafa
þau ekki í annan tíma verið
meiri. Höfðu þau þá aukizt
um rúml. 135 millj. kr. frá
sama tíma í fyrra.
Ctlán bankanna hafa einn-
ig aukizt nokkuð, en .tiltölu-
lega miklu minna, eða ekki
nema um rúmar 30 milljónir.
í nóvembermánuði 1943
námu útlánin kr. 187.133.000,
en í s. 1. nóvembermánuði kr.
217.480.000.
Seðlar í umferð voru rúml.
kr. 156 millj. kr. í nóvember
1944, en tæpar 133 millj. kr.
á sama tíma árið áður.
Péftur A. Jónsson
syngur á morgun.
Pétur Á. .Tónsson söngvari
heldur afmælistónleika sína,
er hann varð að fresta s. 1.
sunnudag. á morgun kl. 1.30
í Gamla Bíó. Guðmundur
Jónsson og dr. von Urbants-
iehtsch aðstoða við hljóm-
leika þessa. — Nokkrir að-
göngumiðar, sem skilað hefir
verið áftur, verða seldir í dag
í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og í Hljóðfæra-
húsinu.
Akureyringar sáto
í myrkri
á jólanóttina.
Vatnsskortur í Laxá.
Rafveita Akureyrar brást
bæjarbúum illa um jólin. Á
aðfangadag og jóladag var
spenna svo lág, að varla var
lesbjart og rafsuða illmögu-
leg víðast livar. *
Stafaði rafmagnsleysi þetta
af vatnsþurrð í Laxá. Var
vatnsmagnið i ánni svo litið
á timabili, að vélar stöðvar-
innar stöðvuðust nær alveg. í
blöðum að norðan segir svo
nánar frá þessum valns-
skorti:
Þar sem Laxá rennur úr
Mývatni eru grynningar, sem
takmarkast af tveimur nesj-
um frá aðalvatninu. Nefna
Mýyetningar grvnnsli .þessi
Breiðu. Þegar svo ber vjíí‘áð
aftaka veður 'gerir af veát'ri
er eins og vatnið á Breiðunni
hlási í aðalvatnið, og stöðv-
ast þá að miklu levti rennsli
í Laxá. Aðfaranólt 24. þ. m.
gerði vestan hvassviðri mikið
við Mývatn og stöðvaðist að-
rennsli árinnar þá svo mjög,
að um morguninn var vatnið
i ánni mikils til oí litið íyrir
stöðina. Þegar lægði frysti,
og safnaðist þá krap og klaki
i Breiðuna. svo að úrrennslið
stíflaðist og varð vatnsskort-
urinn þá engu minni en fyrr.
Slarfsmenn rafveitunnar
fóru með sprengiefni upp eft-
ir á jóladag og tókst þeim að
sprengja stífluna burtu. Þar
sem frárennsli Mývatns hafði
verið stöðvað svo langan
tíma, hafði vatnið hækkað
eitthvað og varð því valns-
krafturinn í frárennslinu
mikill eftir sprenginguna.
Sópaði áin krapinu og klak-
anum með sér og varð ])að
til þess að slífla rennslið i
þrýstipípur stöðvarinnar.
Þetta olli rafmagnsskortin-
um á þriðja í jólum ,en þarin
dag unnu margir menn við
að leiða krapið frá innrennsl-
inu og tóksl það, svo að
sæmileg spenna var komin á
að kvöldi þess dags. Má svo
heita nú, að þetta sé komið í
lag og hættan á stöðvun liðin
hjá í bili.
Hins vegar er Ijóst að gera
þarf ráðstafanir til þess að
fyrirbyggja endurtekningu
þessara atburða. Mun það
vera hægl með því að hyggja
stíflu við kvíslarnar allar til
þess að liækka vatnsborðið á
Mývatni. I veðrum og frost-
um, sem þeim, er nú liafa
gengið yfir, mundi þá vera
liægt að veita nægilegu vatni i
ána, þótt einhverjar .stíflur
mynduðust á Breiðunni. Raf‘_
veitan lét gera mælingar og
Mjög anldn veznd barna og ung
linga uiti allt land.
Frumvarp um jjessi mál komið lyrir Alþingi.
Á Alþingi er komið fram
frumvarp um vernd barna og
unglinga.
Samkvæm t þessu frum-
varpi skulu barriaverndár-
nefndir vera starfandi í öll-
um kaupstöðum landsins, en
utan kau])staða vinna skóía-
nefndir störf barnaverndar-
nefnda. Starfssvið ])ess°''!i
barnaverndarnefnda skal
vera, að hafa almennt eftirlit
með aðbúð og uppeldi á
heimili, eftirlit með hegðun
og háttsemi utan heimilis,
ráðstöfun barna i vist, í fóst-
ur, til kjörforeldra eða á sér-
stakar uppeldisstofnanir, eft-
irlit .með upipeldisstofnunum,
eftirlit með börnum og ung-
mennum líkamlega eða and-
lega miður sín, heilsu. og
vinnuvernd, eftirlit með
skemmtunum og fræðslu- og
leiðbeiningarstarfsemi varð-
andi uppeldismál.
Barnaverndarmenn og
barnaverndarráðsmenn skulu
vera fulltrúar harnaverndar-
•nefndar og barnaverndar-
ráða. Ber þeim að sýna börn-
um og unglingum fyllstu nær-
gætni í allri umgengni og eins
eru þeir bundnir ströngu
þagmælskuheiti um einka-
mál fólks, er þeir kunna að
komast að vegna starfs síns.
Barnaverndarráð skal skip_
að af ráðherra. samkvæmt
þriðja kafla frumvarpsins, til
fjögurra ára í senn. Skal ráð-
ið skipa þrem mönnum og
starfa i Reykjavik. Einn skal
skipaður samkvæmt tillögu
Prestafélags íslands, annar
samkvæmt tillögu Sambands
íslenzkra barnakennara en
Iiinn þriðji af ráðberra, og er
hann formaður ráðsins.
Árið 1943 flutti þáverandi
rikisstjórn frumvarp til laga
um vernd barna og unglinga,
en frumvarpið dagaði þá
uppi. Var það.frumvarp sam-
ið af þriggja i ípanna nefnd,
senr ráðþerra hafði til þess
kvalt. Málið var aftur tekið
til umræðu af félagsmála-
nefnd neðri deildar haustið
1944 og þá rætt við dómend-
ur ungmennadóms, harna-
verndarráð og barnayeimdar-
nefnd Reykjavíkur. Er frum-
varpið irú flutt að mestu ó-
brevtt nema að ákvæðið um
ungmennadóm er lagt niður.
enda Iiefir sú stofnun ekki
starfað síðan haustið 1943.
ivíaE geta dregið úr
vigbúnaði.
Sænska þingið var sett í
gær, segir í fréttatilkynningu
frá sænska sendiráðinu.
I hásætisræðu sinni sagði
konungur,að þrátt fyrir mikla
breytingu á afstöðunni á meg-
inlandi álfunnar væri ekki
víst. að stríðið yrði brátt
á enda, en það hefði haft i
för með sér margvíslega erf-
iðleika fyrir Svía, svo sem að
verzlunin við önnur lönd hef-
ir að heita má orðið að engu
og hætta á, að hún gangi enn
saman. Nauðsynlegt hefir
orðið að hafa mjög stranga
skömmtun á ýmsum inn-
flutningsvörum og hagnýta
innlendar vörur sem bezt, m. |
a. eldsneyti.
Um vígbúnaðinn sagði kon-
ungur, að líklega mundi hægt
að draga mjög úr kostnað-
inum á næsta ári og með það
fyrir augum hefir verið hægt
að semja hallalaust fjárlaga-
frumvarp.
Heildartala fjárlaganna er
3240 millj. kr. og fara 12,3
nrillj. kr. til utanríkisþjón-
ustunnar og 841 millj. kr. til
landvarnanna.
Slænit veðurfar á ítaliu hefir
hindraö hernaSaraSgerSir síS-
^rj hluta vikuiinar. Þó er.tals-
vert um aSgerbir njósnaflokka.
Reyndu að
slökhva í brenn-
andi flugvéla-
rtprengju.
Sprenging í sko'tfæraverk-
smiðju í Englandi.
Sextán menn hafa verið
sæmdir heiðuismerkjum í
sambandi við sprengingu,
sem varð I skotfæraverk-
smiðju í Hereford í Englandi
fyrir skemmstu.
Sprengingin varð með þeim
hælti, að eldur kviknaði af
sjálfum sér í 1000 kg. flug-
vélasprengju, sem verið var
að fylla með sprengiefni.
Komst eldurinn í tvær aðrar
sprengjur, cn sprengingar
urðu þó ekki strax.
Verkamenn og aðrir starfs-
menn reyndu að koma í veg
fyrir sprengingu með því að
moka sandi ofan í 'sprengj-
urnar og kæla ])ær með því
að dæla vatni utan á þsr.
Héldu þeir þessu áfram í tutt-
ugu mínútur, en þá urðu allt
í einu tvær ægilegar spreng-
ingar. Var þrýstingurinn svo
mikill, að menn lföstuðust
allt að 30 metra vegna loft-
þrýstingsins.
Fórust nokkrir menn og
aðrir særðust, en þarna hefði
orðið hið ægilegasta slys, ef
menn hefði ekki almennt
sýnt þá' hugprýði við að
réyna að forða sprengingum
og raun har vitni.
feikningar um þcssi mann-
virki á sl. sumri, en ckki var
hægt <að liefja framkvæmdiT
þá. Er augljóst, að ekki verð-
ur hjá þvi koririzt, að leggja
i þær framkvæmdir. Þótt
þær lconri lil með að kosta
talsvert fé, tjóar ekki að
horfa í þ að. Það er brýn
nauðsyn að búa svo um hnút-
ana_ að bæjarbúar geti hafl
full not rafmagnsins með eins
litlum töfum og truflunum
og frekast cr unnt. Að þvi
verður að vinna þegar á
næsla vori.
Dauðadómar 50—60-
íaldasft í Þýzkaiandr.
Voru 5336 árið 1943.
Dauðadómar voru um 55
sinnum fleiri í Þýzaklandi
árið 1943, en árið 1939.
Brezka útvarpið hefir Irirt
útdrátt úr grein, sem birtist
í þýzka tímaritinu „Die lage“
rétt fyrir áramótin. Greinin
fjallar um dauðadóma í
Þvzkalandi og er eftir dr.
Thierack, •dóinsmálaráðhen a
nazista.
Skýrir hann l'rá því, að ár-
ið 1939 hafi þýzkir dómstól-
ar kveðið upp 99 dauðadóma,
tveim árum síðar 1292, og
árið 1943 hvorki meira né
nrinna en 5336 dauðadóma.
Tæpur þriðjungur dóm-
anna — eða 1745 — var
l’yrir drottinsvik, en hinir
voru fyrir margvísleg afbrot,
sem nú er hegnt með dauða,
en áður ekki. M. a. voru 182
menn dæmdir til dauða fyrir
rán úr húsum, sem höfðu
skennnzt í loftárásum.
Góð uppskera á Ítalíu.
Uppskera varð með betra
móti á Mið-ítalíu í haust.
Hcfir hún reynzt svo mikil,
að þegar opinberir eftirlits-
menn höfðu kynnt sér birgð-
ir bænda, var gefin skipun
um að dreifa hveitinu til
fleiri héraða, en áður var
ætlað.
Fregnir frá Róm herma
einnig, að viðreisnarstarfið
gangi að mörgu leyti vel.
Hefir verið gert við meira en
120 hrýr á Mið-Italíu síðustu
mánuði og áveitu- og raf-
veitustíflur lagfærðar.
Skotið yfir Maas.
Nyrzt á vésturvígstöðvun-
um helir verið tíðindalítið,
síðan bandamenn komust áð
Maas hjá Venlo. Nú bcrast
fregnir um, að þar sé aftur
að lifna við. Er haldið uppi
stórskotahríð á báða bóga
yfir Maas.
Margir amerískir vísinda-
menn hafa verið í Bretlandi til
aS aðstoða flugher Bandaríkj-
anna í tæknilegum efnum.
Skattstoian í Reykjavík
hefir tjáð ráðuneytinu, að margir atvinnu-
rekendur hafi eigi enn, þrátt fyrir kröfu
Skattstofunnar í auglýsingu birtri í dagblöð-
unum 4. þ. m., skilað skýrslum um launa-
greiðslur til starfsmanna þeirra, sem hún
hefir krafið um samkvæmt 33. gr. skatt-
laganna frá 1935.
Verða því ínnheimtar hjá þeim dagsektir
samkvæmt 51. gr. fyrgreindra laga, kr.
100,00 á dag frá og með 15. þ. m. að
telja, og kr .200,00 til viðbótar á dag frá
og með 1 9. þ. m. að telja, þar til er skýrsl-
um þessum verður skilað til Skattstofunnar,
Fjármál&ráðuneytið,
13.janúar 1945.