Vísir - 03.02.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 03.02.1945, Blaðsíða 4
4 VIS IR Langapdaginn 3. febrúar 19-15. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN AlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvei*fisgötu !12. Símar 16 60 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan íh/f. | Þjóðnýting eða kúgun? *jað er sagt, að hver ráðherra ráði algerlega • yfir sínu ráðuneyti og geti því upp á eigin spýtur gcrt þær ráðstafanir, sem honum þókn- ast, án þess að leita samþykkis hinna. Aðeins i ]>essu ijósi verða skýrðar þær óvenjulegu ráðstafanir, sem atvinnumálaráðuneytið iiefir nú gert undir forustu Áka Jakobssonar, í sam- bandi við útflutning á ísuðum fiski. Hannliefir sett bann við að útflutningsleyfi verði gefið fyrir fiski, sem fluttur er út með erlendum skipum, ef þau eru ekki á vegum ríkisstjórn- íirinnar. Færeysli skip eru undanþegin. Hér er ekki um að villast, að banninu er stefnt að þeim útlendu skipum, sem nokkrir Islendingar liafa tekið á leigu frá Matvæla- ráðuneytinu brezka. Atvinnumálaráðherrann hefir leitað allra ráða til að koma skipum þcssum undir stjórn Fiskimálanefndar og fá 'iónýttan þann samning, sem leigutakar hafa gert við Breta. Þetta hefir mistekizt, þrátt fyr- ir hótanir og kjassmæli. Þess vegna hefir ráð- herrann nú tekið það örþrifaráð, að lýsa skip- in í banni, áð þau fái ekki að flytja nokkúrn fisk, nema þau verði leigð rilcisstjórninni. Þeta er gert meðan fiskurinn bíður i ver- stöðvunum, vegna þess að skipakostinn vant- ar til að flytja fiskinn á markað. Sjaldan lief- ii' nokkur ráðherra gert svo fáránlega ráðstöf- un. En hvað scgir Sjálfstæðisflokkurinn við því, að menn séu settir í viðskiptahann fyrir það eitt, að hafa leigt skip til fiskflutninga? Það fer að vcrða lítið úr frjálsræði einstak- lingsins til athafna, ef slílcar einræðisathafn- ir verða látnar standa. Er hér ekki um beina kúgun að ræða, scm framkvæmd er til þess að koma á framfæri og skipuleggja þjóðnýtingaráform kommúnista? Er þetta ekki aðeins hyrjunin til þess að luiga einstaklingsframtalcið og svipta einstaklingana athafnafrelsi? Þeir, scm nú láta það afskipta- laust og óátalið, geta varla talizt annað en já- bræður kommúnista. Einkennilegast í þessu máli er þó það, að skipin hafa verið afhent með mjög góðum skilmálum til útvegsmanna á Suðurnesjum, til að flytja út afla þeirra, fyrir þeirra eigin l'eikning. Ltvegsmennirnir ætla næstu daga að hlaða 2—3 skip, en cr synjað um útfiutnings- leyfi! Hafa menn nokkurn tíma heyrt slílca fjarstæðu? Útvegsmönnunum sjálfum er synj- að um leyfi til að senda út sinn eigin fisk. Menn hljóta að spyrja: Hefir enginn neitt að segja i ríkisstjórninni nema kommúnistar? önnur lilið cr alvarleg á jjessu máli, sem vel mætti gefa gaum. Ríkisstjórnin íslenzka bannfærir skip, sem erlend ríkisstjórn hefir leigl íslenzkum aðilum á fullkomlega lögleg- an hátt. Þessum mönnum cr bannað að hag- nýta sér skipin og þau verða ef til vill að sigla tóm. Þetta er mál, sem vafalaiist fer ekki framhjá þcim, sem fer með utanríkismálin. Ef hins vegar einræðisráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í þessu máli verða til þess, að eigendur skipanna telji sig neydda til að rifta samningunum við hina íslenzku leigutaka, þá er hér um að ræða misbeitingu á valdi hins opinbera. Bré! um mæðiveiki-lækningar. Er ekki sama hvaðan gott kemur? ^Jndanfarna daga hcfir ver- ið nokkuð ritað um lækn- ingar Sigurjóns á Álafossi á fé, sem tekið hefir mæðiveik- ina. Flest blöðin hafa tckið þann kostinn, að gera gys að tilraunum þessúm, en eitt tekur alveg af skarið og seg- ir, að enginn sladi lialda, að nokkur lælcning fáist nema l'yrir milligöngu visinda- manna vorra. Þeir hafa að vísu 'haft Veikina til rann- öoknar í heilan áratug án ár- angurs. Mæði.veikin liefir höggvið stórt slcarð í bústofn lands- manna. Ríkissjóður hefir í mörg ár greitt margar millj- pnir króna á ári til þess að hindra útbreiðslu veikinnar og til þess að létta búendnm fjártapið. Bændur standa ráðalausir gegn þessum vá- gesti og vísindamenn vorir hafa enga hjálp getað veitt þeim. Engin trygging er fyr- jir-þ-ví, að veikin bréiðist ekki út, þrátt fyrir öflugar girð- ingar, sem kosta tugi milij- óna króna, og þar sem veik- án byrjaði fyrst, fyrir mörg- um árum, heldur hún áfram að geisa. Og enn gcta visinda mennirnir enga von gefið um það, að hægt sé að vinna bug ú vejkinni. Þegar svona stendur, er ekki að furða, þótt bændur ;taki fegins hcndi hverju því ráði, sem getur gefið ein- hverja von um aftur- bata. Þegar Sigurjón hóf til- iraunir sinar á siðastliðnu vori með mæðiveildméðal sitt, voru víst ekki margir, sem lögðu mjkinn trúnað á t þessar tilraunir. En ýmsjr bændur reyndti samt meðalið, ef ske kynni að það gæti gert eitthvert gagn. Og það und- arlega skeði, að fregnir hár- ust frá ýmsum bændum um að meðalið hefði gert margt fé heilbrigt, sein tekið hai’ði veikina. Þetta kom frá bænd- um, sem barizt liöfðu við veikina í mörg ár og bera vel skyn á hverjar kindur eru heilhrigðar og hverjar ekki. Bændur, sem ár eftir ár hafa haft undir höndum mæði- veikt fé, bændur, sem eru fjárglöggir menn og athug- ulir, þeir sjá manna bczt 'hvað skepnunum líður. Þess-, i.r menn hafa fullvrt, að fé hafi lælcnazt af meðalinu. — Áður hefir ekki þekkzt, að nokluir skepna hafi læknazt, sem einu sinni hefir tekið iveikina. Merkur bóndi í Húna vatnssýslu sagði í fyrrasum- ar við vin sinn hér i Reykja- vík, eftir að hann hafði reynt meðalið: „Kindurnar vofu vcikar, eh þær hafa læknazt. Margra ára umönnun á sjúku og heilhrigðu fé hefir kennt mér að greina sundur sjúkt sama cfni og læknar -ntíta talsvert gegn lungnakvilla í mönnum. Úm það skal ekk- ert fidlyrt, hvort mcðal þetta getur ráðið niðurlögum veik- vinnar, en það væri ekkert nvtt, þótt svo reyndist nú, að leitað hcfði vcrið langt yf- ;ir skammt, og einfalt meöal, sem er við hendina, gæti læknað faraldur, sem margra ára vísindarannsóknir hafa loitazt við að finna áíangurs- laust. Hitt er lieldur eidcert nýtt, að vísindamenn for- dæmi lækningaraðferð, sem síðar sýnir sig að hafa ver- ið alvcg rétt. 1 sögu lækna- vísindanna má finna slík at- vik. Hrokinn blindar stund- um giifaða og mikilhæfa meun. Eg vil .nú spvrja í einfeldni minni: Hvers vegna má ekki reyna þetta meðal, sem marg- ir 'fyrirmvndar bændur hafa þegar talið að geti gort sjúkt ie heilbrigt. Hvers vegna >má 1 ekki reyna meðalið til fulln- ustu áður en farið-er að lor- dæma það af vísindamönn- um, sem neita að reyna það, eða af lilaðamönnum, sem eídtert jiekkja það? Hér er engu teflt í hættu, nema mæðiveikinni, ef meðalið skvldi standast prófið. Þegar að’fúllu hefir verið gcngið úr skugga um að meðalið sé til einskis nýtt, þá er konunn tími til að fordæma það og hrosa að þvi, en fyr ekki. Og þeir, sem eru nógu lítilsighi- ir, geta þá valið þeim manni hæðileg orð, sem vildi gera löndum sínum gagn, en mis- tókst það — kannske vegna fordóma hinna blindu. >X. z. Margir atinig- sagt jog heilbrigf íulir bændur hafa líkt. Ef nú svo er, að bændurn- ir sjálfir telja, að meðalið geri gagn og geti gert sjúkt fé heilhrigt, er þá ekki ná- kvæmlega sama hvaðan með- alið kemur, hvort það kemur frá Álafossi eða Iveldum, — hvort það kemur frá manni, sem alls enga læknisþekkingu hefir eða það kemur lrá há- lærðum prófessorum? Hér er vafalaust ekki um neina merka uppfinningu að ræða. Hér er aðeins um að ræða að nota efni, sem allir þekkja, nota það með sérstökum hætti gegn luhgnaveiki i fé, Starismenn alira rík- isstoinana verða teknir inn á launalög Á þingi B.S.R.B. var í gær gerð svohljóðandi samþykkt: 5. þing B.S.R.B., aukaþing, kallað saman í Reykjavík 1. febrúar 1945 vegna afgreiðslu launalaga á AJþingi, gerir svofellda samþykkl: Þingið lýsir mikilli ánægju vfir umbótum þeiiu, sem efri deild Alþingis hefir gert á mörgum greinum launa- lagafriimvarpsins til sam- ræmis við óskir B.S.R.B. Hinsvegar telur þingið stórlega miður farið, að feíld hafa verið úr frumv. mik- ilsvarðandi ákvæði og legg- ur rika áherzlu á, að neðri deiíd taki þau upp að nýju. Höfuðáherzlu leggur þingið á það, að 48. gr. up.prunalega frumvarpsins verði tekin upp að nýju eða önnur ákvæði jafngild, sbr. ákvæði latma- laga 1919 sama efnis. Enn telur þingið mikils- vert, að starfsmenn alira rikisstofnana verði teknir á launalög. Trevslir þingið því. að Al- þingi algreiði launálögin í samræmi við óskir B. S. R. B. samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Enfremur var stjórn B. S. R. B. falið að leita viðtals við ríkisstjórn um afgreiðslu launalagafrumvarpsins með hliðsjón af yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, sem forsætis- ráðherra gaf við myndun liennar. Nýr ökutaxti. „Tiður tarþegi“ skrifar mér bréf imi mismunandi háa bilareikn- inga fyrir akstur innanhæjar. Hann segir: „Eg hefi heyrt, að nú eigi hráðum að áka eftir nýrri gjáldskrá, þar sein miðað vérður við þann tima, sem hifreiðin er tekin á leigu og verður viss upphæð greidd fyrir hverja mín- úlu. Verður þetta vonandi til þess, að niéira samræmi verði í því, hvað nienn eru látriir greiða lyrir akstur um hæinn. Mig langar til að segja eitt dænii, sem fyrir mig kom nýverið, og býst eg við því, að það sé nokkur sönnun þess, að oft hafi verið mis- reiknað fyrir aksiurinn. Eg fékk bíl á finnnta tímanmn eftirmiðdag nokkurn. Eg þurfti að skreppa í stað við miðhæinn, síðan inn á Rauð- arárstíg og loks til haka á sauia stað. Hvergi meira en 3—4 niinútna hið. Petta kostaði 13 krónur, og var eg þá ekki búinn að nota bíl- inn í hálfa klukkustund. Sama kvold fæ eg bil á annari stöð, skrepp vestur i hæ, þaðan inn í Höfðaborg, með við- komu á oinum stað, siðan niður i niiðhæ og loks austur lyrir Hringhraut. Þtítta var dndir kl. 10 uin kveidið, næturtaxti og si'/t minni keyrsia en mn daginn, en ökugjaldið var — 15 kr.“ * Erfitt að ráöa Það er af ásettu ráði, sém eg við þetta. sleppi stöðvaheituin og hilanúrii- erum úr hréfi hins tíða farþega, þvi að þetta eina dæmi-er ekki óyggjandi sönn- un þess, að alltaf sé heimtað of liátt gjald af bilstjórum fyrrnefndu bilstöðvarinnar, en starfs- menii hinar siðarnefndu sé alltaf réttláfir. Vérið getur, að þetta snúist stundum við, þvi að víða ei pottur ‘brolinn i ]iessu efni sem öðrum. Bifreiðastjórar hafa flestir skilning á þvi, að það cr mjög bagalegt, er misræmis gætir i verði fyrir bilaleigu, en það er crlitt að gæta fyllstu nákvœnmi í þessum efnum. Stafar það meðal annars af þvi, að inenn fara oft svo iangar leiðir og endanna á milli i bænum, svo að erf- itt er að reikna út gjöldin, þegar allur útreikn- iugnr verour að fara fram i höfðinu og gjald- skráin Hókin, þar -s.oni bæði vegalcngdir og tínri á sólarhring koma til greina. t'.þ iman tou eru líka menn, sem eru ekki smeyk'ir við að snivrja á, ef þeim linnst þörf kréfja. * Gjaldmælar. Bifreiðastjórafélagið Ilreyfiil hef- ir reynt að fá gjaldmæla, en það er erfiðleikum bundið, þeir liggjá ekki lahsir fyrir, fremur en margt af þvi sem sækjá þarf lil annara landa á þessum „siðuslu og-verstu tiinum*'. En að því mun ]>ó konia, að mælarnir verði fengnir á alla bila, og ætti þá að far-a svo, að allir gcti orðið ánægðir, sem hlut eiga að máli. Mælar voru reyndir á Bæjarbilastöðinni fyrir nokkumni árum, en náðu ekki útbreiðslu. Veit eg ekki af hverju það stafaði, en eins og nú er komið þessum máluni, virðast allir sann- íærðir um að rétt sé að taka þá upp nftur. * Ráðstefna „Hefir þú heyrt það, maður? liinna „þriggja Þeir „stóru“ silja suður í Kefla- stóru“. vík og brugga þar ráð sin. Það er sagt, að Slalin hafi búið á Iíótel Klampenborg fyrstu nóttina." Það var neldur en ekki líf i tuskunum í Reykja- vik i gær, þvi að hæjarhúar voru uppfullir af því, að Churchill, Roosevelt og Stalin sarii á rökstólum suður með sjó, annaðhvórt í sjálfri Keflavik eða „Hotel de Gink“, seni kom einna mest við sögu hér uin árið. Menn urðu aílt í einu svo fráneygir, að þeir sáu flugvélar í tuga- tali Jenda á flugvellinum á Reykjanesi og einn mann hitti eg, sem sagðist liafa heyrt að minnsta kosti 30 flugyélar fljúga hér yfir hænum að- faranótt fiinmtudags og taka siðan stefnu ti! suðvesturs. ()g aumingja blaðariiennirnir vissu ekki neitt. Það var „orkan, hasi, glás“ í mönnum, sem gáfu sig á tal við þá, og þegar þeim vom sögð hin niikiu tíðindi, l>á stóðu þeir og störðu á sögumennina eins og naut á nývirki — eða kannske eins og nývirki á naut? Sagan mn fundinn kom i œ fleiri útgáfum ■eftir þvi seni lengur leið og varð ósennilegri i hverjum nýjum húningi. Loks hringdi til niín kunningi niinn og sagðist vera upprunalegi höf- undurinn. Hann hefir nefnilega lengi langað til að verða skáld, og nú þykist liann liafa sánnað hæfileika sína. Nei, þeir eru þvi niiður ekki hér á landi, karl- arnir þrir, og það fréttist áreiðanlega ekkerf af þeiiu, fyrr en fundi er slitið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.