Vísir - 03.02.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 03.02.1945, Blaðsíða 7
Lnugardaginn 3. fehrúar 1945. VISIR% 5£/oi/d r(o. DDouglao.' D^ji/i /íl/ínn 38 ÁGRIP ÞESS, SEM Á UNDAN ER GENGIÐ: . MARICÚS LÚKAN GALLÍó, senator i Rómaborg, fer liörðum orðum á þingfundi um meðfer'ðina á fjármálum ríkisins, en stjórnin er i liöndum GAJUSAR prins, sem fer með völdin i umboði stjúp- föður sins, TíBERíUSAR kéisara, sem er að hcita má lagztur í kör. Um líkt' leyti er MARSELLUS GALLíó, herforingi, i vcizlu, sem liald- in er til heiðurs prinsinum og þar gerir hann sig sekan um að skellihlæja að Iofkvæði, sem kveðið hefir verið til Gajusar. Prinsinn hcfnir sín með því að skipa Marscllus virkistjóra i Minóu (Gaza) i Landinu helga. Til Minóu eru nefnilega sendir þeir menn, sem stjórnin i Róm vill losna við, en vill ekki lögsækja opinberlega, þar sem það numdi vekja óþægilega eftirtekt ahnennings. Þeg- ar Marsellus hefir kvatt foreldra sína, systur og ástmey sina, Diönu Gallus, leggur hann af stað til Minóu og er í för með honuin þræll hans, DEMETRÍUS. Hann er ættaður frá Koríntu á Grikk- lasdi og var gefinn Marsellusi, er hann varð fullveðja. Eru þeir góðir vinir og talast oft við sem jafningjar. — Þegar til Minóu kemur, er virkinu stjórnað að nafninu til af PÁLUSI, hundraðshöfðingja, sem stendur frekar slæ- lega í stöðu sinni, en tekur þvi illa, að Marséllus á að taka við af honum. En Demetrius liafði ráðið Marsellusi til að sýna setuliðinu þegar í stað, að hann væri ekkert lamb að leika við. Gerir Mars- ellus liað, berst við Pálus fyrsta kveldið, sem hann er í virkinu og sigrar. En síðar verða þeir vinir og Marsellus ávinnur sér allra hylli. Iin páskarnir nálgast og herflokkur fer frá Minóu tíl Jerúsalem, til að halda uppi reglu, því að uin allar hátíðir er mikil ólga i fólkinu, sem talar um hið glataða konungsríki sitt og Messias. Þegar herflökkurinn er kominn i augsýn við Jerúsaleip, kemst allt i uppnám á veginum. Þar er einhver á ferð, sem fólkið hýllir. Demetrius lileypur inn i mannþröngina, til að sjá hvað um er að vera. Hann sér þá Mcssias, sem fólkið þráir svo mjög. Hann er að visu hylltur, en tekur vart eftir fögnuði fólksins. Demetrius fcr að hugleiða hlut- skipti sitt .... Nú voru þrir dagar liðnir, hver öðruni líkur. Melas liafði næstum þvi verið of áfram um að sýna honuni það, sem markvert var i borginni. Það gat ekki hjá þvi farið, að þeir yrðu talsvert saman þessa daga. Skvldur þeirra voru fáar og uuðveldlega af hendi leystar. Eins og Melas hafði sagt Demetríusi höfðu þeir ekki annaö að gera en þjóna húsbónda sínum um matmáls- timana, hirða einkennisbúninga þeirra, hjálpa þeim i herklæðiji á morgnana og úr þeim á kveldin. Annars gálu þeir gert það, sem þeim þóknaðist. Morgunverður var fram borinn við sólarupp- rás, en síðan var hersveitunum fylkt á æfinga- svæðinu og Jiðskönnun fór fram. Síðan var nokkurum hluta hverrar deildar skipað að snúa al tur lil skála sinna og vera þar til taks, cf á þyrfti að halda, meðan aðalsvéitirnar gengu út um borgina. Voru þeir undir stjórn hinna yngri forirígja, en fremst fór hersveit landshöfðingj- ans, sem var að visu stærst, en ekki glæsilegar búin en hinar. Þetta var hrifandi og Demetríus hafði gaman af að liorfa á fylkingarnar á göngu þeirra, þegar hann hafði lokið störfum á morgnana. Hermenn- irnir gengu fjórir hlið við hlið, prýðilega búnir, fóru fyrir hornið á larídshöfðingjabústaðnum og námu sem snöggvast staðar, meðan lieilsað var mcð fánanum. Síðan var haldið niður göt- una að musterinu, en á leiðinni þangað var far- ið framhjá lrínni slórfenglegu marmarahöll Kaifasar, æðsta prestsins. Hersveitirnar heilsuðu ekki bústað Kaifasar og ekki heldur musterinu. Tvisvar fór Demetríus i humáttina á eftir fylkingunni. Melas slósl i för með honum og sagði honum óbeðinn frá öllu,- sem fyrir augu bar. Við slikt tækifæri i Rómaborg mundu Inmdruð borgarbúa hafa elt fylkinguna. Iiér var öðru máli að gegna. Ef lil vill var fólkið of geð- stirt eða það lagði svona mikið hatur á Róm- verja. Það gat lika átt sér stað, að það skorti framtakssemi til að greikka sporið, svo að ])að gæti fylgzt með hinum skreflöngu rómversku hermönnum. Demetrius hafði um ævina séð marga tötrum klædda menn, blinda bctlara, ó- sjálfbjarga örkumlamenn, en aldrei í eins stór- um hóp og þarna. Margskonar eymd hafði að visu þrifizt i fæðingarborg hans, Ivorintu- borg, en vesalingarnir þar héldu sig að mestu við höfnina. Einu sinni hafði hann farið til Ajænuborgar með föður sinum og bræðrum — hann var þá lólf ára — og þar hafði hann einnig séð ýmislega vesöld, en borgin hafði verið glæsileg og fögur að öðru leyti. En þessi Jerú- salemsborg, sem kallaðist heilög, var blátt áfram hryllileg. Á hverri gölu úði og grúðj af sjúkum vesalingum, krvpplingum og sóðum. Aðrar borgir höfðu sina galla — jafnvel mikla galla. En Jerúsalem? Það var svo sem ekki að furða, þótt maðurinn á hvita asnanum hefði verið ein- mana! Þegar herflokkarnir snéru aftur til lands- höfðingjabústaðarins, lögðu þeir lykkju á leið sina, svo að þeir fóru i gegnum markaðshverfið, þar sem kaupahéðnar og viðskiptavinir þeirra hrukku fyrir hermönnunum eins og flugur, þvi að hermennirnir gengu drembilega, eins og j>eir vildu segja, að ekki mætti tefja fyrir Tiberiusi keisara. Ef úlfaldi lá á götunni og liafði ekki vit á að fara úr vegi fyrir fylkingunni, þá fór Rómaveldi ekki að stæla við hann um það, hvort hann æiti að liggja kyrr eða færa sig, lield- ur opnuðu hermennirnir raðir sinar og gengu framhjá honum, báðum megin við hann, rétl eins og hann væri eyja eða fjall, sem væri ó- kleift. Allir aðrir forðuðu sér hið skjótasla, þeg- ar hergangan nálgaðist. Á þessari leið herfylkingarinnar var gengið framhjá bústöðum ræðismanna rómverska rík- isins. Þótt þetta væri opinberar byggirígar, voru þær á engan hátt glæsilegar, en staðnæmzt var fyrir framan þær sem snöggvast, til þess að timi gæfist lil að heilsa skjaldarmerki kcisarans á hyggingunum — ekki hinum opinberu full- trúum fýrir Samariu, Dekapolis og Galileu. „Taktu vel eftir,“ sagði Melas, „þegar þeir heilsa fyrir framan hús Herodesar. Þá verður gaman að sjá.“ Það reyndist sanmnæli. Ilerodes hafði með höndum sljórnmálaviðskipti Rómaveldis við Galileu. Þau viðskipti voru hvorki merkileg né umfangsmikil, en liann hafði auðgazt vel i em- bætti sinu. Kveðja sú, sem framkvæmd var við hús hans, var svo stuttaraleg, að það gekk móðg- un næst. „Eg hefi heyrl þvi fleygt,“ sagði Melas lil skýringar, „að þessi Herodes langi lil að verða landshöfðingi. Það er af þeirri ástæðu, sem her- sveit Pílatusar heilsar með þvi að gefa húsinu langt nef. Henni er ef til vill skipað að gera það. Eg veit það ekki.“ Þegar komið var aflur á æfingasvæðið, höfðu hersveilirnar ekki meira að gera, það sem eftir var dagsins. Mennirnir fóru i smáhópum niður i viðskiptahverfið og voru hinir hreyknustu af þvi að sjá hina feiirínislegu aðdáun stúlknanna og liatrið, sem skein úr augum kaupmannanna, þvi að hermennirnir stálu frá þeim, ef þeim bauð svo við að horfa. Á KWíWðKVm Ameriskur hermaður einn, seni verið hefir í Evröpu í prjá mánuði, hefir skrifað konu sinni 600 bréf. Einn maður af liverjum fjörum, sem deyja i Banda- rikjunum, deyr af hjarfabilun. Af 1,394,915 manns, sem dóu árið 1942, dóu 394,915 manns úr hjartasjúk- dómum. Framleiðsla fil harnaðarins i Indlandi er orðinn 9—27 sinnum meiri en fyrir strið. Framleiðslan á skotfærum er 27 sinnum meiri en fyrir strið, á byssu- stingjum 17 sinnum meiri, á léttum vélbyssum 12 sinnum meiri, á rifflum 10 sinrtum meiri, á fallbyss- um og fallbyssuvögnum 9 sinnum og öðrum skotfær- um 4 sinnum meiri. Tréskór (klossar) hafa verið settir á markaðinn i írlandi, vegna skorts á leðri, og kunna báðir illa við þá, neytendur?? og framleiðcndur. Hefir þú tekið eftir siðustu tízku i karlmannafötum? Já, það er kvenfólk. Frá mönnum og merkum atburðum: Boxarauppreistin í Kína. komu hans „í guðlegri návist“ sinni. Skipaði hÚH( Yuan Ghang að fara út úr salnum. Mátti hann þakkal sínum sæla, að slepjia við að verða hálshöggvinnH Þegar hann var farinn, áræddi enginn að mæla íi móti drottningunni. Þótt ckki væri alger eining milli stórveldanna^ varð her þeirra allvel ágengt, þrátt fyrir vasklegal vörn verjenda Tientsin. Skiljanleg er hin mikla gremja Þjóðverja yfir að? sendiherra þeirra var myrtur. Þegar þýzká liðið var búið til brottferðar, fóij keisarinn sjálfur til flotastöðvarinnar til að kveðjal það. Komið var fyrir ræðustól og keisarinn steig % stól þennan og ávarpaði liðið. Minnti hann það á! afrek Húna, og mætti ekki sýna Kínverjum neinai miskunn. Kanzlari Þýzkalands gerði tilraun til a<$ draga úr stóryrðum keisarans, og ræðan kom með| allmiklu mildara orðalagi en hún var flutt í flestum! blöðum landsins, en fréttaritari nokkur náði ræð->, unni orðréttri, og var hún birt, og kannske er þaiS vegna hinna ógætilegu orða keisarans, að Þjóðverj-j ar voru jafnan í heimsstyrjöldinni 1914—18 kallað* ir Húnar. Það voru Japanir, sem veittu Þjóðverjum aðstoo^ til þess að hafa hendur í hári morðingja sendiherr ■ ans. Þeir voru að gera húsrannsókn hjá veðlánaral í Peking og fundu þar gullúr, með miða, sem á varí letrað: En Hei. Á gullúrið voru letraðir einkennis-< stafir sendiherrans. Þeir leiluðu upjrí undirforingj- ann, og hann játaði af mikilli hreykni, að hann liefði drýgt þessa dáð. Hann kvaðst hafa hlýtt gefnuní fyrirskipunum. Hann var spurður, hvort hann hefðí verið drukkinn. IJann svaraði með því að reka upgj hlátur. Hann kvaðst liafa vcrið ódrukkinn og alvegj með réttu ráði. liann var hreykinn af því, sem hann! hafði gert fyrir land sitt. „Og nú getið |>ið háls-* höggvið mig.“ Japanar afhentu úndirforingjann ]) ýzkuin liér-. mönnum, sem fóru með hann á staðinn, þar seni sendiherrann var myrtur, og þar var morðingi Jians) hálshöggvinn. Þegar hersveitir handamanna komu til Peking var| enn verið að myrða trúboða hingað og þangað um| landið, þótt sumir fylkisstjórar reyndu að koma I veg fyrir slík hermdarverk. Einn þeirra var svij)t- ur öllum heiðursmerkjum á l'lótta droltningarinnart frá höfuðborginni. I Chaochang var mandaríni nokkur, sem gerði tií- raun til að bjargá mörgum kristnum mönnum frá! illum örlögum og tókst það, ])ótt sumir vildu ekki! fara að ráðum hans. Hann beitti sérkennilegri kín-< v.erskri aðferð. Hann vissi, að hinir kristnu meniK mundu aldrei ganga af trú sinni, og útbjó handaj þeim íuiða, sem á var letrað á kínversku „að hand- hafi lofaði iðrurí“. Mandaríninn kvað sérhvern krisí- inn mann geta lýst yfir slíku, en Boxararnir mundií skilja þetta svo, að ])eir hel'ðu horfið frá villutriG og þannig mundu þeir sleppa. En margir vildnl ekki nota sér þetta. Þeir vildu ekki grípa fram fyrir; hendur forsjónarinnar og sættu sig við að deyjÁ sem píslarvottar. Sumir trúboðanna létu ekki jiyndal sig og hálshöggva, án þess að veita mótsj)yrnu, þvi að margir þeiri'a voru hugrakkir menn. Trúboðarn- ir voru misjöfnu vanir og Iiöfðu löngum húið við] hættui', þvi að andúð hafði jafnan verið megn gegrt þeim, ])ótt ekki hrytist hún út jafn stói'kostlega og þegar öllu taumhaldi var slej)j)t á Boxurunum. Grimmdai'æði drottningai'innar var nú komið A1 ])að stig, að hún hél 50 dala verðlaunum fyrir hveriý erlendan kai'lmann, sem veginn vai', 40 fyrir hverjal konu og 80 fyrir hvert bam. Jung Lu hafði áhyggjur af þessu og spui’ði drottn- inguna, hvort hún héldi að vegur Kína mundi A nokkurn hátt verða meii'i, ])ótt hún færi þannig að* Hún mundi verða að athlægi um heim allan, ef húinj héldi uppteknum hætti, og taj)a áliti sínu sem sanii- gjai'n og umburðarlyndur ríkisstjórnandi. „Já,“ sagði drottningin, „en þessir litlendingai^ sem þér bei'ið svo mjög fyrir brjósti, vilja svipta! mig völdunum, og eg er að jafna reikningana. Og cg vil að yður vérði Ijóst, hver það er, sem ræður/'’ Boxai'arnir alneituðu Jung Lu sem föðurlands-* svikara og % herliðs hans gekk i lið með þeimj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.