Vísir - 23.03.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 23.03.1945, Blaðsíða 2
2 VISIR sem kærð var fyrir opin- bert veísæmisbrot. ^ Nýlega kom í bókaverzlan- ir amerísk skáldsaga, eftir Erskine Caldwell, sem vakið hefir mikið umtal, deilur og málaferli í ættlandi höíijnd- arins. Iíom svo langt, að gera átti bókina upptæka, en am- erískir dómstólar vísuðu kær. unum á bug’. Á íslenzku liefir bókia lilotið heitið „Dagslátta drottins“ og hefir Hjörtur Halldórsson þýtt hana á ís- lenzku, en Kringluútgáfan gefur liana út. Höfundur þessarar hókar, Ersltine Caldwell, er fæddur i Bandarilcjunum og í bók- íim sínum lýsir hann aðal- lega lifnaðaríiáttum og þjóð- lifi í Suðurríkjum Banda- rikjanna. Ein skáldsagna hans, Hetjur á lieljarslóð, kom út i þýðingu Karls ís- fcld í fyrra, en auk þess hafa smásögur hirzt eftir liann i íslenzkum tímaritum. Þyð- andi þessarar hókar, Hjört- ur Halldórsson, er nú með aðra bólc í þý.ðingu eftir - Caldwell, en það er „Tobacco Road“. Við útkomu bókarinnar i Bandaríkjunum árið 1933, var útgefandi hennar kærð- iu' fyrir opinhert velsæmis- hrot vegna þess að hókin var talin „ósæmileg, lostafengin, kynósa, sóðaleg, hneykslan- leg, og andstyggileg“. Rétturinn vísaði ákærunm á hug og segir m. a. svo i nið- urstöðum dómsins: „Rétturinn hefir kynnt scr ])á hók, er um ræðir, af mik- illi nálcvæmni. Bókin er til- raun til þess að gefa raun- hæfa mynd af lífinu eins og þvi er lifað af hvítri fjöl- skyldu í Suðurrí k j unum, hændafjölskyldu sem ekki hefir notið neinnar fræðslu eða menntunar. Ein dóltirin í fjölskyldu þessari er gift verkamanni í einum af verk- smiðj ubæj um Suðurrikj- anna. Víxláhrif eiga sér stað mijli Iiins níðurnídda sveila- heimilis og verksmiðjubæj- arins. Fólk vetksmiðjuhæj- arins og sveitaheimilisins er hvort tveggja fallið i ýtruslu fátækt. Það er sneylt öllum möguleikum til aukins þroska og kynférðislivatirn- ar sitja í fyrirrúmi. Þetta er óbrotið fólk í öllu eðli sínu, sem hættir við að gefa liinum æðislegustu ástríðum lausan tauminn i livívelna. .. .'. Bókin er rituð af einlægni og áhuga í þeim tilgangi að gefa sanna og lieildarlega mynd af sérstakri hlið þjóðlífsins í Suðurrikjum Bandaríkj- anna. Það sem vakir fyrir höfundinum er að skapa raunhæfa mynd. Ákveðnir drættir liljóta að finnast í slíkum myndum. En þótt þessir drættir tákni það sem almennt er kallað hin kyn- ferðislega Iilið mannlegs lífs, og það að vísu af lilífðar- lausri lireinskilni, treystir rétturinn sér ekki til þess að segja að þessi lýsing hafi alls ekki tilverurétt. Málið er Föstudáginn 23. marz 1945 ■v Síðasti víkingimnn. Fræg skáldsaga, eítir Johan Bojer, á íslensku. Hjá Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar á Akureyri er ný- komin þekkt norsk skáldsaga á markaðinn, „Síðasti víking- úrinn“, sem talin er ein bezta skáldsaga þessa ágæta höf- undar. Steindór Sigurðsson þýðir hókina á íslenzku og ritar hann í bókarlok ítarlega ritgerð um höfundinn og hók- ina. Þar segir: „Þessi litla bók er verald- arsaga, — þar sem okkur er sýndur Ijóslifandi svolítill sérstakur heimur, og sjáum þar sögu hans gerast með öllu sínu lífi og starfi um eins aldarfjórðungs skeið, — sjó- um og skynjum allar hans hræringar, smáar og stórar, og hin margvíslegu blæbrigði staða og stunda. — Og þella er gert með þvílikri snilld hins mikla meistara í túlkun á umhverfi og andhverfu (miliu) einnar heildar, — að manni er gert unnt að heyra og sjá urmul lifandi einstak- linga, — að lifa hreint og heint, meðal fólksins þar og kynnast því svo persónulega, að maður þekkir hvern ein- stakan í lokin yzt og innst, -—• eins og fólkið i daglegu umhverfi manns, og maður er eins og heima hjá sér í þessu umhverfi.“ Ennfremur segir þýðand- inn: „... . En samt kom hún mér algerlega á óvárt, eftir að eg var byrjaður á verkinu við að íslenzka hana, og kom- inn nokkuð áleiðis. Eg liafði ekki skilið til fulls fyrr, með hvílíkum áfburðum þessi bók var gjör frá höfundarins liendi, hvílík leikandi snilld hafði hrugðið allan vef þess- arar frásagnar. Innan minna þekldngartakmarka um hók- menntir verð ég að líta á liana sem einsdæmi í vinnu- hrögðum.“ „Den sidste viking“ kom fyrst út árið 1921 í Noregi og hlaut þá þegar einróma lof gagnrýnenda, ekki*einungis í Noregi, heldur og víðsvegar á Norðurlöndum. Seinna var bókin þýdd á fjölda túngu- mála og þykir með öndvegis- ritum norskra rithöfunda, Áður hafa verið þýddar á íslenzku eftir sama höfund „Innsta þráin“, skáldsaga, og „Ástaraugun“. Hafa þær báð- ar hlotið miklar vinsældir. Heimilisblaðið, 1.—2. tbl. þesa árs. er nýkcipio út. Nýlega er komið á mark- aðinn 1.—2. thl. af yfirstand- andi árgangi Heimilisblaðs- ins, en það er 34. árg. blaðs- ins. Heimilisblaðið hefir jafnan lagt áhezlu á að vera í enn skemmtandiog fræðandi fyrir lesendur sína og hefir fyrir löngu áunnið sér rót- grónar vinsældir, sem stöð- ugt fara vaxandi. Hið nýúíkomna hlað af Heimiligblaðinu er bæði fjöl- hreytt og skemmtilegt og prýtt fjölda mynda. Það hefst á grein, sem nefnist Is- landsferð fyrir 100 árum, og er það þáttur úr ferðabók þýzkrar konu, sem sótti Is- land lieim fyrir réttri öld síðan. Segir í grein þessari frá komu frúarinnar til Hafnarfjarðar og dvöl henn- ár í Reykjavík. Er þar ýtar- lega lýst áhrifum þeim, sem höfundurinn varð fyrir við dvöl sína i höfuðstaðnum, svo og bæjarlifiriu og hæjar- búum, eins og þeir komu frúnni fyrir sjónir. Fylgja grein jæssari nokkrar gaml- ar myndir úr Reykjavik og' Hafnarfirði. Þá er í hlaðinu fjölbreytt- ur þáttur, sem nefnist Skugg- sjá. Er þar að finna frásagn- ir af nýjungum í vísindum og tækni, fréttir og ýmsan fróðleik. — Skýrir blaðið svo frá, að það muni verja veru- legu rúmi fyrir þennan þátt framvegis, en hann er liinn fróðlegasti og skemmlilegur aflestrar. Upphaf nýrrar framhalds- sögu birtist í þessu hlaði. Nefnist lnin Maðurinn frá Al- aska og er eftir kunnan am- erískan höfund, James Oliver Curwood. Njóta sögur lians mikilla vinsælda. Þá flytur Heimilishlaðið að þessu sinni níundu grein sína um þróun málaralistarinnar. Fjallar luin um ítalska málar- ann Titian og fylgja lienni myndir af málverkum eftir hann. Er þessi greinaflokkur blaðsins hæði skemmtilegur og fróðlegur og liafa hirzt í sambandi við hann myndir af ýmsum kunnustu lista- verkum í heimi. Loks eru í hlaðinu stuttar frásagnir úr gömlum blöð- um, undir fyrirsögninni: Fyrir sjötíu og fimm árum, og ýmislegt annað efni, Af nýmælurii, sem blaðið hefir á prjónunum, má nefna það, að það hyggst að birta framvegis valda kafla úr ferðabókum útlendinga, er -ferðast hafa um Island, og hirtist fyrsti þátturinn í þessu blaði, eins og að ofan segií. Within the Ciide Nýlega er komin út í New Yorlc ný bók með þessu nafni eftir frú Evelyn Stefánsson, lconu landkönnuðsins heims- fræga, Yilhjálms Stefánsson- ar. Fjallar hókin um allar eyjar norðan heimsskauts- haugsins, þar á me'ðal Grims- ey. Þetta er önnur bók frúar- innar á tveim árum um svip- að efni. Hin var'um Alaska. Þessi nýja bólc er prýdd fjölda fagurra mynda frá hinum ýmsu eyjum þar á meðal myndum frá Grimsey. Að öðru leyti er allur frá- gangur á þessari hók hinn smekklegasti. Frú Stefánsson liafir sér- staklega góða aðstöðu til að vita mikið um hin norðlægu landsvæði, enda her hókin það með sér í hvívetna. Fyrst og fremst hefir frúin unnið árum ’saman með manni sín- um á hinu fræga bókasafni um íshafsmálin og' auk þess að rannsóknum á þessum svæðum fyrir her og flota Bandaríkjanna. Þari landsvæði, sem hókin fjallar um auk Grímseyjar eru nyrztu hlutar Rússlands, hæði Asíu og Evrópumegin, nyrztu hlutar Skandinavíu, Lappland auk þess liluta Alaska sem er norðan við heimskautsbauginn. Enn- fremur ýmis smærri eyja- og landsvæði innan lieiin- skautsbaugsins. I kaflanum sem fjallar um Grimsey kemur fram hversu frúin cr lo.mnug íslenzkum siaðhátt- um og liversu mikinn vinar- liug liún her til alls, sem er af íslenzku bergi brotið. einnig ruddalegt og ófágað. En rétturinn getur ekki kraf- izt þess af höfundinum, að Íiann láti frumstætt og ó- menntað fólk tala fágað rnál“. ferðabók um Island. Ferðabók Duíferms lávarðar (Letters from High Latitud- es) birtistnú í fyrsta skipti á íslenzku í þýðingu Hersteins Pálssonar. •—• Það gegnir furðu, aS ferSabók um ísland, sem birzt hefir í tugum útgáfa á enskn tungu — meSal annars í al- þýSuritsöfnum, eins og World Classics — skuli ekki bafa venS þýdd fyrr á ís- lenzku. Dufferin lávarSur var á síSustu öld heimsfrægur stjórn- málamaSur, meSal annars sendiherra í Rússlandi og Tyrk- landi, landstjóri í Kanada og varakon- ungur Indlands. En auk þess var hann afburSasnjall ritböfundur, eins og glögglega kemur fram í bók þessari í hinum heillandi lýsingum frá íerSum hans um NorSurhöf. — Allir íslendingar ættu aS lesa þessa bók, því aS Dufferin lávarSur var mesti, ef ekki éini íslandsvinurinn, sem ferSaSist hingaS á síSustu öld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.