Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 6
EVÍÐSJÁe BÓNDINN, SEM STJÓRNAR FLU GFERÐUM. Búndi nokkur íBandaríkj- unum, Frank Dlugos að nafni, er eini maðurinn þar í landi, og að líkindum í heiminum, sem hefir rétt til að banna, að flogið sé yfir land lians. Býlið, sem hann á, er skammt frá Allentown —Betlehem flugvellinum í Pennsylvaníufylki. Völlinn nota flugvélar United Air Lines-félagsins, og á honum hefir verið mikið að gera, síðan aðalflugvellinum við Fíladelfíu var lokað í fyrra, en hann er í sjötíu mílna fjarlægð. Þegar flugvélarnar þurfa að lenda, verða þær oft að fljúga mjög lágt yfir landi Dlugos. Segir liann, að altt ætli vitlaust að verða á bæn- um hjá honum, sérstaklega um uppskerutímann. Hann er dauðhræddur um að verða fyrir flugvél eða troðinn undir hestum, sem flugvél- arnar fæla. Dag nokkurn á síðastl. ári tók hann sig til og kærði flugfélagið f'yrir að fljága yfir landareign sína. Réttur- inn fyrirskipaði, að flugvél- ar félagsins mættu ekki fljúga igfir land hans lægra en í 35 metra hæð. Það er ekici alltaf mögulegt fyrir flugmann að forðast það, að fljúga i minna en 35 metra hæð, þegar hann ætlar að lenda, svo að félagið hætti að nota völlinn, til þess að eiga ekki á hættu að brjóta lögin, mcðan málið var fyr- ir rétti. Skömmu seinna felldi rétt- urinn þann dóm, að 100 feta breitt svæði skyldi vera ó- truflað yfir landi Dlugos, í 10 daga á ári. Þetta gefur onum vissan tíma árlega til að vinna að uppskeru sinni óáreittur, og á meðan geta flugvélar félagsins að- eins lent á vissum brautum á vellinum, og eftir því á lwaða átt vindurinn er. Dlugos þarf aðcins að til- kynna með fimm klukku- tíma fyrirvara, hvenær hann vill að flugbannið gangi í gildi. Þótt dómurinn ætti að gilda til „eilífðarnóns", var hann samt sem áður ekki í gildi, nema til 1. apríl síð- astl., eða eins og Webb Shad- le sagði, — en hann er for- stöðumaður nefndar þeirrar, sem f jallar um einstök deilu- mál milli einstalclinga og flugfélaganna: „Úrskurður- inn er aðeins tilraun að ráða fram úr þessu vandamáli, en honum má áfrýja.“ Svo mörg áður óþekkt viðfangs- efni koma nú daglega fram á sjónarsviðið í sambandi við. flugmálin, að lagalegir úrskurðir, hliðstæðir þeim, sem liér að framan getur, verða tæplega til frambúð- ar, fyrr en meiri reynsla er fengin í þessum málum al- mennt. Nýir kanpendur Vísis fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Hringið í síma 1660 og tilkynnið nafn og heimilis- fang. V I S I R í; « Cr GLEÐILEGT SUMAR! Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar a a «} a g a a a £ a a a a a a a a loooooooooooooooocooooooooooooooooocoooooooooota a e a GLEÐILEGT SUMAR! g a a a Hjálmar Þorstcinsson & Co. « Verksmiðjan Max h.l. % ð SOOOCCOCCOOOCCOOCOOCCOÖOOOCCOCOOCGOCOOOCOOötS? a 8 GLEÐILEGT SUMAR! Þökk fyrir veturinn. Segull h.f. Nýlendugötu 26 jíOöOöOOöOOOöOOOOOOCOOOOOOOOCOOOöOöOööOOOööOöOt GLEÐILEGT SUMAR ! Fatagerðin Miðtún 14. JIÖCCÖCCÖCÖCCGOCÖGGGCGGÖGOÖCÖÖCCÖCOÖGOCÖOGÖCÖÖÖÍÍ I GLEÐILEGT SUMAR ! Verzlun B. H. Bjarnason. j.lOílOööo'cCööCööCöCOGOCCöCöOOOööCööööCOööílCíiOööCíj GLEÐILEGT SUMAR ! Þökk fyrir veturinn. | H.f. G 1 ó ð i n | Raftækjaverzlun og vinnustofa g Skólavörðustíg 10. eSOÖOOöCOCÖCCCÖCOCOOCCOÖOOCCCQOOCOOCCÖCOÖOöCOOO ö a g I a GLEÐILEGT SUMAR! VERZL^ {-ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOtlOOOOOO'g B GLEÐILEGT SUMAR! Amatörverzlunin. ” p Laugavegi 55. eiOöÖÖÖÖÖÖÖCÖÍÍÖGÖÖÖÖGGOÖööGÖOÖÍlOÖOOÖCÖOÖÖÖtSCÖOt: p | GLEÐILEGT SUMAR! Kjötbúðin Borg. ÍÖOíÍOÖÖtiCOÖÖCÖCÖCOGÖÖÖCOOOOÖOÖÖCCOGCÖÖOOOOOOíC Miðvikudaginn 18. april 1945. Kaupmaðurinn í Feneyjum. Margir niunu hafa heðið sýningar Leikfélagsins á Kaupmanninum í Fenej'jum með eftirvæntingu. Það var orðið langt síðan Sliake- speare-leikrit hafði sézt hér á leiksviði, en margir munu samt hafa minnzt með á- nægju sýninga Leikfélagsins á Þrettándakvöldi og Vetrar- ævintýri, sem Indriði Waage setti á svið fyrir mörgum ár- um. Að ]>essu sinni er að vísu enn sýndur gamanleikur, en hann er almennt talinn veiga- mesti gamanleikur Shake- Skemmtilegur dagskrárliður. Einsöngur ungfrú önnu Þórhallsdóttur í Dóm- kirkjunni. Síðasti dagskrárliður út- varpsins fyrir seinni frétta^ tímann i gærkveldi var ó- venju skemmtilegur, en það var einsöngur ungfrú önnu Þórliallsdóttur. Ungfrúiu hefir sérstaklega vel þjálfaða og hreimfagra rödd, sem nýt- ur sín alveg sérstaklega vel í hlj óðnemanum. Lögin, sem ungfrú Anna Þórhallsdóttir söng i gær- kveldi voru mjög smekklega valin. Undirleik fyrir ung- frúna annaðast Sigurður ís- ólfsson af mikilli prýði. Ungfrú Anna Þórhallsdótl- ir hefir oft sungið opinber- lega, hæði einsöng og með kórum og er því þekkt söng- kona meðal ibúa höfuðstað- arins. Hinsvegar hefir ung- frúin ekki látið oft til sín heyra í ríkisútvarpinu, en söngur hennar þar i gær- kveldi sannar, að hún nýtur sín ekki síður við hljóðnem- ann en augliti til auglitis við áheyrendurna. Væri því vel til fallið, að útvarpshlustend- um gæfist oftar kostur á að hlusta á ungfrúna hér eftir en hingað til. KROSSGÁTA Nr. 37 Skýringar: Lárétt: 1. Land í Evr., 6. út- limur, 8. forsetning, 9. jiegar, 10. greinir, 12. Ameríkani, 13. leit, 14. tveir eins, 15. manns- nafn, 16. sælá í dauðanum. Lóðrétt: 1. Fisk, 2. gjald, 3. handlegg, 4. samhljóðar, 5. niða, 7. ú,thaf, 11. öðlast, 12. griskan guð, 14. bókslafur, 15. bókaútgefandi. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 36: Lárétt: 1. ítalía, 6. Masla, 8. eg, 9. óf, 10. rán, 12. ámu, 13. ar, 14. Fr. 15. öln, 16. kró- ana. Lóðrétt: 1. Ifæran, 2. am- en, 3. lag, 4. is, 5. atóm, 7. afurða, 11. ár, 12. árna, 14. fló, 15. ör. speares og ganga næst sorg- arleikjunum að fyrirhöfn og kröfum til leikara. Meðferð leikstjóra, leikara, leiksviðs- málara, ljósameistara og leiksviðsmanna á þessu vandasama leikriti er öll með þeim ágætum, að miklar von- ir má gera sér um að félaginu takist að leysa enn vandasm- ari viðfangsefni eftir saina liöfund með miklum sóma. Þeir, sem eml hafa elcki séð þessa sýningu, eiga þess kost þessa dagana að sköða nokkr- ar óvenjulega góðar Ijós- myndir frá sýningunni í Skemmuglugganum. Hafa þessar myndir það fram yfir venjulegar senumyndir, að þær eru litaðar í réttum lit- um og gefa því betri liug- mynd en ella um litskrúð og litasamsetningu. Sýna þær glögglega liin vönduðu vinnu- brögð leikstjórans, Lárusar Pálssonar, sem ráðið hefir ,grúpperingu‘ leikaranna, og málarans, Lárusar Ingólfs- sonar, sem ráðið liefir tilliög- un leiksviðs og útliti búninga. Á samstarfi þessara ágætu listamanna byggist hinn góði árangur fvrst og fremst. Er það engin tilviljun, að hér vinna saman í ágætu sam- starfi menntuðustu leikhús- menn vor Islendinga. Stíll slíks leikrits verður ekki til af hendingu. Til þess að undir- búa það þarf gagngerða þekk- ingu og fágaðan smekk, sem enginn getur aflað sér nemá með löngu námi og ströngu. Á það liefir oft verið bent. liversu hfrænt samband við liið merkasta í listsköpun annara þjóða sé nauðsynlegt þjóðlegri list. Það er heldur engin tilviljun að listamenn eru yfirleitt allra manna við- förlastir og kunna þvi illa að vera til lengdar einangraðir. Eg get þessa hér, af því að bæði Lárus Pálsson og Lárus Ingólfsson hafa nú á striðs- árunum dvalið um hríð í Englandi og kynnt sér þar hið bezta, sem ensk leiklist hefir upp á að bjóða. Það liggur því nærri að bera þessa sýn- ingu saman við enskar sýn- ingar á sama leikriti, en Kaupmanninn hef eg séð allra leikrita oftast. Það er skemmst frá að segja, að islenzka sýningin stenzt ekki einungis saman- burð við góðar enskar sýn- ingar, heldur skarar hún á sumum sviðunT beinlínis framúr þeim. Raunar má segja að hin ýmsu hlutverlc leiksins séu yfirleitt jafn- betur leikin í Englandi. En um tvö aðalhlutverkin, Shy- loclc og Portíu, er það að segja, að eg hef fáar Portiur betri séð í Englandi og engan Shylock. Veldur það eigi lilln. um árangur sýningarinnar að þessi hlútverk skuli vera svo vel af hendi leyst. Antóníó kaupmaður fórst Vali Gisla- syni vel úr liendi, og veltur talsvert á meðferð þess hlut- verks, jió eigi nærri eins og á hinum tveim. önnur hlutverk voru óaðfinnanlega leikin, nema Bassaníó, sem var ó- þarflega máttlaus í höndum Gests Pálssonar, og furstinn af Arragon, sem Jóni Aðils tókst ekki að gera að lífandi manneskju. Leikur þeirra við val skrínanna var áberandi fyrir þá sök, að Brynjólfur Jóhannesson (Marokkó) hafði leikið samskonar atriði með miklum tilþrifum. Og úr þvi að minnzt er á leikara, sem gerði mikið úr litlu hlut- verki, verður ekki komizt hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.