Vísir - 15.05.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 15. mai 1945 VlSIR 3 Vertíðinni á Suðurnes jum senn lokið. Heildarafli bátanna um 100 skippundum minni en á síðustu vertíð. VertíSarlok fara nú að nálgast um land allt. I Sandgerði eru bátarnir ýmist hðettir eða að hætta, og um Keflavíkurbáta gild- ir sama máli. Yfirleitt mun vertiðin á Sandgerðisbátum vera heldur verri en síðastliðinn vetur. Um einn þriðja bátanna mun stunda sjó enn, en gert er ráð fyrir að þeir hætti róðrum í þessari viku. Meðalafli á bát á þessari vertíð er um 800 til 1000 slcippund, en það er um 100 skippundum minna en í fyrra. Hæsti afli á bát er um 1600 skippund. Meðal hásetalilutur er 7— 8000 krónur. Af því verða há- setár að greiða fæði, sem i flestum tilfellum neinur 1600 til 1800 krónum yfir alla ver. iíðina. öin helmingur fiskjarins liefir verið látinn í hraðfrysti- liús, en hinn hehniug aflans hafa fisktökuskip tekið jafn. óðum. tJm % hlutar þess fiskjar, sem látinn hefir verið i hraðfrystihús á verstöðvun- um við Faxaflóa í vetur mun þegar vera fluttur úr landi. \Teiðarfæratap mun ahnennt vera minna hjá bátum í Sandi* gerði í ár en í fvrra. Frá Keflavík réru alls 22 bátar í vetur. Voru þeir flestií úr Keflavík og Ytri Narðviki- um. Þessir bátar eru nú flest- ir hættir róðrum nema fjórir, sem fóru á sjó í dag. Aflaliæstu bátarnir i vetur fengu alls um 1700 skippund. Er það um 100 skippundum minna en í fyrra. Meðalafli á bát var uin 900 skippun'd en um 1000 skippund i fyrra. Meðal húsetahlutur mun vera nálægt 8000 krónum. Af þvi þurfa hásetar að greiða fæðí sitt yfir vertíðina. Um 60% af aflanum fóru i hraðfrystihús en liitt í skip lil útflutnings og ú innan- landsmarkað. Veiðarfsératap var almennt mun minna en í fyrra. Engir skiptapar urðu á þessari vertíð frá Keflavik eiij einn hátur fórst j>aðan jj fyrra. Gæftir voru góðar út janúarmánuð, og aflaðist þá vel. Eftir það voru gæftiij lieldur tregar. Munar í flest-j um tilfellum um 100 skip- pundunum á lieildarafla bát- anna borið asman við síðustu vertíð. Söinunin fyrii Dani 09 Noiðmenn fæi ágæiar undiitektii úti um land. Allir sýslumenn og lögreglustjórar vinna að söfnuninni. Ríkisstjórnin gengst fyrir fjár- og gjafasöfnun handa bágstöddum Dönum og Norðmönnum um þessar mundir. Sýslumenn allir og lög- reglustjórar livarvetna á landinu vinna að söfnuninni og auk þess flestir hrepps- stjórar. Láta þeir allir vel af undirtektum. Á laugardag voru gefnar út tvær tilkynningar um þetta efni og fara þær hér á eftir: Avárp frá rílcisstjórn íslands. Undanfarna daga hafa ís- lendingar fagnað því, að bræðraþjóðirnar í Dan- mörku og Noregi hafa end- urheimt frelsi sitt. Ríkisstjórnin hefir ákveð- ið að minnast þessara gleði- líðinda með þvi að beita sér fgrir skgndifjársöfnun í því skgni, að stgrkja bágstatt fólk í þessum löndum. Er ætlunin að senda matvörur og klæðnað til Noregs og Danmerlcur. Hafa þegar ver- ið gerðar ráðstafanir iil að útvega skip til þessara fluln- inga. Söfnunin stendiw aðeins yfir í tvær vikur, eða til laugardagsins 26. maí. Ríkisstjórnin hefir sltip- að fimm manna nefnd til að annast framkvæmd málsins. i nefndinni eiga þessir menn sæti: Gunnlaugur E. Briem, formaður, Birgir Thorlaci- us, Bjárni Giiðmundsson, Heiirik Sv. Björnsson og Torfi Jóhannssön. Mun nefndin titkgnna al- menningi allt, er varðar til- liögun söfnunarinnar. Ríkisstjórnin skorar á alla íslendinga að verða fljótt og vel við tiimælum hennar um fjárframlög. Rikisstjórn íslands, ' 12. mát 19'f5. Fiéttahömlui úi sögunni. öryggishömlur þær, sem hér hafa verið að undanförnu á ýmsum fréttaflutningi, eru nú úr sögunni. Eins og lesendum blaðanna mun kunnugt — og hlustend. um útvarps — hafa ekki ver- ið birtar fregnir, sem voru þannig í eðli sínu, að þær gátu veitt Þjóðverjum mikilvægar upplýsingar, sem gátu orðið til þess, að þeir gerðu liér loftárásir á mannvirki eða tepptu liingað siglingar me^ einliverju móti. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær hjá _Dóra Hjálmarssyni ofursta, til- kynnti hann, að þessar regl- ur væru nú uppliafnar. TILKYNNING frá Landssöfnuninni. Með skírskotun til ávarps ríkisstjórngrínnar um söfn- un til stgrktar bágstöddu fóllti í Danmörku og Noregi, tilkgnnist efJLirfarandi: 1. Söfnunin hefst mánudag- inn lð. þ. m. Safnað verð- ur peningum, fatnaði og matvörum. 4 2. t Regkjavík hefir Lands1 söfnuin opnað skrifstofu í Vonarstræti ð og veitir hr. framkvæmdarstj. Eyj- ólfur Jóhannsson henni forstöðu. Skrifstofan er opin frá kl. 10 f. h. til lcl. 10 e. h. Símar nr. 1130, 1155, V203 og ð2öb. Gefendur eru vinsam- legast beðnir að afhenda skrifstofunni gjafir sínar eða tilkgnna henni um þær, og verða gjafirnar þá sóttar. Einnig veila af- greiðslur blaðanna í Rvik fégjöfum viðtöku. 3. Utan Reykjavíkur munu póstafgreiðslur landsins annast móttöku peninga- gjafa og fatnaðargjafa. Gefendur utan Reykja- víkur eru vinsamlegast beðnir að afhenda gjafir sínar til næstu póstaf- greiðslu eða beint til Landssöf nunarinnar í Reykjavík. Lögreglustjórunum hef* ir verið falið að gangast fgrir söfnunirtni utaií Reykjavikur. Reykjavík, 12. maí 1945. j LANDSSöFNUNARNEFNDINi ; j Skrifstofan var opnuð kl. 10 í morgun og þá strax byrj- uðu gjafir að streyma inn. Auk þess hafa borizt tilkynn. ingar frá allmörgu fólki um fatnaðargjafir. Flugkeimsla — Framli. af 1. síðu. kennslu sem nauðsynleg er samfara þessu námi. Samkvæmt alþjóðasam- þykktum þarf átta klukku- stunda flug með kennara undir minna próf áður en nemandinn fær að fljúga ein. samall, en auk þess um 40 klukkustundir annaðlivort einsamall eða með kennara ef þörf krefur áður en nem- andinn fær að ganga undir prófið. Um kostnaðinn við þetta nám er ekki unnt að segja enn, því engar áætlanir hafa enn verið gerðar i þeim efn- um, en ]>ær munu verða gerðar eins fljótt og unnt er. Við munum taka á móti um- sóknuni á næstunni, en'vél- arnar munu eklci koma til landsins fyrr en í næsta mán- uði og flugkennslan mun ekki geta liafizt fyrr eí> i júlí. Vélarnar eru þannig út- búnar að unnt er að þjálfa menn i blindflugi í þeim. Þær eru smiðaðar af De-Havi- land verksiriiðjunum, en þær smíða sem kunnugt er hinar kunnu Mosquito orustuflug- vélar. Hér á landi eru tvær flugvélar, smiðaðar af þess- um ýérksmiðjum, í eigu Flugfélags Islands, sem hafa reynst mjög vel. Innlend flug- kennsla nauðsyn. — Við lítum svo á, að nauðsyn sé að koma á stofn flugkennslu hér innanlands, bæði með einkaflug og al- mennt flug fyrir auguni. Það er alveg astæðulaust, að ung- ir menn sem vilja og geta lært að fljúga séu tilneyddir til að fara til annara landa til þessa náms, að minnsta kosti undir minna próf. Það er að öllu leyti æskilegt að geta flutt þessa starfsemi inn í landið. Við nám undir minna próf er auðvelt að ganga úr skugga um hvort menn eru hæfir til að læra þessa grein, i þeim tilgangi að taka að sér flug í almennings þágu en fjugnám erlendis er .mjög dýrt og æskilegast að til slíks náms fari einungis þeir sem vitað er að liafa til þess heztu hæfileiká. Flugkennsla hér innanlands mýndi flýta mjög fyrir þjálf- un góðra flugmanna á ódýr- an og auðveldan liátt, eil þeirrá verður vafalaust mikil þörf í framtíðinni. Auk þess er flugið ein eftirsóknarverð- asta iþrótt og skemmtun fyr- ir nnga' menn, sem nú er Fjallvegir teppast. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefir fengið frá Vegamálaskrifstofunni eru fjallvegir víðsvegar á Vestur- landi óðum að teppast vegna fannkyngi. Fróðárheiði er teppí, svo og Kerlingarskarð og Holta- vörðuheiði. Fjórði bekkur Kvenna- skólans var á ferð til Stykk- ishólms í gær, en snéri við lijá Hjarðarfelli og fór til Borgarness. í gærkveldi talaði tíðinda- maður Visis við Snæfelisnes og þá var þar liarðneskjuhríð, varla fært milli liúsa og miklir skaflar komnir. Frá ísafirði hafa fregnir borizt um, að þar hafi verið hríðarveður í allan gærdag og nótt og í morgun verið allt að kíofdjúpur snjór á götunum. Fregnir liafa ekki borizt úr sveitum enn sem komið er, en mikil liætta á að unglömb hafi drepizt unnvörpum, því sauðburður er bvrjaður um land allt. Hátt á fjórða þósund manns sáu sýningu Handíðaskólans. Vorsýningu Handíðaskól- ans var lokið í gærkvöldi. Aðsókn að henni var mjög góð. Alls sóttu sýninguna hátt á fjórða þúsund manns. I gær var nemendum úr framhatdsskólum boðið að sjá sýningua ókeypis. Síðdegis i gær hafði blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, hr. Bjarni Guðmundsson umráð iyfir sýningunni. Á meðal gesta lians var sendi- herra Rússlands. Áður höfðu ýmsir erlendir sendifulltrú- ar komið og skoðað sýning- una, þar á rneðal sendiherra Bandaríkjanna og frú hans. 1 ráði er að efna til sölu- sýningar á nokkurum ágæt- um teikningum og vatnslita. myndum, eftir nemendur í myndlistadeild skólans. Skólastjóri Handíðaskólans var mjög ánægður með á- rangur sýningarinnar. Sagði liann, að þelta væri í fyrsta sinn, sem skólinn sýndi verk nemenda sinna í sæmilegum húsakynnum, og þó vantaði töluvert á, að liægt væri að sýna alla muni, sem voru unnir í skólanum í vetur. Vonandi getur skólinn sýnt í stærri og betri húsakynn- um síðai’, svo að munir þeir, sem sýndir verða, fái að njóta sín fulllkomlega. Mikil aðsókn hefi.r verið að skólanum. Er liann full- setinn fyrir næsta vetur, svo og sumardeild fullsetin. þelckt, og hefir breiðst mjög út meðal almennings i flest- um löndum heimsins liin síð_ ari ár senF einskonar skemmtigrein. Við félagarnir viljum með innflutningi og starfræslu þessara flugvéla gera tilraun til að hrinda þessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd þótt í smáum stil sé fyrst í stáð. Vönum við að það geti orðið að einhverju gagni og létt undir með liin- um fjölmörgu, sem við vit- um að hafa áhuga fyrir að læra flug, en eiga liinsvpgar erfitt með það vegna þess, að engin aðstaða hefir til þessa verið til að læra vélaflug hér innanlands. Arnesingai verja 210,000 krénum til vegamála í ár. Einkaskeyti til Vísi Laugarvatni í dag. Sýslufundur Árnessýslu var haldinn að Laugarvatni dag- ana 3. til 6. maí s.l. Helzlu fjárveitingar voru þessar: Til menntamála 22000 krónur, þar af 2500 krónur til Þórðar fræðimanns á Tannastöðum og 10,000 lcr. til menntaskóla í sveit. Til búnaðarmála 14,000 kr., heil- brigðismála 24,000 kr., lagt í varasjóð 20,000 kr., óviss út- gjöld og eftirstöðvar 51,469 krónur. Til vegamála í sýsl- unni var varið 210,100 kr. Fréttaritari. Fannkoman heldur áfffðm um vestur- hluta landsins. Fannkoman heldur áfram um vesturhluta landsins og fylgir henni víðast hvar all- mikið, norðan eða norð-aust- an hvassviðri, en hitinn er víðast við frostmark í byggð. Á suðausturlandi er hins- vegar gott og bjart veður og 5—6 stiga hiti. í Reykjavík var 2ja stiga hiti kl. 9 í mörguri. Af Vestfjörðum hafa ekki horizt neinar fregnir í mo'rg- un vegna siriiabilunar. Jörð var alhvít af snjó á Siglufirði í gæi’kveldi, er tið- indamaður blaðsins talaði þangað norður. Ferðir Litla ferðafé- lagsins í sumar. Litla Ferðafélagið hefir á- kveðið að efna til ellefu ferða í sumar frá 30. maí til 1. sept. Mest eru þetta helgarferð- ir, sem taka 1-—2V2 dag, en ein ferðin er 10 daga sumar- leyfisferð til Norðurlands, til Akureyrar og Mývatns. Hefst hún 21. júlí. Langar helgarferðir eru á Heklu 7. og 8. júlí, til Borg- arfjarðar í Surtshelli og á Geitlandsjökul 4.-6. ágúst, Fljótshljðarferð 25.—26. ágúst og ferð að Hagavatni 1.—2. september. Biskupstungnamenn vilja héraðabönn. Almennur fundur um á- fengismál var haldinn að Vatnsleysu i Biskupstungum síðastl. sunnudag. —Svolát- andi fundarálgktun var sam- þgkkt einróma: Fundur á Vatnsleysu í Biskupstungum, lialdinn 13. maí 145, telur ástandið í á- fengismálunum svo alvar- legt, að þessu megi ekki lialda áfram. Má í því efni benda á þá staðreynd, að á- fengisverdlun ríkisins seldi s.I. ár áfengi fyrir um 36 milljónir króna, og er það nægilegt umhugsunarefni öllum þeim, sem ekki láta sér á sama standa drykkju- skáparbölið og það siðleysi, sem því fylgir. Skorar fundurinn því á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að bæta úr þessu, fyrst og fremst með því að láta lögin um héraðabönn nr. 26, 18. febr. 1943 koma tafarlaust til framkvæmda.“ #

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.