Vísir - 15.05.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 15.05.1945, Blaðsíða 4
4 V I SI B Þriðjudaginn 15, maí 1945 VISIR DAGBLAÐ ÍTtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN YlSIR H/F » Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. I úlfakzeppu. Rlkunna er, að mestu glæpamenn láta sér " manna tíðræddast um heiðarleilt og hvers konar dyggð. Oft og einatt virðast þetta beztul borgarar, með jtví að þeim tekst að leiða at- liygli almennings frá misfellunum í fari þeirra, einkum þó mcð því að beina athyglinni að lítilfjörlegum ávirðingum náungans, eða með hinu, að búa til úlf, þar scm enginn úlfur er. Athyglisvert er, að hér á landi hefir einn stjórnmálaflokkur upp tekið aðferð ofan- greindrar manntegundár. Verði málgagni l'Iokksins. eitthvað á, er æpt hátt um ávirð- ingar annarra, algerlega að tilefnislausu. Þjóðviljinn dæmdi Guðmund skáld Kamban til dauða, sem leiguliða nazista, þótt ckkert sé vitað um stjórnmálaafstöðu hans annað cn það, sem fram kemur í leikritum hans, en ef . dæma má eftir þeim, virðist hann „sósíalisti“ og annað ekki. Lyndiseinkunn Kamhans var að öðrujeyti þannig, að óliklegt má telja, að hann hafi kunnað að beygja sig fyrir öl'ga- stefnum, hvað þá að ganga þeim á liönd, enda brást hann þannig við á banaslund sinni, að hann kaus heldur að ögra og falla, en að hlýðnast aðvífandi ofurefli. Vitað er, að Kamb- an skrifaði í „Frón“, tímarit Hafnarstúdenta, en stjórnendur þess munu engin mök hafa vilj- að eiga við nazista, af hvaða þjoðerni scm þeir voru. Loks skýrir útvarpið frá einka- skeyti, er því barst í fyrradag, cr greinir frá að danskur áhrifamaður Iiafi lýst yi'ir því við líkbörur Kambans, að honum yrði reistur minnisvarði í Danmörku, en varla mundi það gert, hcfði hann verið grunaður um nazisma þar í landi. Allt eru þctta líkur fyrir því, að Kamban hafi orðið fórn upprennnadi friðar, en meðan rannsókn málsins liggur ekki fyr- ir, brestur á sannanirnar, hvérjar sem þær værða, er öll kurl koma til grafar. Afstaða ís- lenzku þjóðarinnar til málsins hlýtur að verða sú og sú ein, að þegnar ríkisins njóti réttar- verndar, hvar í heimi, sem þeir eru staddir, en ofbeldismenn hljóti réttmæta refsingu, hverrar þjóðar sem þeir eru. Kommúnistar vilja svipta íslenzka þegna þessari réttar- vernd, sem ein getur tryggt öryggi þeirra, sem nauðugir viljugir hafa orðið að dvelja á erlendum slóðum, en ekkert hafa unnið til saka. „Vini barnamorðingjanna, aðdáendur níð- 3ngsverkanna“ nefnir Þjóðvrljinn þá, sem vilja vernda líf íslerizkra þegna á erlendri grund. Jafnframt ræðir blaðið um „nazistaofsóknir“ og skýrir orðið öfugt við ])að, sem á að yera, þannig að þcir séu þolendur, en eigi gjörend- ur. Að slíkum þvættingi er ekki orðum eyð- öndi. Réttarvernd tryggir líf þegnarina, en réttarframkvæmd tryggir réttmætar refsingar, bvort scm nazistar eiga í hlut cða ekki, og á Slíkri framkvæmd refsilaga liyggja banda- Jnenn refsiaðgerðir sínar, jafnvel gegn æðstu mönnum nazistaflokksins, — þ. c. a. s. i þeiín landssvæðum, sem fréttir berast frá. Hin skammarlegu skrif Þjóðviljans í máli þessu verðskulda óskipta fyrirlitningu, enda Biun þeim ekki sinnt frekar hér í blaðinu. Danir munu afgreiða málið svo sem merin- ingarþjóð sæmir, þrátt fyrir baráttu Þjóð- yiljans gegn íslenzkum hagsmunum og sóma. Minmngarorð um Astríði Guðmunds- dóttuz. Hún var fædd 17. júlí 1864, dáin 1. maí 1945. Því miður eru mér ekki kunnar ættir hennar og get því ekki rak- ið þær, en það veit ég, að hún var góðum kostum búin og glæsileg kona. Ástríður var gift Sveinbirni Stefánssyni. Þau áttu átta börn, og eru fjögur þeirra á lífi, Ágústa, gift Einari Hróbjartssyni póstfulltrúa, Guðmundur, búsettur í Rvik, Iíristín og Sigurjóna ógiftar, sem allt- af hafa búið með foreldrum sínum. Þrjú börn misstu þau ung og eina dóttur upp- komna, Mörtu, sem var fyrri kona mannsins míns, Ólafs Jóhannessonar. Iiún lét eft- ir sig tveggja ára dóttur, sem har nafn ömmu sínnar, Ást- ríðar, og var mikið ástríki á milli þcirra langmæðgna. i Þau Ástriður og Svein- björn lifðu í ástúðlegu hjónabandi í 61 ^ár. Bæði kunnu þau svo vel að meta hvorl annað og virða, að eg veit, að hann á fagrar og bjartar minningar, sem ylja honum þar til þau sjást aft- ur. Heimili sinu lielgaði Ást- ríður alla krafta sína. Það heimili, sem hún bjó manni sinum og börnum, var þeim báðum helgur unaðsreitur. Mér dettur í liug það, sem Jóhan Rojer lætur einn elsk- huga segja, þegar liann minntist unnustu sinnar: „Hún varð falleg af því að hún var elskuð". Eins var um heimili Ástríðar; það varð fallegt og yndislegt af ástúðinni og myndarskapn- um, sem ríkti þar, enda hef- ir þar alltaf gestkvæmt ver- ið og öllum ])ólt þar golt að koma. En ríkasti þátturinn í fari Ástríðar var þó móður- eðlið; hún sá allt jneð aug- um manrigæzku, og mildi, finnst jnér, að börn hennar gætu tekið undir með Einari Benediktssyni, þar sem hann orlil til móður sinnar: „En bæri eg heim mín brot og minn liarm, þú brostir af djúpum sefa. — Þú vógst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. í alheim eg þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa.“ Eg, sem þessar línur rita, fór heldur ekki varhluta af inóðureðli Áslríðar. öll þau ár, sem eg hafði kvnni af henni, var hún mér óviðjafn- anlega góð; reyndist mér eins og sönn móðir. Og fjuúr það bið eg guð að launa henni og blessa hana í henn- ar nýju heimkynnum. Guðrún Sigurðardóltir. NOKKUR KVEÐJUORÐ til fyrrv. tengdamóður minnar, Ástríðar Guðmundsdóttur. Þegar að því er kornið, að fvlgja þér til þins hinzta hvílustaðar, koma upp í hug minn minningarnar um svo margt gott, er eg, kona min og dóttir höfuni oi’ðið að- njótandi hjá þér, að mér verður „tregt tungu að hræra“. Eg veit, að þá þakk- arskuld, sem eg stend i við þig, get eg aldrei goldið. En þú óskaðir heldur aldrei eft- ir öðrum launum en þeim, sem hvert þitt góðverk bar í sér sjálft. Ást þín og góðvild til allra var svo rík og svo vermandi, á þessum timum mannhat- urs, að eg vildi óska þess, að þjóð vor mætti eignast sem llestar konur með þínu hjartalagi. Eg þakka þér liin miklu gæði þín til okkar allra, sain- vistannanna þinna, og þó sérstaklega fyrir dóttifif mína, er þú ávallt reyndist sem bezta móðir. Guð launi þér öll þín velgerðarverk. Ólafur Jóhannesson. Þuríður Jónsdóftír frá Loftstöðum. Fædd 25. sept. 1864. Dáin 1. marz 1945. IN MEMORIÁM. Þú varst kyrrlát kona, — kunnir ekki að státa eða annars mikið yfir þér að láta. Ljósi vígðu lífi lifðir þú og hreinu, því að vamm ])itt vita vildirðu ekki í neinu. Bæi’ðist þér í harmi bljúgt og viðkvæmt hjarta. Þar sér óðal átti allt hið fagra og bjarta. Tónlist einkum unnir, — iðkaðir hana í leyni. I blóm með fiðluboga bi’cyttirðu mörgum steini, —- sóttir í sýngva heima sólskin dýrra vona. Þó að vökul værir, varstu draumakona. Nú cr þessum þætti þinnar sögu lokið, hljótt í hinzta sinni hönd um boga strokið, en í endurminning ómurinn geymist lengi, þegar af list og leikni leikið var á strengi. urinn“. Þakkir þér skal færa. Þó að oi’ð eg spari, mun ég lcngi muna margt í þínu fari, — barnslund þína blíða, brosin mildu, lilýju. — Vei’ði þér allt til vaxtar í veröldinni nýju. Gretar Fells. Nýir vatnsbílar. Eg sá um daginn nýja gerð af vatnsbíl á ferð í bænum. Hann var ekki eins fullkominn og sá, sem bæjarbúar þekkja frá undanförnum árum, ekki daelur á honum fil að sprauta vatninu í all- ar áttir, heldur var vatnið aðeins látið renna úr geyminum, sem komið hafði verið fyrir á vörupallinum. Og billinn virtist ná tilgangi sínum, þótt hann væri bara heimatilbúinn og ekki útlendur riema að nokkur leyti. Þetta sýn- r, að það er hægt að notast við sitthvað ileira en það, sem fengið er frá „útlandinu", þótt það sé auðvitað fínna og eigi betur við i slík- um menningarbæ sem Reykjavík. * Pleiri af Eg held, að það væri ekki úr vegi þessu tagi. að við fengjum fleiri bila af slíku tagi. Þeir eru vonandi ekki mjög dýrir, því að eini munurinn á þeim og venju- legum vöruflutningabílum er sá, að settur hef- ir verið vatnsgeymir aftan á vörubil, og svo er þyngdarlögmálið látið koma til skjalanna. Borgararnir inunu vafalaust fylgja því, að hægt sé að útbúa sem flesla bíla með þessum geym- um, þegar þörf þykir, því að ryk og sandfok geta gert alla útivist í góðu veðri ófæra. Og eina ráðið til úrbóta. virðist vera að sprauta vatni á göturnar, þegar þurrviðri ganga og vind hreyfir. Nokkur orð „Slúlka" mín, eg er ekki i nein- til „stúlku“. um vafa um það, að margir eru á sömu skoðun og þú um það, sem þú skrifar, þótt þeir, sem eru á öndverð- um meiði, liafi látið ljós sitt skína með því að senda mér. linu. Þér hefði verið innan hand- ar að fá þessar línur birtar hjá mér, en það er því miður eilt ófrávíkjanlegt skilyrði, sem því fylgir. Það er, að þótt þú viljir rita undir dulnefni, þá verð eg að vita, hver höfundur- inn er i raun og veru. Það hefir oft verið tek- ið fram undir líkum kringumstæðum, að ekki sé hægt að taka til birlingar bréf frá aðilum, sem vilja ekki koma fram í dagsljósið. í þessu tilfelli fæ eg ekki séð, hvað því veldur, að svo er um þig. * Prianrtfall. Aliklar sögur hafa gengið um bæinn um það, að mannfall liafi talsvert orðiö meðal útlendinga hér i Reykjavik, i tilefni af sigrinum yfir Þjóðverjum, menn hafi lagt sér banvæna drykki til munns og afleið- ingarnar ekki látið standa á sér. Eitthvað mun vera satt i þessu, en eins og sögurnar eru nú orðnar, eftir að hafa gengið dögum saman manna i milli, eru þær mjög orðum auknar og manntjónið stórum ýkt. Ætlu menn að ycra farnir að þekkja það, að ekki er rétt að trúa hverju þvi, sem sagl er, né heldur að bæta við, jiótt það kunni að gera frásögnina meira æs- andi eða spennandi. * . Landssöfnunin. Ríkisstjórnin hefir nú gengizt fyrir því, að liafin sé söfnun um land allt handa bágstöddu fólki í Danmörku og Norcgi. Hefir söfnunin þegar borið talsverð- an árangur og sennilegt, að hún muni bera mjög niikinn árangur áður en henni lýkur, en henni er ætlað að standa aðeins tvær vikur, cða til annarrar helgar. Skal engu um það spáð, hversu miklu verður safnaö eða hvaða marki söfn- unarnefndin ætlar sér að ná, ef hún héfir sett sér eitthvert mark, en liitt er vist, að allt, sem fram verður rétt, mun verða þegið með þökk- um og koma að miklu gagni, þvi að mörgum er nú þörf á aðstoð. * Matvæli og Það eru einkum matvæli og fatn- fatnaður. aður, sem nauðsynlegt er að koma til hinna hrjáðu þjóða. Danir eru klæðlillir, en hafa hinsvegar nóg af matvæl- um, eiida var allskonar matvælaframleiðsla þar á mjög háu stigi fyrir stríð. Hinsvegar er mat- vælaskorturinn tilfinnanlegastur í Noregi, þvi að Þjóðverjar tóku liltölulega miklu mcira af vistaframleiðslu landsins til Sinna þarfa en í Danmörku. Þessu tvennu þarf að koma til hinna þurfandi. Þótt menn geti ekki gefið nema litið, þá lcemur það þó að gagni. * Veðrið. Suiiíarið virðist ætla að vera talsvert lengi að hugsa sig um að þessu sinni, og ráða það við sig, hvort það eigi nú að taka. sér bólfestu hér strax, eða fresta komu sinni um sinn. En það er vonandi, að það láti slydd- una í dag verða þá síðasta á þessu vori. Ann- ars liafa nú allar veðurfregnir verið gefnar Jausar eftir rúmlega fimni ára þögn um þau efni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.