Vísir - 23.05.1945, Blaðsíða 6
c,
VISIR
Miðvikudafiinn 23. maí 1945
Yrufoss fyrir þurrkunina.
Ýrufoss eftir þurrkunina.
Framhaldsvirkiun Sogsins —
Framh. af 1. síðu.
stífluna, en þar áður hafði
valnsborðið verið lækkað um
á að gizka lrálfan meter. Alls
íók um 12 klukkustundir að
lækka vatnsborðið niður i liið
cðlilega yfirborð úlfljóts-
vatns.
Þegar runnið var úr lóninu,
sem nam eins meters borði
var öllum gáttum á sjálfri
tíflunni lókað þannigað ekk-
crt vatn rann niður fyrir
Jiana. Rann þá skjótt úr far-
veg fljótsins fvrir neðan, það
cr að segja þeim kafla þess,
sem mest ballaði en það er
spildan frá Ljósafossi niður
fyrir Ýrafoss og Kistufoss og
níður að Álftavatni, en þar
fer farvegur fljótsins að verða
iiallaminni.
Á meðan allar flóðgáttir
stíflunnar voru lokaðar, sem
var um 6 klst. eins og fyrr
i.egir, fýlltist lónið fvrir ofan
upp í sömu bæð og það var
áður en tæmt var úr því. Þessi
sama þurrkun á farveginum
fór fram í fvrra á svipuðum
tíma og nú. Er nauðsvnlegt
að nótt sé orðin björt þegar
þetta er framkvæmt, en jafn-
framt er þessi þurrkun látin
fara fram svo snennna til
jiess að forðast sem mest
röskun á göngu laxanna i
fljótinu, en þeir koma venju-
• lega ekki fyrr en nokkru eft-
ir þennan tíma í Sogið.
Tilgangurinn með
úppþurrkuninni.
-- Síðan haustið 19 13 liefir
xú samþyklct bæjarráðs verið
tiS framkvæmda, að láta fara
'fram rannsókn á möguleik-
um fyrir framlialdsvirkjun
við Sogið. Er þetta lnn síð-
-«ri rannsókn af tveimur, sem
gerðar liafa verið. Ilin fyrri
ífór fram í fyrra eins og áður
cr skýrt frá. Almenna bygg-
ingarfélagið hefir tekið að
sér í samráði við Rafveitu
Reykjavíkur að framkvæma
rannsóknir og mælingar og
gera áætlanir fyrir þessi nýju
mannvirki. Eins og kunnugt
cr, er allt rafmagn sem nú
kemur frá Ljósafossvirkjun-
inni fullnotað og meira til og'
jiví bein þörf fyrir frekari
v i r k j unarframk væm di r.
í sambandi við þessar
fmmhaldsáætlanir og rann-
sóknir var byrjað á að at-
ihuga um svokallaða miðlun-
orvirkjun við upptök Sogsins
:í Þingvallavatni. Er hún
Lugsuð jjannig að stiflugarð-
'ur með flóðgáttum væri sett-
•fur við upptök Sogsins úr
jvatninu sem seinna gæti orð-
1ið liður í uppsetningu raf-
_4.;löðvar á þeim stað.
Að öðru leyti er gagnið að
jéiíkri miðlunarvirkjun það,
að með henni er unnt að
tempra að yfirborð Þing-
vallavatns sé alltaf eins og
það á að sér frá náltúrunnar
hendi, svo að tryggt sé að nóg
vatnsmagn sé stöðugt fyrir
hendi til notkunar fyrir
virkjanirnar neðar í fljótinu.
Virkjun
Ýrufoss og Kistufoss.
— Að lokinni nægilegri at-
hugun á miðlunarvirkjun-
inni Voru rannsóknir hafnar
á virkjun Ýrufoss og Kistu-
foss, en Jieir eru nokkru neð-
ar en Ljósafoss. Ileiklaráætl-
un um virkjun Sogsins ligg-
ur fyrir síðan Í934.Var horfið
að virkjun Neðra-Sogsins nú
fremur en meiri nývirkjun
við Efra-Sogið sökum j)ess að
fallhæð er jiar meiri eða 37
metrar en nokkru minni á
Efra-Soginu. Kostnaður er
hinsvegar svipaður á báðum
stöðunum. Miðlunarvirkjun-
in er binsvegar ekki talin
nauðsynleg í bili vegna J>ess,
að Neðra-Sogið mun ekki
verfa fullvirkjað fyrst i stað
heldur srriám saman aukið
við vélarnar J)ar.
60.000 hestafla aukning.
— Með þessum nýju virkj-
unum á Neðra-Soginu er gert
ráð fyrir að fáist um 60,000
hes’afla aukning. Um 25 þús.
’hestöfl fást nú frá Ljósafoss-
virkjuninni og munu J)ví fást
alls um 85 J)ús. liestöfl frá
Soginu, J)egar hin nýju virkj-
unaráform eru komin til
framkvæmda.
Þessa dagana cr verið að
ljúka endanlega við heildar-
áætlanir um þessi mannvirki
hvað snertir kostnað og teikn-
ingar að mannvirkjunum
sjálfum, og nuuiu J)ær verða
lagðar fyrir bæjárstjórn og
sífar ríkisstjórn til athugun-
ar. Ekki er unnt að segja um
með neinni vissu bvað þcssi
mannvirki koma til með að
kosta. Veldur því meðal ann-
ars að ekki befir verið unnt
að fá nein fullnægjandi til-
boð um vélar og annað efni
til þeirra enn utanlands frá.
Lausleg áætlun gerir ráð fyr-
ir að J)essi nývirkjun muni
kosta um 36 milljónir króna
miðað við núverandi kring-
umstæður. Er það allmiklu
lægra en áætlun, sem gerð
var um þessi sömu mál 1944
en hún gerði ráð fyrir að
mannvirkin myndu saman-
lagt kosla um 45 milljónir
króna.
Hin mikla dýrtíð veldur
miklum erfiðleikum í þessu
sambandi. Er eðlilegt að ótti
sé ríkjandi við að setja svo
mikið fjármagn í þessi um-
fangsmiklu mannvirki, á
timum eins og þessum, þegar
búast má við allsherjar lækk-
un J)ví nær hvenær sem er.
Þörfin fyrir viðbótar virkjun
er hinsvegar mjög mikil þar
sem um 50,000 rafmagns-
notendur í Reykjavik, Hafn-
arfirði og nágrenni hafa nú
aðeins 25 þús. liestafla stöðina
við Ljósafoss og Elliðaár-
stöðina til afnota. Undirbún-
ingi undir J)essi mannvirki er
haldið áfram með fullri fcstu.
Þær rannsóknir sem átlu sér
stað í fyrra og nú á farvegi
Sogsins og framkvæmdar
voru eins og fyrr er sagt eru
einn liðurinn í þeim undir-
búningi. í fyrra var þurrkun
farvegsins gerð í Jæim til-
gangi að rannsaka og mæla
stíflustæði fyrir hina fyrir-
buguðu nývirkjun en í J)etla
sinn var tilgangurinn sá að
gera nákvæma mælingu á
einstökum stöðum og að lála
fara fram jarðvegsrannsókn-
ir á fljótsbotninum um leið.
Héðan af þarf tæplega að
hlej’pa úr farveginum oftar
J)ótl rannsóknirnar haldi á-
fram að öðru leyti. Þær verða
liéðan af framkvæmdar frá
fljótsbökkunum.
Sigurður Pétursson gerla-
fræðingur liefir skýrt blað-
inu svo frá, en liann var með
í Sogsförinni, að botngróð-
urinn i Soginu sé meiri en í
nokkurri annarri íslénzkri
bergvatnsá, nema ef vera
skyldi Laxá í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Sigurður telur ástæðuna
fvrir hinum frjóa botngróðri
i þessum tveim vatnsföllum
fram vfir aðrar íslenzkar ár
stafa af J)ví, að báðar J)ess-
ar ár eiga upptök sín í stór-
um stöðuvötnum, Mývatni
og Þingvallavatni.
Sigurður safnaði miklu af
vatnaj)örungum úr farvegi
Sogsins meðan bann var
þurr. Hann tjáði blaðinu að
Jrainnsókn vatnaþöirunga
væri mjög skannnt á veg
lcomin liér á landi en hins-
vegar hefði farið fram allná-
kvæm ransókn á sæþörung-
um við strendur landsins.
Hann kvað bina miklu
mergð af allskonar vatna-
|)örungum, sem fyndust í
Soginu, liafa ómetanlega
þýðingu fyrir allt æðra dýra-
líf í vatnsfallinu.
Plöntusalan
Sækóli, Fossvogi.
Mikið úrval af fallegum
blómstrandi stjúpum og
fleiri plöntum.
Notið góða veðrið til aS
planta út.
Selt frá kl. 8 á kvöldin.
SömuleiSis er selt frá kl.
4—6 á horninu a Njáls-
götu og Barónsstíg.
UNGLING
vantar þegar í staS til aS bera út blaðið um
KLEPPSHOLT.
Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660.
Dagblaðið Vísir.
ATHUGIÐ!
Getum afgrcitt
Karlmannaiöt
úr fyrsta flokks enskum efnum. Amerisk snið, cf ósk-
að er. Komið sem fyrst, vegna sumarleyfanna.
FÖT H.F.
Þverholti 17.
BÆIARFRETTIR
Veðurhorfur í dag.
Su'ðveslurl., Faxaflói, Breiða-
fjörður, Vestfirðir: Sunnan gola,
þykkt loft, dálítil rigning. Norð-
urland: Hæg sunnanátt, skýjað.
Norðausturland, Austfirðir: Hæg-
viðri, bjartviðri. Suðausturland:
Hægviðri, skýjað.
Næturlæknir
er í Læknavarðstofunni, sími
5030.
Næturvörður .
er í Laugavegs Apóteki.
^íæturakstur
annast B. S. í. Sími 1540.
Eimskipafélag íslands
hefir fest kaup á e.s. Kötlu.
Mun það taka við skipinu er það
kemtir frá Halifax. Katla er 2010
smál. BW að'stærð.
Fram og Valur
gerðu jafntefli í þriðja sinn i
gærkveldi. Leiknum var tví-
framlengt og lauk með 1 ntarki
gegn 1.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir skopleikinn „Gift eða ó-
gift?“ í kvöld kl. 8. Aðgöngumið-
ar seldir i dag. Ilér er mynd af
ngu Laxness sem Lottie og Brynj-
ólfi Jóhannessyni sem Ormonnv.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30—10.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Söngvar úr
ópe.ium. 20.30 Útvarpssagan. 21.00
Einsöngur (ungfrú Ingibjörg
Sleingrímsdóttir frá Akureyri):
a) Ein sit ég úti á steini (Sigfús
Einarsson). h) Sá ég fljúga svani
(Björgvin Guðmundsson). c) Þér
frjáist er að sjá (Jónas Tóntas-
son). d) Somewhere a voice is
caliing (Tate). e) Barcarolle (Of-
fenb'ách). 21.20 Þáttur af Jónasi
á Svinaskála (Ásmundur Helga-
son frá Bjargi. — Þulur flytur).
21.40 Hljómplötur: Sónata nr. 2
í g-moll, eftir Schumann (Gorod-
nitzki leikur á píanó). 22.00
Fréttir. Dagskrárlok.