Vísir - 07.06.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1945, Blaðsíða 2
VISIR Fimmtudaginn 7. .júní 1945 .. Það hefur orðið að sam- lcomulagi að bókasjóður l.S.Í. taki framvegis að sér útgáfu Árbókar íþrótta- manna, sem áður-hefúr ver- ið gefin út af einstaklingum undir heitinu Árbók frjáls'- iþróttamanna. Er í ráði að Árbókin gefi í framtíðinni yfirlit yfir allar íþróttir, sem iðkaðar eru á Islandi. Bad- minton- og tennisreglur eru nýkomnar út, og munu fleiri iþróttareglur og bækur koma út á næstunni, þ. á m. hand- knattleiksreglurnar. Fram- kvæmdastjóri Bókasjóðsins er Jóhann Bernhard. Stjórn l.S.l. hefur sæmt þá Steindór Björnsson frá Gröf og Andrés J. Bertclscn stór- kaupmann gullmerki sam- bandsins fyrir langt og frá- bært íþróttastarf. íiafa þeir báðir unnið mjög að eflingu fimleika og fieiri íþrótta hér á landi. Hneialeikameistaramót Islands. Hsafn lónsson varð meistazi í þungavigt, @i í kvöld. Hið árlega boðhlaup Ár- manns umhverfis Reykjavík fer fram í kvöld kl. 8,30, og hefst og endar á íþróttavell- inum. Þrjú félög, Ármann, I.R. og K.R., taka þátt í hlaupinu með eina 15 manna sveit hvert. En eins og kunnugt er skiptist hlaupið niður í 15 mislanga spretti eða sem hér segir: 1675 m., 800 m., 200 m., 8x150 m., 200 m., 400 m., 800 m. og 1500 m. Vega- lengdin er þvi samtals 6775 metrar. Þctta er í 7. sinn, sem boð- hlaupið fer fram. 1939 sigr- aði Armann, 1940 K.R., 1941, 1942 og 1943 Ármann og vann þar með Alþýðublaðs- liornið til eignar (þrisvar í röð). I fyrra, 1944, sigraði A- sveit I.R. í fyrsta sinn, eftir mjög spennandi keppni við Armann og K.R. Að þessu sinni er búizt við jafnri og spennandi keppni, einkum milli Ármanns og I.R., en K.R. vantar tvo beztu langhlaupara sína, sem eru meiddir, og minnka sigur- möguleikar þess því verulega — eins og gefur að skilja. Allt um það verður fróð- legt og skemmtilegt að sjá, hvernig hlaupið fer. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞÚR Hafnarstræti 4. Fjórða hnefaleikameistara- mót Islands fór fram síðastl. föstudagskvöld í amerísku íþróttahöllinni við Háloga- land. Keppt var í 8 þyngdar- flokkum, einn 3ja lótu leikur í hverjum flokki. Crslit hvers leiks fyrir sig urðu þessi: Fluguvigt: Meistari varð Friðrik Guðnason, Á. (50kg.) eftir frekar einhliða leik við Jón Norðfjörð, ÍR (50,5 kg.). Friðrik var bæði leiknari og ásæknari, en Jön náði sér þó á strik í síðustu lótunni. I þessum leik og næstu tveim var dómarinn óþarflega feim- inn við að skilja keppendur í sundur, er þeir fóru í „clinch“. Stóðu þessi faðmlög því lengur yfir en góðu hófi gegndi. Bantamvigí: Guðjón Guð- jónsson, IR (54 kg.) vann Martein Björgvinsson, Á. (53 kg.) á stigum eftir mjög tvi- sýnan og jafnan leik. Guðjón er mikill keppnismaður og sterkur, að því er virðist. Notaði hann oft góð vinstri handar stöðvunarhögg. Már- ieinn, sem hefir verið sigm- sæll til þessa, virtist ekki vera í essinu sínu. Atti Iiann og erfiða aðstöðu að því leyti, að hann> er talsvert lægri vexti en Guðjón. Þrátt l’yrir ágæta tækni og hardagaað- ferð Marteins var Guðjóni dæmdur sigur. Fjaðurvigt: Árni Ásmunds- son, Á. (55 kg.) vann Sigur- geir Þorgeirsson, Á. með þó nokkrum yfirburðum. Til að byrja með fóru þeir sér að engu óðslega, en er komið var fram í aðra lotu, ior Árni að láta til sín taka og hélt uppi látlausri sókn eftir það. Sigurgeir var 911t of opinn fyrir höggum, en sýndi þó taísverða þrautseigju og þol. Léttvigt: Arnkell Guð- mundsson, A. (61 kg.) vann Hreiðar Hólm, Á. (59 kg.) eftir mjög jafnan og harðan leik. Arnkell var betri i fyrstu lotu, en Hreiðari tókst hins vegar að halda vel jöfnu í hinum báðum. Sótti hann mcira á, er tók að líða ó leik- inn. Báðir eru leiknir og sér- lega harðskeyttir, einkum þó Hreiðar. Veltivigt: Stefán Magnús- son, Á. (61 kg.) vann Aðal- stein Sigursteinsson, KR (65 kg.) á stigum. Stefán sótti mjög á í fyrstu lotu, cn Að- alsteimi varðist vel. 1 ann- arri lotu fór Aðalsteinn að síga á, en Stefán hélt þó á- lram sínu dæmalausa fjöri og hreyfanleik. I’þriðju lotu var farið að draga af Stefáni, enda voru högg Áðalsteins þá farin að verka meira. Sló Að- alsteinn hann niður, og lá Stefán í gólfinu upp að 9, en stóð þá upp, þótt að fram kominn væri. Hafði Aðal- steinn þá gott tækifæri til að gera út um leikinn með rot- höggi, en gerði það ekki. Er Stefán mikill keppnismaður og mjög iðinn. Aðalsteinn er hinsvegar rólegri í fram- göngu, en óvenju laginn i vörn og snarpur, þegar svo ber undt'V Fannst mörgurn hann eiga fullt eins mikið í leiknum, en ekki tjáir að deila við dómarann. Millivigt: Jóel B. Jacobs- son, A. (66 kg.) vann Ingólf Ólafsson, KR (66 kg.) á sfig- um. I fyrstu lotu, sem var nokkuð hörð, var Ingólfur heldur betri, en strax í ann- ari lotu fór Jóel að sækja sig. Hélt hann uppi sókn úr því og kom inn mörgum góðum höggum, einkum þó í síðustu lotunni. Var þá farið að draga svo af Ingólfi, að Jóel sló hann 1 gólfið. Og þótt Ing- ólfur stæði fljótt upp aftur, var hann auðsjáanlega orð- inn mjög máttfarinn. Hinir ótvíræðu yfirburðir Jóels komu nokluið á óvart, því að Ingóllur hafði unnið sinn síð- asta leik á rothöggi. Léttþungavigt: Gunnar Ól- afsson, Á. (75 kg.) vann Braga Jónsson, Á. (73 kg.) á stigum. Gunnar sýndi nokkra yfirburði, sem vænta mátti, enda er hann mjög þunghöggur og efnilegur hnefaleikari. Sló hann Braga tvisvar niður í síðustu lotu. Bragi stóð sig hins vegar vel og sýndi mikla þrauipeigju og úthald, þar sem við ofur- efli var að etja. Þungavigt: Hrafn Jónsson, á. (97 kg.) sigraði Thor R. Thors, IR (92 kg.) á rothöggi í lok fyrstu lotu. Thor hóf sókn strax í byrjun lotunnar. Kom hann nokkrum höggum á Hrafn, sem hóf þá skyndi- lega gagnsókn og veitti Thor svo þung högg, að hann kast- aðist í gólfið, svo að glumdi í. Kom þá nokkur ringulreið á mannskapinn í hringnum og áttu áhorfendur bágt með að skilja hvað á seiði væri. Dóm- arinn fór samt að telja yfir Thor, en lét Hrafn ekki fara út í hlutlaust horn áður, eins og venja er að gera. Stóð Thor upp, en virtist auðsjá- anlega vera „groggy“, eins og það er kallað — eða utan við sig. Reyndi hann varla að verja sig .og var 3svar sleg- inn niður, áður en hann var talinn út. Þessi skjótu úrslit komu nokkuð á óvart og urðu mörgum vonbrigði. Þetta er í fyrsta sinn, sem Thor kepp- ir, og þótt viðureignin yrði ekki lengri, virðist hann vera mjög vel til hnefaleika fall- inn og sýndi góðan leik, þar til hann fór í gólfið. Hrafn hefur mjög rólega framkomu, en er afar þung- höggur, þegar fjör færist í leikinn. Sýndi hann nú, eins og oft áður, að hann er okk- ar öruggasti og sterkasti hnefaleikari. Að leikslokum afhenti for- seti l.S.l., Ben. G. Wáge, sig- urvegurunúm verðlaunin. Leikstjóri var Jens Guð- björnsson, hringdómari Ósk- ar Þórðarson, utanhringdóm- árar Haraldur Gunnlaugsson, Peter Wigelund og Ásgeir Pétursson. Ritari var Sigur- páll Jónsson og jafnframt kynnir mótsins, en þess var ekki getið í leikskránni. Mótið fór yfirleitt vel fram og áhorfendur voru eins Sibelíus sveltui — eins og fleiri íbúar Finnlands. Þetta frægasta tónskáld nútímans er 79 ára að aldri. Eftirfarandi fregn var fyr- ir skemmstu birt í Daily Mail, eftir fréttaritara blaðsins í Stokkhólmi. „Einhver frægasti tónsnill- ingur vorra tíma, Jan Sibel- ius, sagði mér í dag að hann sylti. Finninn frægi, sem samdi „Valse Triste“, „Finlandia" og hljómkvjður, sem eru þekktar um allan lieim, sagði þetta veilcri röddu, jafnvel enn veikari en hæfði háum aldri hans. Hann er orðinn 79 ára. Eg talaði við hann í síma frá Stokkhólmi, þar sem hann var staddur ó sveita- heimili sínu hjá Haerven- paeae, fyrir norðan Helsinlci. Þegar eg sagði við hann, að aðdáendur hans í Englandi og þekktir hljómlistarmenn hefðu í hyggju að efna til samskota fyrir hann, svaraði hann klökkur: „Eg er ykkur þakklátur.“ — Aætlað er, að Sibelius eigi í Englandi sem svarar 10,000 punda fjárhæð, sem safnazt hefir saman fyrir leigu á tónverkum lians, síð- an Finrílandi var sagt stríð á hendur. En Sibelius situr heima í Finnlandi og á ekki málungi matar. — Tónskáldið bað mig þess í samtalinu, af alkunnri finnskri hæversku og lítillæti, að láta sem minnst með sig, og bætti við: „Það fer ekki ver um mig en Finna yfir- leitt, og eg sætti mig við það og kvarta ekki. Eg er orðinn gamall maður og á ekki langt eftir.“ Semur lög ennþá. „Já, eg fæst ennþá við tón- smíði. Meðan eg hefi hana til þess að hugsa um, þá gleym- ast örðugleikarnir, sem að steðja. En það er æska þjóð- arinnar, sem ástæða er til að kenna i brjósti um.“ Þegar eg spurði Sibelius blátt áfram, hvort hann hefði nóg að borða, þá þagði hann lengi, en svaraði síðan skjálf- raddaður: „Eg vil helzt ekki svara þessari spurningu. Eg get aðeins endurtekið það, að ekki fer ver um mig en aðra í Finnlandi.“ Svipuð voru svörin, þegar eg innti hann eftir, hvort hann eða kona hans hefðu nægilegan fatnað til þess að klæða af sér kuldann. Það, sem hann átti við, var það, að eins væri um hann farið / og ýmsa fneðlimi finnska þingsins, sem gátu margir og húsið gat tekið. Var því allt of heitt inni. Þar sem áhugi fyrir hnefa- leik er orðinn svona mikill hér í bænum, virðist vera full ástæða til að halda Reykja- víkurmeistaramót í þessari grcin. Væri þá ekki úr vegi að halda það á íþróttavellin- um, svo ekki þurfi að tak- marka aðgang, auk þess, sem keppefldur og áhorfendur þyrftu þá ekki að þjásf. af slæmu lofti. En eins pg kunn- ugt er, íor fyrsta Hnefaleika- meistaramót Ishinds fram á íþróttavellinum í júní 1936 og þótti vel takast. Skýt ég þessari tillögu hér með til réttra aðila. Illurk. ekki mætt á þingfundum vegna skorts á skóm eða öðr- um fótabúnaði, eða kven- fólkið, sem þyrði tæpast að fara út í Helsinki eftir að far- ið var að skyggja, af ótta við að götuþjófar steli af þeim fötunum. Að lokum spurði eg Sibel- ius að því, hvorf hann hefði nokkra hjálp á heimilinu. Þá andvarpaði hann og það full- vissaði mig um, að hann og kona hans ættu við einmana fátækt að búa, rétt eins og þúsundir annara aldraðra hjóna víðsvegar í Evrópu, þar sem nazistislc eyðilegging hefir náð til. Vinir hans segja að hann búi i einu herbergi á sveita- setri sínu, sameinuðu svefn- herbergi, setustofu og eld- húsi, vegna þess að hann og öldruð kona hans geta ekki annazt um meira. Líka er það eina leiðin til þess að njóta einhverrar hlýju. „Guð er miskunnsamur og lætur vora snemma í ár, þar sem hann veit að hérna lengst til norðurs kveljast Norð- menn og Finnar af kulda.“ Þannig hugsar Sibelius. Uggvænt ástand. Eftir upplýsingum, sem lælcnir Sibelíusar hefir látið í fé, verður Síbelíus að fá send matvæli reglulega, ef hann á að geta haldið lífi. Vinir hans ætla að reyna að koma til hans matvælasend- ingum um Stokkhólm. Dr. Tancred Borenius prófessor í listasögu við háskóla í Lon- don, segir: „Kjör hans eru hörmuleg. Eftirlaun hans eru einskis virði eftir hrunið í Finnlandi.“ Hann fær ekki lengúr hin- ar háu leigur eftir verk sín frá Englandi og Ameríku, þar sem mest er dáðst að honum. Jan Sibelius eir eitt frægasta núlifandi tónskáld- ið, kannske það allra fræg- asta. Við megum ekki láta hann lifa þannig. Hann hef- ir gert mikið fyrir heiminn, nú verður heimurinn að gera eitthvað fyrir_hann.“ Nýkomnir édýrir KVENSKÓR. VERZL. 2Z85, BEZT AÐ AUGLtSA IVÍSI Gamlar bækur keyptar. Leitið hjá yður og vitið hvað þér finnið, og lítið svo inn og talið við okkur. BÖKABUÐIN, , Kirkjustradi 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.