Vísir - 19.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Firrímftidaginn 19. júlí 1945 VlSIR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Esjuíarþegarnir. Jllþýðublaðið skýrir svo frá, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að gefa Esjufafþegum eftir i'argjald og fæðiskostnað á leiðinni til lands- ins, og beri að líta á ráðstöfun þessa sem vott þeirrar gleði þjóðarinnar, sem sýnd hafi ver- ið vegna komu farþeganna hingað til lands. Munu menn almennt fagna því, að greitt hef- ur verið fyrir farþegunum á þennan veg, með því að vitað er, að þeir eiga yfirleútt við fjár- hagsörðugleika að stríða, ef til vill ekki af þeim sökum, einum, að þeim hafi orðið lítt til fjár, heldur öllu frekar vegna hins, að þeim var meinað að taka með sér nema mjög takmarkað fé. Munu fyrstu dagarnir hér reyn- ast fólki þessu útgjaldasamir, sem að líkum lætur, með því að verðlag er hér mun hærra en annarstaðar á Norðurlöndum, en auk þess svo að segja ógerlegt að afla sér viðunandi húsnæðis, nema með okurkjörum, og fæst það þó tæpast. Nú nýlega hefur verið efnt til fjársöfnunar fyrir þá farþegana, sem eru nauðulegast stadd- ir. Hefur nokkurt fé safnazt, en fólk er ein- kennilega framtakslítið við að láta fé af liendi rakna, en það kann að stafa af ýmsum or- sökum, — fjarveru úr bænum eða jafnvel að mcnn séu teknir að þreytast á samskotum, sem liafa verið æði-tíð síðustu árin. Allir þ'eir, söm þess eru umkomnir, ættu að bregðast vel við og láta nokkurt framlag af hendi rakna. Jafnframt væri athugandi, hvort ekki væri æðlilegt að binda ekki fjárstyrk þennan við Esjufarþegana eina, heldur einnig Islendinga þá, sem enn dvelja erlendis við kröpp kjör, cn koma hingað væntanlega á árinu. Þessum mönnum þarf að rétta hjálparhönd, þannig, að tryggt verði að þeir þurfi ekki við skort að búa, er heimaþjóðin lifir við allsnægtir og betri hag en nokkru sinni áður. Hér eru starf- andi ýmis góðgerðafélög. Legðust þau öil á citt, má vænta verulegs árangurs af starfi þeirra, og hér er verkefni við þeirra hæfi. Þegar fyrsta ganga farþeganna hér i landi hefur verið létt á framangreindan hátt, eru allar líkur til að afkoma þeirra verði tryggð, með því móti að mennirnir fái viðunandi stöð- nr, enda eru næg verkefnin. Munu farþegarnir allmargir þegar hafa fengið vilyrði fyrir starfi, cn aðrir eru að álta sig á aðstöðunni. Margir ciga búslóð sína geymda erlendis, með því að rúm var ekki nægjanlegt í Esju til slíkra ílutninga, en það eykur nokkuð á érfiðleik- ana, með þyí að menn verða þá að fá sér húsmuni til bráðabirgða, en það mun vera æði útgjaldasamt. Til slíkra ráðstafana ]jarf að styrkja þessa menn. Fer vel á því, að rík- isstjórnin hefur sýnt skilning sinn á þörfinni, cnda er þess þá að vænta, að borgararnir fylgi fordæmi hennar, svo sem þeir eru menn til. Hins ættu menn svo að minnast, að það eru ckki Ésjufarþegarnir einir, sem eru hjálpar- þurfi, eins og sakir standa. Við eigum einnig að minnast hinna, sem enn dvelja erlendis, en munu koma heim, er þeir fá færi á. Líklegt cr að allmargir íslendingar eigi nú við skort íið búa á meginlandinu, en hvar sem fólk þetta er niður komið,, þarf að greiða úr fyr- ir því eftir frekustu föngum. Því fyrirgreiðslu- starfi verður ekki lokið fyrr en þeir eru allir þeimkomnir, sem heim vilja. Tvíhorf heimskunnar og skaðsemi þess á hætfufBmum. i. Fyrirsögn síðústu greinar- innflr sem eg hefi séð um frægasta visindamann nú- tímáns: Einstein, Creator of universes: Einstein, skapari alheima. Ýkjurnar fara þarna óneit- anlega ekki alllítið fram úr því, sem flestum mundi þykja líldegt að orðið gæli, jafnvel þó að um liina heimskustu heimsku væri að ræða. Því að heimskan gerir þarna hinn mikla stærðfræðing að guði, og má ýkja til muna fyr en svo sé. Oss lilýtur að koma til hugar, hvernig reginheimsk- an muni vera á svipinn, þeg- ar vikið er frá sannleikan- um á hinn veginn. Það er ékki ólíklegt, að þá mundu hinar merkilegustu uppgötv- anir, afnvel hinn allrraþýð- ingarmesti þekkingarauki, vera talinn markleysa ein, ef þá ekki beinlinis rugl, og vitringurinn sem mest riði á að taka undir með, jafnvel vitfirringur. - II. Það er óhætt að gera ráð fyrir því, að þannig sé, þar sem verið er á glötunarvegi. Iljá slikum mannkynjum nær heimskan einmitt þessu hámarki. Og athafnirnar sem standa í sambandi við slika heimsku, eru hinar herfileg- ustu, ógæfa mannkynja sem eiga að búa við afleiðingar slíks vanmats á sannleikan- um, hin skelfilegasta. Það er ekki hægt að kom- ast hjá þvi að líta svo á, sem ástandið hér á jörðu nú, sé einmitt í þessa átt. Rík lil- finning þess, að hin mesta nauðsyn sé á því, að girl verði fyrir framhald styrjalda, virðist að' vísu vera fyrir hendi hjá hinum ráðandi mönnum þjóðanna; en í þvi sem fréttist af viðræðufund- um þeirra um þessi mál, kémur ekki fram, að lífeðli- leg og jarðfræðileg sjónar- mið séu þar tekin neitt til greina. Eg hefi hvergi, í sam- fcandi við þær umræður, séð getið um þá skoðun, að mannkynið sé á gíötunar- vegi, líftegund sem liafi mis- tekizt svo, að hún sé jafnvel á glötunarbarmi. En þó er enginn vafi á þvi, að það er einmitt þetta sein á sér stáð. Og er mjög eftirtektarvert, hvernig þetta kemur fram í því, að það er ráðandi skoð- un, sem einróma virðist vera haldið fram af þeim sem öðrum fremur hafa ver- ið kallaðir kennimenn, að það atliæfi, sem nauðsynlegt er til þess að kynslóð geti tekið við af kynslóð, eða með öðrum orðum, líftegundin mannkyn haldið áfram að vera til, sé í eðli sinu svívirði- legt og glæpsamlegt*). Slík- miklu hærra, jafnvel, að tala mætti um nýa líftegund. En mjög er við því liætt, að upp- götvanir sem miðuðu í áltina til þess að þetta gæli orðið, væru ekki mikils metnar af þeirri heimsku, sem vill gera ekkert minna en gúð, úr stærðfræðingi, sem að vísu ó- efað hefir, á mjög merkileg- an liált, aukið skilninginn á hinni liflausu náttúru, en liinsvegar ekki leitt i ljós néin þau sannindi, sem náuð- synleg eru til að átta sig betur en áður á lífinu, og sögu lífs- ins á jörðinni, og i sambandi við það, á þessu, sem nú þarf að vera aðaláliugaefnið. Éri það er, livernig takast megi liér á jörðu, að skipta um frá lielstefnu, og bjarga þannig mannkyni voru frá yfirvof- andi glötun. 5—7. júlí. Helgi Pjeturss. Hágg setus nýtt met á imlimiti. Sænski blaupagarpurinn Gunder Hagg sett nýtt heims- met í 1 enskrar mílu hlaupi í Malmö s.l. þriðjudag. Hljóp hann vegal. á 4:01,4 mín. Gamla metið, sem var 4:01,6, tók hann frá landa sínum og vini, Arne Andersson, sem þó reyndi að halda í það, en mis- heppnaðist. Arne varð annar í lilaupinu á 4:02,2, en þriðji varð Rune Persson frá Fal- köping á 4:03,8 og 4. Lennart Strand á 4:09,2. Ake Petters- son leiddi hlaupið fyrstu tvo hringina, en þá tók Gunder við, en Áke gekk úr leik. Arne og Rune fylgdu Gunder fast eftir, og sá fyrrriefndi reyndi að komast fram úr á siðustu 100 metrunum, en Gunder var vel á 'verði og átti næga krafta til að svara, svo að Arne varð að láta sér nægja annað sætið. Svo sem kunpugt er fór Gunder til Ameríku í vetur og beið þá margsinnis ósigur fyrir Jimmy Rafferty. Hann virðist því vera búirin að jafna sig eftir þá útreið, og er líklegt að þetta sé ekki síð- asta metið, sem hann setur á þessu sumri. *) Sbr. þessi orð eftir gáf- aðan ungan jirest, í Kirkju- blaðinu: „Allir vitrir menn hafa skilið, að mennirnir eru getnir í synd.“ ur dómur líftegundar um til- verurétt sjálfrar sín, er vissu- lega feigðannerki. III. Það sem nú, umfram allt, ríður á að gera sér ljóst, er, að ef feigðinni á að geta orð- ið afstýrt, þá þarf mannkyn- ið að hefjast á hærra stig vizku og góðvilldar, svo Dani meðal Nobeísverð- lannamanna Nobelsverðlaunum fyrir vísindarannsóknir var út. hlutað í New York í stað Stokkhólms venjulega. Fór afhending verðlaunanna fram þ. 10. des. s. 1. Flestir viðtakendur unnu í Banda- ríkjunum, en þeir eru af ýmsu þjóðerni. Sænski ræðismaðurinn af- henli hinum þýzka flótta- manni dr. Isidor I. Rabi og hinum austurriska dr. Otto Stern verðlaunin í eðlis- fræði fyrir rannsóknir á frumeindinni. Verðlaunin í læknisfræði og lífeðlisl’ræði hlutu Bandaríkjamennirnir dr. Joseph Erlanger og dr. Herbert S. Gasser fyrir rann- sóknir á starfsemi tauga- kerfisins, og dr. Edward A. Doisy, Bandaríkjamaður og dr. Henrik Dam, Dani, fyrir að einangra blóðvítaminið K. Garðj’rkjumál. Garðyrkjumaður, scm oft hefir skrifað mér áSur og gefið mér upplýsingar um ýmisleg vandamál viðvíkjandi garðræktinni, hcfir nýlega skrifað mér bréf og gerir þar fóniatana að umtalsefni og telur, að ekki sé vanþörf á að menn viti einhver deili á þeim nytjajurtum, sem menn Láta sér til munns. Þar sem Bergmál hefir engu við þekkingu garð- yrkjumannsins að hæta og liinsvegar ekkert að athuga, œtlar það að birta hréfið í heild. Þar segir svo: ,,....Að þessu sinni vil eg aðeins ræða við þig um lómata, en eins og allir sjá, er þeim otað lit í hvern búðarglugga, hræódýr- ir ávextir, -sem hafa lífgandi áhrif á allra, sem neyta. Þó eru færri sem vita nokkuð um þessa ljúffengu ávexti, og þess vegna skal eg segja þeim, sem vilja al' sögu tómatanna, efnainni- hald þeirra og smávegis um ræktun þeirra. * Tómatar. (Solanum lycopersicum eða lycoper- I sicuni esculentum).. Þeir eru af kar- töfluættinni, eins og tóbaksjurtin, en til þeirrar ættar teljast milli eitt og tvö þúsund eitur og nýtjajurtir. Menn eru sammála um, að tómat- arnir séu upphaflega komnir frá S.-Ameriku og fluttir til Evrópu á 1(5. öld, og þá nefndir epl- ið frá Perú. Lengi vel voru þeir ræktaðir sem skrautjurt, því nienn álitu þá banvæna. Þegar þeir voru fyrst notaðir til átu, trúðu menn því, að þeir yrðu valdir að ástarskjálfla, og siða.a er nafnið ástarepli notað um tómata við hátíð- leg lækifæri. Hér í álfu voru þeir fyrst rækt- aðir í Englandi og hreiddust þaðan út lil megin- landsins. Ef tómatplantan er ekki skorin til, greinist stöngullinn mjög mikið, en ef allir hlið- arsprotar (axlarsprotar) eru skornir í burlu, getur plantan orðið 13 metra eða meira á ein i sumri, en í gróðurhúsi eru þær sjaldan lálnar ná meira en 3—4 metra hæð. * EfnainnihaOd. Þei.r, sem vinna við tómata, verða dökkir á höndunum og föt þeirra verða einnig hrún-græn á lit. Þetta stafar af þvi, að blöð og sprotar tómatjurtarinnar eru þakin kirtiíhárum, sein gefa frá sér daunillan í og litrikan vökva. f tómötum er um 94,3% valn, 0,9% eggjahvítuefni, 0,4% feiti, 3,3% kolvetni, 0,0% tréni og 0,5% aska. * I • , Sýrur og í ávöxtunum eru ennfremur ýmsar bætiefni. sýrur, sem hafa oft slæm áhrif á mcnn, er neyta þeirra á fastandi maga. (T. d, oxalsýrur, eplasýra, sítrónusýra 0; f 1.). Um 20 hitaeiníngar eru taldar vera í einu kílói af tómötum. Bæði A og B bætiefni erir einnigj tómötum, en mest er af C-bætiefni.“ * Eftirmáli. Þannig hljóðaði br'éfið frá vini okk- ar garðyrkjumanninum, og þakka cg honum fyrir það og vonast til þess að fá meira að heyra síðar. Eg er alveg sammála honuni í því, að það cr hverjum manni rétt og skylt að vita eitthvað um það, sem hann leggur sér til munns. * óregla. Svo mikið er drukkið í þessum hæ, að nú er svo komið, að lögreglan get- ur ekki annað því lengur, að taka allá þá fylli- raffa „úr umferð“, sem nú verða á vegi hennar og ýmsir sem fullir sjást, verða að ganga laus- ir, sem auðvitað er alveg ótækt. Það er ákaf- lega leiðinleg sjón, að sjá útúrdrukkna mena á götu, og er það skylda lögreglunnar, að sjá uin að menn, sem þannig eru á sig komnir, séu ekki að flækjast á götum úti. En það er annað, Það virðist ekki alltaf vera þörf á því að setja þessa meiin í kjajlarann svonefnda, heldur hiætti taka upp þá gömlu og góðu aðferð, að aka þeim heim, sem vitað er um a.m.k. að hafi einhverstaðar höfði sínu að að halla. * Sænska Eg hefi oft veri'Ö að velta þvi fyrir aðferðin. mér, hvar þessir nienn, sem eru alla daga fullir, hafi þau auraráð, sem þarf til þess að drckka sig fúlla, því ekki er hægt með neinni sanngirni aS segja, að áfengi sé hér selt með gjafverði, — og aldrei er út- sala i þeirri búð. 1 Svíþjóð er höfð, að sagt er, sérkennileg aðferð við sölu áfeiigra drykkja og aðferð, sem gefist hefir vel. Þar fá engir afhentar áfengisbækur, nema þeir séu skuld- lausir við bæ og riki. Þessi aðferð ýtir undir menn að borga opinher gjöld, og þá drekka þeir þó ekki nema fyrir afganginn! Ilérna virð- ist hinsvegar sá móður, að menn drekki fyrst eins og þeir geta og greiði síðan gjöld sín af afganginum, ef nokkur er. Ef aðferð Svia cr upp tekin, myndi vera fyrirgirt, að ýmsir þeirra, sem nú eru daglega fullir, fengju nokkurntima áfengisbók.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.